Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
LAGER-
HREINSUN
Á LAUGAVEGI 61
Gull, demantar og vönduð úr
50-70%AFSLÁTTUR
Laugavegur 61 | Kringlan | Smáralind | sími 552 4910 | www.jonogoskar.is
Hvernig ætli það
mundi ganga að opna
nýja veitingastaði, ef
veitingasalar væru
ávallt krafðir um að
leggja fram valkosti
fyrir yfirvöld, sem síð-
an ættu lokaorðið um
hvers konar veit-
ingarekstur mætti fara
fram, óháð viðskipta-
hagsmunum veit-
ingasalans.
Hvernig ætli það mundi ganga ef
flugfélög yrðu ávallt krafin um að
leggja fram valkosti yfir nýja
áfangastaði fyrir yfirvöld, sem síðan
ættu lokaorðið um hvert mætti
fljúga, óháð viðskiptahagsmunum
flugfélagsins.
Slíkt mundi aldrei ganga. Í sam-
keppnisumhverfi verða fyrirtæki að
hámarka hagnaðinn og enginn
kemst upp með að elta vitlausar við-
skiptahugmyndir. Hvorki veit-
ingasalinn né flugfélagið hafa því
nokkurt val ef hið opinbera leyfir að-
eins vitlausu hugmyndirnar. Báðir
verða að hætta við áformin, ellegar
tapast fjárfestingin.
Í nýlegum úrskurði úrskurð-
arnefndar auðlinda og umhverf-
ismála, vegna fiskeldis á Vest-
fjörðum, var rekstrarleyfi fellt niður
því úrskurðarnefnd krafði
framkvæmdaraðila að skoða aðferð-
ir eins og „notkun geldfisks, eldi á
landi, eldi í lokuðum sjókvíum eða
minna sjókvíaeldi“. Allar þessar
hugmyndir fela í sér grundvall-
arbreytingu á viðskiptalíkaninu og
byggjast ýmist á tækni
sem er enn í þróun eða
er mun óhagkvæmari.
Þar sem umhverf-
ismat er opið ferli, sér-
sniðið að því að gefa
hagsmunaaðilum tæki-
færi til að hafa áhrif á
matsvinnuna meðan á
henni stendur, þá er
ansi undarlegt að slíkar
getgátur séu að fá vægi
löngu eftir að ferlinu er
lokið. Enn undarlegri
er sú nálgun, að fara að
þvinga framkvæmdaraðila til að
rannsaka fjárfestingakosti sem hann
vill ekki fjárfesta í. Með því er í raun
verið að breyta matsferlinu í skrípa-
leik. Hvers konar umfjöllun búast
menn við að framkvæmdaaðilinn
skili um viðskiptahugmynd sem
hann er afhuga? Hlutlausri umfjöll-
un? Auðvitað á að afmarka mats-
ferlið við raunverulega fjárfest-
ingakosti sem að framkvæmdaraðili
vill fjárfesta í en ekki við slíkar
gervisviðsmyndir. Framkvæmdaað-
ilinn er sá eini sem ber ábyrgð á
fjárfestingunni og því þarf að leyfa
honum að taka viðskiptaákvörð-
unina. Ef hann telur aðeins eina
nálgun koma til greina, þá ætti í
matsferlinu ýmist að leggjast gegn
henni eða mæla með henni með eða
án skilyrða. Yfirvöld eiga hins vegar
aldrei að leggja til nýjar viðskipta-
hugmyndir.
Hin hlið þessa máls, sem flækir
það, er að veiðirétthafar laxveiðiáa
óttast að verða fyrir tjóni frá fiskeld-
inu og þar sem erfitt gæti verið að
sækja bætur eru margir þeirra and-
snúnir eldinu. Veiðiréttur þeirra af-
markast hins vegar við laxveiðiána
og getur því aldrei gefið þeim neinn
einokunarrétt til að hindra hag-
kvæma uppbyggingu annarra at-
vinnugreina. Það er heldur aldrei
réttlætanlegt að kæfa alla nýsköpun
með því að dæma frumkvöðla fyr-
irfram seka fyrir glæpi sem þeir
hafa ekki framið. Sérstaklega ef ætl-
að tjón er mikið til fjárhagslegt og
því bætanlegt.
