Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 73
DÆGRADVÖL 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Notalegt í skammdeginu
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Gamaldags
14“‘ lampi,
verð 18.350
Fjósalukt, svört, grá
eða rauð, verð 4.980
Glóðarnet og aðrir
varahlutir fyrir Aladdin
lampa fyrirliggjandi
Comet
11“‘ lampi,
verð 8.900
Glerkúplar
verð frá 9.900
Lampaglös
í úrvali,
verð frá 3.120
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Kveikir
í úrvali,
verð frá
1.190
Ný
vefverslun
brynja.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver gerir þér gramt í geði í dag.
Munið að sýna öðrum sanngirni og skilning.
Léttu á hjarta þínu við góðan vin sem þú
treystir til að ráða þér heilt.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki aðra verða til þess að þú
lokir þínar tilfinningar inni. Reyndu að
greiða götu góðs vinar. Passaðu þig á að
eyða ekki of miklu fyrir jólin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hláturinn lengir lífið svo það er
ágætt að hafa gamanmál á takteinum þeg-
ar það á við. Gefðu þér tíma til þess að gera
hlutina vel, það margborgar sig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Deilur innan fjölskyldunnar valda
miklum erfiðleikum. Fólk laðast að þér og
nú er rétti tíminn til að taka höndum saman
og vinna góð verk.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert í raun að bíða eftir að sannleik-
urinn komi í ljós. Stundum er best að gera
ekki neitt. Gæfuhjólið snýst þér í hag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Smá vinna hér og þar safnast saman
og verður að einhverju sem þú mátt vera
stolt/ur af. Blandaðu geði við aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er einhver léttleiki yfir þér og það
liggur eittvað óvænt í loftinu. Allt bendir til
ferðalags fljótlega á nýju ári. Þegar eggið
ætlar að fara að kenna hænunni segir þú
stopp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að ná takmarki þínu,
þar sem þú leggur svo hart að þér. Mundu
að börnin vaxa hratt og tíminn með þeim er
dýrmætur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu hugmyndunum sem þú
færð á næstu vikum gætur, þú ert í mikilli
sveiflu. Hvernig væri að prófa eitthvað
nýtt?
22. des. - 19. janúar
Steingeit Í dag gætir þú átt það til að
gagnrýna fólk um of. Einhver mun hugs-
anlega gefa þér góð ráð. Þú vinnur baki
brotnu að því að klára framkvæmdir fyrir jól
– það mun takast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vaknar upp við vondan
draum, jú hvað varð af áramótaheitinu um
líkamsræktina? Allt er betra en ekkert,
drífðu þig út í göngutúr.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitt og annað að gerast í
kringum þig. Skipuleggðu vinnutímann bet-
ur og leitaðu aðstoðar með það sem þarf.
Róm var ekki byggð á einum degi.
Guðmundur Arnfinnsson birti„Kaffivísu“ á Boðnarmiði:
Morgunkaffið léttir lund,
linar straff og kvíðann,
einnig snaffs í morgunmund
mér vel skaffar líðan.
Og bætti síðan við: „Þórbergur
Þórðarson botnað eftirfarandi
fyrripart
skáldkvennanna, Herdísar og
Ólínu þannig. Þær byrjuðu:
Það er straff og þrautin mest
þegar kaffið vantar.
Þórbergur bætti við:
Gír- á -affa fara þeir flest
fá þá paffið gantar!“
Mér þykir ekki rétt að skilja
þannig við kveðskap Þórbergs og
rifja upp „Eina heimspekilega sam-
líkingu“:
Særótið bergið brýtur
og byltir því niður í haf;
það sér aldrei framar þá sólu,
er sveitamenn guma svo af.
Mín fýsn er sem úthafsins alda,
er ólmast við hrynjandi sker.
Sætleiki kvenholdsins sverfur
siðferðisbjargið í mér.
Enn um kaffið á Boðnarmiði, –
Magnús Halldórsson yrkir:
Nunnan, hún systir Soffía,
varð súr út í kaffivél nýja.
Á borðið hún lagði,
bollann og sagði.
Ó guð, láti grön mína sía.
