Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 23.11.2018, Qupperneq 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Bjarndýr í Grímsey Miðvikudaginn 22. janúar 1969 urðu Grímseyingar varir við bjarn- dýr á eynni. Það var 7 ára drengur, Guðlaugur Óli Þorláksson, sem varð fyrstur var við dýrið þar sem hann var að reka kindur í haga. Hélt hann fyrst að þetta væri hest- ur en komst svo fljótlega að því að svo var ekki. Hann náði að hlaupa heim og gera viðvart. Vopnuðust eyjar- skeggjar í skyndi þeim rifflum og haglabyssum sem til voru og tókst að leggja dýrið að velli eft- ir nokkra baráttu. Dýrið var á stærð við meðalkú og talið frekar ungt. Líklegast þótti að það hefði komið á land með ísnum sem rak að landi vikunni áður og að það hafi því dvalist á eyjunni í nokkra daga. Þessi atburður er vel skrásettur í öllum helstu prentmiðlum frá þess- um tíma og þótti mönnum þakkar- vert lán og hrein guðs mildi að dýr- ið skyldi ekki hafa grandað fólki þar sem ljóst var að það hafði verið í eyjunni í nokkra daga. Var fólk beðið um að vera vel á verði þar sem hvítabirnir gætu gengið á land víðar en í Grímsey. Faðir hans, Þorlákur Sigurðsson útvegsbóndi, var heima við fjárhús að vinna. Það var ekki almennilega orðið bjart af degi og hafði Þorlák- ur einnig séð skepnuna en hélt eins og sonur hans í fyrstu að þetta væri hvítur hestur sem var í eyjunni þó svo honum hafi fundist eitthvað af- brigðilegt við hann. Þegar dýrið rölti af stað sá hann að limaburður- inn var allt öðruvísi en hjá hesti en var samt ekki alveg fyllilega viss hvers kyns var fyrr en strákurinn kom hlaupandi og sagði að það væri bjarndýr þarna í brekkunum. Strákurinn sagði að dýrið hefði hvæst á sig og fjárhópinn hvað eftir annað og sveigðu ærnar þá fyrir það. Eftir það fór dýrið út brekk- una. Þorlákur hafði verið að lesa í nýútkominni bók um hafísinn fyrir börnin þar sem myndir af bjarndýr- um voru mikið skoðaðar þannig að Guðlaugur Óli þekkti strax hvaða dýr var um að ræða. Þeir feðgar fóru strax heim þar sem þeir brugðu upp kíki á dýrið sem var þegar minnst var um 200-300 metra frá fjárhúsunum og áður ekki nema um 20-30 metra frá drengnum. Þeir sáu hvernig dýrið hélt út brekkuna þar sem það gróf sig á kaf í litla fönn og hvarf þeim sjónum. Eyjarskeggjar vopnast Þorlákur hafði nú samband við karlmennina á staðnum, sem var flesta að finna við vinnu á sama stað, og fóru allir í að tína saman byssur. Fóru þeir svo á móti vind- inum í áttina að bælinu, vopnaðir einni gamalli selabyssu númer átta, fuglabyssum og tveimur stórum kúlurifflum sem Þorlákur segir að þeir hafi treyst mest á. „Fórum við upp undir bælið og kom bangsi með blátrýnið þá upp úr þegar hann varð var við skarkið fyrir neðan. Í öllum æsingnum gleymdist nú að taka öryggið af sprengikúluriffl- inum, þegar skjóta átti, en bangsi lét sig síga niður í bælið aftur áður en skotið yrði á hann. Svo gægðist hann upp aftur og það var skotið á hann og lenti kúlan fremst í trant- inn á honum. Stökk hann þá upp úr bælinu og upp á skaflinn og fór síð- an frá okkur út fönnina á skokki. Þá létu nokkrir skotin dynja á honum og er ég hræddur um að góðum veiðimönnum hefði nú ekki fundist það veiðimannslega að farið. Það voru að vísu „extra long“ skot í rifflunum en þau hafa víst gagnað lítið. Síðan eltum við hann eina 3-400 metra út Hæðirnar þangað til hann var kominn að flugvallargirð- ingunni og komst einn skotmann- anna þar fyrir hann og síðan fleiri. Hann hvæsti á móti mönnunum þegar honum fannst að sér þrengt enda orðinn særður. Þegar færið var orðið eitthvað í kringum 10 metrar skutu menn í hann af hagla- byssum með selaskotum. Við vorum nú allir orðnir lafmóðir af eftirför- inni en bangsi hafði stefnt í átt að Básum sem er nyrsti bærinn hér.