Þannig væri vel hægt að mæta
sjónarmiðum beggja aðila með því
að auka ábyrgð fiskeldisfyrirtækj-
anna t.d. með skýrari skaðabóta-
ábyrgð og kröfu um öflugri trygg-
ingar gegn sannanlegu tjóni.
Fiskeldisfyrirtækið sæi þá enn meiri
hag í því að gæta ýtrustu varkárni, á
sama tíma og réttindi veiðirétthafa
væru betur tryggð.
Frelsum fiskeldið
Í fyrra nam fiskeldisútflutningur
Norðmanna 940 milljörðum ís-
lenskra króna og taldi 72% af sjáv-
arfangaútflutningstekjum þeirra.
Hér á landi nam fiskeldið ekki nema
um um 7% af útflutningstekjum
sjávarafurða. Vaxtamöguleikar fisk-
eldis eru því af stærðargráðu sem
sjaldan hefur sést áður hér á landi.
En ef Íslendingar vilja ekki sitja eft-
ir þá verður að leyfa greininni að
þróast á hagnaðargrundvelli. Van-
hugsuð forsjárhyggja sem tekur
ekkert tillit til viðskiptaumhverfisins
á ekkert erindi í viðskiptaákvarðanir
því ósjálfbær iðnaður getur ekki
vaxið. Ef frumkvöðlum í greininni
væri gefið frelsi til að bera ábyrgð á
eigin framtakssemi, yrði öll slík for-
sjárhyggja óþörf og greinin mundi
þróast eðlilega með heilbrigð hagn-
aðarsjónarmið að leiðarljósi. Leyf-
um fiskeldisiðnbyltingunni að byrja.
Frelsum fiskeldið.
Umhverfismat án tillits til
viðskiptaumhverfis
Eftir Jóhannes
Loftsson » Frelsi og ábyrgð eru
mun farsælli fyrir
þróun fiskeldis en van-
hugsuð forsjárhyggja.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er formaður frjálshyggju-
félagsins.
lififrelsid@gmail.com
Mikil spurn er eftir
iðnmenntuðum á
vinnumarkaði. Ástæð-
ur þess að ungt fólk
hefur á síðustu árum
valið bóknám frekar
en iðnnám eru í meg-
inatriðum tvíþættar,
annars vegar er skýr-
inga að leita í kerfis-
lægum vanda í
tengslum við iðn- og
starfsmenntun og
hins vegar tengist það ímynd til-
tekinna starfa og námsleiða. Það
þekkist einnig að áhrif og jafnvel
þrýstingur frá vinum og foreldrum
letji einstaklinga til þess að sækja
iðn- og starfsmenntun. Það er
miður.
Grunnskólar kenna færri tíma í
list- og verkgreinum en námskrá
kveður á um og starfsráðgjöf end-
urspeglar ekki þær fjölbreyttu
námsleiðir sem eru í boði eftir
grunnskólanám. Almennt virðast
skólar vera næst því að mæta við-
miðum varðandi list- og verk-
greinar í yngstu bekkjum grunn-
skóla en þegar litið er til efstu
bekkja grunnskólanna kemur í
ljós að aðeins einn af hverjum
fimm grunnskólum í Reykjavík
fylgir þessum viðmiðum aðal-
námskrár. Á sama tíma virðist
vera að starfsráðgjöf sé sinnt af
veikum mætti í mörgum skólum
og í ljós kemur að þegar nem-
endur eru spurðir varðandi náms-
framboð í starfsnámi nefna þeir
fjórar til sex leiðir á meðan raunin
er sú að allt að 100 leiðir eru í
boði þegar að starfs-
námi kemur og þar af
eru um 60 greinar
sem tengjast iðn-
greinum.
Í þessu eins og svo
mörgu öðru er mik-
ilvægt að ráðist sé að
rótum vandans með
markvissum aðgerð-
um á grunnskólastigi.
