Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Gert er ráð fyrir því að InSight, geimfar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, lendi á Mars á mánudaginn kemur. Fram kemur á stjörnufræði- vefnum, stjornufraedi.is, að geimfar- ið eigi að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar á Mars og veita vísinda- mönnum innsýn í þróun bergreiki- stjarna sólkerfisins. „Í fyrri Mars- leiðöngrum hefur sjónum fyrst og fremst verið beint að yfirborði Mars og sögu þess með rannsóknum á gljúfrum, eldfjöllum, bergi og jarð- vegi. Með InSight er í fyrsta sinn gerð tilraun til að rannsaka þróun reikistjörnunnar og innviði hennar,“ segir á stjörnufræðivefnum. InSight (Interior Exploration us- ing Seismic Investigations, Geodesy and Heat Transport) á að rannsaka „ferlin sem mótuðu bergreiki- stjörnur sólkerfisins, þar á meðal jarðar. Það verður gert með því, að fylgjast náið með skjálftavirkni á Mars, mæla varmaflæði og hita í reikistjörnunni, rannsaka skorpu- hreyfingar og loftsteinaárekstra,“ að því er fram kemur á stjörnufræði- vefnum. InSight kostaði 993 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 123 millj- arða króna, að sögn fréttaveitunnar AFP. Geimfarinu var skotið á loft frá Kaliforníu 5. maí. Margt getur farið úrskeiðis Gert er ráð fyrir því að aðflug geimfarsins að yfirborði Mars hefjist um klukkan átta á mánudagskvöld eftir um 484 milljóna kílómetra ferð frá jörðinni. Aðflugið á að taka rúm- ar sex mínútur og margt getur farið úrskeiðis þegar geimfarið hægir ferðina úr 19.300 km/klst í aðeins 8 km/klst, að því er fram kemur á fréttavef Space.com. NASA hyggst skýra frá því hvern- ig lendingin gekk á blaðamannafundi eftir klukkan tíu á mánudagskvöld. Gert er ráð fyrir því að geimfar NASA, InSight, lendi á Mars á mánudaginn kemur eftir hálfs árs ferð í geimnum Þegar geimfarið fer inn í lofthjúp Mars, um 128 km frá yfirborðinu, hefst um það bil sex mínútna aðflug að reikistjörnunni Verja lendingar- farið á leiðinni til Mars 205 dagar Átta hreyflar eru notaðir til að fínstilla stefnu geimfarsins InSight lendir á Mars Heimild: NASA HP3 (Heat flow and physical properties) Mælir varmaflæði úr innviðum Mars Skjálftamælir Mælir skorpuhreyfingar og innri virkni Mars RISE (Rotation and interior structure experiment) Fylgist með staðsetningu lendingarfarsins þegar reikistjarnan snýst um sjálfa sig Aðflug með fallhlíf1 2 3 4 Aðflug með hreyflum Lending Ferð frá jörðu Sólar- rafhlöður Bakskjöldur og hitaskjöldur Hitaskjöldur losnar af og geimfarið skýtur út lendingarbúnaði með dempurum Ratsjá snúið í átt að yfirborðinu Bakskjöldur losnar af og 12 aðflugshreyflar eru notaðir til að hægja á geimfarinu Í geimfarinu er stýrihugbúnaður sem hægir á því þar til það lendir InSight á að lenda á Elysion-sléttunni sem hentar vel til lendingar Geimfarið InSight á að lenda á Mars  Mælingar geimfarsins eiga að veita innsýn í þróun bergreikistjarna Leiðtogar Bretlands og Evrópusam- bandsins náðu í gær samkomulagi í meginatriðum um drög að yfirlýs- ingu um tengsl landsins við ESB eft- ir útgöngu þess úr sambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði samkomulaginu í ræðu á breska þinginu. „Þetta er besti mögulegi samningurinn fyrir Bretland,“ sagði hún. Í yfirlýsingunni segir að stefnt sé að „metnaðarfullum, breiðum, djúp- um og sveigjanlegum tengslum“ Bretlands og Evrópusambandsins eftir brexit. Í yfirlýsingunni er fjallað um samstarf Bretlands og ESB í efnahagsmálum, löggæslu, dóms-, utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Áður hafði náðst sam- komulag um skilmála útgöngu Bret- lands úr ESB í lok mars á næsta ári. Gert er ráð fyrir að leiðtogar ESB-ríkjanna samþykki útgöngu- samninginn og yfirlýsinguna á fundi á sunnudaginn kemur. Yfirlýsingin á að vera grunnur að viðskiptasamn- ingi sem gerður verður á 21 mánaðar aðlögunartímabili eftir brexit þegar Bretland verður áfram í innri mark- aði og tollabandalagi ESB. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fram- lengja aðlögunartímabilið í eitt eða tvö ár, að sögn AFP. Í drögunum, sem samþykkt voru í gær, var ekki tekið á deilum um fisk- veiðar í lögsögu Bretlands og deilu Breta og Spánverja um framtíðar- stöðu Gíbraltar. Stjórn Spánar hefur hótað að fella brexit-samninginn ef deilan verður ekki leyst en May hét því á þinginu í gær að verja yfirráð Bretlands yfir Gíbraltar. Mikil andstaða er við samninginn á breska þinginu og óvissa um hvort hann verður samþykktur þar. bogi@mbl.is May semur um tengslin við ESB  „Besti mögulegi samningurinn“ AFP Brexit Theresa May forsætisráð- herra flytur ræðu á breska þinginu. Magn gróðurhúsalofttegunda í and- rúmslofti jarðar hefur aldrei mælst meira í heiminum en á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar sem birt var í gær. Á vef Veðurstofu Íslands segir að aukið magn gróðurhúsalofttegunda valdi loftslagsbreytingum, hækkun yfirborðs sjávar, súrnun sjávar og afbrigðilegu veðurfari. Magn þriggja gastegunda, kol- tvíoxíðs, metans og nituroxíðs, hefur aldrei mælst meira en í fyrra. Magn koltvíoxíðs mældist nú 146% meira en fyrir iðnbyltingu 1750. „Síðast þegar styrkur koltvíoxíðs í lofti var svipaður og núna var fyrir 35 milljónum ára. Þá var hitinn á jörðinni um 2-3 gráðum hærri en nú og yfirborð sjávar var 10-20 metrum hærra“, sagði Petteri Taalas, fram- kvæmdastjóri Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Ef við drögum ekki hratt úr magni gróðurhúsalofttegunda aukast áhrif loftslagsbreytinga enn frekar og valda óafturkræfum skaða.“ LOFTSLAGSBREYTINGAR Metmagn gróðurhúsalofttegunda í fyrra Draga þarf úr loft- menguninni. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.