Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2018, Page 49
4914. september 2018 þá orðið voveiflegt fyrir gyðinga en Harry hafði áður verið yfir- maður hjá skóframleiðandan- um Salamanders. Harry varð að skilja eignir sínar eftir í Þýska- landi, íbúð, bifreið og sumarhús, en með sér tók hann gullúr og myndavél til að selja. Fyrir and- virðið keypti hann grænmetis- garð og seldi hann afurðirnar úr honum. Árið 1939 flutti unnusta hans, Hildegard Heller, einnig til landsins og giftust þau skömmu síðar. Þau settust að á Akureyri undir íslenskum nöfnum, Hösk- uldur og Hildigerður. Saga Siegberts, hins bróð- ur Hennýjar, er öllu sorglegri en hann varð einn af þeim milljón- um gyðinga sem myrtir voru í helförinni. Siegbert og unnusta hans, Erna, eignuðust sitt fyrsta og eina barn árið 1939, dreng sem fékk nafnið Denny. Þá var stríðið að bresta á og ofsóknirnar gegn gyðingum jukust enn frekar. Henný og Hendrik buðust til að taka við Denny en foreldrar hans vildu ekki senda hann úr landi. Fjölskyldurnar tvær héldu sam- bandi með bréfaskriftum og var Rauði krossinn milliliður. Í miðju stríðinu bað Hend- rik sænska sendiráðið í Reykja- vík að hafa milligöngu um að út- vega landvistarleyfi fyrir Siegbert og fjölskyldu hans. Sænsk yfir- völd beittu sér í málinu og sendu fyrirspurn um fjölskylduna vor- ið 1943. Þá fékkst hins vegar það svar að hún hefði skömmu áður verið send á ókunnan stað. Síð- ar kom það í ljós að sá staður var Auschwitz, hinar alræmdu út- rýmingarbúðir. Henný komst að þessu en örlög fjölskyldunnar voru henni þó ókunn. Innst inni hefur hún þó sennilega vitað að bróðir sinn, mágkona og bróðursonur væru öll látin. Hvarf Siegberts fékk mikið á Minnu, móður þeirra, en Henný fékk sig samt ekki til þess að segja henni frá því að þau hefðu verið send í Auschwitz. Minna lést á Íslandi árið 1947. Fangi númer 107933 Örlög Ernu og Dennys litla, sem var aðeins tæplega fjögurra ára gamall, urðu ljós eftir stríðið. Þann 13. mars hafði fjölskyld- an verið send með flutningalest númer 36 til Auschwitz ásamt tæplega þúsund öðrum föngum. Við komuna þangað voru vinnu- færir karlmenn sigtaðir út og sendir í verksmiðjuvinnu. Flestar konur og börn voru leidd sam- stundis inn í gasklefana og tekin af lífi. Siegbert var flúraður með fanganúmeri sínu, 107933, og sendur í verksmiðju sem nefndist Monowitz-Buna. Þar þrælaði hann fyrir efna- og lyfjaframleið- andann I.G. Farben í rúma fjóra mánuði. Þann 30. júlí var hann fluttur burt. Siegbert og fjölskylda hans voru ekki þau einu sem Henný hafði áhyggjur af í hildarleiknum. Róbert, fyrrverandi eiginmaður hennar, var búsettur í París þegar Þjóðverjar hernámu landið árið 1940. Auk þess að vera gyðingur var hann mjög vinstrisinnaður og ákvað að taka upp vopn gegn Þjóðverjum. Þess vegna gekk hann í frönsku andspyrnuhreyf- inguna þetta sama ár og barðist með henni fram í mitt stríð. Þann 16. og 17. júní árið 1942 voru rúmlega þrettán þúsund gyðingar handteknir af frönsku lögreglunni í París, þar af fjög- ur þúsund börn. Lögreglan gerði þetta í nánu samstarfi við þýska hernámsliðið sem vildi upp- ræta gyðingdóminn í Frakk- landi. Róbert var einn af þeim sem handteknir voru og var fólk- ið geymt við hræðilegar aðstæð- ur á hjólreiðaleikvangi. Næsta árið var fólkið flutt í litlum hóp- um í útrýmingarbúðir, flestir til Auschwitz. Það urðu örlög Ró- berts sem dó þar árið 1942. Ástin kviknaði í málamynda- hjónabandi Í skugga þessara voveiflegu at- burða blómstraði ástin á milli Hennýjar og Hendriks. Ekki öð- luðust þau þá lukku að eignast saman barn en Hendrik gekk hin- um unga Pétri í föðurstað. Henný kom á fót sinni eigin saumastofu á Kirkjuhvoli við Dómkirkjuna og rak hana allt til ársins 1952. Í stríð- inu starfaði Hendrik sem túlkur fyrir bæði breska og bandaríska herinn. Árið 1946 hóf hann störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu en hann hafði áður starfað sem blaðamaður hjá Alþýðublað- inu árin 1919 til 1920. Á Ríkisút- varpinu starfaði hann í tuttugu ár, eða þar til hann lést tæplega sjö- tugur að aldri árið 1966. Eftir að Henný hætti með saumastofuna saumaði hún á heimili þeirra við Langholtsveginn í nokkur ár. Eftir það kom hún yfir á Ríkisútvarpið til Hendriks og starfaði þar í inn- heimtudeildinni. Henný lést árið 1986. Pétur gekk eins og önnur börn í skóla og ólst upp eins og íslenskur strákur. Engu að síður var hann alla tíð meðvitaður um uppruna sinn. Pétur gekk í Loftskeytaskól- ann og starfaði lengi á togurum og fraktskipum. Síðustu árin starfaði hann á birgðastöð Landsímans en hann lést árið 1993. Pétur var gift- ur Hlín Guðjónsdóttir og áttu þau saman fimm dætur og eru afkom- endurnurnir nú orðnir 21. Þrjár systranna búa í Reykjavík. Magnea Henný læknaritari, sem á tvö börn og fimm barnabörn, leik- konan Kolbrún Erna sem á dóttur- ina Rebekku Líf Albertsdóttur sem starfar hjá Fréttablaðinu og Ragn- heiður sem starfar sem þroska- þjálfi, hún á einn son. Tvær af systrunum búa í Sví- þjóð. Minna Hrönn, sem starfar sem röntgenlæknir í Stokkhólmi. Hún á þrjú börn, þrjú barnabörn og eitt á leiðinni. Í Gautaborg býr svo Hildigerður og á einn son. Elsta systirin, Magnea Henný, rannsakaði fjölskyldusöguna og fjallaði um hana, bæði í viðtali við Morgunblaðið og eigin greinum. Hún komst loksins að hinu sanna um örlög Siegberts Rosenthal.Til- raunadýr læknis SS Árið 1998 hafði ættingi í Lundún- um samband við Magneu og tjáði henni að franskur doktorsnemi í læknisfræði væri að reyna að hafa samband við hana í tengslum við 86 fórnarlömb helfararinnar sem myrt voru á stað sem nefnist Natzweiler-Struthof, í nálægð við Strassborg í Austur-Frakklandi. Líkin af föngunum, sem höfðu verið notaðir í læknisfræðitil- raunum, voru óþekkt í áratugi en árið 1998 var loksins hægt að greina flúrað númer Siegberts á einu þeirra. Í kjölfarið heimsótti Magnea búðirnar og komst síðar yfir skjöl um málið. Siegbert var einn af þeim föng- um í Auschwitz sem urðu til- raunadýr læknisins August Hirt, sem starfaði undir stjórn Hein- richs Himmler, leiðtoga SS-sveit- anna. Verkefnið fékk nafnið Arf- leifðin (Ahnenerbe) og takmark þess var að sýna fram á líffræði- lega yfirburði hvíta kynstofnsins. Hirt framkvæmdi ýmsar tilraun- ir á föngunum, svo sem tilraun- ir með sinnepsgas og ófrjósemis- efni. Var ófrjósemisefnunum sprautað beint í eistu fanganna með óbærilegum sársauka. Sum- ar tilraunirnar voru eingöngu gerðar á börnum. Eftir þessar tilraunir var föngunum smalað inn í lítinn gasklefa, þeir teknir af lífi og þau líffæri sem sérstaklega voru til skoðunar fjarlægð og rannsökuð. Ástæða þess að líkin sem fund- ust voru svo vel varðveitt var að Hirt og félagar hans hjá Arfleifð- inni höfðu það hlutverk að búa til sýningu á beinagrindum og lík- amsleifum óæðri kynstofna og voru líkin því sett í vínanda til að hægja á rotnun. Gyðingafjölskyldum og börnum meinaður aðgangur Örlög Hennýjar, Péturs, Minnu, Höskuldar og Hildigerður hefðu hæglega getað orðið þau sömu Si- egberts og fjölskyldu hans. Þá væru ekki til þeir ættbogar sem eftir þau liggja nú hér á landi. Hvort það var ótti við að útlendingar tækju störf frá Íslendingum eða hrein kyn- þáttahyggja sem lá að baki afstöðu stjórnvalda skal ósagt látið, en ljóst er þó að töluvert auðveldara reyndist fyrir Þjóðverja af ger- mönskum uppruna að fá dvalar- leyfi hér á Íslandi heldur en þýska gyðinga. Heilu fjölskyldunum var vísað úr landi og út í óvissuna og gyðingabörnum var meinaður að- gangur að landinu. n TÍMAVÉLIN Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sturtuklefar með þaki sporna gegn raka Sól í sinni í sturtunni þinni Siegbert og Denny Henný, Pétur og Róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.