Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 54

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 ✝ Gylfi KristinnMatthíasson fæddist á Ysta-Bæ í Hrísey 3. janúar 1946. Hann lést 1. október 2018. Foreldrar hans voru Rósa Guðný Kristinsdóttir, húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 4. nóvember 1986, og Matthías Matthías- son, rafvirkjameistari, f. 16. ágúst 1924, d. 23. október 2017. Systkini Gylfa sam- mæðra eru Þórólfur Gunnar, f. 1953, d. 1976, Rósa María, f. 1954, Jónatan Sigurbjörn, f. 1956, og Anna Helga, f. 1963, Tryggvabörn. Systur Gylfa samfeðra eru Þórunn Kolbeins, f. 1953, Guðrún, f. 1954, og Þórey Anna, f. 1957, Matthías- dætur. Hinn 10. október 1970 búð með Jóni Ólafi Guðmunds- syni, f. 14. apríl 1971, og eiga þau þrjár dætur: Guðnýju Dís, f. 4. janúar 2006, Elvu Rún, f. 14. mars 2008, og Kristínu Rut, f. 11. febrúar 2012. 3) Þórdís Anna Gylfadóttir, f. 1981. Fyrstu æviárin ólst Gylfi upp hjá móður sinni á Ysta-Bæ í Hrísey en sex ára gamall flutt- ist hann með móður sinni að Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit. Gylfi lauk barnaskóla 1958 og gagnfræðaskóla 1960 á Lauga- landi í Eyjafirði. Hann vann hjá ýmsum vinnuveitendum bæði á sjó og landi næstu árin en árið 1968 lauk hann 1. stigi vél- stjóra í Vélskóla Íslands á Ak- ureyri. Árið 1969 fluttist hann til Garðabæjar og stofnaði þar heimili með konu sinni. Þau byggðu sér heimili í Hofslundi 1 í Garðabæ og bjuggu þar all- an sinn búskap. Árið 1972 stofnaði Gylfi eigið jarð- vinnuverktakafyrirtæki, Uppfyllingu ehf., ásamt konu sinni og starfaði hann við það til hinstu stundar. Gylfi verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í dag, 11. októ- ber 2018, klukkan 15. kvæntist Gylfi Kristínu Erlu Sveinbjarnar- dóttur, viðskipta- fræðingi og bók- ara, f. 18. janúar 1947. Foreldrar Kristínar voru Sig- ríður Gísladóttir, f. 20.febrúar 1921, og Sveinbjörn Jó- hannesson, f. 10. ágúst 1912, bænd- ur á Hofsstöðum í Garðabæ. Börn Gylfa og Kristínar eru: 1) Sigurður Sveinbjörn, f. 20. júlí 1970, í sambúð með Jór- unni Jónsdóttur, f. 20. október 1976, og saman eiga þau Dag Þór, f. 11. febrúar 2014, fyrir átti Sigurður Helgu Kristínu, f. 19. ágúst 2001. Börn Jórunnar eru: Silja Sól, f. 12. mars 2001, og Darri Dór, f. 26. janúar 2004. 2) Erla Guðný Gylfadótt- ir, f. 21. október 1975, í sam- Þá er komið að ferðalokum þessarar ferðar, elsku pabbi. Þú hefur farið víða og verið duglegur að ferðast, sérstak- lega innanlands. Þú elskaðir landið og þekktir hvert einasta fjall og fjörð. Ég man hvað mér þótti gaman að ferðast með þér þegar ég var lítil stelpa og há- lendisferðirnar okkar voru þó- nokkrar. Það er ekki hægt að lýsa þér sem auðveldum manni. Þú ert þrjóskasti maður sem ég mun nokkurn tímann hitta. Þú hafð- ir óbilandi trú á sjálfum þér. Verkvitið og dugnaðurinn. Svo ótrúlega öflugur og kenndir mér að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þú varst kröfuharður, kenndir mér að taka ábyrgð og standa við það sem var búið að lofa. Þú fórst vel með pen- ingana þína og talaðir oft um að það væri auðvelt að afla sér peninga en erfiðara að halda þeim. Þetta mun ég taka með mér sem veganesti í lífinu. Þú dekr- aðir við