Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 72

Morgunblaðið - 11.10.2018, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Knoll International Barcelona Hönnun: Ludwig Mies van der Rohe, Lilly Reich Hér er birt brot úr sjötta kafla bók- arinnar, Heimurinn þekkti hann ekki. Lamb Guðs Í fyrra bréfinu til Korintumanna segir Páll postuli: „Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ósýrðir. Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur“ (1 Kor. 5.7). Þessi líking er tekin upp af höfundi Jóhannesarguð- spjalls og verður allsherjar mynd- gerving fyrir fórn- ardauða Jesú Krists. Þegar Jó- hannes skírari sér Jesúm í fyrsta sinn segir hann: „Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins“ […] og hann endurtekur þessa líkingu skömmu síðar í viðurvist lærisveina sinna (Jóh. 1.36). Til að viðhalda líkingunni er tímatal krossfestingarinnar allt annað í fjórða guðspjallinu en í hinum þannig að Jesús gefur upp andann að kvöldi fimmtudags, um þær mundir sem að páskalömbunum er slátrað (Jóh. 19.31). Síðasta kvöldmáltíðin verður þar af leiðandi ekki páskamáltíð held- ur venjulegur kvöldverður. Sjálf krossfestingin hefur á sér allt annan blæ heldur en í Markúsarguð- spjalli þar sem Jesús ákallar Guð fyr- ir að hafa yfirgefið sig. Þvert á móti þá er Jesús sjálfur Guð og hefur allt á valdi sér. Þetta sést t.d. í því hlut- verki sem svikarinn Júdas Ískaríot gegnir í Jóhannesarguðspjalli. Fram kemur að „Jesús vissi frá upphafi, hverjir þeir voru, sem trúðu ekki, og hver sá var, sem mundi svíkja hann“ (Jóh. 6.64). Hann lýsir því beinlínis yfir þegar hann segir: „Hef ég eigi sjálfur útvalið yður tólf? Þó er einn yðar djöfull“ (Jóh. 6.70). Í seinustu kvöldmáltíðinni lýsir hann því yfir að einn lærisveinn muni svíkja hann (Jóh. 13.21) og gefur tákn um hver það er, sá sem fær bita af brauði með ídýfu. Jesús afhendir beinlínis Júdasi þann bita og segir: „Það sem þú gjör- ir, það gjör þú skjótt!“ (Jóh. 13.27). Júdas er tæplega sjálfráða í þessu ferli. Hann virðist einungis vera að gegna því hlutverki sem honum var áður ætlað. Þó lýtur hann ekki stjórn Guðs því að fram kemur að eftir að hann fékk sér bitann „fór Satan inn í hann“ (Jóh. 13.27). Ekkert er sagt frá örlögum Júdasar í Jóhannesarguð- spjalli, eftir að hann hefur gegnt sínu hlutverki virðist hann ekki lengur skipta máli. Framkoma Jesú fyrir Pílatusi sýn- ir einnig að sjálf aftakan er ekki ann- að en liður í áætlun Guðs. Þegar Píl- atus, sem líkt og í öðrum guðspjöllum finnur enga sök hjá honum, segir Jesú að hann geti látið hann lausan svarar hann: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök, sem hefur selt mig þér í hendur“ (Jóh. 19.11). Líkt og Júdas er Pílatus einungis verkfæri æðri máttarvalda. Á krossinum sýnir Jesús engin merki þjáningar önnur en að hann segist vera þyrstur. Hann fær njarð- arvött vættan í ediki að drekka: „Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: „Það er fullkomnað.“ Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp and- ann“ (Jóh. 19.30). Jesús hefur full- komna yfirburði yfir þá sem taka hann af lífi; þeir eru ekki að gera annað en að framkvæma það sem ætlað er að gerist. „Lærisveinninn sem Jesús elskaði“ er fyrst nefndur þar sem segir frá síðustu kvöldmáltíðinni og margboð- uðum svikum Júdasar (Jóh. 13.23). Ekki kemur fram hvort þar er á ferð Jóhannes eða einhver annar. Á krossinum standa hjá Jesú þrjár kon- ur sem allar heita María; móðir hans, móðursystir og María Magdalena: Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elsk- aði, segir hann við móður sína: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ Síðan sagði hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín (Jóh. 19.26-27). Í hinum guðspjöllunum þremur er enginn af lærisveinum Krists við- staddur krossfestinguna en hér er þessi ónefndi lærisveinn viðstaddur og Jesús ættleiðir hann sem bróður sinn. Eftir upprisu Krists er aftur getið um þennan lærisvein sem aldrei er nefndur með nafni. Þegar María Magdalena kemur að tómri gröf Krists fer hún á fund Péturs og þessa lærisveins og þeir finna línklæði hans þar (Jóh. 20.1-8). Í Jóhannesarguðspjalli er mun meira sagt af samskiptum sjálfra lærisveina Jesú en í hinum eldri guð- spjöllum. Í lokakafla guðspjallsins, sem er sennilega síðari tíma viðbót, er vikið að því að Pétur hafi spurt Jesúm um „lærisveininn sem Jesús elskaði“ og fengið hið kryptíska svar: „Ef ég vil, að hann lifi, þangað til ég kem, hverju skiptir það þig? Fylg þú mér.“ Síðan segir að bræðurnir hafi eftir þetta talið að lærisveinninn yrði ódauðlegur en að þeir hafi ekki skilið orð Jesú rétt (Jóh. 21.22-23). Hér er greinilega verið að útskýra ein- hverjar hugmyndir sem hermdar voru upp á söfnuðinn sem Jóhannes- arguðspjall er ritað fyrir. Vera má að einhverjir í þeim söfnuði hafi talið að endurkomu Jesú væri að vænta á meðan þessi lærisveinn væri enn á lífi en að þær væntingar hafi ekki ræst. Þegar greint er frá upprisu Krists er sérstaklega vikið að postulanum Tómasi sem ekki var viðstaddur þeg- ar Jesús birtist lærisveinum sínum fyrst og trúði því ekki á endurkomu hans. Þegar Tómas sér svo Jesúm fær hann þessar ávítur: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó“ (Jóh. 20.29). Ekki er ósennilegt að í þessari frásögn leynist einhver broddur í garð þeirra sem mátu Tómas mest allra postulanna; söfnuðinn sem Tómasarguðspjall var ritað fyrir og hélt enn fast við hefðbundna túlkun gyðingdómsins á Jesú sem spámanni Guðs. „Kona, nú er hann sonur þinn“ Í bókinni Kristur – Saga hugmyndar, sem Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur út, fjallar Sverrir Jakobsson um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo eðlisólíkar. Rakið er hvernig hið sögulega minni um þessa máttugu persónu tók sífelldum breytingum fyrstu aldirnar. Kristur Lærisveinninn sem Jesús elskaði, mynd frá 1921 eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg. Úr einkasafni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.