Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Í hátísku, há-
rauðri sixtís dömu-
dragt og rauðum
nælonsokkum í stíl.
Á háum hælum.
Hún situr með krosslagða fætur,
afar tignarleg, með bros á vör og
glettni í augum, svolítið prakk-
araleg á svip.
Yfirveguð. Þessi mynd af
Agnesi, föðursystur okkar, var í
einu af mörgum albúmum hjá for-
eldrum hennar, Gunn-ömmu og
Geira afa okkar. Tekin fyrir
meira en 40 árum. Mynd sem hef-
ur verið okkur hugleikin síðustu
daga því hún lýsir Öggu frænku
svo vel.
Hún var einstaklega skemmti-
leg kona, glæsileg, gáfuð og list-
ræn. Hún vakti athygli alls staðar
þar sem hún kom, ekki vegna
þess að það færi mikið fyrir henni
því hún var frekar hæglát, gekk
hægt og talaði frekar lágt en hún
hafði mikinn sjarma og fólk lað-
aðist að henni.
Og hún tók á móti því með bros
á vör. Sagði sögur, oftast
skemmtisögur og hló jafn mikið
að sínum eigin og annarra. Hún
var afar hláturmild og gott og
gaman að vera í kringum hana.
Agnes virtist líka geta allt og var
óhrædd við að ráðast í ný verk-
efni, alls óskyld þeim sem hún áð-
ur hafði sinnt.
Bókhaldarinn Agnes, listakon-
an Agnes, kórkonan Agnes,
myndlistarkonan Agnes, glerlist-
arkonan Agnes og fatahönnuður-
inn Agnes.
En fyrst og fremst eiginkonan,
mamman, amman, dóttirin, syst-
Agnes
Geirsdóttir
✝ Agnes Geirs-dóttir fæddist
28. apríl 1952. Hún
lést 28. október
2018.
Útförin fór fram
16. nóvember 2018.
irin og frænkan.
Agnes elskaði fólkið
sitt heitt og ástin
milli hennar og Guð-
jóns var einstaklega
falleg. Það er mikil
sorg í hjarta okkar
sem elskuðum hana.
Elsku hjartans Guð-
jón, Habbý, Geiri,
Hildur, Kristín og
fjölskyldur og systk-
ini Agnesar, innileg-
ar samúðarkveðjur, elskurnar.
Það er svo margt að una við,
að elska, þrá og gleðjast við,
jafnt orð, sem þögn og lit sem lag,
jafnt langa nótt, sem bjartan dag.
Mér fátt er kærra öðru eitt
ég elska lífið djúpt og heitt,
því allt, sem maður óskar, næst
og allir draumar geta ræzt.
Ég byggi hlátraheima
í húmi langrar nætur.
Af svefni upp í söngvahug
með sól ég rís á fætur.
Og augun geisla af gleði
sem grær í mínu hjarta.
En syrti að ég syng mig inn
í sólskinsveröld bjarta.
(Kristján frá Djúpalæk)
Agnes föðursystir okkar elsk-
aði lífið djúpt og heitt og lét
drauma sína rætast. Þannig
minnumst við hennar og verðum
ávallt þakklát fyrir samfylgdina.
Margrét, Íris Dögg og Pétur
Hafliði Marteinsbörn.
Við æskuvinkonur minnumst
yndislegu Öggu okkar sem nú
hefur kvatt lífið. Agga var alveg
einstök manneskja og eftirminni-
leg þeim sem hún kynntist, svo
full af orku og framkvæmdagleði.
Það er sárt að hugsa til þess að
hún verði ekki með okkur á gleði-
stundum vinahópsins.
Agga var mikil dama, stór-
glæsileg og sjarmeraði fólk auð-
veldlega með sinni geislandi kát-
ínu og skemmtilegheitum og naut
maður þess að vera í kringum
hana þar sem hún var óhjákvæmi-
lega miðdepill samkomunnar.
Hún var strax sjálfstæð í hugsun
og vildi snemma standa á eigin
fótum og taka þátt í lífinu, fannst
ekki eftir neinu að bíða, fór strax
eftir gagnfræðapróf að vinna í
spunaverksmiðjunni á Álafossi en
á þeim tíma var þar mikið um að
vera, líf og fjör. Þar eignaðist hún
marga góða vini. Hún var fljót-
lega beðin um að færa sig yfir á
skrifstofuna og fékk þar að eigin
sögn þann besta læriföður í bók-
haldi sem nokkur gæti hugsað sér
og varð fljótt mjög fær í því og
gegndi seinna nokkrum ábyrgð-
arstöðum tengdu því.
