Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 51
5111. maí 2018 tímavélin
„Grófara
klám
en nokkru
sinni hefur
sést í
íslensku
sjónvarpi“
S
ýn var lengi að finna
sér farveg og stefnu á
íslenskum sjónvarps
markaði. Árið 1989 fékk
Sýn hf. leyfi fyrir stöðinni en
að því stóðu DV og Bíóhöll
in. Sýn hf. kom stöðinni hins
vegar ekki í loftið og keypti
Stöð 2 leyfið í maímánuði
ári síðar. Til að byrja með var
stöðin aðallega notuð til þess
að sjónvarpa þingfundum. Á
seinni hluta tíunda áratugar
ins var alls kyns bandarískt
skemmtiefni sýnt á Sýn, þar
á meðal mikið af erótískum
myndum, hryllingsmyndum
og bardagaþáttum á borð við
American Gladiators. Hjálm
ar Árnason, þingmaður Fram
sóknarflokksins, gerði dagskrá
stöðvarinnar að umtalsefni
í þinginu og spurði mennta
málaráðherra hvort dagskrá
in samræmdist lögum. „Þessi
sjónvarpsstöð sýnir grófara
klám en nokkru sinni hefur
sést í íslensku sjónvarpi.“ Síð
ar varð Sýn að hreinræktaðri
íþróttastöð en breytti um nafn
og varð að Stöð 2 Sport árið
2008.
Skjáreinn var rekinn með stolnu fé úr Landssímanum
taldir voru hafa átt þátt í stuldin
um árið 2004.
Við vitnaleiðslur kom í ljós að
féð hafði runnið inn í Skjáeinn
frá fyrsta degi. Sveinbjörn sagði
að ávallt hefði staðið til að endur
greiða féð en þegar hann sá að
Kristján og Árni gátu ekki greitt
strax varð hann að breyta bók
haldinu. Fjárþörf Skjáseins var
hins vegar viðvarandi og áfram
flæddi fé frá Landssímanum
inn í Skjáeinn. Sveinbjörn pass
aði sig á því að vera ávallt í vinnu
um mánaðamót þegar uppgjör
fór fram og notaði kúnstir til að
blekkja alla eftirlitsaðila.
Sveinbjörn var dæmdur til
fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar
í héraði og áfrýjaði ekki. Árni Þór
og Kristján fengu tveggja ára dóm
þar sem þeir hefðu átt að vita að
féð var illa fengið. Sú refsing var
lækkuð í fimmtán og átján mánuði
í Hæstarétti. Einn annar sak
borningur var dæmdur til þriggja
mánaða fangelsisvistar fyrir pen
ingaþvætti. n
600 stúdenta til stjórnvalda um
að stöðva útsendingar Kanasjón
varpsins utan herstöðvarinnar.
Meðal þeirra voru Ólafur Ragnar
Grímsson, Vigdís Finnbogadóttir,
Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds
og Ellert B. Schram.
Ungmenni lögðu undir sig stöðina
Þetta ár, 1966, tók hóf Ríkisútvarp
ið eigin sjónvarpsútsendingar
og sífellt fleiri landsmenn eign
uðust sjónvarpstæki. Upp úr því
komu fram kröfur frá framleið
endum bandarísks skemmtiefnis
að varnarliðið ætti að greiða hærri
gjöld þar sem útsendingin næðist
langt út fyrir herstöðina. Brugð
ist var við þessu haustið 1967 með
því að minnka styrk útsendingar
innar. Áttu þær þá að ná einung
is yfir Suðurnesin og syðsta hluta
Hafnarfjarðar en í raun náðist
stöðin enn þá í Reykjavík.
Unga fólkið var enn þá reitt og
vildi Kanasjónvarpið burt. Sunnu
dagskvöldið 16. nóvember árið
1969 brutust tuttugu mótmæl
endur gegn stríðinu í Víetnam
inn á sjónvarpsstöðina og lögðu
hana undir sig. Meðal þeirra sem
stóðu að aðgerðunum voru Birna
Þórðardóttir og Róska, þekktir að
gerðasinnar.
