Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 64

Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 ✝ Sverrir Gauk-ur Pálsson fæddist 5. apríl 1981 í Reykjavík. Hann lést 5. nóvember að heim- ili móður sinnar í Kópavogi. Sverrir var son- ur hjónanna Páls Eyvindssonar yfir- flugstjóra, f. 4. júlí 1951, d. 29. maí 2015, og Helgu Rögnu Ár- mannsdóttur, fyrrv. íþrótta- kennara og nuddara, f. 9. apríl 1955. Systkini Sverris eru 1) Björg Ragnheiður, f. 1977, hennar synir eru Lúkas Páll, f. 2004, og Elías Logi, f. 2010, 2) Ármann Jakob, f. 1980. Hans eiginkona er Áslaug Guð- mundsdóttir, f. 1981, og þeirra margra ára. Haustið 2014 hóf hann nám við flugvirkjun hjá Flugakademíu Keilis og hann starfaði einnig á Keflavíkur- flugvelli hjá Airport Associates meðfram náminu sem hann lauk þó ekki. Fíknisjúkdómurinn lét snemma á sér kræla í lífi Sverr- is og reyndist honum fjötur um fót alla tíð og lagði hann að lokum. Sverrir Gaukur glímdi þó af elju og með bjartsýni og krafti hafði hann sig upp úr erfiðum aðstæðum oft sinnis. Áhugamál Sverris Gauks voru að miklu leyti mannkynssaga, einkum stríð, bókmenntir og ritun en hann skrifaði gjarnan ljóð og eigin hugleiðingar í gegnum tíðina. Sverrir Gaukur æfði sund á yngri árum við góðan árangur og síðar ólymp- ískar lyftingar þar sem hann setti hvert metið á fætur öðru og hefði án efa náð miklum ár- angri á því sviði hefði hann náð að halda áfram á þeirri braut. Útför Sverris Gauks hefur farið fram í kyrrþey. börn eru Jakob Dagur, f. 2003, Arney Helga, f. 2008 og Rakel Birta, f. 2007. Sverrir Gaukur var sjálfur ókvænt- ur og barnlaus. Sverrir Gaukur ólst upp á Kársnesi í Kópavogi og gekk þar í Kárs- nes- og Þinghóls- skóla. Að þeirri skólagöngu lokinni gekk hann í Mennta- skóla Kópavogs en framhalds- menntun hans lauk fljótlega á þeim tíma enda hafði hann lengi glímt við ýmsa náms- örðugleika, ógreindan athyglis- brest og fleira. Sverrir Gaukur réð sig í kjölfarið á sjó, þar sem hann starfaði með hléum til Hér sit ég og horfi á svarta depilinn blikka í tölvunni, hann bíður eftir einhverjum vitsmuna- legum innslætti sem er þess virði að hripa niður um manneskju sem á það svo sannarlega skilið. Það er eitt orð sem kemur stans- laust upp í hugann, það er orðið skrýtið. Ég hugsa um Skólagerð- ið, Vesturbæinn í Kópavogi og allar minningarnar okkar þaðan, góðar og slæmar. Það er ekki hægt að rifja upp þá daga nema að sjá fyrir sér jólin og hversu spenntur þú varst alltaf fyrir þeim. Ég var sjálfur lítið jólabarn og átti stundum erfitt með að um- vefja jólaandann en með þér þá varð þessi tími spennandi og leyndardómsfullur, hvaða ævin- týri sem er gat verið raunveru- legt og allt gat gerst. Minn helsti tími með þér var sumrin okkar í Lúxemborg, frá 1987 til 1997 fór- um við fjölskyldan saman og eyddum meirihlutanum af sumr- inu þar vegna vinnu föður okkar. Þar sem við systkinin höfðum engan nema hvert annað þurftum við að tala og eyða tímanum sam- an, foreldrum okkar oft til lítillar skemmtunar, en þessi tími var yndislegur og í raun sá tími þar sem ég kynntist þér hvað best. Þú varst þeim eiginleikum gædd- ur að geta gert lífið