Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 ✝ Ásta Guðjóns-dóttir fæddist í Vogatungu, Leir- ársveit, 10. febr- úar 1927. Hún lést á Höfða, hjúkrun- ar- og dvalar- heimili, 25. sept- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Böðvarsdóttir og Guðjón Jónsson í Vogatungu. Ásta var yngst átta systkina sem nú eru öll látin. Þau voru auk hennar: Ólöf, Böðvar, Ólaf- ur, Elín, Engilbert, Sigurður og Anna. Ásta giftist Garðari Berg- mann Benediktssyni 17. febr- úar 1945. Börn þeirra eru í aldursröð: Fóstursonur, Bene- dikt Rúnar Hjálmarsson, hann lést árið 1990. Eftirlifandi eig- og Styrmi, og fimm barnabörn Auk þess að vera húsmóðir vann Ásta ýmis störf utan heimilis, aðallega við ræst- ingar, afgreiðslustörf og saumaskap hjá Akraprjóni og 66° norður. Einnig prjónaði hún lopapeysur fyrir Hand- prjónasamband Íslands í mörg ár. Hún var mikil handverks- kona, skapandi og listræn í sér, hvort sem var í saumaskap, út- saumi, að prjóna eða hekla. Hún var ljóðelsk og las heil- mikið. Hún hafði gaman af ferðalögum og ferðaðist mikið um landið með góðum vinum. Seinni árin fór hún einnig nokkrum sinnum til útlanda, til Hollands og Kanaríeyja. Ásta ólst upp í Vogatungu en bjó síðan alla tíð á Akranesi, fyrst á Mánabraut 5 en lengst af í Stekkjarholti 22. Síðustu árin bjó hún á Höfða, hjúkr- unar- og dvalarheimili. Útför Ástu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 11. októ- ber 2018, klukkan 13. inkona hans er Friðgerður Elín Bjarnadóttir. Þau eiga þrjú börn, Kolbrúnu, Ástu og Ívar Örn, og fimm barnabörn. Drífa, gift Jóhannesi Jóni Eyleifssyni, þau eiga fjögur börn, Garðar, Eyleif Ísak, Lindu Dröfn og Lovísu, og sex barnabörn. Skúli, kvæntur Lilju Kristófersdóttur, þau eiga þrjú börn, Jón Örn, Edit og Kristrúnu, og fimm barnabörn. Halldóra Jóna Garðarsdóttir, gift Gunnlaugi Sölvasyni, þau eiga fjóra syni, Arnar Berg- mann, Bjarka Bergmann, Garð- ar Bergmann og Rúnar Berg- mann, og 14 barnabörn. Guðrún, gift Karli Erni Karls- syni, þau eiga tvö börn, Rakel Elskuleg móðir mín lést á Dvalarheimilinu Höfða 25. sept. á 92. aldursári. Mamma var yngst átta systk- ina og var ein eftirlifandi. Hún fæddist á Vogatungu í Leirár- sveit og ólst þar upp á mann- mörgu heimili, að hennar sögn alltaf líf og fjör, þó að föðurmissir í æsku hafi skilið eftir djúp sár. 16 ára fór hún sem vinnukona á Akranes og lærði heilmikið um heimilishald og matseld. Á þess- um árum kynnist hún pabba. Þau giftu sig þegar hún var 18 ára og þurfti forsetabréf til. Mamma var aðeins 20 ára þeg- ar þau tóku Rúnar að sér í pöss- un, en hann varð þeirra sonur upp frá því. Síðan komum við systkinin hvert af öðru og vorum við orðin fimm þegar mamma var 29 ára. Við áttum góða æsku, mamma vann heima lengi vel. Á heimilinu bjó amma Dóra einnig. Mann- margt heimili, en allt gekk smurt, enda jafnaðargeð og jákvæðni mömmu ótrúleg. Hún sá til þess að öll hefðum við ýmislegt að fást við. Hún lagði mikið upp úr því að við værum vandvirk og stæðum okkur vel í skóla. Mikið var spilað og lærðum við allt frá ólsen upp í brids og ekki má gleyma listinni að leggja kapal. Ung lærði hún að sauma og fór á námskeið í sníðamennsku. Hún var mikil listakona í raun, hafði næmt auga fyrir hvað passaði saman og saumaði ótal flíkur upp úr öðrum. Þetta varð til þess að við systk- inin fengum ekki búðarföt fyrr en seint og síðar meir að okkur fannst. Allt var hannað og saum- að af henni og vann hún við saumaskap mestan hluta starfs- ævi sinnar. Mamma var líka flinkur bakari og kökuskreytir, hafði mjög gam- an af að teikna fyrir okkur, og ekki má gleyma rithöndinni, sem