Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 11.10.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Grikk eða GOTT? 599 kr.stk. Grasker Halloween Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hundrað ár eru liðin á morgun frá upphafi Kötlugossins 1918. Það hófst upp úr hádegi þann 12. októ- ber og stóð í 24 daga. Þetta var með stærri gosum Kötlu og olli gjóskan tjóni í nærsveitum austan og sunnan við Mýrdalsjökul. Gríðarlega mikið flóð hljóp fram Mýrdalssand og færðist ströndin fram á löngum kafla. Kötlutangi færðist fram um eina þrjá kílómetra svo dæmi séu nefnd. Færa vísindin til almennings Ráðstefna um Kötlugosið 1918 verður haldin í íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal á morgun í tilefni af því að öld er liðin frá því að gosið hófst. Að ráðstefnunni standa Jarðfræðafélag Íslands, Háskóli Íslands, Veðurstofa Íslands, Katla jarðvangur, Al- mannavarnir og Mýrdalshreppur. Á laugardag verður svo farið í vett- vangsferð um svæðið. Þorsteinn Sæmundsson, jarð- fræðingur við Háskóla Íslands og formaður Jarðfræðafélags Íslands, sagði að á ráðstefnunni mundi margt nýtt koma fram. „Tilgangurinn með ráðstefnunni er að minnast þessara tímamóta en ekki síður að færa vísindin til al- mennings. Ég hef mælst til þess við fyrirlesara að þeir tali „mannamál“. Það verða þarna vísindamenn og líka sérfræðingar á ýmsum sviðum sem halda erindi. Einnig verðum við með sýningu fyrir skólahópa á Suð- urlandi í Víkurskóla og íþróttahús- inu þar sem sýnd verða tól og tæki sem notuð eru til rannsókna og vöktunar á eldfjallinu,“ sagði Þor- steinn. Fjölbreytt ráðstefna Hann sagði að tæpt yrði á mörgu í alls 22 stuttum erindum. Meðal ann- ars mundu koma fram nýjar upplýs- ingar um hvernig jökulflóð í kjölfar eldgoss gæti hugsanlega hagað sér ef það kæmi niður Mýrdalssand. Fjallað verður um jarðfræði Kötlu og rannsóknir sem unnið er að á eld- fjallinu. Einnig hvernig vís- indamenn sjá fyrir sér næsta eldgos og næsta jökulhlaup, hvaða áhrif Kötlugos hefur á samfélagið. Þá verða rifjaðar upp sögulegar heim- ildir og reynsla fólks 1918, fjallað um áhrif mögulegs eldgoss á sam- göngur, hvernig við sem samfélag mundum bregðast við Kötlugosi og margt fleira. Ráðstefnugestir fá af- hent veglegt rit með ágripi af erind- unum. Efnið verður síðan meðal annars vistað á heimasíðu Kötlu jarðvangs (katlageopark.is). ganginn og myrkrið sem fylgdi eld- gosinu. Einnig jökulhlaupið sem flæmdist víða yfir. Gosið vakti ótta í hjörtum margra og fólkið langaði ekki að upplifa aftur annað eins. Margir hugsuðu til þessarar reynslu í Eyjafjallagosinu 2010 en því fylgdi mikið gjóskufall og myrkur um miðj- an dag í sveitunum næst eldfjallinu. Katla er hluti af landinu okkar „Eyjafjallajökulsgosið var ekki stórt,“ sagði Þorsteinn. „Ég fór und- ir mökkinn úr Eyjafjallajökli og það var eins og helvíti. Amma mín var ung kona í Vík 1918 og mundi Kötlu- gosið. Þegar við vorum á ferðalögum um Mýrdalinn í góðu veðri varð amma óróleg og sagði: „Nú er Katla að koma.“ Hún óttaðist Kötlu og þessi ótti erfðist til móður minnar sem var fædd 1926, þó að hún hafi ekki upplifað gosið.“ Þorsteinn sagði að við þyrftum að muna að Katla og önnur eldfjöll væru hluti af landinu sem við búum í. Ráðstefnan væri liður í því að minna fólk á það hvernig landið okk- ar væri og hvernig við þyrftum að læra að lifa með náttúruöflunum, sem stundum geta verið harðskeytt. Öld liðin frá Kötlugosinu 1918  Fjölbreytt ráðstefna í Vík í Mýrdal á morgun  Margir óttuðust Kötlu  Minnir fólk á það hvernig við þurfum að læra að lifa með náttúruöflunum Ljósmyndasafn Vestmannaeyja/Kjartan Guðmundsson Kötlugosið 1918 Eldgosinu fylgdu gríðarmiklar drunur og ljósagangur. Svo varð allt svart og myrkur um miðjan dag þegar mökkurinn kom yfir. Fólk í nágrenninu