Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 40

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 40
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Eftir meira en aldarlangar þrætur og misvísandi vísbendingar segjast vísindamenn loks hafa leyst gátuna um stærsta fugl heims. Lýkur þar með á annað hundrað ára úlfúð milli Breta og Frakka. Í 60 milljónir ára fór fílslegi risa- fuglinn ófleygi – Aepyornis maximus – um hitabeltisgresjur og regnskóga Madagaskar, eða allt þar til honum var útrýmt með veiðum fyrir um það bil eitt þúsund árum. Ný kynslóð evrópskra dýrafræð- inga sem haldnir voru þráhyggju í garð fuglsins, fóru ránshendi á nítjándu öld, rændu og rupluðu beinagrindum fuglsins og stein- runnum eggjum. Með það í hönd- unum gerðu þeir tilkall til þess að hafa uppgötvað stærsta fugl jarð- arinnar. Gnæfðu yfir fólk Niðurstöður rannsóknar breskra vísindamanna sem birtar voru ný- lega benda til þess að eitt afbrigði fuglsins fílslega stóra hafi verið enn stærra en hingað til hefur verið talið. Sá fugl mun hafa verið 860 kíló, eða svipað og fullvaxinn gíraffi. „Þeir munu hafa gnæft vel yfir fólk,“ segir James Hansford, for- sprakki vísindamannanna, hjá Zoo- logical Society of London. „Þeir gátu ekki flogið, um það er engum blöðum að fletta, þeir hefðu aldrei getað bor- ið þessa þyngd á loft.“ Í skýrslu um rannsóknina sem birt er í tímaritinu Royal Society Open Science segir að Hansford-hópurinn hafi rannsakað fílsfuglabein sem fundust víða um heim og slegið þyngd þeirra inn í algríms-reiknirit til að átta sig á ætlaðri stærð dýrsins. Hingað til hefur verið miðað við að stærsti risafuglinn hafi verið skráður árið 1894 af breska vísindamann- inum C.W. Andrews. Nefndi hann fuglinn Aepyornis titan sem var stærra afbrigði af fuglinumAepyorn- is maximus. Franskur keppinautur Andrews vísaði fundi hans á bug og hélt því fram að titan-fuglinn væri óvenju stórt og ofvaxið eintak af maximus-fuglinum. Þráteflisþrætur um það stóðu í áratugi, og eiginlega alla tíð þar til nú. Hansford sagði rannsóknir sínar sanna að titan-fuglinn hefði verið sérstök tegund. En hann fann líka út að bein hans hefðu verið svo frá- brugðin öðrum fílsfuglabeinum, að titan-fuglinn væri af allt annarri ætt- kvísl. Hann var nefndur Vorombe titan – „stór fugl“ á tungumáli Mala- gaskarbúa. Skepnan mun hafa verið að minnsta kosti þrír metrar á hæð og vegið að meðaltali 650 kíló. Stærri fugl hefur aldrei fundist. „Við fundum eitt bein sem gjör- breytti þekkingu og skilningi okkar á stærð fuglabeina,“ sagði Hansford og vísar til 860 kílóa beinsins. „Og fleiri bein vísuðu í sömu átt og því er beinið stóra ekki jaðardæmi, það fundust massar sem voru óvenjulega stórir.“ Útdauður, en ekki gleymdur Fílslegi risafuglinn var náinn frændi móafuglsins nýsjálenska, sem nú er útdauður, og af sömu ætt ófleygra dýra og kívífuglinn, emúi og strútur heyra til í dag. Steinrunnin egg fuglsins fara fyrir mikið fé á upp- boðum. Þrátt fyrir lengra tilveruskeið en nokkurt annað dýr á Madagaskar dó fílslegi fuglinn út er þangað kom ný alda innflytjenda fyrir um eitt þús- und árum. Vegna einangrunar frá Afríku þróuðust nokkrar dýrateg- undir sem voru einstakar í sinni röð. „Það fer að bera á stórum bújörðum og vistkerfið breytist við skógar- brennslu. Það virðist hafa leitt til út- rýmingar allra risadýra á Madagask- ar, þar á meðal fílslega fuglsins,“ sagði Hansford. Hann segir að fuglinn sé ekki fornt, áhugavert dýr sem dó út fyrir árþúsundi, heldur gæti hann gefið mikilvægar vísbendingar um hvernig stýra megi vistkerfi Madagaskar í framtíðinni. „Fílsfuglinn lék líklega mikilvægasta leikinn í því að við- halda og þróa landslag sem var eyj- unni eðlilegt áður en maðurinn tók sér þar bólfestu. Við þurfum að öðl- ast skilning á því hlutverki sem þessi dýr gegndu í vistkerfum eyjarinnar til að geta hafist handa um endur- myndun og varðveislu þess sem enn varir af því,“ segir Hansford. Fílslega stór risafugl fundinn  Risafuglinn, sem lifði á Madagaskar en dó út fyrir þúsund árum, var náinn frændi móafuglsins nýsjálenska  Er af sömu ætt ófleygra dýra og kívífuglinn, emúi og strútur heyra til núna Vísindamenn segjast hafa fundið hinn eiginlega„risafugl“ „Þróun“ risafuglsins Fyrsta tegundin sem talin var stærsti fuglinn Beinum fílafugla hefur verið safnað á Madagaskar frá ofanverðri 19. öld Stærri enmaximus, lýst árið 1894 sem nýja stærsta fuglinum en margir drógu það í efa Nýjar rannsóknir styðja fullyrðingar um risafugl en að hann hafi verið af nýrri tegund Þyngd: Frá 680 kg að 800 kg Menn veiddu fuglinn þar til hann dó út Talinn hafa verið skyldur móafugli á Nýja-Sjálandi sem einnig er útdauður Svæði: Madagaskar Fæði: jurtaæta Staða: Útdauður fyrir 1000 árum Hæð: 3 metrar Ófleygur Maður 1,7 metrar Vorombe titan Vorombe titanAepyornis maximus Aepyornis titan „risafugl“ Stærsti fugl í heimi Mynd: Zoological Society of London/Jaime Chirinos Heimild: Zoological Society of London/Royal Society Open Science AFP Fílafuglar Teikning sem Zoological Society í Lundúnum birti sýnir 3 metra háa fílafugla á Madagaskar eins og þeir eru taldir hafa litið út. 40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Allt um sjávarútveg Hitatækni Skynjarar í miklu úrvali Hitanemar | rakanemar | þrýstinemar | C02 nemar | hitastillar www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.