Þar þurfa nemendur
að fá innsýn í fjöl-
breytileika náms og
starfa og fá tækifæri
til að snerta á viðfangsefnum
ólíkra greina, reyna sig í sköpun
og verklegum viðfangsefnum. Ef
efasemdaraddir eru til staðar um
mikilvægi þessa væri áhugavert að
heyra í foreldrum sem hafa sann-
fært börn sín um það hversu
skemmtilegar hjólreiðar geta verið
og jafnvel kennt hjólreiðar með
upplestri, skýringarmyndum og
bóklegri uppfræðslu. Slíkar að-
ferðir eru ekki vænlegar til árang-
urs og sveitarfélögin hljóta að
hafa metnað til þess að grunnskól-
arnir geri betur.
Læra börnin það sem
fyrir þeim er haft?
Eftir Ingibjörgu
Ösp Stefánsdóttur
Ingibjörg Ösp
Stefánsdóttir
»Raunin er sú að allt
að 100 leiðir eru í
boði þegar að starfs-
námi kemur og þar af
eru um 60 greinar sem
tengjast iðngreinum.
Höfundur er sviðsstjóri mennta- og
mannauðsmála hjá Samtökum iðn-
aðarins.
Á dauða mínum
get ég átt von – enda
búinn að lifa lengi.
Hins vegar brá mér
illilega í brún þegar
ég las í Morg-
unblaðinu fyrir
skömmu, staddur í
útlöndum, að búið
væri að selja Íslend-
ingum – og þá eink-
um eldri borgurum –
dvalarhúsnæði á Spáni fyrir eitt
þúsund og sjö hundruð milljónir
króna og þar ætlaði fólkið sér að
búa og dveljast til einhverrar
frambúðar. Og á hverju ætlar
þetta fólk sér að lifa? Á fæðu, sem
þið hafið um áratugi varið íslensku
þjóðina fyrir sakir hættulegra
eituráhrifa.
Mér eru minisstæð ummæli Sig-
rúnar Magnúsdóttur ráðherra um
sýkingarhættu þessara matvæla
sem og margítrekaðar lýsingar
Páls Péturssonar, ráðherra og
eiginmanns hennar, á skelfilegum
afleiðingum þess ef íslenskir ríkis-
borgarar færu að leggja sér slíkt
eitur til munns. Svo ekki sé talað
um landbúnaðarráðherra Sjálf-
stæðisflokksins sem allt til síðasta
manns hafa reynt að vernda ís-
lenska þjóð fyrir þeirri skelfilegu
hættu sem fylgir útlendu kjöti –
og útlöndum almennt. Meira að
segja 200 prósenta tollar hafa ekki
dugað til sóttvarnar – a.m.k. ekki
vel.
Hvers eiga gamlir að gjalda?
Og nú á gamla fólkið á Íslandi
að eyða síðustu ævi-
dögum sínum í að lifa
á þessum eitruðu
vörum. Og enginn
valdsmaður segir
neitt. Lætur eins og
honum – eða henni –
komi málið ekkert við.
Gerir ekki einu sinni
kröfu til þess að
gamla fólkið flytji með
sér matvörur að heim-
an. Sem er þó þekkt
frá fyrri tíð – þegar
ég var ungur maður.
Þá fóru Íslendingar alltaf með
mat með sér þegar þeir fóru til út-
landa. Hangiket, saltket, saltfisk,
siginn fisk, skötu, harðfisk – og
meira að segja hákarl líka. Guðni í
Sunnu, vinur minn, sagði að gisti-
húsaeigendum á Spáni líkaði verst
við skötuna – vegna lyktarinnar.
En heilbrigði og heilsa var fyrir
öllu. Hvað hefur breyst? Eru
verðir hinnar hollu fæðu að bregð-
ast eldri borgurum? Ætla þeir að
láta þá sitja uppi á Spánar-
ströndum í miðpunkti eituráhrifa
hinna bölvuðu fæðutegunda og
umbera það líf og heilsutjón sem
af því mun hljótast – eða hyggjast
valdsmenn okkar samfélags grípa
í taumana og stemma á að ósi?
Opið bréf til sjálf-
stæðis- og fram-
sóknarmanna
Eftir Sighvat
Björgvinsson
Sighvatur Björgvinsson
» Og nú á gamla fólkið
á Íslandi að eyða síð-
ustu ævidögum sínum í
að lifa á þessum eitruðu
vörum.
Höfundur er fv. heilbrigðisráðherra.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?