að ævintýri, ég man þegar við sáum fyrst Goonies-bíómyndina, þá fóru næstu sumur í að ímynda sér að finna fjársjóði. Þegar við skoðuð- um gamla kastala eða kirkjur í Evrópu vorum við stödd saman í Indiana Jones-mynd, þú gast gert allt spennandi. Vegna áhuga þíns á seinni heimsstyrjöldinni vorum við dregin á öll söfn og í alla kirkjugarða sem tengdust stríði. Pabbi, sem vildi allt fyrir okkur gera, neyddist eitt sumarið til að keyra okkur systkinin í sjö klukkutíma til að skoða Norm- andí í Frakklandi. Sú ferð var ógleymanleg, held ég hafi sjaldan skemmt mér jafn vel með syst- kinum mínum. Við hlustuðum á Björgvin Halldórsson syngja um Gullvagninn alla leiðina, hver söng með sínu nefi og var mikið hlegið. Þetta brölt þitt skildi eftir mikinn áhuga á öllu tengdu stríði hjá mér og nú er sá áhugi einnig kominn til sonar míns svo hann lifir áfram. Skrýtið, já skrýtið að þetta sé liðið og minningin ein standi eftir. Þú aftur á móti gafst mér dálítið sem ég sagði þér aldr- ei frá, að ævintýri geta verið raunveruleg, draumar geta ræst og lífið getur verið bíómynd. Áður en þungi lífsins settist á herðar þínar sýndir þú þessum fugli hvernig á að fljúga, núna eru þessar byrðar loksins dottn- ar af þér og þú floginn á vit ann- arra ævintýra. Litli bróðir minn, þegar við vorum yngri átti ég að standa mig betur, vernda þig og varðveita, í orðum og gjörðum eins og sannur stóri bróðir en því miður áttaði ég mig ekki á því fyrr en of seint, skrýtið. Við kveðjumst nú að sinni, minning þín mun lifa áfram og líf þitt skipti mig gífurlega miklu máli, sakna þín. Veritas aequitas ætíð; sannleikur og réttlæti. Ármann Jakob Pálsson. Elsku litli, stóri bróðir minn. Það er fátt sem ég hefði ekki gef- ið eða gert til að svona hefði ekki farið. Þú veist það. Og ég veit að þú hefðir gert það sama fyrir mig. Víkingurinn minn, svo stór og sterkur, oft með hörkulegan svip síðustu árin en í þínum innsta kjarna varstu blíður, heið- virður og með stórt hjarta. Ég hef oft sagt þegar ég hef verið að lýsa þér fyrir fólki að þú varst eiginlega uppi á röngum tíma. Þú hefðir átt að vera uppi á Íslend- ingaöld, semja kvæði og hafa hátt. Eða á tíma þegar menn börðust fyrir bræðralagið, land sitt, kóng eða Guð. Þar hefðir þú sómt þér vel. Ég vildi að lífið hefði farið mýkri höndum um þig; umhverf- ið brugðist betur við og það hefði ekki verið svona á brattann að sækja fyrir þig að mörgu leyti. Það særði mig frá því að við vor- um börn, að finna að þú varst ekki alltaf rétt skilinn eða með- höndlaður. Að þessi fallegi fugl, þessi gaukur, náði aldrei al- mennilega að komast á flug þrátt fyrir svo góða kosti og efni. Þarna liggur sársauki minn og sorg. En þakklæti mitt og gleði er líka til staðar þó að það sé ekki í hámæli núna heldur hitt. Það mun samt vaxa meðan hitt mun dvína eða breytast með tímanum. Þú varst mikil manneskja, á velli sem og persóna þín. Greind- ur ofvirkur með athyglisbrest, með himinháa greindarvísitölu en svo slakur í hefðbundinni um- gengni að maður missti alveg móðinn. Þú last doðranta spjald- anna á milli og vissir svo mikið um margt tengt sögu og stríðum. Það var gaman að tala