Agga var á við tvo til þrjá í
vinnu og var það vel metið af
hennar vinnuveitendum. Flest
sem Agga tók sér fyrir hendur
gerði hún stórt í sniðum, t.d. þeg-
ar hún bakaði þá voru það 18
botnar, ekki tveir eða fjórir eins
og við hinar hefðum gert.
Agga hefur haft mörg mismun-
andi áhugamál á hverjum tíma
fyrir sig og og sinnt þeim af sama
krafti. Agga gerðist fyrir nokkr-
um árum fatahönnuður og varð
mjög vinsæl. Saumaklúbburinn
„Sogavegssystur og ein úr Stóra-
gerði“ og makar okkar höfum
brallað margt skemmtilegt sam-
an, farið í ferðalög bæði innan-
lands og utan, haldið árleg þorra-
blót, farið á tónleika, í leikhús og
margt fleira sem við eigum góðar
minningar frá og munu ylja okkur
um ókomna tíð.
Við vottum Guðjóni, börnum
þeirra beggja og fjölskyldum
okkar innilegustu samúð. Vertu
sæl, kæra vinkona, og hvíl í friði.
Sigríður Stefánsdóttir
Áshildur Þorsteinsdóttir
Ásdís Jakobsdóttir
Kristín Steingrímsdóttir
og makar.
Elsku amma.
Ég á erfitt með
að átta mig á því
að þú sért farin.
Að ég muni aldrei
aftur sitja í eldhúsinu ykkar afa
í Þykkvabænum, á meðan ég
fylgist með þér bera fram ný-
bökuð rúnstykki með sesam-
fræjum sem við smyrjum síðan
með smjöri og osti. Að við mun-
um aldrei aftur spjalla saman
við kringlótta borðið við
gluggann á meðan MoccaMas-
terinn gutlar taktfast og við bíð-
um eftir að kakan sem þú bak-
aðir og settir í frystinn fyrir
nokkrum dögum síðan, sem
væri fín að eiga ef einhver
skyldi kíkja í kaffi, þiðni.
Það er sárt að missa þig. Þú
tókst þér alltaf tíma til að leika
við okkur barnabörnin. Í litla
húsinu í garðinum hjá ykkur afa
höfum við leikið okkur með
dúkkur sem mamma og Dóra
áttu þegar þær voru litlar.
Klætt okkur upp í gamla kjóla
og hatta. Drukkið appelsínudjús
búinn til úr þykkni sem var bor-
inn fram með rúsínum í litla
hvíta dúkkustellinu með rauðu
hjörtunum. Þegar við urðum
eldri og þurftum næði til að
læra undir próf fluttu mörg
okkar inn til ykkar afa. Þú
stjanaðir þá við okkur með
bakstri og róaðir metnaðarfull-
ar próftaugar með því að hrósa
Inger
Ragnarsdóttir
✝ IngerRagnarsdóttir
fæddist 23. maí
1937. Hún lést 25.
október 2018.
Útförin fór fram
9. nóvember 2018.
hinum gyllta með-
alvegi, sem þú
sagðir að væri
besta leiðin að lifa
lífinu. Í stofunni
ykkar safnaðist
fjölskyldan saman
við hátíðir, ferm-
ingar, skírnir, út-
skriftir, pipar-
kökuskreytingar,
sunnudagsmat og
afmæli. Börn,
barnabörn og loks barnabarna-
börn hafa hlaupið um gólfin og
fundið fyrir hlýjunni hjá ykkur
afa.
Ljúfar minningar um sumar-
bústaðarferðir í Brekkukot þar
sem við drullumölluðum dýrind-
is kökur, veiddum hornsíli í
vatninu, lékum við dúkkulísur
og borðuðum skyr með kræki-
berjum og rjóma.
Þegar ég, fyrir fimm árum,
þurfti hjálp með að passa Vig-
dísi þegar ég fór til Bandaríkj-
anna sem hluti af doktorsnámi í
læknisfræði komuð þið afi bæði
með í heilan mánuð. Ég veit að
það var ekki auðvelt að ferðast
svona langt og passa þriggja
ára barn, þið bæði að nálgast
áttrætt, en þið drifuð ykkur
með. Þar fékk Vigdís að kynn-
ast ykkur vel, þið fylgduð henni
í leikskólann, lásuð fyrir hana,
fóruð með hana á leikvöllinn og
steiktuð lummur. Dýrmætar
minningar.
