Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 90

Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 90
90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Nýlega lauk ríkissjón-varpið við að sýna 10þátta röð um sögu Dan-merkur. Þetta eru vand- aðir þættir og ekkert til sparað. Þeir minna á að Danmörk er skagi á meginlandi Evrópu. Öldum saman var tekist á um mörkin milli skag- ans og meginlandsins. Þættirnir snúast að verulegu leyti um þessa togstreitu og blóðug átök vegna hennar. Norður-Atlantshafseyj- arnar sem skapa skaganum dýpt voru stundum nefndar þegar sýnd voru landakort. Aldrei var athygli beint að hjálandinu Íslandi. Saga þess stóð utan við meginstrauma þessarar dönsku sögu. Ríkisoddvitar um 70 landa komu saman í París 11. nóv- ember til að minnast 100 ára afmælis vopna- hlésdagsins. Í hátíðarræðu sagði Emmanuel Macron Frakk- landsforseti þjóðernishyggju and- stæðu föðurlandsástar. Orð forsetans taka mið af reynslu þjóða heims á 20. öldinni og blóð- ugum átökum hennar. Hundrað ára fullveldi Íslands má hins vegar rekja til þjóðernishyggju sem mót- aðist af rómantík 19. aldar og varð til að föðurlandsást fékk útrás í ljóð- um og annarri menningarsköpun, aflvaka í sjálfstæðisbaráttunni. Í nýrri bók Gunnars Þórs Bjarna- sonar sagnfræðings, Hinir útvöldu, sem segir söguna af því þegar Ís- land varð sjálfstætt ríki árið 1918, eins og það er orðað í undirtitli, er á bls. 113 bent á að rök Íslendinga í fullveldisviðræðunum við Dani voru ekki aðeins reist á því að Ísland væri í sambandi við Danmörku um konung einan heldur hefði íslenska þjóðin ein germanskra þjóða varð- veitt hina fornu tungu „er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900-1000 ár- um svo lítið breytta að hver íslensk- ur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bókmennta- fjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annarra Norðurlanda- þjóða. Með tungunni hefur sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveist. … Þessi atriði, sérstök tunga og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálf- stæðis“, segir í greinargerð fjór- menninganna sem ræddu við full- trúa danskra stjórnvalda. „Verður þetta betur orðað?“ spyr Gunnar Þór réttilega um þennan kafla úr greinargerðinni. Með vísan til ræðu Frakklandsforseta má einnig spyrja: Er við hæfi að beita slíkum rökum? Leiðir krafan um að þjóðernishyggja hopi fyrir föður- landsást til þess að rök af þessu tagi í samskiptum þjóða verði að víkja? Í samtímanum er hvað sem öðru líður hollt að minnast þess hve sagan, tungan og menningin eiga ríkan þátt í að Íslendingar eru fullvalda þjóð. Einmitt af þeim sökum var rétt til fundið af alþingi að fela full- veldisnefndinni undir formennsku Einars K. Guðfinnssonar, fyrrv. þingforseta og ráðherra, að sjá til þess að verk á borð við það sem Gunnar Þór hefur unnið yrði gefið út í tilefni 100 ára afmælis fullveld- isins. Í útgáfuhófi hvatti Gunnar Þór menn til að lesa bókina til að skilja heiti hennar. Farið skal að þessum óskum, hins vegar kemur á óvart að í undirtitli skuli talað um „sjálf- stætt“ en ekki „fullvalda“ ríki. Segir þó í bókinni (bls. 113) að íslenska viðræðunefndin hafi krafist að nýir samningar um samband landanna verði einungis „á þeim einum grundvelli gerðir að Ísland verði viðurkennt fullvalda ríki“. Óljóst er hvers vegna Kristján X. Danakonungur ákvað í nóvember 1917 að bregðast á þann hátt við ályktun alþingis frá ágúst 1917 um fullgildan siglingafána að bjóða við- ræður um samband landanna í heild. Íslendingar vildu samþykki konungs við siglingafána. Hann bauð þess í stað viðræðurnar sem leiddu til fullveldis. Gunnar Þór bendir ekki á neina sérgreinda málefnalega ástæðu fyr- ir viðræðunum. „Þegar Íslandsmál voru rædd í Danmörku síðsumars 1918 og um haustið var Suður- Jótland oft nefnt í sömu andrá og fullyrt að samningarnir við Íslend- inga myndu auðvelda Dönum að fá stórveldin til að viðurkenna sjálfs- ákvörðunarrétt Suður-Jóta,“ segir á bls. 78. Þessi rök voru kynnt á danska þinginu eftir að samið var við Ís- lendinga um fullveldi en réð ekki gerð samningsins. Gunnar Þór telur að „ein meginástæða“ þess að Danir vildu semja við Íslendinga sumarið 1918 hafi