Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Blaðsíða 48
48 14. september 2018
Á
rið 1938 munaði minnstu
að Íslendingar vísuðu
saumakonu sem hér
bjó, Henný Goldstein,
beint í gin nasista. Að öllum lík-
indum hefði það þýtt endalok
hennar, sonar hennar og móður,
enda voru þau gyðingar. Björg-
un Hennýjar var sú að íslenskur
velvildarmaður, Hendrik Ottós-
son, var tilbúinn til að kvænast
henni og varð hún þar með ís-
lenskur ríkisborgari. Með þeim
þróaðist ást sem varði út ævina
en Henný missti hins vegar bæði
bróður sinn og barnsföður í hel-
förinni.
Ráku hótel í Kólumbíu
Henný Ottósson, var hún kölluð
eða Henný Ottósson Goldstein.
Fæðingarnafn hennar var hins
vegar Jóhanna Lippmann. Hún
fæddist þann 28. mars árið 1905
í Berlín, dóttir Leos og Minnu
Lippmann, austurprússneskra
gyðinga. Þegar Henný var níu ára
hófst hildarleikurinn fyrri milli
stórveldanna í Evrópu. Leo barð-
ist þar fyrir keisarann á austur-
vígstöðvunum. Hann var hand-
samaður af Rússum en sleppt í
stríðslok og lést mjög heilsuveill
árið 1919. Tvo bræður átti Henný
sammæðra, Harry og Siegbert
Rosenthal.
Henný var laghent sauma-
kona og lærði kjólasaum. Um
tíma starfaði hún sem forstöðu-
kona tískuhúss í Berlín. Henný
giftist Róberti Goldstein árið
1926 en hann var tólf árum eldri
en hún. Þau eignuðust drenginn
Pétur Lothar ári síðar og fluttu þá
til borgarinnar Medellin í Kólu-
mbíu. Þar störfuðu þau á glæsi-
hóteli sem bróðir Róberts átti. En
hjónabandið varð skammlíft og
árið 1930 skildu þau loks. Fluttu
þau þá bæði aftur til Þýskalands
og hafði Henný drenginn hjá sér.
Kom allslaus til Íslands
Á þessum tíma voru miklar hrær-
ingar í Þýskalandi. Landið var
eitt það frjálslyndasta í Evrópu
á þriðja áratugnum og gyðingar
þrifust ágætlega. En sá hóp-
ur stækkaði ört sem kenndi
þeim um stríðsófarirnar í fyrri
heimsstyrjöldinni og efnahags-
þrengingarnar í kjölfarið. Nas-
istar voru á hraðri uppleið og
þeir nýttu sér stjórnmálaóreiðu
Weimar-tímabilsins. Þessi þró-
un fór ekki fram hjá gyðingum
í Þýskalandi og eftir að nasistar
komust til valda árið 1933 fóru
bæði Henný og Róbert að ókyrr-
ast.
Róbert flutti yfir landamær-
in til Frakklands en Henný sá
auglýsingu í þýsku dagblaði þar
sem auglýst var eftir kjólameist-
ara á Íslandi. Ákvað hún að slá til,
sigldi árið 1934 ein til Reykjavík-
ur og hóf störf hjá saumastofunni
Gullfossi í eigu Helgu Sigurðsson.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, prófessor í stjórnmálafræði,
rannsakaði sögu Hennýj-
ar og skrifaði um hana grein í
tímaritið Þjóðmál árið 2012. Í
samtali við DV segir hann:
„Ég tel að hún hafi áttað sig á
því að henni yrði ekki líft þarna
og það var mjög skynsamlegt af
henni að koma til Íslands. Hún
var mjög fær kjólameistari, varð
vinsæl í sínum störfum og kom
með tískuna með sér frá Berlín.“
Henný kom allslaus til Íslands
og vissi lítið um landið. Það var
mikið menningarsjokk að flytja
frá heimsborg á borð við Berlín
til smábæjar á hjara veraldar eins
og Reykjavík var. Ráðning henn-
ar hjá Gullfossi var til eins árs og
þegar það var liðið bauðst henni
þriggja ára framlenging sem hún
þáði. Sendi hún þá eftir móður
sinni og syni, sem var þá átta ára
gamall.
