Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 11.10.2018, Qupperneq 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til sölu rekstur BÍLKÓ sem er smurstöð og hjólbarðaverkstæði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í mö g ár á Smiðjuvegi 34 í Kópavogi. Við söluna verður gerður langtímasamningur um leigu á núverandi húsnæði. Húsnæðið er 610 m² með þremur stórum innkeyrsluhurðum. Lofthæð er um 5 metrar. Stórt bílastæði fyrir framan húsnæðið. Framundan er mesti annatími ársins í dekkjaskiptum. Fyrirtækið verður afhent við kaupsamning. Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Bergsveinn Ólafsson löggiltur fasteignasali í síma 863-5868, bergsveinn@jofur.is 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Til sölu rekstur Bílkó Meðal bóka sem Bókabeitan gefur út á árinu er bókin 261 dagur eftir Kristborgu Bóel, sem kom út í vor og segir frá 261 degi í lífi Kristborgar Bóelar Steindórsdóttur eftir skilnað. Næturdýrin er bók og diskur eftir þær Ragnheiði Gröndal og Berg- rúnu Írisi Sævarsdóttur. Í bókinni segir frá systkinunum Lúnu og Nóa sem vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni. Foreldrar þeirra þurfa hins vegar sinn nætursvefn og leita þau til pró- fessors Dagbjarts. Með hjálp hans uppgötva systkinin draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum en samt vaknað út- hvíld. Bergrún Íris Sævarsdóttir semur ein bókina (Lang)elstur í Leyni- félaginu sem er sjálfstætt framhald af bókinni (Lang)elstur í bekknum sem kom út á síðasta ári. Rögnvald- ur flytur á dvalarheimili og fær Eyja að fylgja vini sínum á meðan for- eldrar hennar eru fastir í vinnu. Fljótlega bætast fleiri krakkar úr bekknum í hópinn. Jólasveinarannsóknin segir frá þremur félögum, Baldri, Elíasi og Hirti sem hyggjast gera rannsókn með yfirskriftinni: Eru jólasveinar til í alvörunni? Vopnaðir spjaldtölv- un, vasaljósum, reglustiku, jólaserí- um og einum apa hefjast vinirnir þrír handa og komast þeir að einu og öðru. Benný Sif Ingvarsdóttir skrif- ar bókina. Þriðja og síðasta bók Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur um ævintýri Úlfs og Eddu heitir Úlfur og Edda: Drottningin. Að þessu sinni lenda þau í Svartálfaheimi og þurfa að komast heim. Þau hitta fyrir Ægi, Rán og Miðgarðsorminn og erkióvin sinn, Loka lævísa. Draumurinn segir frá afdrifaríku atviki sem setur líf tilvonandi knatt- spyrnuhetju á annan endann, enda á það sér stað viku áður en Íslands- mótið í 4. flokki hófst. Á daginn kem- ur að þó að refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg reynist hún síðan vera það besta sem komið gat fyrir. Þetta er er önnur bók Hjalta Hall- dórssonar og lauslega byggð á forn- sögunum. Fjórar bækur koma út í Ljósaserí- unni, sem eru léttlestrarbækur fyrir yngri lesendur: Tinna trítlimús eftir Aðalstein Stefánsson, myndskreytt af Inga Jenssyni, Korkusögur eftir Ásrúnu og Sigríði Magnúsdætur, Pétur og Halla við hliðina – Útilega eftir Ingibjörgu Valsdóttur og Auði Ýri og Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni eftir Jennýju Kolsöe. Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu heitir barnabók eftir Guðna Líndal Benediktsson og Ryoko Tam- ura. Bókin segir frá því er Þrúður, sem þykir ekkert leiðinlegra en að taka til, týnir allri fjölskyldunni í ruslinu heima hjá sér og þarf að leggja í leiðangur gegnum gamlar matarleifar, óhreinan þvott og ógeðseyðimörk til að finna bróður sinn. Auðna er skáldævisaga eftir Önnu Rögnu Fossberg sem segir frá ör- lögum þriggja systra sem alast upp í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Sú elsta varð ein glæsilegasta dóttir Reykjavíkur en lést langt um aldur fram ásamt eig- inmanni og ungri dóttur á fjarlægri strönd. Sú yngsta fékk visku og næmni í vöggugjöf en hennar biðu einnig grimmileg örlög. Sú í miðið fæddist með væga þroskahömlun en átti langt og innihaldsríkt líf og það varð hennar hlutverk að miðla sögu fjölskyldunnar. Auðna er fyrsta skáldverk Önnu og er byggð á sögu móðurættar hennar. Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur segir frá því er Björg, sem er ellefu ára, er send í sveit til að kynnast blóðföður sínum og aldraðri móður hans. Sagan fjallar um margbrotið lífshlaup Reykjavíkurstúlku sem tíðarandinn fordæmir og fólkið gleymir. Þetta er fyrsta skáldsaga Steinunnar Ás- mundsdóttur sem áður hefur sent frá sér fimm ljóðabækur. arnim@mbl.is Bækur fyrir börn og ungmenni  Aðal Bókabeit- unnar eru bækur fyrir börn og ung- menni, en einnig gefur forlagið út skáldævisögur Kristborg Bóel Steindórsdóttir Hjalti Halldórsson Steinunn Ásmundsdóttir Ingibjörg Valsdóttir Ásrún Magnúsdóttir Kristín Ragna Gunnarsdóttir Ragnheiður Gröndal Bergrún Íris Sævarsdóttir Jenný Kolsöe Sigríður Magnúsdóttir Anna Ragna Fossberg Benný Sif Ingvarsdóttir Auður Ýr Elísabetardóttir Ingi Jensson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Bókin er búin að vera 25 ár í smíðum. Ég skrifaði fyrsta kaflann haustið 1993 eftir að ég hafði verið á sjó á með vini á mínum á heimaslóðunum við Ísafjörð um sumarið. Ég er fæddur og uppalinn þar vestra og því lá beint við að nota svæðið við Djúp sem sögusvið,“ segir Rúnar Helgi Vignis- son, rithöfundur og þýðandi, sem sendi frá sér skáldsög- una Eftirbátur 22. september. Skáldsagan er áttunda skáldverk Rúnars Helga sem einnig hefur þýtt tuttugu bækur auk annnarra verka. „Ég skrifaði nokkra kafla árið 1993 og var alltaf að juða við bókina af og til öll þessi ár þar til fyrir fjórum til fimm árum að bókin small í rétta formið. Þá var hennar tími kominn,“ segir Rúnar og bætir við að bókin sé skrifuð í öðru formi en fyrri bækur hans. „Í leit sinni að föður sínum flakkar sögupersónan Ægir á milli tímabila og lendir stöðugt í nýjum aðstæðum sem flestar tengjast slysum. Tímaflakkið kallaði á öðruvísi form, ég þurfti að finna leið til að flétta saman tímana tvenna og sú glíma átti sinn þátt í því að bókin var aldarfjórðung í vinnslu.“ Högni Sigurþórsson hannar kápu bókarinnar sem skartar að því er virðist sæðisfrumu á ferð. „Kápumyndin fellur vel að efni bókarinnar sem fjallar um faðernið, um leitina að „Föðurnum“. Úr öllu þessu tímaflakki verður einhverskonar söguleg leit þegar upp er staðið. Faðirinn er skoðaður í sögulegu ljósi og jafnframt hvaða áhrif sögusviðið, þessi hrjóstrugu heimkynni, kann að hafa haft á mótun hans,“ segir Rúnar, ánægður með hugmynd hönnuðar þótt hann segist hafa kinokað sér svo- lítið við henni í byrjun. „Fruman á bókarkápunni er á leið eitthvað í leit að ein- hverju og tengist þannig efni bókarinnar, leitinni að föð- urímyndinni og þeim brestum sem koma í karlmennsku- ímyndina. Annars vegar er um að ræða leit að föður og fortíð hans og hins vegar er spurt hvort maður þurfi að skilja föður sinn og þá í leiðinni sjálfan sig út frá fortíð- inni,“ segir Rúnar og bætir við að í núi sögunnar sé eitt- hvað allt annað upp á teningnum í samskiptum kynjanna. Einhver usli sem búi til samtal eða togstreitu á milli þess sem var í fortíðinni og þess sem er nútíðinni. „Vandinn hjá sögupersónunni, Ægi, er sá að hann er tengdur nútímanum. Auglýsingamaður sem hefur það hlutverk að vinna með núið, bregðast við og tala við það. Í sögunni þarf hann að setja sig inn í fortíðina sem hann veit ótrúlega lítið um þó hann hafi búið sér til ákveðna mynd af henni. Hann lendir í ýmsum skondnum uppákomum þeg- ar hann mætir fortíð sem hann kann ekkert á eða hefur jafnvel ranghugmyndir um,“ segir Rúnar. Þýðingar geta haft áhrif á skrifin Rúnar segir erfitt að segja hve mikil áhrif þýðingar hans á bókum annarra höfunda hafi haft á ritverk hans. „Ég hef verið svo heppinn að hafa oftast fengið að velja hvaða bækur ég þýði. Flestar hafa þær verið eftir frábæra höfunda sem sett hafa svip á bókmenntir heimsins. Þýð- ingar eru gríðarleg textavinna og textaþjálfun auk þess sem hugmyndir og stíll hljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á þann sem vinnur með textann,“ segir Rúnar sem á erfitt með að gera sér grein fyrir því hvort og þá hvaða höf- undar hafi haft áhrif á skáldsöguna Eftirbátur. „Ég get eiginlega ekki svarað því fyrr en eftir 10 til 20 ár. Nema ég sé laus undan áhrifavöldum. Ég hef séð það þegar nokkuð er liðið frá því að ég skrifaði bók hvernig verk sem ég þýddi höfðu áhrif á skrif mín. Þar má nefna bækurnar Nautnastuldur og Strandhögg. Í þeim er ég greinilega að fást við skylda hluti og þeir höfundar sem ég þýddi um það leyti,“ segir Rúnar sem er dósent við Há- skóla Íslands og stýrir námi í ritlist. „Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín og hef svo sem allt- af gert. Nú er ég á vissan hátt með Háskólann á herð- unum. Það hafði kannski líka sitt að segja um það hversu lengi ég var að skrifa Eftirbát,“ segir Rúnar og hlær. „En auðvitað er ég á sama báti og nemendur mínir og söguhetjan Ægir, við erum öll að reyna að finna réttu formin fyrir hugmyndir okkar í von um að allt falli í viðeig- andi skorður að lokum,“ segir Rúnar Helgi sem fannst til- valið að halda útgáfuhóf bókarinnar í Sjóminjasafni Reykjavíkur. Skáldsagan Eftirbátur í smíðum í 25 ár Eftirbátur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur, flakkar um í tíma í föðurleit í nýrri bók sem gerist við Djúp.  Tímaflakk í föðurleit  Þýðingar eru textaþjálfun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.