sem upplifði gosið óttaðist margt Kötlu eftir það. Kötluhlaup Jökulhlaupið bar risa- stóra jaka fram á Mýrdalssand. Vel fylgst með Kötlu Katla hefur verið að segja má í gjörgæslu jarðvísindamanna árum saman og eldfjallið vaktað með ýms- um tækjum. „Maður veit ekki hve stórt gos kemur næst. En jafnvel þótt það verði tiltölulega lítið þá mun það hafa gríðarlega mikil áhrif þar sem hlaupið kemur niður,“ sagði Þorsteinn. Frá því að land byggðist hafa Kötluhlaup oftast farið niður Mýr- dalssand en sjaldan niður Sólheima- sand. „Síðasta hlaup 1918 var gríð- arlega stórt enda varð þá stórt gos. Fyrir 1.200 árum fór jökulhlaup nið- ur Emstrur og Þórsmörk og niður á Markarfljótsaura. Ummerki um skóg sem þá eyddist eru í Drumba- bót við Þverá. Það segir okkur að hlaup niður þennan farveg til vest- urs væri það versta sem við gætum hugsað okkur í dag,“ sagði Þor- steinn. Hermilíkön sýna að vatn gæti flæmst yfir stóran hluta lág- lendis Suðurlands allt vestur að Þjórsá í stóru Kötluhlaupi til vest- urs. Fólk sem upplifði Kötlugosið 1918 talaði mikið um drunurnar, ljósa- ’ Þá sá maður framan í náttúruna í miklum ham og hennar ægilegu glyrnur eins og þær geta orðið einna grimmastar … Þvílíkt hamremmi og ofsi náttúrunnar og ógn er raunverulega ólýsanleg. Það er eitt af mörgu sem maður lifir en lýsir ekki … Í þessum svif- um leyndi sér ekki mökkurinn sem stóð upp af Mýrdalsjökli. Mökkurinn bólgn- aði út og reis hærra og hærra. Þá fór að heyrast þrumugnýr í jöklinum. Svo færðist mökkurinn yfir og hrakti heið- ríkjuna í burtu. Sigurbjörn Einarsson biskup, f. 1911 ’ Það kom ekki aska alveg undireins og seinni part dagsins kom hlaupið. Það var mjög mikill jakaburður og stórir ísjakar í flóðinu. Ísinn var svo mikill að þetta fóru eins og brotsjóir þegar hann var að steypast fram yfir sig og detta. Þetta var mikið jökulhlaup og það breytti mikið öllu. … Ég man eftir mikilli þrumu eða skruggu, rétt áður en við urðum vör við að hlaupið var að koma fram. Svo ætla ég ekkert að reyna að lýsa því hvernig varð seinna um nóttina og daginn eftir. Það var mikil ókyrrð í lofti, svartamyrkur og mikið af eld- ingum og þrumum endalaust. Gísli Vigfússon í Skálmarbæ, f. 1912 ’ Það ætlaði aldrei að birta í bað- stofunni þótt komin væri fótaferð og ætti að vera orðið bjart. Það lágu all- ir í sínum rúmum í kolniðamyrkri … Pabbi fór framúr, fór með höndina út og þreifaði á rúðunni hinum megin. Þá náttúrlega komst allt upp. Það var hell- ingur af sandi á rúðunni. Svo gekk þetta yfir eftir stutta stund og dagsbirtan fór að skína í gegn. Þorbergur Jónsson, Prestbakkakoti, f. 1913 ’ Ég stökk upp á bakkana til þess að horfa á mökkinn alveg til himins. Það sá svo vel á jökulinn úr víkinni. Það var ládauður sjór og svo sá ég að það kom alda, stór flóðbylgja, sem stefndi til landsins og brotnaði við fjöru- borðið … Katla er geigvænlegt eldfjall. Afleiðingar eldgoss geta verið skelfileg- ar. Það er helst á hvaða tíma hún kæmi. Ef hún kæmi að hásumri og dembdi yfir álíka miklu öskufalli og hún gerði 1918 þá væri það bara dauði í búskapnum með féð. Ólafur Pétursson, Vík í Mýrdal, f. 1909 ’ Það var akkúrat eins og væru svo miklar skruggur og ljósagangur að það varð eins bjart inni um hánótt og um miðjan dag. Það voru svo miklir glampar og lætin alveg óskapleg, eins og þegar mikill skruggugangur er. Svona gekk þetta í marga daga og næt- ur … Það komu sandskaflar í gilin eins og væru snjóskaflar. Svoddan voðaleg ósköp af ösku sem komu fyrir austan, miklu meira en í Mýrdalnum … Við vor- um líka hrædd, krakkarnir. Hundar og hross óttuðust þessi læti og drunur … Hundarnir voru alveg vitlausir, brjálaðir, og öskruðu inni í húsi. Þórunn Björnsdóttir, Svínadal, f. 1911 Þau mundu Kötlugosið 1918

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.