Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 6

Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 www.holabok.is — holar@holabok.is Sprenghlægilegar bækur sem þú verður að lesa! Það er gott að hlæja! FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minjastofnun hefur enn ekki fengið í hendur skýrslu Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings um fornleifaupp- gröftinn á Landssímareitnum í mið- borg Reykjavíkur 2016 til 2017. Von var á skýrslunni 1. júní, fyrir rúmum fjórum mánuðum en hún hefur ekki borist. Engar upplýsingar fást um það hvenær niðurstöðurnar verða kynntar. Vala hefur ekki viljað greina Morgunblaðinu frá helstu niðurstöð- um fornleifarannsóknarinnar, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Þá hefur hún synjað ósk Morgunblaðsins um að fá að ljósmynda gripina sem fundust við uppgröftinn og geymdir eru á forvörsluverkstæði Þjóðminjasafns- ins í Hafnarfirði. Í reglum Minja- stofnunar um leyfi til fornleifarann- sókna frá 2013 segir í 11. grein að leyfishafi skuli eiga fyrsta útgáfurétt um gögn og gripi í fimm ár frá lokum vettvangsrannsóknar. Ekki liggur þó í augum uppi að þetta ákvæði eigi að gilda um umfjöllun fréttamiðla. Morgunblaðið hefur einnig leitað upplýsinga um kostnað við fornleifa- rannsóknina á Landssímareitnum en enn engin svör fengið. Sam- kvæmt lögum ber framkvæmdaaðili kostnaðinn. Það er Lindarvatn ehf. sem er eigandi fasteigna á reitnum þar sem nýtt gistihús Icelandair hot- els er að rísa. Tekjur námu 113 milljónum Félagið réð Völu Garðarsdóttur til verksins 2016 þegar hún var starfs- maður Hornafjarðarsafna. Hún hætti störfum á þeim vinnustað í framhaldinu og stofnaði einkahluta- félagið VG fornleifarannsóknir og er það skráð fyrir verkinu. Samkvæmt gögnum sem Vala sendi Minjastofn- un þegar hún fékk uppgraftarleyfið 2016 var gert ráð fyrir 7 fornleifa- fræðingum auk hennar við vett- vangsvinnuna og tveimur öðrum sérfræðingum við úrvinnslu. Sam- tals var gert ráð fyrir því að verkið væri 30 mannmánuðir. Í gögnum Minjastofnunar sem Morgunblaðið fékk á grundvelli upplýsingalaga er ekkert að finna um breytingu á starfsmannafjölda eða mannmánuð- um við verkið sem þó munu hafa orð- ið. Samkvæmt ársreikningum sem VG fornleifarannsóknir ehf hafa skilað voru tekjur félagsins tæpar 84 milljónir króna árið 2016 og tæpar 29 milljónir árið 2017, samtals um 113 milljónir. Líklegt er að megin- hluti þessara tekna séu greiðslur frá Lindarvatni ehf vegna fornleifa- rannsóknarinnar. Fram kemur í ársreikningunum að rekstrargjöld 2016 voru rúmar 58 milljónir og tæpar 24 milljónir 2017. Hagnaður VG fornleifarannsókna ehf árið 2016 var 24,3 milljónir króna og 4,2 milljónir króna árið 2017, samtals um 28,5 milljónir þessi tvö ár. Skýrsla um Lands- símareit enn ókomin  VG fornleifarannsóknir ehf með 28,5 milljóna króna hagn- að árin 2016 og 2017  Bannar myndatöku af forngripunum Morgunblaðið/Golli Fornleifar Frá uppgreftrinum á bílastæði Landssímans sem fram fór 2016 til 2017. Undir bílastæðinu var hluti af elsta kirkjugarði Reykjavíkur. Ekki eru áformuð nein jarðvegsskipti í Vík- urgarði (Fógetagarði), hinum forna kirkju- garði á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í Reykjavík í tengslum við byggingu nýs hót- els á svokölluðum Landssímareit. Þetta segir Nikulás Úlfar Másson, byggingar- fulltrúi Reykjavíkur, í samtali við Morg- unblaðið. Fram kom í gær að gögn sem blaðið fékk frá Minjastofnun sýndu að starfsmenn þar hefðu áhyggjur af því að mikið rask væri framundan í hluta Víkurgarðs þar sem merkt hefði verið inn á teikningar borgaryf- irvalda af svæðinu að gera yrði ráð fyrir sérstöku björgunarsvæði við vesturhlið nýja hótelsins, þar sem inngangur verður, og hafa þar sérstyrkt undirlag. Töldu starfsmenn Minjastofnunar að þetta gæti þýtt að skipta yrði um allt að 20% jarðvegs í garðinum. Nikulás Úlfar segir að þetta sé misskiln- ingur. Sérstyrkt undirlag geti allt eins falið í sér breiðari hellur en nú eru í Víkurgarði. Engin jarðvegsskipti í vændum ÁHYGGJUR MINJASTOFNUNAR EKKI Á RÖKUM REISTAR Stytta Skúli fógeti í Víkurgarði. „Ég á ekki von á öðru en að þetta þing muni einkennast af samstöðu um stefnumál,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um komandi þing samtakanna sem haldið verður á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu dagana 17. til 19. október. Þingið sitja um 200 manns frá öllum aðildarfélögunum sem eru 26. Það er haldið undir yfirskriftinni Bætt lífskjör – betri þjónusta. Elín gefur ekki kost á sér til áframhaldandi forystu og hefur að- eins eitt framboð til formannsemb- ættis verið tilkynnt. Það er Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB til síðustu 10 ára, sem gefur kost á sér. Elín Björg segir að ekki sé hægt að útiloka fleiri framboð, þar sem hægt sé að tilkynna um fram- boð á þinginu sjálfu. Spurð um helstu mál þings- ins segir hún að stóru málin séu eins og venjulega stefnumörkun samtakanna til næstu þriggja ára. Þar beri hæst komandi kjarasamninga, húsnæðismál og al- mannaþjónustu. Fjórir málefnahópar starfa á þinginu, um vinnumarkaðinn og starfsumhverfi starfsmanna í al- mannaþjónustu, um vinnumarkað framtíðar, um velferðarmál og fjöl- skylduvænna samfélag. Á þingvef samtakanna er búið að birta tillögu stjórnar um umræðu- efni málefnahópanna. Um kjara- málin segir að BSRB telji grund- vallaratriði að launamunur milli hins opinbera og hins almenna vinnu- markaðar verði jafnaður og er í því sambandi vísað til samkomulags um lífeyrismál frá 19. september 2016. Þá segir að launakannanir hafi sýnt að launamunur á milli markaða sé u.þ.b. 17%. Áfram verði að vinna að hækkun lægstu launa. Grundvall- aratriði sé að launafólk geti lifað af dagvinnulaunum. Draga þurfi úr yf- irvinnu en minna vinnuálag leiði til þess að afköst starfsfólks aukist hlutfallslega. BSRB vilji að lögfest verði að vinnuvikan sé ekki lengri en 36 stundir. gudmundur@mbl.is Býst við samstöðu á þinginu  Þing BSRB haldið 17. til 19. október  Formannsskipti verða  Stefnumörkun til næstu ára helsta viðfangsefnið Elín Björg Jónsdóttir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi sam- gönguráðherra, vill leggja í mikið samgönguátak næstu sex árin. Í það verði lagðir 65 milljarðar. Verkefnið verði fjármagnað með lánum sem greidd verði til baka á 20-25 árum með hóflegum veggjöldum. Jón kynnti hugmyndirnar sem nokkrir þingmenn flokksins hafa unnið að undir heitinu Það er til önnur leið, á fundi sem umhverfis- og samgöngu- nefnd Sjálfstæðisflokksins efndi til. Jón segir að búið sé að bæta um- talsvert við fjármagni í tíð núverandi og síðustu ríkisstjórna. Samt sem áður séu vonbrigði um allt land. „Það er því gott að við tökum um- ræðuna um það hvort við getum stigið stærri og betri skref, farið í al- vöru átak á næstu sex árum sem mun gjörbreyta landslaginu í sam- göngumálum,“ segir Jón. Hann vill að þrem meginstofnæð- um út frá Reykjavík verði komið í varanlegt horf á næstu sex árum. Á hann þar við Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss með nokkrum mis- lægum gatnamótum og nýja brú á Ölfusá, Reykjanesbraut frá Kapla- krika að Flugstöð og Vesturlands- veg í Borgarnes. Fjöldi annarra verkefna er nefndur. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Valhöll Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason kynntu tillögurnar ásamt Ólafi Guðmundssyni. Jón hyggst kynna þær á fundum um allt land. Tillaga um alvöru átak í vegamálum  Fjármagnað með hóflegum veggjöldum Lögmaður Kristjönu Val- geirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, mótmælir í yfir- lýsingu ýmsum ummælum Gunnars Smára Egilssonar um hana í skrifum hans um málefni Eflingar og reikninga eiginkonu sinnar. Lögmaðurinn, Lára V. Júl- íusdóttir, segir að í skrifunum komi fram falskar og rangar ávirðingar og ljóst að þær séu alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára. Lára segir þó að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um mál- sókn. Í yfirlýsingunni segir að skrif Gunnars séu full af til- hæfulausum ásökunum og ávirðingum sem séu til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um Krist- jönu. Tilgangur hans sé sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar og leitast við að draga úr þeim trúverðugleika sem hún hafi ætíð notið innan Eflingar. „Það hlýtur að teljast mjög ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrif- stofu stéttarfélags og lítillækka hann og vanvirða með tilhæfulaus- um ásökunum, starfsmanni sem nú um stundir er óvinnufær vegna veikinda,“ segir þar. Ávirðingar sagðar falskar og rangar  Kristjana mótmælir skrifum Gunnars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.