mig, gerðir allt það sem ég bað þig um og samband okkar var mjög gott, sérstak- lega síðastliðin ár. Mér fannst gaman að hjálpa þér þó svo verkefnin væru stundum mjög skrautleg. Ég var ekki orðin 10 ára þegar þú settir mig í valtarann og kenndir mér að keyra hann. Ferðin okkar í Eyjafjörð fyrir nokkrum vikum verður mér alltaf kær. Það var gott að sjá þig slaka á og segja mér sögur. Segja mér frá æsku þinni og ævintýr- um. Fyrir tímann okkar saman og allar góðu stundirnar verð ég ævinlega þakklát. Þú varst mikill dýravinur og byggðir upp sveitina okkar og nefndir Hulduheima. Ást þín á bílum og öllu vél- knúnu var einstök. Hvítar Scaniur og vínrauðir bílar, það þótti þér fallegt. Og Weabon-in. Þrjóskan, harkan og stoltið hefur komið þér langt en það hefur líka tekið sinn toll af þér. Það var svo gott að hitta þig á sunnudaginn. Þú varst kátur og spenntur fyrir verkefnunum framundan. Baðst mig um að vera þér innan handar og hugsa fallega til þín. Það mun ég alltaf gera, elsku pabbi minn. Lyklarnir þínir eru í jakka- vasanum og ökuskírteinið í brjóstvasanum svo þú getir sett í gang og keyrt um þarna hinu- megin. Við hittumst svo aftur seinna, elsku pabbi, og klárum það sem við áttum eftir í sam- einingu. Þín dóttir, Þórdís Anna Gylfadóttir. Vinnusamur og verklaginn, staðfastur og fylginn sér. Hafði sterkar skoðanir á mörgu og fór sínar eigin leiðir. Það var ekkert og enginn sem haggaði honum. Það var ekki til í hans orða- bók að gefast upp. Þetta er lýs- ingin á pabba. Hann var eins og oft er sagt af gamla skól- anum. Dugnaður og harka ein- kenndu hann en fyrir innan harðan skráp var mjúkur mað- ur sem fannst gott að geta að- stoðað sína með greiðvikni eða góðum ráðum og ábendingum. Hann minnti mig reglulega á það hversu rík ég væri að eiga dætur mínar þrjár, minnti mig á að þær væru ríkidæmið mitt sem ég þyrfti að passa og hlúa vel að. Hann tók alltaf vel á móti þeim og fylgdist með í fjarska. Síðustu sumur hafði hann ákaf- lega gaman af því að fylgjast með þeim í hestastússi þeirra í Hulduheimum, sveitinni sem hann ásamt mömmu byggði upp svo að við hin gætum notið. Nægjusamur var hann á alla hluti að bílum undanskildum en bílar og vélar, vélsleðar og snjóbílar voru hans aðaláhuga- mál ásamt því að ferðast um landið og þá einna helst um há- lendi Íslands. Það eru ótal minningar um jeppaferðir og ferðalög á vél- sleðum um óbyggðir landsins. Þar lék pabbi á als oddi, þekkti hvern krók og kima, vissi alltaf upp á hár hvar best væri að fara og hvað best væri að gera í þeim aðstæðum sem komu upp í ferðalögum sem þessum. Hann var traustur og vissi sínu viti. Mamma var stoð hans og stytta og aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig hún fylgdi honum í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir rúmum 46 árum stofnuðu þau verktakafyrirtækið Uppfyllingu sem samanstóð af miklum bíla- og tækjaflota. Fyrirtækinu sinnti pabbi öllum stundum, allt frá stofnunardegi fram til dán- ardags. Vinnan var hans ær og kýr og lagði hann mikinn metnað í að skila verkum sínum vel af sér sem hann gerði svo sann- arlega, höfðu margir samferða- menn hans sérstakt orð á því hversu fljótt og vel verk hans voru unnin. Þau voru mörg dagsverkin sem