um það og hlusta á þig. Fyndinn og orð- heppinn. Þér þótti virkilega vænt um þína og systkinabörnin þín fengu alveg extra skammt af því. Þeim þótti ekki leiðinlegt þegar þú tókst þau og lyftir þeim hátt upp í loft enda sjálfur rétt tæpir tveir metrar svo þetta var eins og góð ferð í tívolí fyrir þau. Það eru svo margar minningar sem koma upp. Við og fleiri að stússast í fjörunni á Kársnesinu, tíminn okkar í Lúxemborg og bú- staðarferðirnar. Um daginn var ég einmitt með strákunum mín- um í sundi í Reykholti og sagði þeim frá því hvernig við systkinin gerðum alltaf stíflu í rennibraut- inni. Það skorti ekki glettnina, leikinn eða töfrana í kringum þig. Alltaf ef okkur vantaði eða lang- aði eitthvað sendum við Ármann þig til að spyrja því þú varst svo frakkur og einlægur. Það ein- kenndi þig alltaf, lífskrafturinn og hispursleysið þar til skugg- arnir fóru að taka yfir eitt og annað. En alltaf vildir þú öllum vel. Núna síðast mömmu okkar sem þú hafðir annast af bestu getu í sumar og stutt hana í henn- ar veikindum. Ég þoli ekki að tala um þig í þátíð. Ég vissi að svo gæti farið en ég er svo ósátt við örlög þín þó að ég sé þakklát fyrir þig. Það var þungt högg fyrir þig, eins og okkur öll, að missa pabba okkar fyrir þremur árum. Þó að grunn- eðli þitt hafi verið mikil bjartsýni, lífskraftur og elja misstir þú eðli- lega margar fjaðrir við þann at- burð. Elsku Sverrir minn. Takk fyr- ir allt og allt. Guð geymi þig. Ég mun alltaf elska þig og sakna þín. Björg Ragnheiður Pálsdóttir. Það er ekki annað hægt en að vera reið yfir því að þú sért far- inn en ég sakna þín strax. Lífið lék illa við þig en þú hefur þurft að berjast á móti svo mörgu á þinni allt of stuttu ævi. Þetta var ekki sanngjarnt, þú áttir mikla betra skilið. Þrátt fyrir þína bar- áttu varst þú hinn ljúfasti, yndis- legasti og kærleiksríkasti dreng- ur sem til var, alveg eins og pabbi þinn og afi okkar. Mínar dýrmæt- ustu minningar af þér eru frá síð- ustu árum þegar við þurftum að kveðja fólkið okkar. Þú faðmaðir eins og enginn annar og vissir alltaf hvað best var að segja til að láta manni líða betur. Núna fer ég í gegnum gömul skilaboð frá þér og hlæ, því það er langbest að muna eftir þér þannig, að grín- ast, að senda ótrúlegustu brand- ara sem engum öðrum en þér dytti í hug að senda og þarna ertu aftur, brosandi, hlæjandi, litli ljóshærði frændi minn með stóra hjartað en brothættu sál- ina. Hvíldu í friði, elsku Sverrir minn. Lisa Marie Mahmic. Enn hefur eitt jarðvistarlífið kvatt okkur fyrir aldur fram. Í þetta skiptið var það hann nafni minn, Sverrir Gaukur Pálsson. Leiðir okkar í lífinu voru ekki mjög samtvinnaðar en þó áttum við okkar stundir. Við fórum saman að veiða í Fossá í Þjórs- ársdal fyrir tæpum aldarfjórð- ungi. Sú ferð var nú ekki til að veita mat á borð fyrir marga. Ekki læddist það í hugskot mitt í þessari ferð að þessi fjörkálfur ætti eftir að feta svo marga erfiða stigu sem hljótast af neyslu fíkni- efna. Þær voru margar orrusturnar sem háðar voru við vá fíkniefna, hvaða nafni sem menn kjósa að kalla þennan sjúkdóm. En þegar þessi aðili hefur náð að fjötra ein- hvern er hægara sagt