Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 42
42 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 23. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.65 124.25 123.95 Sterlingspund 158.02 158.78 158.4 Kanadadalur 92.94 93.48 93.21 Dönsk króna 18.841 18.951 18.896 Norsk króna 14.446 14.532 14.489 Sænsk króna 13.61 13.69 13.65 Svissn. franki 124.2 124.9 124.55 Japanskt jen 1.0921 1.0985 1.0953 SDR 171.04 172.06 171.55 Evra 140.61 141.39 141.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.9279 Hrávöruverð Gull 1224.0 ($/únsa) Ál 1926.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.6 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Stjórn japanska bílaframleiðandans Nissan rak í gær Carlos Ghosn úr starfi stjórnarfor- manns fyrirtækis- ins í kjölfar ásak- ana Nissan á hendur honum um fjársvik. Á hann meðal annars að hafa vantalið fram tekjur sínar og nýtt eignir fyrirtækisins í eigin þágu. Auk Ghosn var Bandaríkja- manninum Greg Kelly einnig vikið úr starfi en hann starfaði náið með Ghosn og sitja þeir nú báðir í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum japanska ríkis- sjónvarpsins á Nissan m.a. að hafa eytt milljónum bandaríkjadala í lúxusheimili í Brasilíu, Líbanon, Frakklandi og Hol- landi, án sýnilegs rekstrarlegs tilgangs. Nissan, Mitsubishi og Renault, hafa ver- ið í þríhliða samstarfi undir forystu Ghosn undanfarin ár. Stjórnarformaður Niss- an axlar sín skinn Carlos Ghosn. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bandaríski skipulagsfræðingurinn og prófessor við Oregon háskóla, Nico Larco, sem erindi hélt á 80 ára afmæli Skipulagsstofnunar á dögunum, segir að 10-15 ár gætu mögulega verið í að sjálfakandi bílar verði komn- ir á göturnar í einhverjum mæli hér á landi. „Borgarskipulag er unnið 30 ár fram í tímann, og í raun hefðu menn þurft að byrja að undirbúa framtíð með sjálfakandi bílum fyrir 15 árum síðan, til að hún gæti raun- gerst eftir 15 ár héðan í frá,“ sagði Nico í samtali við Morgunblaðið. Þróun á fleygiferð Hann segir þróunina hvað varðar sjálfakandi bíla vera á fleygiferð, og ganga mun hraðar en hann sjálfur hafði gert sér í hugarlund. „Það ótrúlega er að fyrstu sjálfakandi farartækin fóru á götuna í Banda- ríkjunum fyrir aðeins tveimur árum síðan, og nú erum við að fara að sjá fyrstu 4. stigs sjálfakandi bílana ( stigin eru fimm, en bílar á 4. stigi hafa engan ökumann, og eru á ferð- inni á afmörkuðu svæði, t.d. í völd- um borgum eða hverfum) á göt- unum fyrir næstu áramót.“ Larco segir að þar sé á ferð verk- efni sem Waymo, sem er í eigu Alphabet, móðurfélags Google tæknirisans, sé að setja af stað í Arizona fylki, en þar munu brátt 82 þúsund bílar verða í boði fyrir al- menning. Larco segir aðspurður að vissu- lega séu veðuraðstæður í Arizona með besta móti fyrir svona þjón- ustu, en bætir við að nú þegar séu byrjaðar prófanir á sjálfakandi far- artækjum í Detroit borg þar sem er mun misviðrasamara en í Arizona. „Það er mikill áhugi að prófa svona bíla fyrir slík svæði, enda opnar það gríðarlega stóran markað. Ég gæti trúað að það séu um 10 ár þangað til sjálfakandi bílar geta ekið í snjó og hálku.“ Óhagkvæmt að leggja bílum Hvað borgarskipulag varðar seg- ir Larco að í framtíðinni, með til- komu sjálfakandi bíla, dragist fjöldi bíla saman um 80% og við það losni um gríðarleg landsvæði í borgum og bæjum, sem í dag eru lögð undir bílastæði. „Í dag er fjölda bíla lagt allan daginn, sem er mjög óhag- kvæmt. Bráðum koma t.d. mann- lausir Uber leigubílar sem eru stanslaust að sækja fólk og skutla því, og þannig er bíllinn í stöðugri vinnu, í stað þess að sitja aðgerða- laus á bílastæði heilu dagana. Þetta er ástæðan fyrir því að bílastæðum mun fækka gríðarlega. Þetta mun svo aftur hafa áhrif á verð á hús- næði, þar sem meira framboð verð- ur af landi, og verðið lækkar.“ Margir hafa velt fyrir sér hvað mannfólkið muni hafa við allan tím- ann að gera sem t.d. sjálfakandi farartæki, og aukin netverslun spara. „Við erum félagsverur, og þó við hittumst ekki lengur úti í búð, þá hittumst við úti á veit- ingastað eða á öðrum stöðum sem bjóða upp á skemmtilegar upplif- anir.“ Sjálfakandi bílar á Íslandi komnir innan 10 – 15 ára AFP Framtíð Sjálfakandi bíll frá Waymo, en 82 þúsund slíkir bílar eru á leið á göturnar í Arizona fyrir áramót. Samgöngur » Í framtíðinni munu bílafyrir- tækin ekki selja bíla heldur far með bílum. » Þegar bílastæðum fækkar, losnar um byggingarland í borgum, og verð á húsnæði lækkar. » 82 þúsund mannlausir sjálf- akandi bílar eru á leið á götur Arizona, á vegum Waymo, sem er í eigu Alphabet, móður- félags Google.  Losar um gríðarleg svæði í borgum sem í dag eru lögð undir bílastæði Nico Larco Íslenska málningarfyrirtækið Máln- ing hf. hlaut fyrr í þessum mánuði Svansvottun, virtasta umhverfis- staðal Norður- landanna, fyrir alla innanhús- málningu í fram- leiðslu fyrirtækis- ins, sem samanstendur af 28 vörutegund- um. Um er að ræða umfangs- mestu umsókn um Svansvottun sem Umhverfis- stofnun hefur fengist við hvað varðar framleiðslu hér á landi. Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Málningar, segir að vottunin sé fyrirtækinu mikilvæg en það er eina íslenska fyrirtækið sem framleiðir málningu í dag. Hann tek- ur fram að fyrirtækið hafi snemma verið framarlega í framleiðslu á um- hverfisvænni málningu en árið 1992 byrjaði Málning að framleiða máln- ingu sem innihélt engin lífræn leysi- efni, var nánast lyktarlaus og ein- kennd með rauðu 0% merki. „Við vorum með fyrstu fyrirtækj- um í Evrópu með málningu sem var án allra lífrænna leysiefna,“ segir Baldvin við Morgunblaðið. „Það er mikilvægt fyrir okkur út á við að fá svona vottað umhverfismerki. Bæði þannig að almenningur sjái að þetta er ekki bara okkar merki heldur við- urkennd vottun. Og svo er einnig að færast í aukana í útboðum opinberra aðila að sóst sé eftir því að vörurnar séu vottaðar,“ segir Baldvin. „Máln- ingin sem við höfum verið að fram- leiða undanfarin ár hefði getað verið Svansvottuð. En við ákváðum að stíga skrefið til fulls núna,“ segir Baldvin. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Svanurinn Málning hefur fengið hina virtu umhverfisvottun. Málning hf. fær Svansvottun  Afar umfangs- mikil umsókn og 28 vörutegundir Baldvin Valdimarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.