Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Undirrituð er
stuðningsamaður
orkuskipta en keypti
dísilbíl fyrir rúmu ári
og er auðvitað með
samviskubit yfir því.
Umræða var hafin um
að Íslendingar þyrftu
að skipta yfir á rafbíl.
Við spáðum mikið í
það hvernig rafbílar
hentuðu íslenskri
veðráttu. Ef maður
t.d. færi í sumarbústað og það gerði
kafaldsbyl um nóttina. Sem gæti
þýtt að við þyrftum að moka okkur
út. Stenst rafgeymir álagið af því
að spóla? Eyðir hann miklu við
það? Stenst hann fimbulkulda? Ef
maður lendir í slæmri færð uppi á
Hellisheiði og silast áfram með bíl-
inn í gangi til að halda okkur hita.
Hversu lengi er rafgeymirinn að
tæmast við það? Það getur orðið
ansi kalt á vetrum. Við búum jú á
Íslandi! Þetta voru sem sagt pæl-
ingarnar meðal annars. – Og við
höfum prófað tvinnbíl á leið yfir
Hellisheiði, hann gekk mestan hluta
á bensíninu og eyddi ansi vel af því.
En – rafvæðing fer ekki fram í
tómarúmi. Hún á sér orsakir og af-
leiðingu eins og öll önnur mann-
anna verk. Umræða um rafvæðingu
bílaflotans (í Reykjavík) hefur tekið
á sig trúarblæ og allri trú getur
fylgt rétttrúnaðarhugsun. Hún snýr
að því að við höfum engan tíma til
að bíða, því við þurfum að ná mark-
miðum okkar. Það er öllum ljóst að
hægt er að minnka útblástur CO2 á
Íslandi með rafbílavæðingu, – að
auki erum við svo heppin að fram-
leiða raforku á vistvænan hátt.
Ekki má gleyma því að rafbíll er
bíll og bílum mun fjölga í náinni
framtíð. Vegakerfi (borgarinnar)
þarf að taka mið af því. Eftir stend-
ur þó mengun frá stóriðju, flug-
vélum og skipum (á Íslandi). Árleg
mengun frá álveri er sú sama og
frá 172.000 bílum árlega og
skemmtiferðaskip menga á við þre-
faldan bílaflota landsins á sólar-
hring, á við 675.000 bíla. Flugvél
eyðir u.þ.b. 15 sinnum meira af
eldsneyti en skip við flutning á
sama magni af farmi. Það þarf því
auðsjáanlega aðra í lið með öku-
mönnum ef markmiðin eiga að nást.
Allt á að vera undir og þ́að þarf að
gera eitthvað í því.
Það fylgir böggull skammrifi.
Umræðan skautar líka yfir veiga-
mikil atriði eins og mengunarþætti
við framleiðslu rafgeyma. Það er
mikil eftirspurn eftir liþíumjóna-
rafhlöðum sem notaðar eru í raf-
geyma (og síma og tölvur). Að sögn
World Economic Forum (Alþjóða-
efnahagsráðið, WEF, 2017) felur
framleiðsla þeirra í sér mikinn sam-
félags- og umhverfislegan kostnað
m.a. vegna kóbaltnámuvinnslu. Gert
er ráð fyrir að árið 2025 verði virði
rafhlöðumarkaðarins um 100 billjón
bandaríkjadollarar. Til að halda
hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum
þarf að koma 100 milljón rafbílum á
götur heimsins fyrir 2030 til að ná
Parísarsamkomulaginu. Það þýðir
fimmtíufalt meira magn bíla en í
dag. Á síðasta ári var framleidd
rúmlega ein milljón rafbíla (WEF,
2018). 2020 er gert ráð
fyrir 4,5 milljónum raf-
bíla á alþjóðavísu eða
5% af markaðinum.
Eftirspurnin mun bara
aukast og verð á hrá-
efnum hækka (McKins-
ey, 2017).