Giftingin lífsbjörg
Á þessum tíma kynntist Henný
Hendrik Ottóssyni, tungumála-
kennara og síðar fréttamanni hjá
Ríkisútvarpinu. Hendrik var mjög
vinstrisinnaður og gallharður
andstæðingur nasista. Auk þess
hafði hann mikinn áhuga á trúar-
brögðum og sérstaklega gyðing-
dómi. Hendrik var því í forsvari
fyrir þá sem vildu að gyðingar
fengju hæli á Íslandi en staða
þeirra fór versnandi dag frá degi
í Þýskalandi.
Árið 1938 var samningur
Hennýjar að renna út og vildi hún
þá losna undan honum sem fyrst
og stofna eigin saumastofu. En
eigandinn undi því ekki og sendi
inn tilkynningu til stjórnvalda
um að dvalarleyfið væri að renna
út og bæri því að vísa henni úr
landi.
Hendrik bauðst þá til þess að
kvænast Henný og sú varð raun-
in það sama ár. Eftir giftinguna
var Henný orðinn íslenskur rík-
isborgari og því ekki hægt að vísa
henni úr landi. Eigandi stofunn-
ar kærði Henný hins vegar fyrir
samningsbrot og var hún dæmd
til að greiða skaðabætur.
Var hún mjög nálægt því að
vera send úr landi?
„Ég held að hún hafi ver-
ið mjög nálægt því að vera send
úr landi og Hendrik hafi bjargað
henni á síðustu stundu. Ég efast
ekki um að ef henni hefði ver-
ið vísað úr landi þá hefði hún
þurft að fara aftur til Þýskalands.
Á þessum tíma skiptist heimur-
inn í tvennt, annars vegar voru
lönd sem vildu losna við gyðinga
og hins vegar lönd sem ekki vildu
taka við þeim. Gyðingar áttu
hvergi höfði sínu að halla,“ segir
Hannes.
Var það illska af hálfu kær-
andans og stjórnvalda að vilja
senda hana úr landi í ljósi þess
sem gyðingar máttu þola í Þýska-
landi á þessum tíma?
„Ég er ekki viss um að fólk
hafi gert sér grein fyrir þessu
eða þá lokað augunum fyrir því.
Mestu gyðingaofsóknirnar hófust
ekki fyrr en eftir Kristalsnóttina,
haustið 1938, og það verður að
líta á þetta út frá sjónarhorni
fólks sem var statt þarna á þess-
um tíma. Sjálf helförin hófst ekki
fyrr en í stríðinu og það var ekki
fyrr en eftir stríðið sem umfang
ofsóknanna voru ljósar. Við sjá-
um þetta öðrum augum í dag. Á
þessum tíma voru margir sem
héldu að fólk sem flytti til Íslands
tæki störf frá Íslendingum. Í dag
sér fólk að þeir sem koma með
nýja þekkingu eru aufúsugestir í
hverju þjóðfélagi.“
Í ljósi þess sem á eftir kom,
helförin þar sem milljón-
ir gyðinga enduðu í gasklefun-
um, hefði hæglega værið hægt
að ímynda sér að Henný, sonur
hennar og móðir, hefðu ekki lif-
að stríðið af. Mætti því segja að
Hendrik hafi bjargað lífi þeirra
með giftingunni. En þó að hjóna-
bandið hafi byrjað sem mála-
myndagjörningur þá þróuðust
með þeim miklir kærleikar sem
entust út lífið. Sjálfur tók Hend-
rik gyðingasið og var sá fyrsti sem
fermdist upp á gyðinglega vísu
(bar mitzvah) hér á landi.
Annar bróðir til Akureyrar en
hinn til Auschwitz
Þetta ár, 1938, kom Harry, bróð-
ir Hennýjar til Íslands og sett-
ist hér að og segir Hannes að
Hendrik hafi gengið mjög hart
fram við Hermann Jónasson for-
sætisráðherra til að koma því í
kring. Ástandið í Þýskalandi var
Tímavélin
ALLT FYRIR
FUNDARHERBERGIÐ
Þráðlaust
sýningartjald
Þráðlaus
búnaður
Hágæða öruggur
fjarfundabúnaður
DALVEGI 16B / S. 510 0500
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
GIFTINGIN BJARGAÐI
HENNÝ OTTÓSSON
FRÁ HELFÖRINNI
Erna og Denny Rosenthal, nóvember 1939n Bróðir hennar tilraunadýr læknis SS
n Átti að vísa henni úr landi