Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 38

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 38
38 Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 MAROKKÓ ALSÍR TÚNIS LÍBÝA EGYPTA SÝ ND TYRKLAND PORTÚGAL BÚLGARÍA SERBÍA ALBANÍA BOSNÍA OG HERS. KRÓATÍA SLÓVENÍA FRAKKLAND RÚMENÍA SVISS M i ð j a r ð a r h a f MAKEDÓNÍA 10.000 5.000 0 25.000 20.000 15.000 0,4 0,2 0 1,0 millj. 0,8 0,6 1.000 0 4.000 3.000 2.000 JAN. FEB. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEP. OKT. NÓV. DES. 2017 2018 23,1% 14,7% 2008 2010 2011 2012 2013 2014 20172015 20162009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 KÝPUR 459 ÞÝSKALAND AUSTURRÍKI S v a r t a h a f til 13 .n óv . það sem af er ári 2018 SÚDAN 7,6% ÍRAK 7,4% PAKISTAN 7,0% NÍGERÍA 6,0% ALSÍR 5,3% MALÍ 4,2% GÍNEA 3,9% Helstu leiðir flóttamanna sem koma sjóleiðina til Evrópu 101.548 komu sjóleiðina það sem af er 2018 Fjöldi flóttamanna eftir mánuðum 2017 og 2018 Þjóðerni 84% þeirra flóttamanna sem komu sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf Látnir flóttamenn og saknað á Miðjarðarhafi 2010-2017 Flóttamenn sem komu sjóleiðina yfir Miðjarðarhaf 2008-2017 TÚNIS ERÍTREA Heimild: UNHCR Skipting flóttamanna 2018 (til 13. nóvember) 21% Börn 14% Konur 65% Karlar SPÁNN 55.337 ÍTALÍA 22.435 GRIKKLAND 28.495 MALTA 1.182 5,0%FÍLABEINS-STRÖNDIN SVIÐSLJÓS Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Á þriðja þúsund flóttamenn hafa drukknað á flóttanum yfir Miðjarð- arhafið til Evrópu það sem af er ári en alls hafa tæplega 102 þúsund flóttamenn komist til lands. Af þeim hafa 22.500 komið til Ítalíu. Flestir þeirra sem koma að landi á Sikiley koma frá Afríku og er meiri- hluti þeirra ungir karlar. Þeir sem blaðamaður ræddi við og voru orðnir 18 ára segja ástæðuna fyrir flótt- anum vera erfiðar aðstæður í heima- landinu, átök og að vera þvingaðir til að gegna herþjónustu, jafnvel ára- tugum saman. „Þegar herinn sækir þig veistu ekki hvort þú átt möguleika á að snúa aftur heim eftir ár eða áratugi. Eða jafnvel aldrei, “ segir ungur maður frá Erítreu sem blaðamaður ræddi við í hafnarborginni Catania. Hann var þrjú ár á flótta, þar af helminginn af tímanum í Líbýu og þar varð hann viðskila við eiginkonu sína þar sem smyglararnir héldu þeim föngnum á sitt hvorum staðn- um. Hann hefur ekki hitt hana í átta mánuði en veit að hún er komin til Frakklands. Hann vonast til þess að þau nái saman en veit ekki hvenær eða hvort það verður. Tæplega tvítugur flóttamaður frá Senegal hefur litla von um að fá dvalarleyfi sitt endurnýjað á Ítalíu vegna breyttra laga þar í landi. Hann var tvö ár að komast til draumalandsins og var einn þegar það varð að veruleika því besti vinur hans var skotinn af glæpamönnum á leiðinni þegar þeir voru ásamt sjö öðrum í flutningabíl smyglara á leið frá Sabha til Trípolí. Mannræningjar stöðvuðu flutningabílinn og röðuðu níumenningunum upp í röð og skutu þrjá þeirra af handahófi. Þeir sem eftir lifðu gátu síðar borgað sig lausa úr haldi. Í kirkjugarðinum í Catania hvíla 260 óþekktir flóttamenn. Oft gengur illa að bera kennsl á þá sem farast á flóttanum, ekki síst vegna þess hversu margir eru skilríkjalausir og einir á ferð. Rauði krossinn í Catania er farinn að safna lífsýnum þeirra með aðstoð lögreglunnar en þetta er eini staðurinn á Ítalíu sem þetta er gert. Vonir standa til þess að einhvern tíma verði hægt að bera kennsl á allt þetta fólk sem ekki tókst að komast á áfangastað á leið sinni til lífs. Marco Rotunno, sem annast fjöl- miðlatengsl fyrir Flóttamanna- aðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á Sikiley, segir að þetta sé gríðarlega mikilvægt og þarft verkefni sem vonandi verði komið á laggirnar víðar á Ítalíu. Ekki síst til þess að fólk fái upplýsingar um af- drif ástvina sem hverfa á flóttanum. Stærstu búðirnar á Ítalíu Starfsmenn Rauða krossins í Cat- ania, Silvia Dizzia og Riccardo Reit- ano, segja erfitt að segja nákvæm- lega til um hversu margir flótta- menn hafi komið til Sikileyjar undanfarin ár þar sem margir hverfi inn í skuggahagkerfið fljótlega eftir komuna. Flóttafólki hafi fækkað mjög mik- ið í ár og þar af leiðandi hafi Rauði krossinn aðstoðað mun færri en oft áður. Mineo-flóttamannabúðirnar á Sikiley eru sennilega stærstu flótta- mannabúðir Ítalíu. Þær eru reknar af yfirvöldum og hafa ítrekað komist í fréttir fjölmiðla vegna ofbeldis- og spillingarmála sem tengjast skipu- lagðri glæpastarfsemi. Alls eru þar um tvö þúsund manns en voru um tíma fjögur þúsund tals- ins. Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að hýsa svo marga í búðunum sem Gröf óþekkta flótta- mannsins  Á sama tíma og flóttafólki sem kemur til Evrópu fækkar er verið að gera miklar breytingar á ítölsku útlendingalöggjöfinni  SJÁ SÍÐU 40 Flóttamenn á Sikiley Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Bragðgott, hol lt og næringarríkt fó ður fyrir HUNDA og KETTI – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.