Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
www.nordicstore.is
CanadaGoose
fæst í Lækjargötu
Í Nordic Store Lækjargötu 2 er mesta úrval af
Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu.
Opið til kl. 22.00 alla daga.
40%
afsláttur
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
facebook.com/caratskartgripir
instagram.com/carat.acredo
BLACK FRIDAY
Afsláttarkóði í netverslun:
blackfriday
af Carat
skartgripum
í silfri og gulli
Öðru hvoru heyr-
ast raddir þar sem
gagnrýnd er sú
áhersla sem lögð er á
að takmarka út-
blástur gróðurhúsa-
lofttegunda og gefið í
skyn að um eins kon-
ar „náttúru-
verndarfasisma“ sé
að ræða. Engin rök
séu fyrir því að stór-
aukin losun koltvísýr-
ings hafi skaðleg áhrif og aukin
orkunotkun sé forsenda þess að
jarðarbúar geti bætt hag sinn og
hagvöxtur haldið áfram.
Síðustu áratugi hefur orku-
notkun ekki aukist hægt og ró-
lega í samræmi við fjölgun mann-
kyns heldur hefur hún
margfaldast á hvert mannsbarn.
Bent hefur verið á að tölvubylt-
ingin sem byggist á stöðugt hrað-
virkari örgjörvum spari orku en
reyndin er allt önnur þar sem
tölvutæknin er notuð til að stýra
búnaði sem er orkufrekur svo
sem í samgöngum, afþreyingar-
iðnaði og á heimilum.
Afleiðingar þessarar þróunar
eru stöðugt vaxandi sorphaugar
sem samanstanda af umbúðum,
tækjum og tólum, sem fólk hendir
til þess að fá ennþá nýrri og full-
komnari búnað, og afgangar frá
rekstri heimila og fyrirtækja eins
og pappírshaugarnir sem allir
kannast við. Þannig að neyslu-
aukning samtímans og þá einkum
vestrænna samfélaga er megin-
orsök aukinnar orkunotkunar.
Fyrir u.þ.b. 40 árum, þegar
undirritaður var í námi í
umhverfisvernd, beindust áhyggj-
ur manna að því að við óbreytt
ástand myndu olíubirgðir heims-
ins endast í um 30 ár og birgðir
af helstu nytjamálmum okkar
einnig klárast á svipuðum tíma. Á
síðari áratugum hafa sjónir
manna hins vegar beinst meira að
áhrifum hækkandi magns koltví-
sýrings og annarra lofttegunda á
endurkast sólarljóss frá jörðu.
Gufuhvolf jarðar hegðar sér eins
og gróðurhús og lokar inni varma
en það er ein af forsendum þess
að lífvænlegt er á jörðinni. Vegna
gífurlegrar aukningar brunagass
frá mannlegri starfsemi hefur
hitastig jarðar hækkað skv. mæl-
ingum um 1°C á síðustu 100 árum
og síðustu fjögur ár hafa verið
þau heitustu frá því mælingar
hófust. Frá árinu 1975 hefur með-
alhækkun á áratug verið á bilinu
0,15-0,20°C og með sama áfram-
haldi gæti hitastig jarðar hækkað
um 4°C fram að næstu aldamót-
um.
Þessi mikla aukning skýrist
fyrst og fremst af aukinni notkun
jarðefnaeldsneytis sem hefur tí-
faldast frá árinu 1930 og dugir al-
menn skynsemi til þess að draga
þá ályktun að það hljóti að hafa
áhrif á nánasta umhverfi okkar.
Þær miklu breytingar sem hafa
orðið í framleiðsluháttum okkar
og auðveldað okkur lífið hafa því
ekki orðið til góðs sé litið til
lengri tíma. Skýringin er fyrst og
fremst sú að með auknum tækni-
framförum höfum við margfaldað
neysluna og orkusparandi tækni
hefur ekki dugað til að halda los-
uninni í skefjum.
Hvað er til ráða?
Að stinga hausnum í sandinn
eins og strúturinn og segja „þetta
reddast“ er versta leiðin. Jafnvel
þótt heimsenda-
spárnar væru ekki
réttar værum við
mun betur sett með
því að takmarka auð-
lindanotkun okkar og
draga stórlega úr
neyslu og hætta
bruna jarðefnaelds-
neytis. Einhvern að-
draganda þarf að
sjálfsögðu en miðað
við verstu spár er
tíminn naumur og
bregðast þarf hratt
við. Þetta mun óneitanlega hafa
áhrif á lífskjör okkar jarðarbúa
og þá einkum þess hluta mann-
kyns sem lifir lífi neysluóhófs þar
sem nánast ekkert er sparað til
þess að fylla upp í tómarúm
neyslusamfélagsins. Í stað þess
kemur líf þar sem mælikvarðinn
byggist á lífsgæðum í stað hag-
vaxtar. Hægt er að nefna ótal
dæmi þar sem skipt væri yfir í líf
þar sem neysla er ekki í fyrirrúmi
en lífsgæðin hins vegar meiri. Í
stað þess að kaupa okkur ný tæki
til heimilis, t.d. bíl, húsgögn og
sjónvarp þegar það gamla bilar,
getum við dregið fram gömlu
tækin sem við eigum í geymslunni
og haldið gamla bílnum gangandi
eitthvað lengur. Getum við ekki
ræktað garðinn okkar frekar en
hendast heimshorna á milli í frí-
tímanum? Þarf maður að sitja í
endalausum bílaröðum tvisvar á
dag til þess að komast til og frá
vinnu í stað þess að taka fram
reiðhjólið eða einfaldlega tvo jafn-
fljóta? Það rifjast upp fyrir mér
að þegar faðir minn var ungur og
bjó í Hafnarfirði en vann í
Reykjavík gekk hann á milli bæj-
anna daglega og þótti ekki til-
tökumál! Sem drengur var ég í
sveit mörg sumur á bæ þar sem
eina samgöngutækið var gamall
traktor. Ég minnist þess alltaf
hvílík tilhlökkun það var þegar
við fórum tvisvar á sumri eitthvað
af bæ.
Það sem ég er að segja myndu
margir kalla afturhvarf til for-
tíðar eða „nostalgíu“. Vissulega,
en er það ekki einmitt það sem
við þurfum að gera án þess að
skerða raunveruleg lífsgæði okk-
ar? Erum við ekki búin að gera
þessa tilraun og komast að því að
hún hefur mistekist? Það þarf að
snúa við og gefa sér nýjar for-
sendur og markmið. T.d. þær að
minnka neysluna í nokkrum
skrefum en gera það hratt. Eftir
20 ár getum við metið árangurinn
af þeirri tilraun og svarað því
hvort hún hafi tekist. Hvernig
hagkerfi heimsins taka á þessum
breytingum er annað mál en til
þess höfum við næga þekkingu og
tæknibúnað. Ákveðin öfl stefna
heiminum óðfluga á heljarþröm
með stríðsrekstri, kúgun og of-
nýtingu náttúruauðlinda þar sem
umhverfi og fólk er aldrei í fyrir-
rúmi. Hvernig við tökum á um-
hverfisvanda heimsins er stærsta
mál samtímans þótt það fari vel
saman við ýmis önnur baráttumál.
Er heimurinn
á heljarþröm?
Eftir Egil
Þóri Einarsson
Egill Þórir
Einarsson
» Fjallað er um þá
hættu sem steðjar
að mannkyni vegna
gróðurhúsaáhrifa og
mikilvægi þess að
minnka orkunotkun og
neysluhyggju.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð-
velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur
skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Viðskipti