en gert að rjúfa þessi tengsl sem myndast við fíknina. Við nafnarnir höfðum fyrir nokkru rætt stöðu hans í þaula í löngum og stuttum sam- ræðum. Þar kom ótrúlega margt fram sem ekki er hægt að tíunda hér í smáatriðum. Þó vil ég nefna að þessi tætti ungi maður hafði stórt og hlýtt hjarta. Þar vil ég nefna stórhuga hag hans fyrir móður sinni sem hann vildi ekki að þyrfti að gjalda fyrir vegferð sína. En hjá því varð nú ekki allt- af komist og studdi hún hann í blíðu og stríðu. Þó að við hefðum verið að fjalla um málefni upp á líf og dauða var alltaf stutt í kímnigáfuna og ég verð að segja að þar kom maður ekki að tómum kofunum þótt stundum kæmi þaðan varningur sem teldist á mörkunum í daglegu spaugi. Þarna sagði hann mér frá því hversu gjörsamlega hann væri orðinn fullsaddur af þrældómi fíkniefnanna. Við töluðum ekki bara um þetta heldur sáum við hversu djöfullega þessi þrældóm- ur getur leikið fólk. Eftir það var stefnan sett á að rjúfa þessa fjötra með allri þeirri hjálp sem væri í boði. Við vissum að hans líkamlega geta hafði látið mikið á sjá síðustu árin og núna væri kannski síðasta alvöru tækifærið á að vinna sigur í þessu stríði. Planið var meðferð á meðferð of- an og koma sér síðan á áfanga- heimili. Síðan bar hann djúpa þrá til að geta haldið áfram námi sínu í flugvirkjun en með því vildi hann heiðra minningu föður síns en það var honum mjög umhugað um. Ég vann að því að gera hon- um kleift að geta mætt kringum- stæðum sínum félags- og fjár- hagslega meðan á meðferðunum stóð. Allt gekk eftir áætlun nema að hann varð fyrir því að taka smá kollhnís þegar á áfanga- heimilið kom og þurfti þá að end- urnýja sig um stund í meðferð til að áfram mætti halda með ráða- gerðina. Í þessu framhaldi gerist það svo að þetta ljós hans meðal okkar slökknar er aftur verður óhapp tveimur dögum áður en hann kæmist aftur á áfangaheim- ilið. Eitthvað of mikið komst í lík- amsstarfsemi míns kæra nafna sem svæfði hann sínum hinsta svefni hér á jörð. Áformin farin og tárin leita stundum út á kinn eitt og eitt og mynda lækjarsprænu. Það er sárt að sjá líf fara svona í súginn á unga aldri. Stóru spurningarn- ar koma að sjálfsögðu alltaf upp á svona tímamótum án þess að þeim verði svarað núna frekar en fyrr. Ég fæ það hlutskipti að skrifa hér huggunarorð til mín og minna, sem er skrýtið. Þau verða óhefðbundin: „Við söknum þín, kæri nafni minn.“ Sverrir Gaukur Ármannsson. Sverrir Gaukur Pálsson ✝ Sigrún ÓskBergsdóttir fæddist á Ísafirði 4. maí 1954. Hún lést á gjörgæsludeild Skejby-sjúkrahúss- ins í Árósum 14. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Helga Guð- rún Sigurðardóttir, f. 1934, d. 1991, og Bergur Guðnason, f. 1931, d. 1996. Helga giftist Geir Guð- brandssyni, f. 1933, d. 2000, hann gekk Sigrúnu í föðurstað. Hún ólst upp á Ísafirði, ásamt systkinunum Þorsteini Geirs- syni f. 1956, d. 2013, Halldóri Geirssyni f. 1957 og Margréti Geirsdóttur f. 1960. Sigrún eignaðist Tommy, f. 1978, með Bjarne Jenssen, þau skildu. Hún giftist Lars Frank Jörg- ensen og átti með honum Jacob, f. 1983, d. 2018. Sigrún flutti ung til Danmerkur og starfaði allan sinn starfsaldur hjá Aarhus