Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 22.11., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -3 léttskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Egilsstaðir 1 alskýjað
Vatnsskarðshólar 5 skýjað
Nuuk 4 skýjað
Þórshöfn 7 rigning
Ósló -3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur -3 skýjað
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 2 léttskýjað
Brussel 3 skýjað
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 0 heiðskírt
London 4 þoka
París 3 þoka
Amsterdam 3 þoka
Hamborg 1 skýjað
Berlín 1 skýjað
Vín 4 þoka
Moskva 0 snjókoma
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 17 skýjað
Aþena 14 léttskýjað
Winnipeg -4 þoka
Montreal -13 snjókoma
New York -5 heiðskírt
Chicago 0 þoka
Orlando 20 heiðskírt
23. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:23 16:07
ÍSAFJÖRÐUR 10:52 15:47
SIGLUFJÖRÐUR 10:36 15:29
DJÚPIVOGUR 9:58 15:30
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag og sunnudag Hæg austlæg eða
breytileg átt og víða léttskýjað en austan 5-10 m/s
allra syðst og stöku skúrir með S-ströndinni. Frost 3
til 8 stig í innsveitum fyrir norðan.
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum eða bjartviðri en skýjað og stöku skúrir
með S- og SA-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki en upp í 5 stig S- og V-lands.
Íslendingar eru almennt heilsu-
hraustir og telja 76% Íslendinga, 16
ára og eldri, sig vera við góða heilsu
samkvæmt samanburði OECD á
heilbrigðismálum í Evrópulöndum,
Health at a Glance: Europe 2018,
sem birtur var í gær. Þetta er tölu-
vert hærra hlutfall en í aðildarríkjum
Evrópusambandsins þar sem að jafn-
aði meta 68% íbúa heilsufar sitt gott.
Töluverður munur er þó á heilsu-
fari þegar þjóðunum er skipt í tekju-
hópa. Þannig meta þeir sem eru með
hærri tekjur heilsufar sitt betra en
þeir sem búa við lægri tekjur. 84%
Íslendinga sem eru flokkaðir í hærri
tekjuhópinn segjast vera við góða
heilsu en hlutfall meðal lágtekjufólks
er 69% hér á landi.
Vandamál vegna andlegra veik-
inda, geðraskana og geðsjúkdóma og
skaðlegra afleiðinga áfengis og lyfja-
notkunar er gríðarlega útbreitt og
eiga einn af hverjum sex íbúum Evr-
ópulanda við þau að stríða skv.
skýrslu OECD. Hér á landi glíma
16,7% við þessi vandamál. Hlutfallið
er hærra í 20 Evrópulöndum sem
samanburðurinn nær til. Ísland er
aðeins undir meðaltalinu en í Noregi
er hlutfallið 18,5% og 16,9% í Dan-
mörku. Fram kemur að talið er að
heildarkostnaður Evrópulanda
vegna andlegra sjúkdóma og röskun-
ar vegna lyfjanotkunar og áfengis-
neyslu nemi um 600 milljörðum evra
á ári eða rúmlega 4% af landsfram-
leiðslu.
Offita útbreitt vandamál
OECD birtir ýmsa mælikvarða á
heilbrigðisástandið meðal Evrópu-
þjóða. Hvergi í álfunni eru daglegar
tóbaksreykingar minni en á Íslandi.
9,7% fullorðinna reykja hér á landi og
hefur hlutfallið minnkað frá í fyrra
þegar 10,2% Íslendinga reyktu dag-
lega. Ekkert annað land er komið
undir tíu prósenta markið í daglegum
tóbaksreykingum.
Áfengisneysla er aftur á móti út-
breidd og fer vaxandi hér á landi.
Neyttu fullorðnir Íslendingar að
jafnaði 7,5 lítra af hreinum vínanda
árið 2016 en 6,3 lítra af áfengi þremur
árum fyrr. Að meðaltali neytir hver
íbúi í aðildarríkjum ESB 9,8 lítra af
hreinu alkóhóli af áfengi á ári.
Íslendingar geta að jafnaði vænst
þess að lifa í 82,5 ár, þar af karlar í 81
ár og konur í 84,1 ár. Lífslíkur Ís-
lendinga eru með því hæsta sem
þekkist meðal Evrópulanda en ævi-
líkurnar eru þó meiri í fjórum öðrum
löndum og tróna Sviss og Spánn á
toppinum í þeim samanburði.
