Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðsókn í skólagarða í sveitarfélögum sem bjóða
upp á þá þjónustu hefur farið dvínandi undan-
farin ár eftir mikla aukningu sem varð eftir
bankahrunið. Mikið fall varð í umsóknum um
garða í Hafnarfirði í vor og er það rakið til veðr-
áttunnar. Mörg sveitarfélög hafa hætt rekstri
sérstakra skólagarða og sameinað þá í mat-
jurtagarða fyrir alla fjölskylduna. Það á til
dæmis við um Reykjavíkurborg og Hafnar-
fjarðarbæ.
Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verk-
efnastjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, telur að
ræktun eigin matjurta hafi heldur minnkað.
Það gerist í uppsveiflu í efnahagslífinu og auk-
ist aftur í niðursveiflu. Hann hefur þó á tilfinn-
ingunni að hluti af aukningunni sem varð eftir
hrun hafi haldist. Félagið er með garða fyrir fé-
lagsmenn á tveimur stöðum í Reykjavík. Fólkið
sem hafi aðstöðu í Elliðaárdal komi ár eftir ár
en garðarnir í Gordal séu blautari og þar hafi
aðsókn minnkað í rigningarsumrum. Fólkið
hafi stundum látið sig hverfa og skilið eftir
gaffla og skóflur.
„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að þegar
skólagarðarnir eru farnir fái börnin ekki það
uppeldi sem gæti nýst þeim síðar. Þau viti ekki
um hvað þetta snýst. Ég hef orðið var við það
að fólk sem kemur á námskeið hjá okkur í mat-
jurtarækt minnist gjarnan á þetta tímabil í lífi
sínu,“ segir Kristinn.
Aðsókn minnkaði í Hafnarfirði
Mikil fækkun varð í notkun fjölskyldugarða í
Hafnarfirði í ár en skólagörðunum var breytt í
fjölskyldugarða á síðasta ári. Aðeins 51 garður
var í notkun en á undanförnum árum hafa verið
leigðir út 120 til 160 garðar á ári. Ástæðan fyrir
þessu hruni var veðrið í vor, að sögn Árdísar
Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarð-
arbæjar. Ekki var hægt að úthluta görðunum
fyrr en um miðjan júní.
Árdís segir að ástæðan fyrir því að forminu
var breytt, úr skólagörðum í fjölskyldugarða,
hafi verið sú að Hafnarfjarðarbær hafi viljað
skapa tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að
rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um það
saman. Þrátt fyrir það sem gerðist í sumar
verður boðið upp á þessa þjónustu áfram.
Garðabær er bæði með skólagarða og al-
menna matjurtagarða. Tilgangurinn er, sam-
kvæmt upplýsingum bæjarins, að veita íbúum
tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti og
samtímis að njóta útiverunnar við ræktunina
með fjölskyldunni og fá þannig tengingu við
náttúruna. Aðeins 11 matjurtagarðar voru
leigðir út í Hæðarhverfi í vor en 25 árið áður.
Væntanlega hefur veðrið sett strik í reikning-
inn þar, eins og í Hafnarfirði.
Skólagarðar eru uppeldismál
Skólagarðarnir í Silfurtúni eru hugsaðir sem
viðbót við sumarnámskeiðaflóruna fyrir börn í
Garðabæ. Börnin þurfa að axla ábyrgð og læra
hvaðan grænmetið kemur og hvað þarf til að
uppskeran verði sem best. Þannig er líklegt að
umhverfisvitund þátttakenda eflist.
Á árunum 2009 til 2012 voru 60-74 skólagarð-
ar leigðir út í Garðabæ en það fór niður í 45-50 á
næstu árum en jókst aftur upp í 60 garða í ár.
Undanfarin ár hafa um 150 til 200 skólagarð-
ar verið í notkun í Kópavogi og hefur eftir-
spurnin verið nokkuð jöfn síðustu ár, að sögn
Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra. Þó er
notkunin aðeins um helmingur af því sem var
fyrir um áratug, þegar hún var sem mest. Fleiri
börn geta verið á bak við hvern garð því al-
gengt er að systkini rækti í sama garði. Kópa-
vogsbær er einnig með aðstöðu fyrir aðra íbúa
til grænmetisræktunar.
Friðrik segir að Kópavogsbær telji mikil-
vægt að bjóða upp á þessa þjónustu og hafi
frekar aukið hana með fræðslustarfi og láni á
áhöldum enda líti hann á þetta sem lýðheilsu-
mál og skólagarðana sem uppeldismál.
Friðrik segir að eftirspurn eftir skólagörðum
hafi snarminnkað eitt árið. Rekur hann það til
þess að Reykjavíkurborg hætti að bjóða upp á
skólagarða og telur hann að fólk hafi talið það
einnig hafa átt við um Kópavog. Svo hafi alls
ekki verið.
Breytt í fjölskyldugarða
Skólagarðar voru aflagðir í Reykjavík vorið
2011 og þeim breytt í fjölskyldugarða. Ástæðan
var sparnaður og hagræðing, samkvæmt upp-
lýsingum Reykjavíkurborgar. Ásókn í almenna
matjurtagarða jókst eftir efnahagshrun, að
sögn Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofu-
stjóra hjá borginni, og það er önnur ástæða fyr-
ir breytingunni.
Borgin leigir út 400-500 garða víðsvegar um
borgarlandið og er auk þess með samninga við
Garðyrkjufélag Íslands og önnur samtök um
nokkur garðlönd til viðbótar. „Mér skilst að
þetta sé ágætlega nýtt. Það er alltaf fólk sem
vill rækta eigið grænmeti,“ segir Hjalti.
Aðsókn að skólagörðum minnkar
Sveitarfélögin hafa verið að breyta skólagörðum í almenna matjurtagarða fyrir fjölskyldur
Skólagarðar taldir mikilvægt uppeldisatriði Aðsókn snarminnkaði í vor vegna veðráttunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ræktun Tvö börn vökva grænmetið í skólagörðunum við Hörðuvelli í Kópavogi. Bærinn telur rekstur skólagarða mikilvægt uppeldismál.
,,Það er búin að vera mjög góð síld-
veiði frá því að veiðarnar hófust.
Það er mikið að sjá og það virðist
vera mikið af síld á ferðinni,“ sagði
Theódór Þórðarson, skipstjóri á
Venusi NS, í samtali við heimasíðu
HB Granda á þriðjudag.
,,Við tókum fimm hol og aflinn er
rúmlega 1.000 tonn. Síldin hagar
sér þannig að hún dýpkar á sér yfir
daginn. Fer jafnvel niður fyrir 200
faðma. Svo þegar aðeins fer að
skyggja kemur hún upp, allt upp á
30 metra dýpi, og þá er þægilegast
fyrir okkur að eiga við hana,“ sagði
Theódór.
Síldin er stór og falleg og auka-
afli enginn. Þeir voru um 130 mílur
í Norðfjarðarhorn þegar þeir hættu
veiðum.
Mikið virðist vera af síld á ferðinni
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
USIN
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Mikið úrval af
lömpum og púðum