Þau komu inn á völlinn í tveim
ur hópum, sumir þóttust vera
að taka á móti ættingjum úr far
þegaflugvél en aðrir klifruðu yfir
vírgirðingu vallarins. Þegar þau
komust inn í húsakynni stöðv
arinnar spreyjuðu þau á veggi
slagorð á borð við „Viva Cuba“,
„Vietnam will win“ og „Brainwash
center“. Síðan settust þau í hring á
miðju gólfinu og héldust í hend
ur uns lögreglan kom og handtók
þau. Útsending var rofin í fimmtán
til tuttugu mínútur á meðan þessi
atburðarás átti sér stað.
Stöðin sett í kapal
Útsendingar Ríkissjónvarpsins
urðu sífellt vinsælli og raddirnar
gegn Kanasjónvarpinu sífellt há
værari. Í Þjóðviljanum birtust
margar gagnrýnisgreinar þar á
meðal frá Einari Braga, skáldi
og rithöfundi, árið 1973 þar sem
hann fór fram á að einkaréttur
Ríkis sjónvarpsins væri virtur:
„Stundum heyrist sú viðbára,
að hér sé aðeins um æskilega
samkeppni að ræða í líkingu við
sendingar útvarpsstöðva víða um
lönd, sem menn geta hlustað á eft
ir frjálsu vali. Það er átakanlegt ef
fullorðnir menn eru svo óskýrir í
hugsun, að þeir greini ekki grund
vallarmuninn á þessu tvennu.
Ameríski herinn starfrækir skóla
á Vellinum fyrir börn hermanna
… Ætli margur yrði ekki dálítið
hvumsa, ef hermenn af Keflavíkur
velli kæmu einn morguninn stik
andi í skólana og gerðu kröfu til
að fá að taka við uppfræðslunni að
hálfu og kenna ensku?“
Vissulega voru margir sem
horfðu frekar á Kanann en Ríkis
sjónvarpið, svo margir að dagskrá
in var birt í dagblöðum vel inn í
áttunda áratuginn. Fólk á jaðri út
sendingarsvæðisins kostaði miklu
fé til að koma sér upp magnara og
alls kyns búnaði til að ná stöðinni.
En þrýstingurinn hafði áhrif og
árið 1974 var stöðin færð í kapal
kerfi. Urðu þá margir Íslendingar
svekktir og Albert Guðmundsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
lagði fram þingsályktunartillögu
um að leyfa útsendingar Kana
sjónvarpsins. Var hún felld með 40
atkvæðum gegn 5.
Einn yfirlýstur Sjálfstæðis
maður skrifaði í Morgunblaðið
árið 1976:
„Mér finnst það vera hrein og
bein skömm, að við skulum ekki
sjálf fá að ráða hvaða sjónvarps
efni við horfum á. Hvergi í heim
inum eru eins miklar hömlur lagð
ar á í slíkum efnum. Sjónvarpið á
Keflavíkurflugvelli er stofnun, sem
ríkið greiðir ekki með og því engin
ástæða til að loka því. Það er talið
að nokkrum ofstopafullum körl
um og konum, sem vilja láta mikið
á sér bera, að allt sem aflaga fer í
þessu landi svo og glæpir stafi af
Keflavíkursjónvarpinu. Þetta eru
auðvitað ekkert annað en móður
sjúkar hugsanir.“
Raddir af þessum toga heyrð
ust alveg fram á tíunda áratuginn.
Mörgum fannst dagskrá Ríkissjón
varpsins leiðinleg og auk þess voru
engar útsendingar á fimmtudög
um. Með tímanum dofnuðu þess
ar raddir og þegar einkarétti rík
isins á ljósvakamiðlum var aflétt
árið 1986 voru þær svo til horfnar
enda jókst framboð þá til muna.
Kanasjónvarpið var starfrækt á
Keflavíkurflugvelli alveg þangað til
herstöðinni var lokað árið 2006. n
Stangir og greiður
Alþýðublaðið 6. september 1974
Tíminn 18. nóvember 1969