hann skilaði af sér, stór og smá. Elsku pabbi. Skyndilega er leik þínum lokið. Svo sárt, svo óraunverulegt, maðurinn sem aldrei gafst upp. Eftir situr mikill missir og söknuður en jafnframt fjársjóð- ur af góðum minningum og góðum ráðum. Ég kveð þig með virðingu, hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Þín dóttir Erla Guðný Gylfadóttir. Árið 1976 starfaði ég sem verkstæðisformaður hjá Scania-umboðinu, Ísarn. Þang- að kom oft viðskiptavinur sem mér fannst svolítið sérstakur. Hann kom gjarnan síðdegis með vörubílana sína og óskaði eftir viðgerð, helst samdægurs. Það þýddi að við á verkstæðinu þurftum að vinna lengur til að mæta kröfum þessa viðskipta- vinar. Það voru ekki bara þessar kröfur hans sem mér fundust sérstakar, það vakti líka athygli mína og aðdáun, sú virðing og umhyggjusemi sem hann sýndi okkur sem unnum fyrir hann fram á kvöld. Iðulega færði hann okkur vinnandi mönnun- um rausnarlegan kvöldmat. Viðskiptavinurinn var að sjálf- sögðu Gylfi. Ég áttaði mig fljótt á því að þarna fór traustur maður sem ávallt stóð við orð sín og ætl- aðist til þess sama af öðrum. Fljótt myndaðist vinátta milli okkar, sem með árunum varð dýpri og kærari. Eiginkonur okkar kynntust einnig og smám saman mynduðust kær tengsl á milli þeirra og fjölskyldna okk- ar. Gylfi hafði gaman af að ferðast og var fróður um landið sitt. Hann þeysti um landið, stundum einn, en oft í góðra vina hópi. Fjölskyldan mín gleymir aldrei fyrstu Þórsmerkurferð- inni með Gylfa og fjölskyldu, árið 1978. Þá var ekki á margra færi að keyra á eigin vegum inn í Þórsmörk. Gylfi hafði hins vegar tök á því að bjóða vinum og starfsmönnum sínum í Merkurferð. Í bílaflotanum sem renndi á hárréttu vaði yfir Krossá voru m.a. Scania og Land Rover. Svo var slegið upp tjöldum í Húsadal á fallegu sumarkvöldi og allir skemmtu sér vel. Þetta var bara fyrsta ferð- lagið okkar saman en þau áttu eftir að verða óteljandi. Það má segja að við höfum ferðast sam- an í gegnum lífið í rúm 40 ár. Fyrstu árin keyrðum við um Ís- land á jeppunum okkar með konur og börn, helst um há- lendi og óbyggðir. Gylfi þekkti landið og leið- irnar. Við hin fylgdum honum bara og vissum alltaf að hann myndi rata. Og hann rataði alltaf. Síðar þeystum við um Evrópu á hús- bílunum og nutum einnig lífsins í sólarlöndum. Þó Gylfi hafi lík- lega kunnað best við sig undir stýri þá naut hann þess líka að ganga á fjöllum. Minnisstæð er gönguferð okkar um Laugaveginn þar sem Gylfi fór létt með gönguna og náði alltaf að koma fyrstur á áfangastað. Gylfi var ekki bara stór vexti, hann var stór á svo margan hátt. Hafði hann stórt hjarta, var stórtækur í gerðum og hafði stórt skap. Eiginleikar hans komu honum áfram og hann átti mikilli velgengni að fagna á sínu sviði. Eiginleikar hans hafa líka mögulega hindrað hann og komið í veg fyrir far- sæld að einhverju leyti. Gylfi var vinur minn, ferða- félagi og stundum vinnuveit- andi minn. Vinskapur okkar og öll okkar samskipti hafa byggst á kær- leika og trausti. Það var gott að vinna fyrir Gylfa alla tíð og gott eiga hann að sem vin. Ferðalögin okkar verða ekki fleiri í bili. Nú er Gylfi lagður af stað í sína hinstu ferð. Hann lagði af stað á undan okkur hin- um. Við vitum