Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 76

Morgunblaðið - 23.11.2018, Page 76
ingar sínar og skoðanir. Hann hafi breyst með aldrinum, líkt og sam- félagið. „Ég myndi ekki gefa „Elsk- um þessar mellur“ út núna árið 2018. Margt hefur breyst og textarnir líka,“ segir hann. Bardagalist og gort – Þetta eru mjög opinskáir textar hjá þér í samanburði við texta margra kollega þinna … „Já, margir hverjir en þetta er að breytast, fólk er orðið opnara fyrir því að vera berskjaldað. Ágúst Bent sagði einhvern tíma við mig að rapp væri bardagalist. Rapp er og hefur alltaf verið dálítil keppni, líkt og þeg- ar menn voru að kveðast á og gorta. Það hefur alltaf verið mikið um gort í rappi og þessi plata er ekkert laus við það. Það er líka partur af mér, mér finnst gaman að fara í flott föt, taka einn snúning og sýna öllum hvað ég er flottur þó ég sé líka á rólegu nót- unum.“ Rappara er siður að fá til sín góða gesti við plötugerðina en Gauti segir óvenjulítinn gestagang á Fimm í samanburði við fyrri plötur, gesta- söngvarar séu færri en vanalega. Hins vegar hafi hann fengið til sín nokkra hljóðfæraleikara, m.a. Magn- ús Jóhann Ragnarsson hljómborðs- leikara sem komi mikið við sögu. „Síðan er ég, Emmsjé Gauti, bara fronturinn á batteríi sem er í raun og veru hljómsveit,“ útskýrir Gauti. Platan er mikið samvinnuverkefni og komu margir að henni, m.a. Redd- Light framleiðendatvíeykið og Björn Valur Pálsson sem er jafnframt plötusnúður Gauta á tónleikum. En hvernig hefur tónlistin þróast hjá Gauta frá síðustu plötu, er mikill munur á plötunum tveimur? „Já, það er mikill munur og þá sér- staklega þegar maður heyrir hvað fólki finnst. Vagg&velta er alltaf flokkuð sem partíplata af því á henni eru lög eins og „Reykjavík“, „Djam- mæli“ og „Strákarnir“. Hún er í æst- ari kantinum þó það séu líka róleg lög á henni. Svo gaf ég út Sautjánda nóvember sem var meira partí held- ur en hin og átti í raun alltaf að vera „rest of“ plata, lög sem ég tímdi ekki alveg að henda en vildi ekki heldur setja á hina plötuna. En svo varð hún eiginlega jafnvinsæl og Vagg&velta og stórir hittarar á henni,“ segir Gauti. „Ég þurfti smátíma til að skrifa niður hluti sem voru ekki á hinum plötunum, fara upp í stúdíó og skrifa niður það sem ég var að hugsa og þurfti að afgreiða áður en ég gæti haldið áfram. Stefnan var ekki tekin á alltof rólega plötu en hún er þó í ró- legri kantinum. Þetta er plata sem ég þurfti að koma frá mér.“ – Hlustarðu mikið á erlenda rapp- ara og sækir innblástur til þeirra? „Já, já, algjörlega en ég held að ég hafi sótt meira í R&B-senuna hvað þessa plötu varðar. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu en maður reynir að gera sitt besta og koma með sína nálgun. En vissulega er maður undir miklum áhrifum og meira frá amerísku senunni en öðr- um.“ Vel uppalinn – Ég er með spurningu handa þér frá vini mínum og hún er svohljóð- andi: Af hverju ertu svona æðisleg- ur? „Já, hann spyr að því? Ég er bara svo vel uppalinn!“ svara Gauti. – Það er lykilatriði? „Það er lykilatriði að ala fólk vel upp svo það verði ekki skíthælar.“ – Margir rapparar eru nú engir tengdamömmudraumar? „Ég veit ekki hvort ég var „ideal“ fyrir tengdaforeldra þegar ég var tví- tugur en í dag ber ég þessa kórónu með brjóstkassann þaninn,“ svarar Gauti hinn hressasti. Morgunblaðið/Hari Frumsýningarteiti Emmsjé Gauti bakaði vöfflur og frumsýndi myndband við lagið „Mér líður vel“ í Borgum, félagsmiðstöð aldraðra, fyrir sléttri viku. Opinn „Ég byrja plötuna á því að opna mig alveg og þá líka til að réttlæta allt áleggið á plötunni,“ segir Gauti, einn vinsælasti rappari landsins. „Plata sem ég þurfti að koma frá mér“  Emmsjé Gauti er einlægur á fimmtu breiðskífu sinni, Fimm  „Margt hefur breyst og textarnir líka,“ segir Gauti og að mikilvægt sé að líta í eigin barm og ritskoða tilfinningar sínar og skoðanir VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Emmsjé Gauti sendi fyrir skömmu frá sér fimmtu breiðskífuna, Fimm. Blaðamaður ræddi síðast við Gauta fyrir fimm árum, þegar hann gaf út plötuna Þey, og minnist þess að rapp- arinn hafi þá, 24 ára að aldri, haft áhyggjur af aldrinum. Gauti hlær innilega að þessari upprifjun. „Ég er búinn að vera með aldurskomplexa frá því ég var tólf ára!“ segir hann. En hefur hann ekki bara yngst á þessum fimm árum? „Þetta kemur í bylgjum og ég er alla vega sáttari núna en ég var árið 2013, þá var ég týndari í sálinni,“ svarar hann kím- inn. „Mér líður vel“ það fyrsta Gauti hefur verið nokkuð lengi að í hip hop-inu, gaf út sína fyrstu plötu, Bara ég, fyrir sjö árum en árið 2016 uxu vinsældir hans hressilega þegar hann gaf út tvær plötur, Vagg&velta og Sautjándi nóvember. „Fyrstu sóló-hittararnir fóru þá að koma inn,“ segir Gauti en af þeim smellum má nefna „Reykjavík“, „Djammæli“ og „Strákarnir“. Gauti er að vanda einlægur og opinskár í textum sínum og á Fimm rappar m.a. um hvað honum líði vel, í laginu „Mér líður vel“ sem hann segir hafa verið fyrsta lagið sem hann samdi fyrir plötuna. „Það er einmitt að koma út vídeó við það,“ segir Gauti en myndbandið má nú sjá á YouTube. – Svo er annað lag sem heitir „Hræddur“. Þú ert að kafa í tilfinn- ingar þínar og hugrenningar? „Já. Lögin „Hræddur“ og „Hætt- ur“ eru samlokubrauðið á plötunni. Þetta er í raun og veru sama lagið, skipt í tvo hluta. Ég byrja plötuna á því að opna mig alveg og þá líka til að réttlæta allt áleggið á plötunni. Ég opna og loka henni á sömu nótunum,“ útskýrir Gauti en platan hefst með laginu „Hræddur“ og lýkur með „Hættur“. Gauti segir mikilvægt að líta í eigin barm og ritskoða sjálfan sig, tilfinn- 76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 SVARTUR FÖSTUDAGUR 25% Af öllu í dag!* *tilboð gildir ekki á lifandi dýrum S;537-5000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.