Ráðgert er að um
90% framleiddra liþí-
umjónarafhlaðna verði
í rafbílum 2025. Það er
meginorsök þess að
rafbílar „losa“ meiri
koltvísýring allan sinn
líftíma – frá námugreftri, í fram-
leiðslu, við notkun og förgun, – en
venjulegir bensín- og dísilbílar. Kol-
efnisspor rafbíla er því nú mjög
hátt. Framleiðsla á rafbílum, vegna
rafhlöðunnar, mengar að meðaltali
tvisvar sinnum meira og notar
helmingi meiri raforku en við fram-
leiðslu á „venjulegum“ bíl. Því
stærri bíll og meiri drægi, því meiri
mengun í ferlinu. Þegar líður á líf-
tíma batteríanna fer þó sjálft kol-
efnisspor þeirra minnkandi. Þegar
afkastagetan fellur niður um 20-
30% eftir u.þ.b. tíu ár, dugar hún
ekki til að knýja bílinn áfram. Þá
mætti endurnýta rafhlöðuna annars
staðar og hugsanlega tvöfalda líf-
tíma hennar. Það getur þó haft
mikinn kostnað í för með sér.
Reiknað er með, að um 11 milljón
tonn af notuðum liþíumjóna-
rafhlöðum flæði inn á markað 2025
án neinna förgunarúrræða (WEF,
2017).
En það er mikið og meira. Það
kemur ekki á óvart að námugröftur
er afar umhverfisspillandi. Svo ekki
sé talað um samfélagsábyrgð,
mannréttindi, barnaþrælkun og
heilsuspillandi vinnuumhverfi í
löndum sem minnst mega sín
(WEF, 2018). Allir bílaframleið-
endur og tæknifyrirtæki eru með-
vituð um þetta, en geta lítið gert
við því. „Global Battery Alliance“
hjá Alþjóðaefnahagsráðinu hvetur
til meiri samfélagsábyrgðar, sjálf-
bærni og nýsköpunar í rafgeyma-
þróun. „Our climate revolution
must not be carried out at the ex-
pense of other goals, or of people
who can least afford it“ (WEF,
2017), eða „orkuskipti okkar mega
ekki vera á kostnað annarra mark-
miða eða þeirra sem minnst mega
sín“.
Það eru fyrirsjáanlegar miklar
breytingar varðandi orkuskipti og
innviðauppbyggingu í náinni fram-
tíð. Dísil- og bensínvélar munu
renna sitt skeið en kannski ekki al-
veg svona hratt eins og ætlast er
til. Og annað kemur í staðinn. En
hvað ætla menn að gera við tvær
billjónir ónothæfra farartækja sem
verða á götum heimsins árið 2035?
Rafbílavæðing
Íslands – þöggunin
Eftir Kristínu
Halldórsdóttur
Kristín
Halldórsdóttir
»Rafbílavæðingin
veldur mikilli meng-
un og er umhverfisspill-
andi. Kolefnisspor eins
bíls er mjög hátt, þó
hann losi ekki koltvísýr-
ing á Íslandi.
Höfundur er doktorsnemi og um-
hverfisverndarsinni.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
JÓLASERÍUR
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
kr.275
Inni- og útiseríur.
Verð frá
Heilbrigðismál eru
mikið í umræðunni um
þessar mundir, sem er
ekki undarlegt þar sem
gott heilbrigðiskerfi er
lykillinn að góðu sam-
félagi.
Á seinni hluta síðustu
aldar var heilbrigðis-
kerfið hér á landi mjög
gott. Þá var það alger-
lega rekið á vegum hins
opinbera. Læknar,
hjúkrunarfræðingar og annað starfs-
fólk heilbrigðisgeirans voru þá öll
opinberir ríkisstarfsmenn og fengu þá
laun greidd beint frá ríkinu.
Heilsugæslustöðvar voru í flestum
byggðakjörnum landsins og í þeim
stærri yfirleitt í tengslum við sjúkra-
hús. Á sjúkrahúsum, sérstaklega þeim
stærri, í Reykjavík og Akureyri, voru
margskonar sérfræðingar og einnig
heilsugæslulæknar.