Sigurlín Hermannsdóttir kallar
þetta „Vonda vísu:
Vísu ég vil gjarnan semja
þótt verð’ana saman að lemja
hvorki er fiskur né fugl
bara fáránlegt rugl
æ, andann er torvelt að temja.
Á mánudagskvöldið klukkan
20.07 heyrðist malið í Jósefínu Meu-
lengracht Dietrich:
Á myrkraveldi um víðan geim
vetur hefur strangar gætur
en með björtum augum tveim
upp ég lýsi dimmar nætur.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
spyr: „Heilsubótarganga?“ og svar-
ar sér sjálfur:
Yfir labba urð og grjót
aur og moldarkekki
það á að heita heilsubót
ég held það sé nú ekki!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kaffivísa og siðferðis-
bjarg Þorbergs
Í klípu
„HVAÐ ERTU MEÐ Í POKAHORNINU?
ÓHREINT MJÖL?”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Þú lítur miklu betur út!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna hvort annað.
HEIMURINN MUN LENGI
MINNAST MÍN!
MENN MUNU SEGJA „Frábær
köttur, þessi … hm …”
„… GRETTIR!”
ÞAÐ VAR FALLEGT AF YKKUR AÐ KÍKJA Í
HEIMSÓKN OG BJÓÐA OKKUR VELKOMIN Í
HVERFIÐ!
MUNIÐ AÐ EF YKKUR VANTAR EITTHVAÐ ÞÁ LÁTIÐ ÞIÐ
MIG VITA OG ÉG RÆNI ÞVÍ Í NÆSTU RÁNSFERÐ!
Víkverji er næmur maður, já eðakona eftir því hvernig á það er
litið. Víkverji skynjar þegar ólga er í
gangi. Hann getur ekki alltaf hent
reiður á hvað valdi ólgunni en reynir
að komast að því eftir bestu getu.
x x x
Víkverji skynjar einhvern óróleika ímannlífinu og náttúrunni.. Hvort
sem um er að ræða afleiðingar hlýn-
unar jarðar eða eitthvað annað þá eru
afleiðingar flóða, hvirfilbylja og skóg-
arelda hroðalegar og snerta marga.
Sem betur fer sleppa Íslendingar vel
frá flóðum, hvirfilbyljum og skógar-
eldum en í ljósi sögunnar vita Íslend-
ingar alveg hvað náttúran getur verið
grimm og þekkja angistina og sárs-
aukann sem fylgir náttúruhamförum,
slysum á sjó, og öðrum harmleikjum.
Þeir vita hversu djúp spor það mark-
ar í líf ættingja þeirra sem slasast eða
farast og sveitunga þeirra.
x x x
Víkverji hefur heyrt umræðu semstundum er í hneykslunartón um
það hvernig fólki detti í hug að búa á
eldgosa- og snjóflóðasvæðum eða á
sérlega vindasömum og snjóþungum
svæðum. Víkverji sem er vel lesinn
og kynnir sér málin áður en hann
kastar einhverju fram spyr á móti:
„Hvar eru örugg svæði að búa á á
Íslandi?“ og ef umræðan er í rök-
ræðustíl en ekki upphrópunum er
niðurstaðan oftast sú að það sé í raun
varla hægt að finna einn stað örugg-
ari en annan.
x x x
Glöggir lesendur hafa eflaust tekiðeftir því að Víkverji skrifaði
„Ef umræðan er í rökræðustíl,“ en
það er mikilvægt að ræða hlutina,
enn betra að rökræða þá og allra
verst er að eiga samskipti með upp-
hrópunum.
x x x
Víkverja finnst upphrópanir ogsleggjudómar tröllríða allri um-
ræðu og Víkverji fullyrðir að slík
samskipti skili litlu þar sem allt of
margir sitji eftir með sárt ennið. Ráð-
legging Víkverja til lesenda sem vilja
fá niðurstöðu er einföld: „Talið sam-
an og hlustið á rök hver annarra.“
vikverji@mbl.is
Víkverji
Munnur minn er fullur lofgjörðar um
þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag-
inn.
(Sálmarnir 71.8)