Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 16

Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Með púðursykur og perur Sem dæmi um viðfangsefni nefnir Jóhann illa búinn, erlendan göngumann, sem var orð- inn rennblautur og að niðurlotum kominn þeg- ar göngustjórarnir höfðu afskipti af honum og komu honum í skála. Í ljós kom að bakpoki hans var níðþungur og í honum voru meðal annars tvö kíló af púðursykri sem hann ætlaði að nota í kaffi, nokkrar niðursuðudósir, m.a. með sykruðum perum, og margir óhagkvæmir bómullarbolir. „Skrýtnasta dæmið var erlent par sem lagði af stað úr Þórsmörk og vakti strax athygli Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Laugavegurinn og skálinn í Hrafntinnuskeri hafa síðustu sjö sumur verið mitt annað heim- ili og toga í mann á hverju vori,“ segir Jóhann Kári Ívarsson, 23 ára skálavörður í Hrafn- tinnuskeri og BS í rekstrarverkfræði. Hann segir að á hverju sumri upplifi hann ævintýri, hvort sem stórbrotin náttúran eða göngumenn í öllum regnbogans litum eigi þar hlut að máli. Í sumar er talið að alls hafi um tólf þúsund manns gengið Laugaveginn og er það nokkru færra en síð- ustu ár. Jóhann segir að aukningin frá 2014 til 2017 hafi verið mjög hröð, en síðarnefnda árið hafi um 15 þúsund manns gengið þessa leið. Sá fjöldi og ekki síður hversu hröð fjölgunin hafi verið hafi haft ákveðin vandamál í för með sér hvað varðar innviði eins og gistingu, vatn og hreinlætisað- stöðu. Á sandölum í snjónum Menn megi ekki gleyma því að Laugavegur- inn er á hálendi Íslands þar sem allra veðra er von. Þá sé skálinn í Hrafntinnuskeri í um 1.050 metra hæð en Esjan til dæmis er rúm- lega 900 metrar að hæð. „Langflestir vita hvað þeir eru að gera, eru vel búnir og til fyrirmyndar. En ef við miðum við að 2% af tólf þúsund manns kunni ekki fót- um sínum forráð þá eru það yfir 200 manns. Fyrir fólk sem er vanbúið getur leiðin beinlín- is verið hættuleg og þá einkum í upphafi sum- ars þegar oft er snjóþungt á leiðinni og stikur á kafi. Spariskór og jafnvel sandalar sjást stund- um í snjónum og ekki óalgengt að 5-10 manns mæti dag hvern yfir hávertíðina í gallabuxum. Algengt er að fólk sé með léleg tjöld, en ekki bókaða gistingu í skálunum,“ segir Jóhann. Hann nefnir að um þriðjungur ferðist í skipu- lögðum hópum með fararstjóra og af þeim þurfi litlar áhyggjur að hafa. Göngustjórar í fyrsta skipti Í sumar voru göngustjórar í fyrsta skipti við störf á vegum Ferðafélagsins á Laugaveg- inum og sinntu þær Íris Ösp Aðalsteinsdóttir og Elisa Damant því verkefni. Þær unnu með skálavörðum í skálunum í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og Þórsmörk og voru oft með síð- ustu mönnum heim í skála á kvöldin til að reyna að tryggja að fólk væri ekki í ógöngum á leiðinni. Jóhann segir að góð reynsla sé af starfi göngustjóra og menn hafi lært ýmislegt um framkvæmdina, sem væntanlega nýtist næsta sumar. Ekki hefur verið tekin upp einstefna á Laugaveginum eins og verið hefur til umræðu, en yfir 90% göngumanna byrja gönguna í Landmannalaugum og enda í Þórsmörk, en á þann hátt verður leiðin ekki eins mikið á fót- inn. annarra göngumanna og skálavarða. Þau voru með kött í bandi og reyndar líka burðarpoka eins og notaðir eru fyrir ungbörn fyrir dýrið. Kettinum líkaði gangan ekki vel og eftir nokkrar samræður við skálaverði féllst fólkið á að snúa við,“ segir Jóhann. Um verkefnin á Laugaveginum nefnir Jóhann að endingu ótrúlega sterkan hóp sjálf- boðaliða sem hafa lagt Ferðafélaginu mikið lið frá upphafi. Þessi hópur hafi gert félaginu kleift að byggja og halda úti skálum á hálend- inu. Í kringum skálann í Hrafntinnuskeri sé einstakur fóstrahópur sem hafi tekið ástfóstri við þennan afskekkta skála á fjöllum. Ljósmynd/Páll Guðmundsson Á Fimmvörðuhálsi Ferðafélag Íslands setti síðasta sumar upp nýja vegvísa á Fimmvörðuhálsi í samstarfi við Umhverfisstofnun. Verkefnið er unnið í framhaldi af endurbættum merkingum á Laugaveginum sem Ferðafélagið réðist í 2017. Sjálfboðaliðar á vegum FÍ og Trail Thorsmork sáu um að koma vegvísunum upp. Í fyrstu lotu voru fjórir vegvísar settir upp, einn í Strákagili, tveir sitt hvorum megin við Heljarkamb og einn við minnismerkið í Bröttufönn. Meðan á vinnu sjálfboðaliðanna stóð brast á með slagveðursslydduéli í Bröttufönn og var ekki þurr þráður á fólki þegar niður var komið. Í annarri lotu næsta dag voru settir niður þrír vegvísar sem fóru á brúnina á Morinsheiði við Heiðarhorn, ofan við Katta- hryggi og svo í Básum. Vegvísarnir eru veglegir og eiga að þola veður og vind á Fimmvörðuhálsi, en útlit þeirra hannaði Árni Tryggvason. Með kött í bandi á Laugaveginum  Skálavörður hefur átt sitt annað heimili í Hrafntinnuskeri  Sumir kunna ekki fótum sínum forráð Jóhann Kári Ívarsson 8.990 kr. Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | www.tapas.isAðeins framreitt fyrir allt borðið Borðapantanir á tapas.is og í síma 551 2344 Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið • Rauðrófu- og piparótargrafinn lax • Tvíreykt hangikjötstartar með balsamik vinaigrette og laufabrauði • Risahörpuskel með sellerírótarmauki, grilluðu serrano og passionfroðu • Andabringa með jarðskokkum, svartrót og Malt- og appelsínsósu • Bjórgljáð lynghæna með rauðkálsgeli og bjórsósu • Hvítlauksbakaðir humarhalar með mangósalsa • Nautalund með sveppa duxelle og bernaisefroðu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir • Súkkulaðiterta með berja-compoté • Crema Catalana með Dulce de leche 9 FRÁBÆRIR RÉTTIR – GÓMSÆT BLANDA ÍSLENSKRA OG SPÆNSKRA JÓLAHEFÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.