“ Bjarndýrið féll við selaskotin á 6-8 m færi. Þorlákur segist ekki getað eignað neinum sérstökum að hafa fellt björninn. Í viðtali við Morgunblaðið sama dag segir hann að þetta hafi sennilega verið ungt dýr, það var ekki mikið gulur blær á belgnum á því. Björninn virtist í góðum holdum. Hann var eins og stór nautgripur en vaxtarlagið öðruvísi. Við mælingar reyndist dýrið 2,5 m langt og um 370 kg á þyngd sem er geysistærð á bjarn- dýri. Þetta var karldýr, a.m.k. 12 ára gamalt. Hann hefur verið hungraður því í maga bjarnarins var aðeins sina. Haft var eftir Al- freð Jónssyni, oddvita í Grímsey, að þegar björninn féll hafi hann ekki haft minna en 10 kíló af haglaskot- um númer tíu í skrokknum. Tilboð í skrokkinn Á meðan á atlögunni stóð fylgd- ust konur og börn með heiman frá sér og mun mörgum ekki hafa verið rótt innan brjósts. Faðir Óla sagði að strákurinn hefði verið lystarlítill fram eftir degi vegna taugaóstyrks en hann hefði róast með kvöldinu. Grímseyingar blóðguðu bjarn- dýrið strax eftir að þar var lagt að velli en sáu eftir á að það hefðu ver- ið mistök. Skrokknum var svo kom- ið fyrir í frystihúsinu þar sem hann var geymdur þar til ákvörðun yrði tekin um afdrif hans. Tilboðin í skrokkinn létu ekki á sér standa og samdægurs voru komin þrjú tilboð. Eitt frá Húsavík, annað frá Selfossi og það þriðja frá Náttúrufræðistofnun. Bæjarstjórinn á Húsavík skákaði hins vegar keppinautum sínum, sem buðu í dýrið, þar sem hann hratt strax út báti og sigldi til Grímseyjar þar sem hann reiddi fram 30 þúsund krónur. Um mið- nætti hafði svo safnast saman múg- ur og margmenni á bryggjunni á Húsavík þegar bæjarstjórinn sigldi inn í höfnina með björninn. Allir vildu sjá þessa skepnu sem hafði fyrr um daginn valdið þessum usla úti í Grímsey. Björninn var stoppaður upp í há- skólanum í Árósum og er nú til sýn- is í Safnahúsinu á Húsavík. Óttinn kom eftir á Guðlaugur Óli býr nú með fjöl- skyldu sinni á Akureyri. Þó svo langt sé liðið frá þessum atburði segir hann að minningin sé skýr enn í dag og risti í sálina. Þegar þetta gerðist var mjög lítill snjór í eynni og enginn hafís. Sá möguleiki að hvítabjörn væri þar á ferli var því fjarlægur. Guðlaugur Óli segir að þennan morgun hafi hann séð að búið var að grafa snjóhús uppi í brekkunum. Hann varð forvitinn því það var ekki algengt að krakkar gerðu þar snjóhús og ætlaði hann því að skoða það betur eftir að hann væri búinn að reka kindurnar upp á eyna. Sem betur fer, segir hann, var hann ekki kominn nema stutt upp í brekkuna þegar hann mætti bjarndýrinu. Hann segir að mesti óttinn hafi komið eftir á, hvað ef hann hefði verið fyrr á ferðinni og í staðinn fyrir að mæta birninum á leiðinni upp eftir með kindurnar hefði hann mætt birninum á leiðinni til baka og ekki komist heim. Aug- ljóst er að þetta hefi getað farið verr og segir Guðlaugur Óli að það hafi tekið langan tíma að vinna úr óttanum. Margt breyttist í eyjunni við þessa heimsókn. Krakkarnir, sem voru vanir að renna sér á sleðum og skíðum og líka að stökkva í snjón- um sem safnaðist í brekkurnar vestan í eyjunni og niður í fjöru, hættu því og lagðist sú iðja nánast af í töluvert langan tíma eftir að bjarndýrið fannst, eins það að vera á skautum á tjörnunum í myrkrinu á kvöldin. Skammdegismyrkrið í Grímsey er frekar langt og ekkert var um götulýsingar á þessum tíma og frekar langt á milli bæja. Guð- laugur Óli segir að eftir að hann rakst á bjarndýrið hafi hann farið að finna fyrir myrkfælni þegar hann var sendur á milli bæja. „Manni fannst þá oft að eitthvað væri á eftir manni eða að maður heyrði einhver hljóð, yfirleitt var þá tekinn spretturinn. Annað sem breyttist var að foreldrar leyfðu börnum sínum ekki að vera eins lengi út á kvöldin og áður og allir áttu að fara varlega. Enn eimir eftir af þessum ótta hjá sumu fullorðna fólkinu,,“ segir Guðlaugur Óli, „og eru t.d. börnin, sem lengst fara í skólann, oft keyrð í myrkrinu.“ Hvítabirnir á Íslandi Þórir heitinn Haraldsson, lengi líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, var mikill áhuga- maður um hvítabjarnakomur til Íslands og safn- aði að sér heimildum þar að lútandi. Dóttir hans, Rósa Rut, vann síðan úr þessum heimildum að honum látnum og útkoman er bókin Hvítabirnir á Íslandi sem Bókaútgáfan Hólar gefur út. Ljósmynd/Erna Ýr Guðjónsdóttir Hvítabjarnabók Rósa Rut Þórisdóttir tók við heimildasafni föður síns, Þóris Haraldssonar, og kom á bók. Óvelkominn Hvítabjörninn í Grímsey lagður að velli. Myndina tók Stein- grímur Gunnarsson, birt með góðfúslegu leyfi Guðlaugs Óla Þorlákssonar. Dásamlegir dropar í sturtunni þinni www.sturta.is | Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði | s 856 5566
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.