Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum, starfsmönnum og gestum á Hafnartorgi í Reykjavík bjóðast ýms- ar útfærslur á bílastæðaleigu. ÞG Verk byggir Hafnartorg. Þar verða um 70 íbúðir og sjö þúsund fer- metrar af skrifstofuhúsnæði. Áform- að er að opna bílakjallarann undir Hafnartorgi um áramótin. Örn Tryggvi Johnsen, rekstrar- stjóri hjá ÞG Verk, segir í boði að leigja svonefnd kvöld- og næturstæði á 12-15 þúsund á mánuði. „Að sama skapi geta starfsmenn í skrifstofum og verslunum leigt dag- passa. Það er ekki búið að ákveða verðskrána en þeir verða á 18-20 þús- und. Þeim sem vilja kaupa sólar- hringspassa mun standa það til boða og verður hann líklega á 25 þúsund krónur. Ef viðkomandi vill hins vegar leigja sérmerkt stæði höfum við um 30 slík stæði. Verðið á þeim verður á bilinu 60 til 70 þúsund. Það fylgir öll þjónusta með þessum stæðum en það er ekki gert ráð fyrir rafhleðslu eða neinu slíku.“ Örn Tryggvi segir aðspurður að þessi leiga endurspegli byggingar- kostnað stæðanna. „Við gerum ráð fyrir að byggingar- kostnaður stæðanna sé 9-10 milljónir á stæði,“ segir Örn Tryggvi og bendir á að við áætlun húsaleigu sé algengt að nota margfaldarann 120-160. Margfeldið vísar til hlutfalls leigu- verðs af stofnkostnaði fasteignar- innar. Ýmis kostnaður innifalinn „Við erum að miða við margfaldara sem er í kringum 150. Inni í því er allur rekstrarkostnaður. Leigjandi greiðir ekki húsfélagsgjald af bíla- kjallaranum, heldur er það tekið með í reikninginn. Þá er rekstrarkostnað- ur á stæðunum í leiguverðinu,“ segir Örn Tryggvi. Hann segir að almennt fylgi bílastæði ekki með íbúðunum. Hann bendir á að hægt sé að leigja bílastæðin til langs tíma. „Almennt gerum við ráð fyrir að íbúar vilji frekar vera í almennum stæðum, rétt eins og algengt er með fólk sem býr í miðborginni. Það er ljóst að það verður nóg af slíkum stæðum í þessum kjallara, sérstak- lega á kvöldin og nóttunni. Auðvitað geta komið álagstoppar en heilt yfir á fjöldi bílastæða að anna eftirspurn,“ segir Örn Tryggvi og bendir aðspurð- ur á að almenningssamgöngur séu óvíða betri en í miðborginni. „Það fylgir eðlilega þeirri ákvörðun að ætla að búa í miðborginni að hafa aðrar hugmyndir eða gera aðrar kröf- ur um bílastæði eða samgöngumáta en í úthverfum.“ Ætlunin er að bílakjallarinn undir Hafnartorgi verði tengdur við bíla- kjallarann undir Austurhöfn og við Hörpu. Örn Tryggvi segir áformað að tenging við Hörpukjallarann verði tilbúin seint í vor. Hins vegar sé ekki víst hvenær bílakjallari undir fyrir- huguðum höfuðstöðvum Landsbank- ans verður opnaður. Alls verða um 240 bílastæði undir Hafnartorgi og Geirsgötu og alls 1.127 stæði í kjallaranum í heild. Bílastæðin á 60-70 þúsund kr. á mánuði  Hægt verður að leigja sérmerkt bílastæði undir Hafnartorgi  Leigan er 12-70 þús. eftir útfærslu  Rekstrarstjóri hjá ÞG Verk segir hvert stæði kosta 9-10 milljónir  Leigan endurspegli kostnaðinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hafnartorg í Reykjavík Bílakjallarinn verður opnaður um áramótin. REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFIRÐI Allar verslanir opnar til kl. 22.00 í kvöld BLACK FRIDAY AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM *25% BARA Í DAG FÖSTUDAGINN 23. NÓVEMBER OPIÐ TIL KL. 22.00 * Gildir ekki ofan á önnur tilboð. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svikahrapparnir sem herja á íþrótta- og ungmennafélög og hafa náð ein- hverjum fjármunum í gegnum er- lenda bankareikninga beina spjótum sínum einnig að foreldrafélögum grunnskóla. Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, er að safna upplýsingum hjá félögunum, vara þau við og móta tillögur að nýj- um verklagsreglum. Samkvæmt upplýsingum frá for- manni foreldrafélags Breiðholtsskóla, Önnu Sif Jónsdóttur, sendu svikar- arnir tölvubréf til fyrrverandi gjald- kera félagsins í hennar nafni með beiðni um að millifæra upphæð sem svarar til tæplega 700 þúsund króna til viðtakanda í Þýskalandi. Gjaldker- inn áttaði sig á því að ekki var allt með felldu, enda sjald- an sem foreldra- félög greiða er- lenda reikninga, og lét formann vita. Anna hélt fyrst að brotist hefði verið inn í tölvu- póstinn hennar en svo reyndist ekki vera. Þrjótarnir gátu látið póstinn líta út eins og hún væri að senda hann. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og notuð er við ungmennafélög og ein deild féll í gildruna og tapaði 700 þús- und kr. Svipaðar aðferðir voru not- aðar fyrir tæpu ári með árangri. Þannig tapaði ein deild í Aftureldingu í Mosfellsbæ nokkur hundruð þúsund krónum. Jón Júlíus Karlsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að þótt það hafi snúið sér strax til viðskipta- banka og lögreglu hafi ekki tekist að ná peningunum til baka. Þrjótar af þessu tagi hafi væntanlega stöðugan aðgang að bankareikningum sínum og taki peningana jafnóðum út. Jón Júlíus er ekki ánægður með viðbrögð viðskiptabanka síns. Honum finnst hann ekki hafa brugðist nógu fljótt við og erfitt hafi verið að fá upplýs- ingar um gang mála. Félagið breytti verklagsreglum sínum í kjölfarið, sérstaklega varð- andi erlendar greiðslur. „Þetta er sorglegt mál. Erfitt er þegar peningar tapast sem ætlaðir eru í aðra og jákvæðari hluti,“ segir hann. Félagið deildi ábyrgðinni af málinu með viðkomandi deild og hjálpaði til við að afla styrkja til að tjón deildarinnar yrði sem minnst. Fyrirmælafalsarar herja einnig á foreldrafélög  Sorglegt mál, segir framkvæmdastjóri íþróttafélags Anna Sif Jónsdóttir Fjöldi barna mætti á hina árlegu jólagleði Disn- ey í húsi Árvakurs í Hádegismóum í gær. Gleðin leyndi sér ekki á andlitum barnanna þegar tveir jólasveinar mættu óvænt. Sungu sveinarnir nokkur jólalög og sungu börnin með af öllum krafti. Tilefnið var útgáfa Jólasyrpunnar 2018 en einnig gátu gestir skoðað fjöldann allan af Disneybókum. Var börnunum boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni dagsins. Jólagleði Disney í Hádegismóum Morgunblaðið/Eggert Gleði barnanna leyndi sér ekki er jólasveinarnir mættu Stjórn Netfisks ehf. tók ákvörðun á mánudaginn um að grípa til hóp- uppsagnar starfsmanna sem starfa við heitloftsþurrkun Netfisks í Iðn- görðum í Garði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn félags- ins. „Ákvörðunin er tekin af þeirri ástæðu að Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja hefur ekki enn afgreitt og gef- ið út starfsleyfi fyrir heitlofts- þurrkun Nesfisks þrátt fyrir að heilbrigðisnefnd svæðisins hafi á fundi sínum 1. nóvember sl. tekið þá ákvörðun að veita skyldi tímabundið starfsleyfi til 31. maí 2019,“ segir í fréttatilkynningu frá Netfiski þar sem er jafnframt tekið fram að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Þær uppsagnir sem nú koma til framkvæmda ná til 20 starfsmanna. Netfiskur hefur haldið öllum starfs- mönnum á launaskrá fram til þessa þrátt fyrir óvissu um starfsleyfið. Tuttugu sagt upp hjá Netfiski  Löng bið eftir starfsleyfi ástæðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.