Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 8
Munu hlusta á
sjónarmið íbúa
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
hvetur haghafa til að skila athuga-
semdum vegna auglýstrar tillögu að
breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina
númer 23 við Furugerði.
„Þetta hefur
verið í mótun á
vegum skipulags-
sviðsins og þang-
að höfum við
beint öllum sem
vilja koma sjónar-
miðum sínum að
varðandi skipu-
lagið. Núna fer
þetta í auglýs-
ingaferli og þá
hvet ég alla til að
skila athugasemdum og það verður
auðvitað farið málefnalega yfir það í
þessu tilviki eins og öðrum.“
Kominn tími á umbreytingu
Dagur segir skipulagi borgarinnar
hafa litist vel á þessar hugmyndir.
„Þarna er gamalt og úr sér gengið
atvinnuhúsnæði og kannski kominn
tími á einhverja umbreytingu. Það er
auðvitað ekki alveg óvænt að ein-
hverjir hafi athugasemdir en þá er
um að gera að koma þeim á framfæri
þannig að við getum farið yfir þær,“
segir Dagur en íbúar í Furugerði
hafa gert athugasemdir við áform-
aða uppbyggingu 32 íbúða á reitnum.
Hæg uppbygging innviða
Brynjar Harðarson, fv. fram-
kvæmdastjóri Vals, segir hægagang
í uppbyggingu innviða á Hlíðarenda,
gatna og fráveitukerfa, tefja fyrir
uppbyggingu íbúða. Dagur segir
borgina hafa metnað til að „koma
jafnt og þétt með gatnagerð og veit-
ur“ á þessum reit sem öðrum.
Borgarstjóri ræðir um Furugerðið
Teikning/ARKÍS
Við Furugerði Drög að húsum við
Bústaðaveg. Rætt er um 32 íbúðir.
Dagur B.
Eggertsson
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Nú er komin dálítil reynsla áfjölgun borgarfulltrúa úr 15 í
23 og sú reynsla er ekki góð. Um-
ræður í borgarstjórn verða enn
ómarkvissari en áður og fundir
flóknari og þeim
hættir til að lengjast,
enda fleiri sem þurfa
að láta ljós sitt skína.
ÍMorgunblaðinu ígær var fjallað
um gagnrýni borgar-
fulltrúa á starfshætti
í borgarstjórn og
borgarráði og þau
sjónarmið sem þar
komu fram benda
ekki til þess að starfið
sé skilvirkt.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfull-trúi Miðflokksins, hafði þetta
um málið að segja: „Nú þegar átta
flokkar eru komnir í borgarstjórn
þá virkar hreinlega gamla kerfið
ekki. Ég tel því mikilvægt að fjölga
bæði borgarstjórnarfundum, þannig
að þeir verði alltaf haldnir einu sinni
í viku, og borgarráðsfundum sem
yrðu þannig tvisvar sinnum í viku.“
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð-ismanna í borginni, tekur und-
ir að fjölgun borgarfulltrúa hafi
ekki létt á kerfinu en bendir á að
vandinn felist ekki síður í því að mál
séu ekki kláruð. Hann segir dæmi
um „fyrirspurnir sem hafa tafist í
marga mánuði og mál hafa legið
ókláruð árum saman.“
Stjórnleysi borgarinnar tekurstöðugt á sig nýjar myndir.
Bragginn var aðeins ein birtingar-
mynd þess, endalausir fundir þar
sem mál eru ekki kláruð er önnur.
En verst er getu- eða viljaleysiðtil að koma stjórn borgarinnar
í betra horf.
Vigdís
Hauksdóttir
Stjórnleysið fer
vaxandi í borginni
STAKSTEINAR
Eyþór Arnalds
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Átta skipasmíðastöðvar gerðu tilboð
í smíði á nýjum dráttarbáti fyrir
Faxaflóahafnir, en tilboðin voru opn-
uð í fyrradag. Tilboðin eru frá Kína
(3 tilboð frá 3 aðilum), Tyrklandi (9
tilboð frá 4 aðilum), Hollandi (1 til-
boð) og Spáni (2 tilboð frá 1 aðila).
Lægsta tilboðið var frá Med Mar-
ine Holding í Tyrklandi. Var það
5.970.000 evrur, jafnvirði 845 millj-
óna íslenskra króna.
Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna
segir að nú fari af stað vinna við mat
á tilboðum. Verð mun gilda 50% en
tæknileg atriði, svo sem umhverfis-
legt spor, rekstrarkostnaður og fyrri
reynsla af smíði dráttarbáta gilda
50%. Reiknað er með að niðurstaða
liggi fyrir í árslok 2018.
Útboðið var auglýst í september
sl. Beðið var um tilboð í dráttarbát
sem væri 32-35 metra langur og með
80 tonna togkraft áfram og aftur á
bak. Báturinn skyldi afhentur Faxa-
flóahöfnum á þriðja ársfjórðungi
2020. Áætlað var að bátur með 80
tonna dráttargetu myndi kosta á
bilinu 7,5-8,0 milljónir evra, eða ná-
lægt 1.000 milljónum. Nokkur til-
boðanna eru undir því verði.
Í fjárhagsáætlun Faxaflóahafna
sf. fyrir 2020 og 2021 er gert ráð fyr-
ir 1.000 milljónum til kaupa á nýjum
dráttarbáti. Magni, stærsti dráttar-
bátur fyrirtækisins, er með 40 tonna
dráttargetu. sisi@mbl.is
Tyrkir buðu lægst í nýjan Magna
Átta skipasmíðastöðvar gerðu tilboð Nýr dráttarbátur væntanlegur 2020
Morgunblaðið/ÞÖK
Magni Öflugasti dráttarbáturinn.
FÖSTUDAGUR
TIL FJÁR
20%
afsláttur
af öllum
VÖRUM
í dag
23. nóvember
Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is