Eftir situr djúpstætt þakk-
læti fyrir allar stundirnar sem
við fengum saman. Þín verður
sárt saknað, elsku amma.
Þín
Hildur.
Farðu með þetta
til Egils Daða
(Egilsstaða) var
fimmaur sem
stundum var notaður með tilliti
til þess að ég var frá Egilsstöð-
um.
Við kynntumst fyrst í BT,
hann einn af þeim sem ákváðu að
vera áfram í BT Skeifunni þegar
sveitalubbinn kom að austan,
hann reyndist happafengur.
Það var bara gaman að vera
með Agli því þótt það væri tals-
verður aldursmunur smullum við
saman, sennilega mættumst við á
miðri leið, hann ákveðinn, þrosk-
aður ungur maður með fram-
tíðarplön og ég maður þið skiljið
hvað ég á við.
Hann var ráðagóður og við
gáfum hvor öðrum ráð og því má
segja að við höfum verið trún-
aðarvinir, sérstaklega á þessum
BT-árum.
Minningarnar eru endalausar
því við unnum þétt saman. Eitt
sinn mætti Egill eftir hádegishlé
og sagði heldur fátt og það sem
hann sagði var óskiljanlegt.
Þegar ég fékk upp úr honum
hvað væri að kom í ljós að hann
hafði sett í sig tungulokk og tal-
aði því óskiljanlega, það fauk nú
aðeins í mig og ég spurði hann því
hann hefði ekki gert þetta seinni
partinn, því ekki gat hann selt
tölvur svona máli farinn.
Þá gekk hann inn á klósett og
kippti lokknum úr og þar við sat.
Týpískur Egill, ef maður sagði
Egill Daði Ólafsson
✝ Egill DaðiÓlafsson
fæddist 1. október
1984. Hann lést 26.
október 2018.
Útför Egils
Daða fór fram 12.
nóvember 2018.
stökktu þá sagði
hann: „Hversu hátt?“
Önnur saga sem er
eftirminnileg átti sér
stað þegar mig og
hljómsveitina mína
VAX langaði að gera
myndband í kringum
árið 2005 og í því
þurfti þrekinn mann
sem tilbúinn var að
klæða sig í kven-
mannsföt.
Kómísk stund þegar við Egill
sitjum í versluninni.
Stórar stelpur ásamt tánings-
dóttur minni og erum að máta
háhælaskó númer 42+. Ég veit
ekki hvert afgreiðslukonan ætl-
aði eða viðskiptavinir sem komu
þarna inn.
Við vorum bara ánægðir með
okkur og fannst við vera ágætis
par.
Seinna þegar Egill var að út-
skrifast og þurfti að fara að
sækja um vinnu sem háttvirtur
lögfræðingur hringdi hann.
„Nei nei, ekkert taka mynd-
bandið út, bara nafnið svo það
googlist ekki.“
Myndbandið var tekið út og
sett inn án nafnsins, því drengur-
inn vann leiksigur og lagið var
nokkuð vinsælt ásamt mynd-
bandinu, en áhorfum fækkaði við
þennan gjörning því þau voru
orðin nokkur þúsund.
Þannig var þetta bara, alltaf til
í stuð og sprell þó að jarðbind-
ingin væri til staðar og því var
það áfall að fá þessar fréttir.
Eftir sitja góðar minningar,
sumar best geymdar þar til við
hittumst síðar.
Ættingjum og vinum sendi ég
samúðarkveðjur að austan.
Hvíl í friði, Egill Daði.
Þinn vinur
Halldór B. Warén.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
ÖNNU S. SVEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Mánateigs,
Hrafnistu í Reykjavík.
Sveinn Heiðar Gunnarsson Sigríður Jakobsdóttir
Pálmar Smári Gunnarsson Norisa Suana Gunnarsson
Kristján Ragnar Gunnarsson Gréta Ebba Bjargmundsdóttir
Heimir Örn Gunnarsson Helena Vignisdóttir
og ömmubörn
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og
langafa,
JÓNS HAFSTEINS JÓNSSONAR
stærðfræðings.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og
íbúum á Droplaugarstöðum fyrir
samfylgdina síðustu ár.
Guðmundur Karl Jónsson Olga Björg Jónsdóttir
Nanna Ingibjörg Jónsdóttir Jón Ingvar Jónsson
Brigitte M. Jónsson Ingvar Gýgjar Jónsson
og fjölskyldur
Það
skænir
vatn
á skálda-
brunni.