tekniske skole, fyrst sem starfsmaður í mötuneyti, síðar sem stjórn- andi. Jacob sonur hennar lést á sama sjúkrahúsi 8. október 2018. Útför Jacobs fór fram frá Egaa-kirkju 18. október 2018. Útför Sigrúnar fór fram frá sömu kirkju 24. október 2018. Það var fallegt í Árósum í byrjun október, stillt og sólríkt, haustlitirnir í algleymingi, hlýtt. Engu að síður skýr merki þess að sumarið hafði kvatt. Erindið þangað var þó þungbært, syst- ursonur minn, Jacob, hafði orðið bráðkvaddur þann 8. október og systir mín, Sigrún Ósk, lá á gjör- gæslunni á Skejby-sjúkrahúsinu. Hún lést þann 14. október. Sig- rún lætur eftir sig son, Tommy, sem hefur nú mátt sjá af móður og bróður í nánast sama vetfangi. Ég er lánsöm að hafa átt elsku og umhyggju Sigrúnar vísa frá því ég man eftir mér. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki farið í taug- arnar á henni á vissum tímabil- um í uppeldinu en þessi sterka vissa fyrir skilyrðislausri ást er einstök og fæst ekki fyrir nokk- urn pening. Sigrún var alltaf fín og vel tilhöfð, öðru máli gegndi um fótboltastelpuna. Stundum fékkst hún ekki til að taka mig með í bæinn nema ég væri sett í bað og í sparifötin. Sigrún var vinamörg, hress og skemmtileg. Um hana var svermur af vinkon- um sem hún brallaði ýmislegt með, hvort sem það voru ferða- lög, uppákomur heima eða anda- glas fyrir luktum dyrum. Sig- rúnu fannst mjög fyndið að taka litlu systur, stilla henni upp á stól og láta hana syngja. Og sú söng, fullum hálsi! Við vorum fjögur, systkinin sem ólumst upp saman, Sigrún, Þorsteinn, Halldór og ég. Pabbi gekk Sigrúnu í föðurstað og var einstaklega kært á milli þeirra. Ung flutti Sigrún til Dan- merkur og eignaðist Tommy með Bjarne árið 1978. Þau skildu. Hún giftist Lars og eignaðist Ja- cob með honum árið 1983. Þau skildu. Heimilið hennar var fal- legt og bar því fagurt vitni hversu natin hún var og hversu næmt auga hún hafði fyrir um- hverfi sínu. Hún var höfðingi heim að sækja og þeir eru fjöl- margir Íslendingarnir og aðrir sem hafa heimsótt hana og hún hefur skotið skjólshúsi yfir í gegnum tíðina. Sigrún var sann- kallaður meistarakokkur og smurða brauðið hennar var ekki bara það besta í heimi heldur skreytt af listfengi og einstakri smekkvísi. Allt var veitt af örlæti og gestrisni. Synirnir, Tommy og Jacob, voru augasteinarnir henn- ar og Sigrún setti velferð þeirra og vellíðan öllu öðru framar. Tommy sem er svo hugulsamur, hlýr og einstaklega góður við móður sína. Jacob sem var vina- margur, hrókur alls fagnaðar og drengur góður. Móðir okkar lést eftir erfið veikindi árið 1991. Eftir það fór hægt og rólega að halla undan fæti hjá Sigrúnu, þrátt fyrir að mjög góð og löng tímabil hafi komið á milli þar sem hún var sitt gamla sjálf, svo innilega skemmtileg og góð. Margar af bestu stundum lífs míns eru tengdar henni. Ég sendi vinkon- um hennar Maríu, Ásu og Svan- fríði hlýjar samúðarkveðjur og þakka þeim tryggðina gagnvart Sigrúnu alla tíð. Ég vil líka þakka frænkum okkar, Bertu og Sigur- veigu fyrir stuðninginn á erfiðum tímum. Á milli okkar systra voru tengslin mjög sterk og ástríkið mikið. Fyrir það er ég þakklát. Ég sakna Jacobs og Óskarinnar minnar svo innilega og sárt en ætla að leyfa mér að trúa því að nú sé fjör á himnum hjá mömmu, pabba, Steina, Sigrúnu og Jacobi. Margrét Geirsdóttir. Enn og aftur er komið að kveðjustund í árgangi okkar er við kveðjum kæra skólasystur, hana Sigrúnu Ósk sem var jarð- sungin í Árósum 24. október síðastliðinn. Hópurinn taldi á sjö- unda tuginn er við eftir- væntingarfull byrjuðum skóla- göngu í Barnaskóla Ísafjarðar og svo í Gaggó og átti þessi stóri hópur fram undan samleið sem þjappaði okkur saman. Við áttum heimsins besta og skemmtileg- asta kennarann, Möggu Óskars, sem var alveg ótrúlega frjó að virkja alla þessa orku í okkur, þá fengu krakkar að njóta sín, ekk- ert vesen. Þessi vinátta sem hef- ur orðið lífstíðarvinátta og nánari eftir því sem árin líða og á stöð- um eins og Ísafirði þá er hver einstaklingur stærri í liðsheild- inni. Sigrún var svo sannarlega ein af hópnum, hún var falleg, glaðlynd, blíðlynd og skemmtileg stelpa og var svo sannarlega vin- ur vina sinna og þær miklar vin- konur Svanfríður, Mæja og Helga. Við skólasystkinin vorum virk í prakkarastrikum sem voru þó ekki ódrengileg. Þegar ár- gangurinn varð 40 ára gerðum við kvikmynd og á 50 ára afmæl- inu geisladisk. Sigrún ólst upp í Sólgötunni elst í fjögurra syst- kina hópi og var mikil vinátta og nánd hjá henni og mömmu hennar. Eldri systkini pössuðu þau yngri, þá var lífið svo áhyggjulaust, engir gemsar eða tölvur og sjónvarpið kom á Ísa- fjörð fermingarárið okkar 1968 og bara á fimmtudagskvöldum. Við lékum okkur í hverfu, elt- ingaleik, hringbolta, yfir, sto, brennó og fleira, allir með. Það var svona ósnortinn sjarmi yfir bænum. Bærinn var leiksvæðið okkar, þar var Bæjarbryggjan, Edinborgarbryggjan, Sjúkra- hústúnið, Urðin, Torfnesið, Vík- ingur, fjaran og efri slippurinn og þar sannaðist hið fornkveðna að það þarf heilt þorp til að ala upp barn, allir litu eftir krökkum. Sigrún og við skotturnar kíktum iðulega í rækjuverksmiðju Böðv- ars, þar vann Sigurveig amma Sigrúnar og sá hún um sælgætis- gerðina, kókoskossa og bollur. Það voru miklir kærleikar og vin- átta á milli þeirra sem þær nutu báðar og Sigrún iðulega á Hlíðar- veginum hjá ömmu, afa og frændfólki sínu. Sigrún fór ung með vinkonum í ævintýraleit til Danmerkur en hafði unnið í Ís- húsinu með skólasystrum áður. Fór svo að þær ílentust allar þar og Sigrún eignaðist tvo syni, Tommy og Jacob, sem voru hennar stolt. Það er mikill harm- ur kveðinn að Tommy syni henn- ar og fjölskyldu en Jacob lést á sjúkrahúsi viku á undan mömmu sinni. Sigrún kom í heimsóknir á árgangshittinga og á Sólarkaffið í Reykjavík og nutum við margir vina hennar samveru við hana á fallega heimilinu hennar í Árós- um, svo gestrisin og flott hús- móðir og danska smörrebrödet hennar engu líkt. Hennar verður sárt saknað. Við skólasystkini lútum höfði og kveðjum þig, kæra vinkona, og sendum Tommy, Margréti, Halldóri og ástvinum hennar og vinkonum í Danmörku hjartans einlægustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd árgangs 1954 á Ísafirði, Bjarndís og Rósa. Sigrún Ósk Bergsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.