Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 BLACK FRIDAY tilboð Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Ze-Ze og Zhenzi peysukápa st. 38-56 Verð áður kr. 8.990 Tilboð kr. 4.495 Ivy Beu kjóll, stærðir 38-48 Verð áður kr. 6.990 Tilboð kr. 4.893 Ze-Ze og Zhenzi peysa stærðir 38-56 Verð áður kr. 7.990 Tilboð kr. 3.995 Ze-Ze rúllukraga- bolur stærðir 44-48 Verð áður kr. 4.990 Tilboð kr. 3.493 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Svartur föstudagur Kjólar Túnikur Peysur Jakkar Blússur Toppar Bolir 20% afsláttur föstudag og laugardag Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Svartur föstudagur 20% afsláttur Ármúla 44, 108 Reykjavík s. 562 6062 Fylgið okkur á facebook Svartur föstudagur 15% afsláttur af öllum vörum 30% afsláttur af öllum Mac buxum og kjólum Opið kl. 11–18 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur opnað tilboð í endurbyggingu á 4,8 kílómetra kafla Snæfellsnesvegar um Fróðár- heiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnes- veg. Að verki loknu verður komið bundið slitlag á veginn yfir heiðina, tæplega 70 árum eftir að vegagerð þar hófst. Vegurinn um Fróðárheiði ligg- ur hæst í 361 metra hæð og er einn fjallveganna yfir Snæfellsfjallgarð, lítið eitt austan Ólafsvíkur. Leiðin liggur um snjóþungt skarð þar sem veður verða oft vond. Kaflinn sem nú stendur til að endurbyggja er malarvegur, sem lagður verður bundnu slitlagi. Teknar verða af varhugaverðar beygjur og dregið úr bratta á veginum. Áætlað er að verkinu skuli lok- ið að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2020. Þá verður komið bundið slit- lag á alla Fróðárheiðina, en íbúar á Snæfellsnesi hafa lengi beðið eftir þessum vegabótum. Fyrir um ára- tug voru endurbætur gerðar á veg- inum að sunnanverðu. Fjögur tilboð bárust í verkið. Lægstbjóðandi var Borgarverk ehf., Borgarnesi, sem bauð 385,8 millj- ónir. Var það nokkuð undir áætl- uðum verktakakostnaði, sem er 411,8 milljónir. Aðrir sem buðu í verkið voru Þróttur ehf. Akranesi 430,7 milljónir, Suðurverk hf., Kópavogi 440,6 milljónir og Munck Íslandi, Kópavogi, 681,3 milljónir. Vegagerðin fer nú yfir tilboðin. Í matsskýrslu frá árinu 2008, sem Línuhönnun vann, segir að markmiðið með framkvæmdunum á Fróðárheiði sé að minnka líkur á ófærð vegna snjóa og að taka af beygjur sem eru varhugaverðar. Snæfellsnesvegur (54) um Fróðár- heiði er stofnbraut en jafnframt innansveitarvegur í Snæfellsbæ og íbúar á sunnanverðu nesinu þurfi að fara um Fróðárheiði til að sækja stjórnsýslu og þjónustu til Ólafs- víkur og Hellissands. Öll öryggis- þjónusta, sjúkra- og slökkvilið sé að norðanverðu og því séu vegabætur brýnar. Heildaráhrifin eru metin mjög jákvæð. Í september 1929 var byrjað að fara á bílum um Fróðárheiði á ruddri leið. Árið 1949 hófst eiginleg vegagerð og lauk henni síðari hluta sumars 1954. Vegurinn hefur verið endur- bættur í mörgum áföngum á undan- förnum áratugum og nú verður lokakaflinn tekinn fyrir. Hæsti hluti Fróðárheiðarvegarins er í 361 metra hæð í Rjúpnaborgum. Vegurinn um Fróðárheiði bættur  Bundið slitlag verður lagt á veginn norðanmegin  Borgarverk ehf. átti lægsta tilboð í verkið Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fróðárheiði Vegurinn að norðanverðu er malarvegur sem getur reynst hættulegur. Hér má sjá bíl erlendra ferðamanna, sem fór út af í lausamöl. Ólafsvík Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap FRÓÐÁRHEIÐI 54 54574 Endurbygging hluta