Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Side 51
5111. maí 2018 tímavélin „Grófara klám en nokkru sinni hefur sést í íslensku sjónvarpi“ S ýn var lengi að finna sér farveg og stefnu á íslenskum sjónvarps­ markaði. Árið 1989 fékk Sýn hf. leyfi fyrir stöðinni en að því stóðu DV og Bíóhöll­ in. Sýn hf. kom stöðinni hins vegar ekki í loftið og keypti Stöð 2 leyfið í maímánuði ári síðar. Til að byrja með var stöðin aðallega notuð til þess að sjónvarpa þingfundum. Á seinni hluta tíunda áratugar­ ins var alls kyns bandarískt skemmtiefni sýnt á Sýn, þar á meðal mikið af erótískum myndum, hryllingsmyndum og bardagaþáttum á borð við American Gladiators. Hjálm­ ar Árnason, þingmaður Fram­ sóknarflokksins, gerði dagskrá stöðvarinnar að umtalsefni í þinginu og spurði mennta­ málaráðherra hvort dagskrá­ in samræmdist lögum. „Þessi sjónvarpsstöð sýnir grófara klám en nokkru sinni hefur sést í íslensku sjónvarpi.“ Síð­ ar varð Sýn að hreinræktaðri íþróttastöð en breytti um nafn og varð að Stöð 2 Sport árið 2008. Skjáreinn var rekinn með stolnu fé úr Landssímanum taldir voru hafa átt þátt í stuldin­ um árið 2004. Við vitnaleiðslur kom í ljós að féð hafði runnið inn í Skjáeinn frá fyrsta degi. Sveinbjörn sagði að ávallt hefði staðið til að endur­ greiða féð en þegar hann sá að Kristján og Árni gátu ekki greitt strax varð hann að breyta bók­ haldinu. Fjárþörf Skjáseins var hins vegar viðvarandi og áfram flæddi fé frá Landssímanum inn í Skjáeinn. Sveinbjörn pass­ aði sig á því að vera ávallt í vinnu um mánaðamót þegar uppgjör fór fram og notaði kúnstir til að blekkja alla eftirlitsaðila. Sveinbjörn var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í héraði og áfrýjaði ekki. Árni Þór og Kristján fengu tveggja ára dóm þar sem þeir hefðu átt að vita að féð var illa fengið. Sú refsing var lækkuð í fimmtán og átján mánuði í Hæstarétti. Einn annar sak­ borningur var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir pen­ ingaþvætti. n 600 stúdenta til stjórnvalda um að stöðva útsendingar Kanasjón­ varpsins utan herstöðvarinnar. Meðal þeirra voru Ólafur Ragnar Grímsson, Vigdís Finnbogadóttir, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Ellert B. Schram. Ungmenni lögðu undir sig stöðina Þetta ár, 1966, tók hóf Ríkisútvarp­ ið eigin sjónvarpsútsendingar og sífellt fleiri landsmenn eign­ uðust sjónvarpstæki. Upp úr því komu fram kröfur frá framleið­ endum bandarísks skemmtiefnis að varnarliðið ætti að greiða hærri gjöld þar sem útsendingin næðist langt út fyrir herstöðina. Brugð­ ist var við þessu haustið 1967 með því að minnka styrk útsendingar­ innar. Áttu þær þá að ná einung­ is yfir Suðurnesin og syðsta hluta Hafnarfjarðar en í raun náðist stöðin enn þá í Reykjavík. Unga fólkið var enn þá reitt og vildi Kanasjónvarpið burt. Sunnu­ dagskvöldið 16. nóvember árið 1969 brutust tuttugu mótmæl­ endur gegn stríðinu í Víetnam inn á sjónvarpsstöðina og lögðu hana undir sig. Meðal þeirra sem stóðu að aðgerðunum voru Birna Þórðardóttir og Róska, þekktir að­ gerðasinnar. Þau komu inn á völlinn í tveim­ ur hópum, sumir þóttust vera að taka á móti ættingjum úr far­ þegaflugvél en aðrir klifruðu yfir vírgirðingu vallarins. Þegar þau komust inn í húsakynni stöðv­ arinnar spreyjuðu þau á veggi slagorð á borð við „Viva Cuba“, „Vietnam will win“ og „Brainwash center“. Síðan settust þau í hring á miðju gólfinu og héldust í hend­ ur uns lögreglan kom og handtók þau. Útsending var rofin í fimmtán til tuttugu mínútur á meðan þessi atburðarás átti sér stað. Stöðin sett í kapal Útsendingar Ríkissjónvarpsins urðu sífellt vinsælli og raddirnar gegn Kanasjónvarpinu sífellt há­ værari. Í Þjóðviljanum birtust margar gagnrýnisgreinar þar á meðal frá Einari Braga, skáldi og rithöfundi, árið 1973 þar sem hann fór fram á að einkaréttur Ríkis sjónvarpsins væri virtur: „Stundum heyrist sú viðbára, að hér sé aðeins um æskilega samkeppni að ræða í líkingu við sendingar útvarpsstöðva víða um lönd, sem menn geta hlustað á eft­ ir frjálsu vali. Það er átakanlegt ef fullorðnir menn eru svo óskýrir í hugsun, að þeir greini ekki grund­ vallarmuninn á þessu tvennu. Ameríski herinn starfrækir skóla á Vellinum fyrir börn hermanna … Ætli margur yrði ekki dálítið hvumsa, ef hermenn af Keflavíkur­ velli kæmu einn morguninn stik­ andi í skólana og gerðu kröfu til að fá að taka við uppfræðslunni að hálfu og kenna ensku?“ Vissulega voru margir sem horfðu frekar á Kanann en Ríkis­ sjónvarpið, svo margir að dagskrá­ in var birt í dagblöðum vel inn í áttunda áratuginn. Fólk á jaðri út­ sendingarsvæðisins kostaði miklu fé til að koma sér upp magnara og alls kyns búnaði til að ná stöðinni. En þrýstingurinn hafði áhrif og árið 1974 var stöðin færð í kapal­ kerfi. Urðu þá margir Íslendingar svekktir og Albert Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram þingsályktunartillögu um að leyfa útsendingar Kana­ sjónvarpsins. Var hún felld með 40 atkvæðum gegn 5. Einn yfirlýstur Sjálfstæðis­ maður skrifaði í Morgunblaðið árið 1976: „Mér finnst það vera hrein og bein skömm, að við skulum ekki sjálf fá að ráða hvaða sjónvarps­ efni við horfum á. Hvergi í heim­ inum eru eins miklar hömlur lagð­ ar á í slíkum efnum. Sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli er stofnun, sem ríkið greiðir ekki með og því engin ástæða til að loka því. Það er talið að nokkrum ofstopafullum körl­ um og konum, sem vilja láta mikið á sér bera, að allt sem aflaga fer í þessu landi svo og glæpir stafi af Keflavíkursjónvarpinu. Þetta eru auðvitað ekkert annað en móður­ sjúkar hugsanir.“ Raddir af þessum toga heyrð­ ust alveg fram á tíunda áratuginn. Mörgum fannst dagskrá Ríkissjón­ varpsins leiðinleg og auk þess voru engar útsendingar á fimmtudög­ um. Með tímanum dofnuðu þess­ ar raddir og þegar einkarétti rík­ isins á ljósvakamiðlum var aflétt árið 1986 voru þær svo til horfnar enda jókst framboð þá til muna. Kanasjónvarpið var starfrækt á Keflavíkurflugvelli alveg þangað til herstöðinni var lokað árið 2006. n Stangir og greiður Alþýðublaðið 6. september 1974 Tíminn 18. nóvember 1969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.