Offita er sem fyrr útbreitt vanda-
mál. Tíðni offitu meðal Íslendinga er
19%. Er það talsvert fyrir ofan með-
altal Evrópuþjóða og er offita aðeins
algengari en hér í fimm öðrum Evr-
ópulöndum. omfr@mbl.is
Íslendingar reykja minnst í Evrópu
Einn af hverjum sex Evrópubúum glíma við andlega vanheilsu skv samanburði OECD 76% Ís-
lendinga segjast búa við góða heilsu Áfengisneysla fer vaxandi Fimmta langlífasta Evrópuþjóðin
Heilsufar á Íslandi og meðaltal ESB-ríkja
Heimild: OECD – Health at a Glance: Europe
Lífslíkur eftir greiningu
brjóstakrabbameins
Útgjöld til heilbrigðismála sem
hlutfall af landsframleiðslu
Hlutfall þeirra sem
reykja daglega
Meðalævilengd
ESB-
meðaltal
Ísland
81 ár 20%
9,6%
9,7%
8,5%
82,5 ár
ESB-
meðaltal
Ísland
ESB-
meðaltal
Ísland
83% 89,1%
ESB-
meðaltal
Ísland
Þingstörfin á Alþingi hafa gengið vel
í vetur og vinna við afgreiðslu fjár-
laga komin lengra en venja er á þess-
um tíma árs. Annarri umræðu um
fjárlagafrumvarpið er lokið og frum-
varpið gengið til fjárlaganefndar fyr-
ir þriðju og síðustu umræðu. Stein-
grímur J. Sigfússon, forseti Alþingis,
segist vera ágætlega bjartsýnn á að
takast muni að ljúka þinghaldinu
mjög nálægt þeim tíma fyrir jólaleyfi
sem starfsáætlun þingsins gerir ráð
fyrir. Skv. henni verður seinasti
þingfundardagurinn 14. desember.
Fjárlaganefnd mun væntanlega
taka sér nokkra daga til frekari um-
fjöllunar um frumvarpið en við aðra
umræðu dró stjórnarmeirihlutinn til
baka tvær tillögur til frekari skoð-
unar, m.a. um endurlán ríkssjóðs til
Íslandspósts. Í næstu viku er gert
ráð fyrir tveimur nefndardögum og
einnig verður dagskrá þingsins
hliðrað til vegna Heimsþings kven-
leiðtoga í Hörpu 26.-28. nóvember.
Óvíst er því hvort fjárlagafrumvarp-
ið kemur til endanlegrar afgreiðslu
fyrir mánaðamótin. Annað stórmál
sem þarf að afgreiða fyrir áramót er
veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra en heimild
til að leggja á veiðigjöld rennur að
óbreyttu út um áramótin.
Steingrímur segir að nýtt verklag
við afgreiðslu fjárlaga virðist skila
góðum árangri. Þar sem haustþingið
kemur saman fyrr en áður var, þ.e.
annan þriðjudag í september, gefst
betri tími til umfjöllunar um frum-
varpið og svo er vinnan auðveldari
eftir að lögin um opinber fjármál
voru sett, þar sem stór hluti vinn-
unnar liggur fyrir að vori í ríkis-
fjármálaáætluninni og kominn er
rammi á útgjöld allra málasviða.
,,Það léttir þetta að leggja upp með
vel undirbúið þing á reglulegum
tíma. Við settum okkur vissulega dá-
lítið metnaðarfulla áætlun um að
vera snemma á ferðinni með fjárlög-
in sem nánast stóðst alveg. Það má
hiklaust segja að þetta hafi gengið
ágætlega og verið góður andi,“ segir
Steingrímur. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umræður á Alþingi Þingfundur hófst kl 10.30 í gær og stóð fram eftir degi. Fjöldi mála voru á dagskrá.
Þingstörf ganga greiðlega
Afgreiðsla fjárlaga komin óvenju langt á þessum árstíma
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eftir að fréttirnar af WOW air bár-
ust ritaði bæjarlögmaður félaginu
bréf. Spurt var um framgang verk-
efnisins. Hann er að bíða eftir svari,“
segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, spurður um lóð
flugfélagsins í Kársnesi. Lóðin hafi
verið í skipulagsferli fram á mitt ár.
Því hafi ekki verið hægt að hefja
framkvæmdir fyrr en því var lokið.
Áformað var að reisa höfuð-
stöðvar flugfélagsins á landfyllingu
við Vesturvör í Kársnesi og hótel í
eigu félagsins þar við hlið. Lóðin
snýr að Nauthólsvík en þaðan er
áformað að leggja brú yfir á Kárs-
nesið. Efnt var til hönnunarsam-
keppni um höfuðstöðvar WOW air
en ekki greint frá vinningstillögunni.
Byggingarlóðin er í eigu félagsins
TF-KÓP, en það er aftur í eigu
Skúla Mogensen, eiganda WOW air.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-
ingafulltrúi WOW air, sagði ekkert
hafa verið ákveðið um framhaldið.
Hinn 5. nóvember var greint frá
því að stjórn Icelandair Group hefði
gert kaupsamning um kaup á öllu
hlutafé í flugfélaginu WOW air. Þau
viðskipti verða rædd á hluthafafundi
Icelandair Group eftir viku.
Icelandair Group áformaði að
reisa nýjar höfuðstöðvar norðan við
skrifstofur sínar í Vatnsmýri. Þau
áform voru síðar sett á ís.
Spyrja WOW air
um höfuðstöðvar
Kópavogsbær kannar stöðu verks
Teikning/Yrki arkitektar
Drög Þessi hugmynd varð í 3. sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni WOW air.
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFIRÐI
Allar verslanir opnar til kl. 22.00 í kvöld
KOLSVARTUR TIMEOUT
AFSLÁTTUR
STÓLL OG SKEMILL30%
Í T ILEFNI DAGSINS
BLACK FRIDAY
SÉRTILBOÐ
237.860 kr.
Svart Fantasy leður,
svört eik
og svartir fætur.
Stóll, fullt verð:
269.900 kr.
Skemill, fullt verð:
69.900 kr.
STÓLL MEÐ SKEMLI