verið ótti þeirra við að annars kæmi til aðskilnaðar land- anna og Íslendingar færu undir verndarvæng Breta eftir reynsluna í stríðinu. Bretar höfðu þó ekki þá frekar en áður neinn áhuga á að ná undirtök- unum á Íslandi. Þeir vissu að án þeirra höfðu þeir Norður-Atlants- hafsvæðið í hendi sér. Samhliða því sem Gunnar Þór reifar álitaefni tengd stjórnmálum dregur hann upp glögga aldarfars- lýsingu á Íslandi á árinu 1918. Hann siglir með skipinu Sterling í kynnis- ferð um hafnir landsins og staldrar sérstaklega við í Reykjavík. Án full- veldisviðburðarins 1. desember væri árið 1918 líklega eitt dapurlegasta ár 20. aldarinnar vegna skorts í lok styrjaldarinnar, mannfalls í spænsku veikinni og Kötlugoss. Efnistökin eru fagmannleg og textinn skýr, áreitnislaus og auð- veldur aflestrar. Í bókinni er ekki að finna sömu spennu og í bók Gunnar Þórs frá árinu 2012, Upp með fánann um uppkastið 1908. Ástæðan er sú að allan tímann frá því að Kristján X. og Jón Magnús- son forsætisráðherra hittust 22. nóvember 1917 liggur í loftinu að samningar takist milli íslenskra og danskra stjórnvalda enda er það konungsvilji. Eftir að samningurinn lá fyrir 18. júlí 1918 var brautin næsta greiðfær á þjóðþingum landanna. Umræður tóku lengri tíma í Danmörku en hér. Ætlunin var að hespa málið af á al- þingi með hraði og næsta umræðu- lítið en tveir þingmenn, Benedikt Sveinsson í neðri deild og Magnús Torfason í efri deild, komu í veg fyr- ir það. Þeir töldu of langt gengið til móts við Dani. Sviptingar voru mestar milli Benedikts og Bjarna Jónssonar frá Vogi. Í málinu rofnaði áralöng sam- staða þeirra í sjálfstæðisbaráttunni. Jón Magnússon sýndi þau pólitísku klókindi að skipa Bjarna frá Vogi í viðræðunefndina. Dræm þátttaka var í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um sambands- lögin en yfirgnæfandi meirihluti studdi þau. Ítarlegar tilvísana- og heimilda- skrár eru í bókinni, einnig skrár yfir myndir, nöfn, staði og efnisorð. Er vel til þessa vandað þótt við upp- flettingu á efnisorði hafi verið lent á textalausri myndasíðu. Margrét Tryggvadóttir er myndaritstjóri. Hún velur mikinn fjölda líflegra mynda í bókina auk þess sem fróðleik er að finna í text- um sem þeim fylgja. Frægasta myndin er eftir Magn- ús Ólafsson frá athöfninni við Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918. Prýðir hún opnu fremst í bók- inni. Þegar upplýst er að þetta hafi verið sólbjartur, kyrr vetrardagur, eins og raunar má sjá á fánanum, er ekki lengur eins dimmt yfir mynd- inni og sorgarklæddur hópurinn framan við húsið gefur til kynna. Öllu frjálslegra er yfir samtíma- mynd frá sama stað aftast í bókinni. Í myndatexta á bls. 42 segir að Kristján X. hafi orðið konungur 1906 en það varð hann ekki fyrr en 1912 eins og segir í meginmáli. Til þess að árétta gildi skjaldar- merkis Íslands er birt mynd á bls. 326 sem tekin er við sendiráð Ís- lands í Washington snemma á stríðsárunum síðari. Thor Thors varð sendiherra í Bandaríkjunum 1941 og er hann einn nafngreindur á myndinni af átta manns en í þeim hópi er Ágústa, kona Thors, Marta (Ólafsdóttir) Thors, hjónin Gígja og Henrik Sv. Björnsson auk þriggja annarra. Vegna þess hve textar með myndum eru vinsælt lesefni skiptir alúð við þá máli. Nú á tímum getum við ekki sett okkur í spor þeirra sem lifðu þátta- skilin í sögu þjóðarinnar 1. desem- ber 1918. Sigurður Nordal prófess- or sagði: „Mér hefur jafnan fundist þessi örskotsstund hafa breytt því meir að vera Íslendingur en gerst hefur um mína daga.“ Kristján Al- bertsson rithöfundur sagði: „Aldrei hefur þjóðlíf vort haft meiri liðs- drátt en nú gegn deyfðinni og logn- mollunni sem löngum ætla að drepa alla sál hins opinberra lífs vorrar fá- mennu þjóðar.“ Þennan neista ber að varðveita. Örlagaárið 1918 og fullveldið Morgunblaðið/Árni Sæberg Neisti Í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Hinir útvöldu, segir hann söguna af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki. Sagnfræði Hinir útvöldu bbbbn Eftir Gunnar Þór Bjarnason. Sögufélag, 2018. Innb., 403 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR BLACKFRIDAY 25% AFÖLLU ALLAHELGINA 23.-25.NÓV.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.