Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is áttað mig á því fyrr en ég var búinn að þessir þrír karakterar yrðu svona fyr- irferðarmiklir, það er að segja Flóki, Dagur og Steinar. Ég skrifaði fyrst niður punkta, minnisatriði. Að hluta til er þetta minningaskáldverk, ég hliðra til ýmsu, felli eitt og annað saman.“ – Þetta eru þrír einstaklingar, mjög ólíkir og samskiptin misskemmtileg, en það skín í gegn mikil væntumþykja í þeirra garð. „Já, það er alveg klárt, mér þótti mjög vænt um þessa menn. Það er enginn í bókinni undanskilinn því að mér þótti vænt um viðkomandi og þykir.“ – Það er mikið drukkið í þessari bók. „Já, það tilheyrði þessum tíma, við drukkum allir mikið.“ – Þrátt fyrir það voru þeir afkasta- miklir og áberandi í sinni listsköpun. „Þeir tóku sína vinnu mjög alvar- lega og þau prinsipp að vilja ekki vera sellout. Ég man til dæmis þegar ég var beðinn að skrifa barnasögu fyrir erlendan útgefanda og samdi Fallega flughvalinn. Þá nefndi ég við Steinar hvort hann vildi ekki skrifa barna- sögu. Hann brást reiður við, fannst hann tæki þá niður fyrir sig.“ Erfiðir útgefendum – Þeir voru mjög duglegir, Steinar með sínar tilraunabækur og tímarit og Dagur líka alltaf að gefa eitthvað út sjálfur, en þeir voru alltaf á jaðr- inum, komust aldrei inn í hinn viður- kennda bókmenntaheim. „Þessir menn voru erfiðir útgef- endum. Þegar Jóhann Páll varð útgef- andi Steinars sagði hann: ég vil gjarn- an taka við þínu höfundarverki, en ég get ekki gefið þig út á hverju ári, ég get gefið þig út annað hvert ár. Og það er skilyrði af minni hálfu fyrir okkar samstarfi að þú komir ekki drukkinn á forlagið. – Steinar kom fullur daginn eftir. Ef það átti að setja einhverjar reglur eða línur þá var strax gengið þvert á þær. Það var stoltsatriði.“ – Þú ert ekki bara sögumaður held- ur má segja að þú sért fjórða persón- an í bókinni. Hvernig líkar þér við þá persónu? „Það er erfitt að sjá sig svona utan frá, það er náttúrlega ekki mitt að dæma hvort það hafi tekist. Ég fór þó ekkert lengra en rammi verksins bauð upp á þannig að í bland er þetta vissu- lega mín höfundarsaga en líka saga af því hvernig ég varð fyrir áhrifum af þessum mönnum, þeir höfðu jú geysi- mikil áhrif á mig. Ég var tíu árum yngri en þeir á þessum tíma, tuttugu árum yngri en Steinar, maður leit upp til þessara manna, því er ekki hægt að neita. Ég fer þó ekki lengra með mína höfundarsögu en að því er ég skrifaði Gaga, sem kom út 1984.“ – Hyggstu halda áfram að rekja þína sögu? „Það væri þá helst að ég færi fram fyrir í tíma, að ég skrifaði bernsku- bók, skrifaði um mína fjölskyldu, sem er stórkostleg, Þar eru allir eins og þeir hafi stigið út úr bókum eftir Dickens. Ég myndi kannski halla mér að því verkefni.“ „Mér þótti mjög vænt um þessa menn“  Í Listamannalaunum birtist mynd af látnum listamönnum, þeim Alfreð Flóka, Steinari Sigurjónssyni og Degi Sigurðarsyni, og einum lifandi, Ólafi Gunnarssyni, sem skrifaði bókina Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Upp úr miðri síðustu öld voru eftir- taldir menn áberandi í íslensku menn- ingarlífi: þeir Alfreð Flóki Nielsen (1938-1987), Steinar Sigurjónsson (1928-1992) og Dagur Sigurðarson (1937-1994). Alfreð Flóki var lista- maður, Steinar rithöfundur og Dagur skáld og myndlistarmaður. Þeir voru afkastamiklir, hver á sínu sviði, en