Heilsugæslulæknarnir voru oft
nefndir heimilislæknar þ.e. sinntu al-
mennri heilsugæslu á ákveðnu svæði.
Þá var ekki óalgengt að
læknar væru kvaddir í
heimahús og yrðu að fara
langar leiðir, t.d. á
sveitabæi, til að líta á
sjúkling til ákvörðunar
um framvindu aðgerða.
Þetta þótti sjálfsagt og
urðu læknar þá oft heim-
ilisvinir fólks og ráðgef-
endur um heilbrigða lífs-
hætti.
Í dag er þetta gjör-
breytt. Nú heyrir til und-
antekninga að læknir
komi í hús til sjúklings. Í
dag verður sjúklingur sem þarf á
lækni að halda að panta tíma og verð-
ur oft að bíða í vikur eða mánuði til að
komast til hans.
Þessi óheillaþróun hefur átt sér stað
af tvenns konar orsökum, annarsvegar
af niðurskurði stjórnvalda á fjármagni
til heilsugæslustöðva og hinsvegar af
þróun menntunar lækna til sérhæf-
ingar á ákveðnum sviðum lækninga
annarra en almennrar heilsugæslu. Og
nú er svo komið að sjúklingur verður
oft sjálfur að ákveða til hverskonar
sérfræðings hann á að leita. Ef hann
er með magakveisu til magasérfræð-
ings, ef hann er með brjóstverki til
hjartalæknis eða lungnasérfræðings
og ef hann er með hausverk þá til
heilasérfræðings. Og ef hann er bara
slappur þá veit hann ekkert hvert
hann á að fara. Þessi endaleysa varð til
vegna misviturra manna úr læknastétt
og af stjórnvöldum og hefur gert heil-
brigðisþjónustuna margfalt flóknari
og dýrari.
Ég gat ekki annað en hlegið þegar
ég heyrði að sérfræðilæknar vildu nú
fara að starfa sem sjálfstæðir verktak-
ar.
Almennt er sjálfstæður verktaki að-
ili sem býður í verk eða er beðinn að
vinna verk sem hann hefur kunnáttu
til. Sé um útboð að ræða skoðar verk-
takinn verkefnið og býður svo ákveðna
upphæð fyrir framkvæmd þess. Nú
eru oftast fleiri en einn sem gera tilboð
og verður þá oftast sá sem lægst býð-
ur verktakinn, þetta er algild regla
sem sjálfstæðir verktakar verða hlíta.
Nú eru sérfræðilæknar eingöngu að
fást við mannsskrokkinn (nema dýra-
læknar) og verða því sem sjálfstæðir
verktakar að skoða verkefnið ( þ.e.
skrokkinn) og gera síðan tilboð í það
sem hann vill fá fyrir verkið þ.e. að
laga meinsemdina.
Sjúklingurinn skoðar síðan tilboðin
og velur úr það sem hann telur hag-
stæðast fyrir sig. Verði kaupandi
(sjúklingurinn) ósáttur við verktaka að
verki loknu geta komið upp allskonar
vandamál eins og títt er meðal sjálf-
stæðra verktaka.
Að öllu gríni gleymdu, þá er það al-
ger fáviska að fara að markaðssetja
heilbrigðiskerfið, þ.e. einkavæða heil-
brigðiskerfið og setja það á markað
eins og byggingarframkvæmdir því
hér er verið að tefla og tala um mann-
eskjur, jafnvel líf og dauða, en ekki
efnishluti eins og steinsteypu, timbur
eða stál.
Ég trúi því ekki að nokkur viti bor-
inn maður sjái ekki hverskonar vit-
leysa þessi þróun er.
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
» Það er vitleysa í þró-
un heilbrigðismála
að fara að einkavæða
þennan málaflokk.
Höfundur er eldri borgari.
hafsteinnsig@internet.is
Staða heilbrigðismála