var afar falleg. Ég er þakklát fyrir ófáar tjald- og sveitaferðir. Í lengri ferðum var stoppað oft, borðað nesti og farið í leiki, rifjuð upp nöfn á ám og fjöllum. Lengi vel voru þau með vinum í ferðahóp, sem hét Hringsjá, og fóru vítt og breitt um landið í rútu. Þetta var góður félagsskapur, sem við nutum góðs af líka. Ásta, mamma mín, bar sann- arlega nafn með rentu, var ást- úðleg við alla sem hún kynntist á lífsleiðinni. Kalli minnist þess oft hversu mamma og pabbi tóku vel á móti honum í fyrsta sinn, 16 ára stráklingi, og var það honum ómetanlegt. Rakel og Styrmir sóttu mikið í samvistir með ömmu Ástu. Tengdasonur okkar sagði ein- hverju sinni að mynd af Ástu ætti að vera myndskýring á orðinu amma. Þannig var hans upplifun. Síðar á göngum Höfða hélt hún áfram að gefa af sér, hún þurfti að klappa og kyssa alla sem hún mætti. Þannig var Ásta í Voga- tungu. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Elsku besta mamma mín, mik- ið var ég heppin að eiga þig að. Þín verður minnst um ókomin ár af mér og mínum fyrir skilyrð- islausa ást og hlýju. Þín dóttir, Guðrún. Hinsta kveðja til yndislegrar mömmu okkar. Mamma ég vild́ að ég gæti ort um þig ódauðleg ljóð, boðið þér fínustu sæti, gefið þér dýrastan sjóð. Þú gafst mér lífið – og ævi þín fór í að vera mér góð. Mamma þú varst verndarengill æsku minnar. Mamma hvern dag ég hugsa enn til gæsku þinnar. Þú hafðir á mér gætur, hvern dag og andvökunætur. Sérhverjum vanda þú komst í lag, það, er mín hamingja í dag. Mamma þú átt það besta í því sem núna ég er. Ég er alltaf barnið þitt og enn í dag er minn hugur dvelur með þér. Mamma með þér. (Þorsteinn Eggertsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Við kveðjum þig með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur og fjölskyld- um okkar. Drífa, Skúli, Halldóra og Guðrún. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. (Kristján Hreinsson) Elskuleg tengdamóðir mín, Ásta Guðjónsdóttir, er fallin frá og minningarnar hrannast upp. Þú varst hjálparhellan okkar Rúnars á fyrstu búskaparárun- um og alla tíð. Passaðir börnin okkar, gafst góð ráð, hjálpaðir við saumaskap og svo ótal margt fleira. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdaforeldra en ykk- ur Garðars. Hlýja og ástúð streymdi frá ykkur báðum í allar áttir. Það er svo gott að eiga góð- ar minningar, þær getur enginn tekið frá okkur. Takk fyrir öll ár- in okkar, elsku Ásta, þú varst yndisleg mamma, tengda- mamma, amma og langamma sem verður sárt saknað. Ég er sannfærð um að þú hefur fengið góðar móttökur og opna arma í Sumarlandinu. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Friðgerður. Í dag kveðjum við elsku ömmu Ástu sem var okkur svo kær. Margar áttum við stundirnar með ömmu og afa á Stekkjó og alltaf var gott að koma í heim- sókn til þeirra, bæði svo ljúf og yndisleg og móttökurnar ávallt hlýjar. Þegar við systurnar vor- um litlar eyddum við mörgum að- fangadagskvöldum hjá ömmu og afa og það var ómissandi hluti af jólahaldinu í mörg ár. Síðar meir þegar barnabörnunum hafði fjölgað og hópurinn stækkað var alltaf jólaboð hjá þeim og var al- veg ótrúlegt hve margir komust fyrir í íbúðinni þeirra á Stekkjó. Alltaf var pláss fyrir alla. Þetta er svo sterkt í minningunni hjá okkur systkinunum. Amma og afi voru dugleg að halda utan um alla fjölskylduna, samgangurinn var mikill og sem dæmi hittumst við oft í kringum afmælið hans afa sem var á miðju sumri og gerðum eitthvað skemmtilegt. Okkur er minnisstætt að þegar amma var að vinna í Akraprjóni þá saumaði hún á okkur systurn- ar peysukjóla og ullarjakka sem við