Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 78

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 78
76 BREIÐFIRÐINGUR Það voru þeir Bárður Þorsteinsson í Gröf og Bergur Bergs- son í Kirkjufelli. Þeir réru báðir undir Jökli á vetrum, eins og venja var í þá daga, og þóttu liðtækir í skiprúmi. Því var það, að þeim var ávallt opið skiprúm, þó að þeir kæmu óráðnir í verið, en einu sinni brást þó þetta. — Þá gengu þeir félagar út á Sand og urðu samferða, en þegar þangað kom, var hvert skiprúm skipað þar og urðu þeir því að leita fyrir sér annars staðar og lentu þá ver- tíðina í Olafsvík. Þá var þessi vísa kveðin: Bárður sterki og Bergur tröll, burtu gengu af Sandi, skiprúm fengu ei vítt um völl, var það leiður fjandi. Synir Bárðar í Gröf voru Þorsteinn og Oliver, mestu hreystimenn. Einu sinni komu þeir bræðurnir um vor á hlöðnum bát af harðfiski, úr verinu undan Jökli og réru inn Grundarfjörðinn. Þorsteinn bjó í Gröf, sem er fyrir botni fjarðarins, en Olíver átti heima í Kirkjufelli, vestan- vert við fjörðinn, en þeir áttu sinn helminginn hvor af því, sem var á bátnum. — Þegar þeir voru komnir inn á miðjan fjörðinn spurði Þorsteinn: „Hvar skal fyrst lenda, bróðir?44 — „Látum skektuna ráða44, svaraði Oliver. — Svo hertu þeir róðurinn og bar þá að landi í Kirkjufelli, svo að Þorsteinn var það meiri ræðari en Oliver, en báð- ir voru þeir bræður orðfáir stillingarmenn. Börn þeirra Bárðar „sterka44 og Bergs „trölls44 giftust saman, Þorsteinn Bárðarson í Gröf átti Guðbjörgu dóttur Bergs í Kirkjufelli og er nú margt myndarlegt fólk komið af þeim vestra og þykja þeir frændur margir vel að manni.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.