héldu sig þó á jaðri listarinnar, nema kannski Flóki, fóru eigin leiðir og voru ekki síður þekktir sem bóhemar og jafnvel andborgarar en sem lista- menn. Ólafur Gunnarsson rithöfundur þekkti þá alla mjög vel og umgekkst reglulega, þeir voru vinir hans þótt stundum hafi gengið á ýmsu eins og hann lýsir í bókinni Listamannalaun- um, sem kemur út í vikunni. Þeir Flóki, Dagur og Steinar eru allir látnir, eins og fram kemur hér að ofan, og náðu ekki háum aldri, Steinar lést 64 ára, Dagur 57 ára og Flóki 48 ára. Núna eða aldrei Aðspurður segir Ólafur að það hafi ekki verið ýkja erfitt að skrifa þessa frásögn af samskiptum sínum við þá vini sína, efnisatriðin hafi legið nokk- uð hreint fyrir og margar af þessum sögum hafi hann sagt áður og sagt oft. „Það eina sem ég var hræddur um var að ég væri búinn að kjafta úr sögunum allt líf en svo reyndist þó ekki vera, það var eins og útkoman á pappírnum yrði jafnvel skárri en ég hafði haldið.“ – Hvað kom þér af stað? „Annaðhvort var að gera þetta núna eða aldrei. Ég hugsaði: nú eld- umst við allir og okkar bíður allra það sama og mér fannst eftirsjá að því ef þessi portrett myndu týnast fyrir fullt og allt. Það var aðalmótívasjónin fyrir því að ég samdi þessa bók. Ég hafði reyndar oft áður byrjað á henni en alltaf hætt við. Svona bók eins og þessi skrifar sig að miklu leyti sjálf – ef hún á annað borð fer í gang. Ég hafði reyndar ekki Áhrif Ólafur Gunnarsson segir frá þremur vinum og áhrifavöldum í Listamannalaunum: Alfreð Flóka, Steinari Sigurjónssyni og Degi Sigurðarsyni. Útgáfuhúsið Verðandi og Salka gefur meðal annars út nokkrar barnabækur fyrir jólin, bók um samningatækni, handavinnubók um macramé, matreiðslubækur, bók um veiði og nýútkomin er bók um yfirvofandi vanda vegna lofts- lagshlýnunar, Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu eft- ir Naomi Klein. Meðal annars koma út tvær nýj- ar bækur um Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, Snuðra og Tuðra í sveitarferð og Snuðra og Tuðra og ruslagrísirnir. Lukka og hugmyndavélin: Hætta í háloftunum er þriðja og síðasta bókin um uppfinninga- stelpuna Lukku eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur. Svo má nefna tvær bækur fyrir þau allra yngstu, Kormák krummafót og Kormák endalausa, eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen. Væntanleg er líka bók eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur sem heitir Milli svefns og Vöku en hún segir frá Vöku sem þarf að sigrast á myrkfælni. Matreiðslubækurnar tvær eru Grillmarkaðurinn eftir Hrefnu Rósu Sætran, sem kemur út sam- tímis á íslensku og ensku og inni- heldur uppskriftir af samnefndum veitingastað, og fyrsta matreiðslu- bók Guðrúnar Sóleyjar Gestsdótt- ur fjölmiðlakonu, Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar: vegan upp- skriftir fyrir mannúðleg matargöt, sem hefur að geyma vegan-upp- skriftir eins og nafnið ber með sér. Bókin um samningatækni er eft- ir Aðalstein Leifsson, lektor við HR, handavinnubókin um mac- ramé er eftir Ninnu Stefánsdóttur og Írisi Dögg Einarsdóttur og Sölvi Björn Sigurðsson skrifaði bók um veiðiskap sem hann nefnir Undir sumarhimni. arnim@mbl.is Barnabækur og fleira  Fjölbreytt útgáfa Verðandi og Sölku Eva Rún Þorgeirsdóttir Anna Margrét Björnsson Iðunn Steinsdóttir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.