vegar yfir Fróðárheiði Valavatn Fyrirhuguð endurbygging á 4,8 km hluta vegar frá Valavatni niður að vegamótum Michael Thomas Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston University, lést á sjúkrahúsi Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum 20. nóvember 77 ára að aldri. Andlát hans bar að í kjölfar aðgerðar vegna krabbameins. Ísland kom mikið við sögu í rann- sóknum hans og kennslu. Hann kom oft til landsins, þekkti vel til og tengsl hans við Háskóla Ís- lands voru náin. Corgan fæddist í Pittsburgh í Pennsylvaníu 7. júlí árið 1941. Hann hafði oft á orði að hann hefði fæðst sama dag og Bandaríkjaher tók við hlutverki Breta á Íslandi í síðari heimsstyrjöld og það hefði verið til marks um hvað koma skyldi. Hann lauk BS-prófi í skipaverk- fræði frá Akademíu bandaríska sjó- hersins í Annapolis 1963 og MPA- prófi frá Washington-háskóla 1975. Hann þjónaði í sjóhernum í 26 ár, frá 1963 til 1988. Tvisvar gegndi hann herþjónustu í Víetnam og í upphafi níunda áratugarins var hann í varnarliðinu á Íslandi. Var hann þá pólitískur ráðgjafi yfir- manns varnarliðsins og tengiliður við íslensk stjórnvöld. Fékk hann þá dálæti á Íslandi og ræktaði tengslin við landið æ síðan. Að loknum ferli sín- um í sjóhernum lauk hann doktorsnámi frá Boston University 1991 og fjallaði dokt- orsritgerð hans um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í kalda stríðinu. Á heimasíðu Boston University kemur fram að hann hafi verið vinsæll kennari og inngangs- námskeið hans um al- þjóðastjórnmál hafi notið sérstöðu. 12 þúsund nemendur hafi setið tíma hjá honum og hann hafi fengið fjölda viðurkenninga fyrir kennslu. Árið 2001 hlaut Corgan Ful- bright-styrk í stjórnmálafræði til að kenna við Háskóla Íslands. Hann var tíður og vinsæll gestur við stjórnmálafræðideild og Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands síð- ustu tvo áratugi. Hann kenndi nám- skeið um alþjóðamál, hélt fjölsótta fyrirlestra um Bandaríkin og leið- beindi nemendum í lokaritgerðum. Corgan bjó í North Falmouth á Cape Cod. Hann lætur eftir sig eig- inkonu, Sallie K. Riggs, tvær dætur, tvær stjúpdætur og einn dótturson. Útför Corgans fer fram frá kirkju heilagrar Elísabetar Seton í North Falmouth á mánudag, 26. nóvember. Andlát Michael T. Corgan Málþing fer fram í dag í Silfurbergi í Hörpu, frá kl. 13-18, um fullveldi og þjóðaröryggi. Að málþinginu standa þjóðaröryggisráð og Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykja- vík, Háskólann á Bifröst, Háskól- ann á Akureyri og Listaháskóla Ís- lands. „Í ár er haldið upp á 100 ára af- mæli fullveldis Íslands og því vel við hæfi að fjalla um fullveldis- hugtakið með tilliti til þjóðarör- yggis; hvernig það hefur þróast frá 1918 og hvaða áhrif hnattræn þró- un, tæknileg þróun og loftslags- breytingar kunna að hafa á inntak fullveldishugtaksins og alþjóðleg samskipti. Að hvaða marki hefur þróun í alþjóðamálum áhrif á inn- tak fullveldishugtaksins og sjálfs- ákvörðunarrétt ríkja?“ segir í til- kynningu Varðbergs, sem vekur athygli á málþinginu. Dagskránni er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um inntak fullveldishugtaksins; í öðrum hluta um þjóðaröryggi; og í þriðja hluta eru áskoranir framtíðar reifaðar. Málþingið er öllum opið. Málþing í dag um fullveldi og þjóðaröryggi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðaröryggi Frá æfingu NATO hér á landi, sem haldnar eru reglulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.