Hljóð sú
rödd
er kvæðin
kunni.
Kveðja
hausts
úr dökkum
runni.
Samt
líða
ljóðin fram
að muna
af munni.
(JHÁ)
Blessuð sé minning vinar og
góðs manns.
Jón og Sæbjörg
(Lalla).
Í dag kveðjum við Erling
Sigurðarson skáld og fyrrver-
andi íslenskukennara við
Menntaskólann á Akureyri. Er-
lingur kenndi við skólann 1978
– 1997 að hann lét af störfum
vegna veikinda. Erlingur var
aðsópsmikill kennari, kvað
skýrt að og lá hátt rómur. Hann
hafði sterkar skoðanir, vildi
Erlingur
Sigurðarson
✝ Erlingur Sig-urðarson
fæddist 26. júní
1948. Hann lést 12.
nóvember 2018.
Útför hans fór
fram 22. nóv-
ember 2018.
ekkert hálfkák og
alls ekki gagnvart
íslensku máli. Er-
lingur var mikill
ljóðaunnandi og
kunni heilu ljóða-
söfnin og flutti ljóð
svo unun var á að
hlýða. Þegar hann
gaf út eigin ljóða-
bækur kom í ljós
magnað og tilfinn-
ingaríkt skáld. Er-
lingi var tamt að
leiðsegja og naut ég þess þegar
ég kom að skólanum. Ég kveð
vin og félaga með trega.
Menntaskólinn á Akureyri
minnist Erlings með söknuði og
sendir fjölskyldu hans og vinum
samúðarkveðjur.
Jón Már Héðinsson,
skólameistari.
Til Siggu, Ernu, Sigga og
Kára.
Sama staðar.
Lognkyrr haustbirta: Hundgá,
fjárjarmur, söngur,
hófadynur, fleygur á lofti – og
drengur
sofnar að kvöldi fullorðinn; Fyrstu
göngur.
Framtíðin brosir: Engu að kvíða lengur.
Vindsvalt nátthúm: Í flóanum bærist
brokið
og blástörin viknar, titrandi af
vetrarkvíða.
Svefnlausar nætur: Síðustu göngum
lokið.
Söngurinn hljóðnaður: Einskis lengur
að bíða.
(E.S.)
Nú er söngurinn hljóðnaður,
síðustu göngum lokið, smala-
maður hefur kvatt. Erlingur
vinur minn er fallinn. Kynni
okkar hófust fyrsta vetur minn
í MA, vegna áhuga okkar
beggja á að spila bridge. Hann
var þá á síðasta ári í námi þar.
Ég vissi hann vera afburðanem-
anda, sérstaklega í íslensku.
Veturinn eftir kenndi hann mér
íslensku og mun sjaldgæft að
nýstúdent hafi kennt við skól-
ann. Mér þótti hann afbragðs
kennari og skemmtilegur. Meiri
urðu kynni okkar þó á Akureyr-
arárum mínum eftir 1980, en
segja mátti að ég væri heima-
gangur á heimili þeirra Siggu í
Vanabyggðinni í nokkur ár. Þar
var alltaf jafn gaman að koma.
Húsráðendur stórgreindir,
skemmtilegir og viðræðugóðir,
hvort sem rætt var um pólitík,
bókmenntir, söng eða aðrar
listir. Þó skipuðu ljóð löngum
öndvegið. Það var þó ekki fyrr
en alllöngu síðar að ég kynntist
því hversu gríðarlega gott ljóð-
skáld Erlingur var. Eftir að ég
fluttist frá Akureyri varð vissu-
lega vík milli vina. Þó hittumst
við alltaf öðru hvoru og þau
heimsóttu okkur hjónin og við
þau. Síðast í janúar á þessu ári
áttum við hjónin góða kvöld-
heimsókn hjá þeim sómahjón-
um en þá sáum við best hvernig
sjúkdómurinn hafði dregið
máttinn úr Erlingi þó andinn
væri óbugaður. Lengi höfum
við dáðst að því hversu æðru-
laust þau Erlingur og Sigga
tókust á við sjúkdóm hans og
létu hann ekki hindra sig í að
ferðast, hvorki innan lands né
utan.
Að lokinni vegferð vil ég
þakka Erlingi samfylgdina. Ég
er ríkari að hafa átt hann að
vini. Hans er gott að minnast.
Við hjónin sendum fjölskyld-
unni góðar kveðjur.
Rögnvaldur Ólafsson
í Flugumýrarhvammi.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar