Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 68

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 ICQC 2018-20 „ hérna sem telst bara nokkuð mikið í þessum bransa,“ segir Þórhallur kíminn. Bæði með útgáfu og forlag Þórhallur er spurður hvort Crunchy Frog gefi út plötur hljóm- sveitanna fjögurra sem koma fram á tónleikunum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn og segir hann svo ekki vera. Starfsmaður dönsku menning- armiðstöðvarinnar, Kulturstyrelsen, hafi átt hugmyndina að því að halda dansk-íslenska rokktónleika og leit- g y j ingsmiðstöð danskrar tónlistar. Þar á bæ bentu menn honum á Íslend- inginn Þórhall hjá Crunchy Frog. „Þá byrjuðum við að setja þetta saman. Felines, önnur danska hljómsveitin, er nýtt band hjá okk- ur og Nelson Can eru stelpur sem við gefum ekki út en við sjáum um „publishing“ fyrir þær, fyrirtæki sem heitir Crunchy Tunes,“ útskýr- ir Þórhallur og er spurður að því hvað hann eigi við með „publishing“ í þessu samhengi, þ.e. tónlistarlegu? „Þetta er í rauninni eins og forlag, g y og forlag sem sér um lagahöfund- ana. Það sem við gerum mest í þeim málum er að koma lögum í sjón- varp, bíómyndir, auglýsingar og svoleiðis,“ svarar Þórhallur. Jóhann leigði skrifstofu af Crunchy Frog Plötur Apparat Organ Quartet gefur Crunchy Frog út í öðrum löndum en Íslandi en Jóhann Jó- hannsson heitinn var í hljómsveit- inni framan af. Þórhallur segir Crunchy Frog hafa leigt Jóhanni g g an er með bækistöðvar í. „Þá var ákveðið að við gæfum Polyphonia, plötu Apparats, út,“ útskýrir Þór- hallur en Jóhann setti hljómsveitina upphaflega saman fyrir spuna- tónleikaröð sem hann átti þátt í. Hvað Vök varðar segir Þórhallur að hljómsveitin sé bæði vönduð og hafi gert það gott á Norðurlönd- unum. Vök fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum fyrir fimm árum, flytur rafskotið draumpopp og hef- ur vakið athygli út fyrir landstein- ana. g g Miðasala á tónleikana í Reykjavík fer fram á tix.is og miðasala á tón- leikana í Kaupmannahöfn á bill- etto.dk. HA PPATALA • D AGSINS ER •68 TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vakn r á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Torg 2018 – listamessa í Reykjavík nefnist viðburður sem Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) stendur fyrir á Hlöðuloftinu á Korp- úlfsstöðum um helgina, en verkefnið er hluti af Mánuði myndlistar 2018. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á listamessu af þessu tagi hér- lendis,“ segir Anna Eyjólfsdóttir, for- maður SÍM. „Okkur finnst löngu tímabært að kynna þá fjölbreytilegu myndlistarflóru sem hér fyrirfinnst og skapa vettvang fyrir listunnendur að nálgast og eignast verk listamanna á auðveldan hátt. Þarna gefst fólki meðal annars tækifæri til að eignast verk eftir vel þekkta listamenn.“ Myndlistin er til sölu Torg 2018 verður formlega opnað á laugardag kl. 13 og er opið laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 18. „Þar býðst gestum og gangandi að koma, hitta listamenn, skoða verk þeirra og jafnvel eignast þau. Listamenn geta boðið kaupendum að gera greiðslu- samning við kaup á listaverki, samn- ingurinn gerir þá kaupanda kleift að greiða mánaðarlega af verkinu. Það hefur stundum verið feimnismál hvort myndlistin sé til sölu, en þarna verður hún algjörlega til sölu.“ Að sögn Önnu eru innan raða SÍM rúmlega 840 listamenn, listhópar og fagfélög á borð við Íslensk grafík, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Fé- lag íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL), Félag íslenskra myndlist- armanna (FÍM), Textílfélagið og Leir- listafélag Íslands. „Markmið okkar er að gefa listamönnum tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri,“ segir Anna og tekur fram að þátttaka sé mjög góð. „Þannig þurftum við að auka sýningarpláss til muna til að anna eftirspurn. „Í tveimur básum er boðið upp á kynningar á réttindum og starfsum- hverfi myndlistarmanna. „Kynningin verður í höndum hagsmunasamtaka og aðildarfélaga SÍM,“ segir Anna og tekur fram að þessi hluti Torgsins sé ætlaður listamönnum og þeim sem starfa innan fagstéttarinnar. Þar sem listamessan er nú haldin í fyrsta sinn verður hún sennilega með aðeins öðru sniði strax á næsta ári,“ segir Anna og tekur fram að undirbúningur sé þeg- ar hafinn fyrir listamessu næsta árs. „Það verkefni verður miklu stærra og viðameira. Sem dæmi stefnum við á að kynna listamessu næsta árs er- lendis auk þess sem hún mun standa í að minnsta kosti viku á næsta ári.“ Sem flestir fái að njóta SÍM hefur síðustu undanfarin ár staðið fyrir Degi myndlistar í október og kynnt þá starf myndlistarmanna. „Kynningarnar hafa vaxið ár frá ári að umfangi svo að ákveðið var að breyta heiti verkefnisins í Mánuð myndlistar. „Eitt atriði Mánaðar myndlistar er samstarf við Gerðuberg og Borg- arbókasafnið í Tryggvagötu þar sem listamenn verða með opna vinnustofu í salarkynnum stofnananna. Lista- menn munu heimsækja ríflega 30 grunn- og framhaldsskóla víða um land og kynna list sína og starf,“ segir Anna og bætir við að Mánuður mynd- listar sé vettvangur fyrir kynningu á störfum myndlistarmanna og um- ræðu um mikilvægi myndlistar í sam- félaginu. „Flestir hafa séð myndlistarverk á listasöfnum, í galleríum eða uppi á vegg á heimilum og í stofnunum, en þá eru verkin alltaf í endanlegri gerð. Í Mánuði myndlistar er meðal annars leitast við að skyggnast bak við tjöld- in og veita innsýn í ferli listamannsins við sköpun listaverka. Tilgangur Mánaðar myndlistar er að setja fókus á þetta ferli og auka og dýpka þekk- ingu á faginu. Okkur dreymir um að sem flestir fái að njóta listarinnar,“ segir Anna. Allar nánari upplýsingar um dagskrá mánaðarins má finna á vefnum manudurmyndlistar.is. Fjölbreytileg myndlistarflóra  Samband íslenskra myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni Torg 2018 á Korpúlfsstöðum  Viðburðurinn er hluti af Mánuði myndlistar  Stefnumót myndlistarmanna og listunnenda Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur Anna Eyjólfsdóttir, formaður SÍM, ásamt listamönnum sem þátt taka í Torgi 2018. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Klaus Mäkelä, 22 ára gamall hljóm- sveitarstjóri sem sagður er einn af eft- irtektarverðustu hljómsveitarstjórum Norðurlanda, stjórnar Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld. Mäkelä, sem er finnskur, stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón- leikum í Hörpu á Menningarnótt. Hann segir að aldur, kyn eða þjóðerni stjórnenda og tónlistarfólks skipti engu máli, tónlist sé fyrir alla. „Hljómburðurinn í Hörpu er frá- bær, arkitektúr og umhverfi hússins fallegt og Sinfóníuhljómsveit Íslands skipuð tónlistarmönnum frá mörgum löndum,“ segir Mäkelä sem telur Hörpu besta hljómleikahús í Evrópu. Foreldrar Mäkeläs eru hljómlist- armenn og hans fyrsta minning er tengd hlustun á tónlist. „Það var gott fyrir mig og ég er þakklátur fyrir að hafa alist upp við tónlist. Ég hóf nám á selló sex ára gamall og byrjaði nám í hljómsveit- arstjórnun 12 ára,“ segir Mäkelä, sem telur að þrátt fyrir að vera í yngri kantinum sem hljómsveitarstjóri sé hann langt í frá sá yngsti. „Menning er mikilvæg, sérstaklega í hraða nútímasamfélags og einnota lífsstíls. Menningin endist og það er mikilvægt fyrir nútímamanninn að virða og þakka fyrir hana,“ segir Mäk- elä og bætir við að í heimi þar sem flest lifi í stuttan tíma viti fólk að tón- listin verði alltaf til á einhvern hátt. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru forleikur óperettunnar Candide eftir Leonard Bernstein, tíunda sinfónía Shostakovitsj og fiðlukonsert eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Einleikari á tón- leikunum er Sayaka Shoji, japönsk fiðlustjarna sem ferðast um heiminn með Stradivarius-fiðlu. Tónleikunum í kvöld, sem hefjast kl. 19.30, verður streymt beint af vef Sinfóníuhljómsveitarinnar og útvarp- að beint hjá RÚV á Rás 1. Mäkelä tók nýverið við stöðu aðal- gestastjórnanda hjá Sænsku útvarps- hljómsveitinni. Hann er staðar- listamaður Tapiola-sinfóníettunnar og þreytti nýverið frumraun sína hjá Konunglegu fílharmóníunni í Stokk- hólmi og sinfóníuhljómsveitunum í Lahti, Ottawa og Minnesota. Auk þess hefur Mäkelä stjórnað Fílharm- óníusveitinni í Helsinki og í Gauta- borg. Mäkelä stýrði óperu Mozarts hjá finnsku þjóðaróperunni og hefur komið fram sem einleikari með fjölda hljómsveita. Á næsta ári tekur Mäkelä við stöðu listræns stjórnanda tónlistarhátíð- arinnar í Turku í Finnlandi og árið 2020 verður hann aðalstjórnandi Fíl- harmóníusveitarinnar í Ósló. 22 ára stjórnandi í Hörpu í kvöld  Klaus Mäkelä eftirtektarverður  Þakklátur fyrir tónlistaruppeldi Morgunblaðið/Hari Einbeiting Klaus Mäkelä stjórnandi og Sayaka Shoji einleikari æfa með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Brautryðjendur 3 er yfirskrift tón- leika sem haldir verða í Salnum ann- að kvöld, föstudag, kl. 20. Þar verður sjónum beint að að þremur braut- ryðjendum í óperusöng á Íslandi, þeim Guðmundi Jónssyni, Guðrúnu Á. Símonar og Magnús Jónssyni. „Þau voru í hópi fremstu íslenskra óperusöngvara fyrr á árum, og með- al brautryðjenda í íslensku tónlistar- lífi. Farið verður yfir feril þessara merku söngvara og sungið úr glæsi- legri söngskrá þeirra, bæði íslensk sönglög, óperuaríur og dúetta,“ seg- ir í tilkynningu. Á tónleikunum koma fram Ingibjörg Aldís Ólafs- dóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór, Oddur Arnþór Jónsson bari- tón, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Signý Sæmundsdóttir sópran sem jafnframt er kynnir. Sérstakur gestur er Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran auk þess sem Ólafur Beinteinn Ólafsson harmónikku- leikari spilar einnig með í nokkrum þekktum lögum. Þrjú Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson. Brauðryðj- endur 3 í Salnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.