vorum ákaflega montnar með. Hún prjónaði líka ullarpeysu á pabba, sem hann notaði í smíða- vinnu allt til dauðadags og Ívar hefur síðan notað í sínum vinnu- ferðum í mörg ár. Hún var iðin við að sauma og prjóna og var flink í höndunum. Amma Ásta var afar hógvær og það var lýs- andi fyrir hana þegar hún vildi ekki gera mikið úr öllum veiting- unum sem hún bar á borð í jóla- boðum eða öðrum veislum, og kallaði hnallþórur og aðrar kræs- ingar gjarnan „óttalegar drullu- kökur“. Um leið og við syrgjum elsku ömmu Ástu lítum við til baka með gleði í hjarta og þakklæti fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún gaf af sér til okkar. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Guð geymi þig, elsku amma Ásta. Kolbrún, Ásta og Ívar Örn. Ásta Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Ég kveð þig amma með söknuð í hjarta, faðmur þinn opinn, þú umvafðir alla. Kærleikur og hlýja, brosið þitt bjarta, ljós þitt nú lýsir þegar degi fer að halla. Þú saumaðir, lagðir kapal og spilaðir á spil, dýrmætu stundirnar, á Stekkjó var gaman. Minningarnar geymi, þær veita mér yl, innst inni ég brosi, þið ferðist nú saman. (Lovísa Jóhannesdóttir) Takk fyrir allt, hvíl í friði. Lovísa og Drífa Katrín. Gunnar Guð- mundsson, hinn sanni vinur vina sinna. Það er rúmt 51 ár síðan ég flutti frá Íslandi. Öll þessi ár hef ég verið stoltur Íslendingur í ýmsum heimshornum og er það enn. Margt hefur breyst á Íslandi á þessum árum en annað breytist aldrei. Það eru þeir góðu vinir sem ég átti þá og á enn í dag. Þegar ég lít aftur yfir mína löngu og litríku lífstíð þá sé ég fjöl- marga vini, og þar á meðal nokkra „sannvini“. Það er gott að eiga góða vini en erfitt þegar þeir bregðast þegar mest liggur á. Gunnar var hinn sanni vinur vina sinna; vinátta sem aldrei brást. Það er sárt að sætta sig við þá staðreynd að Gunnar sé farinn heim, en heiður að hafa þekkt þennan sérstaka og góða mann. Hann sá um sína ágætu eiginkonu; sína fjölskyldu og kom víða við þar sem hans er minnst með innilegum söknuði. Það verður erfitt, Guðmundur, að stíga í fótspor föður þíns. Við Gunnar höfum átt samleið frá því við vorum ungir og brattir skátar. Skátastarfið var okkar líf og kraftur, allt fram á fullorðins- Gunnar Guðmundsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist 14. desem- ber 1938. Hann lést 29. september 2018. Útför Gunnars fór fram 10. októ- ber 2018. ár. Minnisstæðast er ferð okkar á Jamboree í Bret- landi, þegar 11 Grá- hausar fóru sjóleið- ina með gamla Gullfossi til Edin- borgar. Þetta var einstök ferð, sem hefur haft lífslöng áhrif á okkur alla, sem hafa enst fram til þessa dags. Við höfum haldið hópinn; hist reglu- lega og farið í ferðir saman. Gunnar var ávallt í miðjum hópn- um og oft sá sem skipulagði ferð- irnar; lagði til bíl og bílstjóra án þess að þiggja krónu fyrir ómak- ið. Ég var á Íslandi í júní síðast- liðnum og auðvitað áttum við Gunnar góðar stundir saman. Við fórum í tveggja daga ferð um Suðurlandið; alla leið austur í Höfn í Hornafirði, – að skoða hót- el o.fl. í sambandi við mín við- skipti í ferðamálum. Það var stór- skemmtileg ferð. Gunnar var mín stoð og stytta; ráðgjafi án þókn- unar, þessi árin þegar ég hef byggt upp hópferðir til Íslands fyrir Bandaríkjamenn. Hann hafði gaman af að sjá „gamla manninn“ takast á við ný og skemmtileg verkefni. Ég talaði síðast við Gunnar daginn áður en hann lést. Við töluðum um mína næstu heimsókn til Íslands nú í vetur. Það verða margir sem sakna Gunnars. Hann hafði víða komið við, hérlendis og erlendis. Gunn- ar var stórskemmtilegur og fróð- ur um fólk, fjöll