að hann ratar réttu leiðina og mun vísa okkur veginn þegar að því kemur. Stínu og allri fjölskyldunni færi ég innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Vernharður Aðalsteinsson. Gylfi Kristinn Matthíasson Elsku besta amma Þóra er dáin, það verður erfitt að venjast því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Síðustu 40 árin eða frá því að afi dó rak amma ein heimili, nú síðast á Sólvangsvegi þar sem okkur stóðu ávallt allar dyr opnar. Hún kunni vel við sig þar, hún gat hitt nágranna niðri í handavinnusal, matsal og í hárgreiðslu en á þriðjudögum fór hún með rútunni í Bónus til að draga björg í bú. Amma var síðustu ár í dagvistun á Sólvangi, þar sem hún undi sér vel, oft var tekið í spil og handa- vinnu til að stytta sér stundir. Fjölskyldan, börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin voru henni svo kær. Frá því að ég man fyrst eftir mér hafði amma gaman af að fylgjast með okkur og heyra í hvaða ævintýrum við höfðum lent. Henni fannst yndislegt að heyra frá gönguferðum um hálendi Ís- lands, ferðalögum innan- jafnt sem utanlands. En jafnan var hún því þó fegnust, þegar allir höfðu skilað sér heilir heim. Amma var mjög hjálpleg, þegar ég átti mitt fyrsta barn voru for- eldrar mínir erlendis, þá kom amma óbeðin til mín á hverjum degi þar sem hún rak mig upp í rúm til að jafna mig eftir barns- burðinn og hugsaði um litla barnið á meðan ég hvíldi mig. Amma var mjög ákveðin og hafði sterkar skoðanir, en ávallt var stutt í hláturinn hjá henni. Rétt fyrir jól fyrir nokkrum árum dó þvottavélin hennar. Henni var bent á að hún gæti nú látið þvo fyrir sig en það taldi hún af og frá, þvottavélarlaus gæti hún nú ekki verið komin á tíræðisaldur en benti aftur á móti á að ekki væri verra ef til væri þvottavél með ís- lenskum leiðbeiningum sem varð raunin og sú gamla keypti sér nýja þvottavél. Nokkru síðar ákvað amma að nú væri kominn tími til að fá sér nýtt sjónvarp. Hún hafði tekið eftir því að hún sá mikið bet- ur á þessa stóru flatskjái sem allir voru að fá sér heldur en gamla túputækið sitt. Haldið var af stað út í búð og skoðaðir flatskjáir. Einhverjum varð að orði hvort 37́ tæki væri ekki nógu stórt fyrir hana og nei, 42́skyldi það vera og hún var ekki lengi að læra á fjar- stýringuna, 10 mín. eftir að mynd komst á tækið var hún með það al- veg á hreinu hvaða takki gerði hvað og undi sér vel við að horfa á þættina sína á stærri skjá. Yndislegt var að bjóða ömmu í mat, hún var nýjungagjörn og hafði ekkert á móti því að prófa eitthvað nýtt í matargerð, kunni vel að meta osta og þótti ekkert verra ef brauðið kæmi frá Jóa Fel. Í október ár hvert fórum við amma í bæinn til að kaupa jóla- gjafir, amma var búin að ákveða hvað ætti að kaupa handa hverj- um og því var ekki breytt, síðan enduðum við alltaf í sömu búðinni þar sem við gátum sest niður í góða hægindastóla á meðan starfsfólkið var að pakka inn gjöf- unum. Okkur ömmu leiddist það ekki eftir góða verslun og enduð- um við oftar en ekki á KFC eftir jólagjafainnkaupin. Margs er að minnast en minn- ingin um góða og kærleiksríka ömmu mun standa eftir. Hvíldu í friði, elsku amma, minningin um þig mun lifa með okkur. Kveðja, þín Margrét. Þóra Lilja Bjarnadóttir ✝ Þóra LiljaBjarnadóttir fæddist 12. júní 1917. Hún lést 13. september 2018. Útför Þóru fór fram 10. október 2018. Það er varla hægt að ímynda sér meiri breytingar á einni mannsævi en þær sem amma Þóra lifði. Hún var ein af „full- veldisbörnunum“ fædd 14. júní 1917 og var því hundrað og eins árs þegar hún kvaddi þetta líf. Amma fæddist í Selvogi, hún ólst upp í stórum systkinahópi, var sjöunda í röðinni af sautján börnum. Hún vildi ekki mikið ræða bernskuna en talaði þó um að sér hafi oft þótt það óréttlátt að þurfa að vinna á meðan „strákarnir“ bræður henn- ar gátu leikið sér. Selvogurinn var henni þó alla tíð mjög kær og hún fór þangað á hverju ári. Alltaf þeg- ar hún dvaldi hjá okkur í Þorláks- höfn var það fastur liður að skreppa út í Vog. Ég man fyrst eftir ömmu og afa þegar þau bjuggu á Lækjargötunni í húsinu þar sem pabbi og systur hans tvær ólust upp og í minningunni var það ævintýraheimur þar sem lækurinn var beint fyrir framan húsið með sitt aðdráttarafl fyrir okkur krakkana en tilheyrandi áhyggjum fullorðna fólksins. Amma og afi eignuðust 11 barnabörn sem eru fædd á 12 ár- um, mjög samrýndur hópur, níu stelpur og tveir strákar. Það varð ömmu mikið áfall að missa eitt barnabarn sitt langt fyrir aldur fram. Amma var sterk kona, hún dvaldi ekki við liðna tíð heldur horfði fram á við. Hún gerði aldrei upp á milli okkar barnabarnanna, sýndi okkur öllum jafnan áhuga, hún prédikaði heldur aldrei yfir okkur, hún var hlý og umhyggju- söm. Amma var samt ákveðin og gat verið mjög þrjósk ef því var að skipta. Þegar ég hélt upp á fimmtugs- afmælið mitt fyrir nokkrum árum var ég ekki viss um að hún myndi treysta sér til að mæta, en ég frétti svo af því að hún væri stór- lega móðguð yfir að vera ekki boð- in í veisluna. Ég brunaði því til hennar með boðskortið og þegar við kvöddumst sagði ég „við sjáumst svo í veislunni“. Þá sagði hún „ég hefði sko ekki komið ef ég hefði ekki fengið bréf eins og hin- ir“. Við stelpurnar í fjölskyldunni höfum reglulega haldið frænku- partí og var amma að sjálfsögðu með í þeim. Síðast í maí á þessu ári hittumst við allar og amma var ekki sú fyrsta að yfirgefa sam- kvæmið, mætti hress og kát og skálaði með okkur þá orðin hundr- að ára gömul. Okkur ömmu kom alltaf vel saman en við urðum sér- staklega nánar þegar ég bjó hjá henni þegar ég var í Flensborg. Hún var nett kona, fíngerð, alltaf vel til fara, það fór ekki mikið fyrir henni en hún hafði samt sínar skoðanir og lá ekki á þeim. Amma blótaði aldrei en sagði stundum ef henni fannst eitthvað að „þetta er nú meiri djöluvis vitleysan“. Ég vitna oft í orð hennar og segi þá „nú segi ég bara eins og amma Þóra, þetta er nú meiri djöluvis vitleysan“. Hún var mér góð fyr- irmynd og við áttum auðvelt með að tala saman um alla hluti og ekki síst ef það var um prjónaskap og hannyrðir. Nú hefur amma loksins fengið hvíldina, hún var orðin þreytt á sál og líkama og kvaddi þetta líf sátt við guð og menn. Allt er af sama meiði Það sem var, er og verður og í greinum trésins sem vex á gröf þinni þjóta orð þín. (Vigdís Grímsdóttir) Hvíl í friði, elsku amma, og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Þóra. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.