og firnindi. Hann átti til að segja sögu eða brand- ara í ferðum þar sem hann þekkti bændur, nöfn á fjöllum og annað minnisvert. Hann setti sitt já- kvæða mark á umhverfið sem sannur Íslendingur. Ég sakna Gunnars og minnist hans sem hann hafi verið minn eigin bróðir. Með Gráhausakveðju, Ingólfur Blöndal, Simpsonville, S.C., USA. Þessi maður, þessi ferðafélagi, þessi mikli viskubrunnur um vegi og borgir í Evrópu. Hvert er hann farinn? Kannski í nýtt ferðalag sem við þekkjum ekki nóg um. Gunnar vinur okkar var svo einstakur og magnaður að mann setur hljóðan þegar snill- ingur veganna, fjallaferðanna og autobananna í Evrópu fer í nýtt endanlegt ferðalag. Við vonum að það séu magnaðar hópferðabif- reiðar og ævintýri í því landi sem hann nú mun gista. Þessi góði drengur er vinur okkar, ferða- félagi og leiðsögumaður um alla Evrópu. Allar þær ferðir sem við höfum farið saman eru geymdar og munu ekki gleymast. Sam- starf um ferðir við Sókn, og síðar Eflingu stéttarfélag, hófust snemma en fyrsta ferðin til út- landa var til Færeyja og þvílík ferð. Allt gekk upp. Svo allar okk- ar ferðir innan lands um alla staði þar sem hægt var að finna góða gistingu þó um dýnustæði væri að ræða. Ferð um Norðaustur- land með matarbíl mun aldrei gleymast. Atvikin eru svo mörg og æv- intýrin og sögurnar svo magnað- ar. Um alla Evrópu flökkuðum við og vorum alltaf sammála um að finna eitthvað sem enginn myndi gleyma, Vín, Búdapest, Prag, Heidelberg, Berlín, Dres- den, Kaupmannahöfn, Köln, Goslar, Kraká, Stettin, Ósló, Bergen, Þrándheimur, Gauta- borg, Trier, Lúxemborg og Garda. Við vorum á flakki til að kynna fólki menningu og dá- semdir allra þessara staða. Sem fyrirliði og ökumaður í ótal ferð- um í Bláfjöll á skíði og svo í Þórs- mörk í vor- og haustferðir með grunnskólabörn og unglinga þökkum við Gunnari örugga og farsæla stjórn. Í hartnær fjóra áratugi stýrði þessi öðlingur á einn eða annan hátt ferðum fyrir grunnskóla í Reykjavík. Til að komast í Skagfjörðsskála í Þórs- mörk verður að fara yfir Krossá. Hún getur verið ófrýnileg. Þar myndast viðsjárverðar sand- bleytur. Eitt sinn komum við of snemma inn að Álfakirkju og sáum að hópurinn á undan okkur var ekki farinn frá skálanum. Gunnar vatt sér út á bakkann við aðalstrenginn, sótti vöðlur, járn- karl og kaðal í kistuna í lestinni. Setti nokkra unglinga og reynd- an kennara á enda kaðalsins á þurru og óð út í svelginn. Við þessa sýn þusti liðið allt út úr hlýjunni og tók myndir í gríð og erg. Leikrit sem tók tíma en eng- in hætta á ferðum. Gunnar kunni lagið á liðinu. Svo sannarlega. Öll komumst við þurr, hress og glöð í skálann. Þessi magnaði sögumað- ur kunni svo margt, lausavísur, brandara, skemmtisögur og öll þekkingin sem hann miðlaði til fólksins okkar. Elsku Gunnar. Hafðu þökk fyrir alla þína þekkingu og svo skemmtilegheit. Vonandi hitt- umst við í rútuferð með þér á öðr- um slóðum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Runólfsson. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÝÐUR SVEINBJÖRNSSON, lést á Brákarhlíð í Borgarnesi miðvikudaginn 26. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Karólína Rut Valdimarsdóttir Pálína Bergey Lýðsdóttir Bjarni Kristinsson Margrét Ragna Lýðsdóttir Birna Sjöfn Lýðsdóttir Haldor André Meling barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Harðbak, Melrakkasléttu, fædd 18. júlí 1923 á Harðbak á Melrakkasléttu, lést mánudaginn 8. október á hjúkrunarheimilinu Eiri. Margrét Þóroddsdóttir Sigurður Andrés Þóroddsson Guðmundur Þóroddsson Þóroddur Ari Þóroddsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.