Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 100

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 100
Fjólublár föstudagur er í fullu fjöri. Hvort semþú ert í stemningu fyrir örlítið meiri sól, já eða barameiri snjó, eigum við WOWfangastað fyrir þig á ótrúlega fjólubláu verði. Tilboðin gilda tilmiðnættis! FLUG FRÁ 4.999kr. BÓKAÐUNÚNA ÁWOWAIR.IS *Aðra leiðmeð sköttum. Valdir áfangastaðir og takmarkað sætaframboð. Skilmálar gilda: wowair.is/smattletur Hljómsveitar- verkið Ólafur Liljurós eftir Jórunni Viðar verður, í tilefni af aldarafmæli Jórunnar, flutt í Hofi á sunnu- daginn kl. 16. Flytjandi er Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Er þetta í fyrsta sinn sem verkið er flutt í upprunagerð fyrir sinfóníuhljómsveit, undir stjórn Hall- fríðar Ólafsdóttur. Jórunn samdi tón- listina við söguna af Ólafi sem ball- ettverk fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 1952 og var verkið þá flutt í smækkaðri mynd. Hljómsveitin flyt- ur einnig Forleik eftir Fanny Mend- elssohn Hensel, Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Eld eftir Jórunni. Ólafur í upprunagerð FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég var heppinn að koma á góðum tíma, í mjög góðan hóp sem hefur ekkert orðið saddur á þessum tíma. Við getum enn unnið tvöfalt í ár og þetta hefur verið frábær tími,“ seg- ir Matthías Vilhjálmsson sem varð á dögunum norskur meistari í knatt- spyrnu fjórða árið í röð og hlakkar mikið til næsta undirbúnings- tímabils. »1 Kom á góðum tíma í mjög góðan hóp ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Dómkórinn í Reykjavík, einsöngv- arar og kammersveit flytja Jóla- óratoríu J.S. Bachs í Hallgríms- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Hanna Dóra Sturlu- dóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Jóhann Kristinsson bassi, konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir og stjórnandi Kári Þor- mar dómorganisti. Jólaóratorían inniheldur sex kant- ötur sem Bach samdi undir árs- lok 1734 og verða fjórar þeirra fluttar á tónleik- unum. Jólaóratoría Bachs í Hallgrímskirkju Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Okkur finnst rosalega gaman að vera aðeins öðruvísi og fara út fyrir kassann,“ segir Sigríður Tryggva- dóttir, formaður Kvennakórs Kópa- vogs, sem undirbýr nú jólatónleika sína. Tónleikarnir verða haldnir í byrjun desember og fer kórinn tölu- vert óvenjulega leið við að auglýsa viðburðinn. Enda eru jólatónleik- arnir með frekar óhefðbundnu sniði. „Kórstjórinn okkar, Keith Reed, setti saman söngleik með söguþræði sem gerist síðustu dagana fyrir jól á tveimur læknastofum. Greta Salóme verður með okkur. Hún bæði syngur og spilar á fiðluna en það kemur í ljós hvaða hlutverki hún gegnir.“ Hvernig kom söngleikurinn til? „Ætli Keith hafi ekki fengið hug- myndina því fimm konur í kórnum eiga von á barni í vetur og ein geng- ur með tvíbura. Ein þeirra missir af tónleikunum því hún á að eiga bara rétt fyrir jólin. Okkur langar með þessu að heiðra starfsfólk heilbrigð- isstéttanna. Það er gaman að segja frá því að ein í kórnum útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur fyrir fjöru- tíu árum í þessum kjól sem ein klæð- ist á myndinni.“ Sigríður segir kórfélaga nokkrum sinnum áður hafa farið í slíkar myndatökur og það sé alltaf mikil spenna í kringum þær. „Við erum alltaf á háum hælum og með rauðan varalit. Það er svona ákveðinn skvísuþáttur sem við leggj- um upp með. Árið 2016 héldum við vortónleika áður en við fórum í tón- leikaferð til Ítalíu og fannst við vera dálítið úti á túni. Þá fannst okkur liggja beinast við að taka myndirnar úti á túni með okkur á háu hæl- unum.“ Söngleikurinn Stofujól verður sýndur í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði 8. desember kl. 15 og 18 en upp- selt er orðið á fyrri tónleikana. Í háum hælum í grasinu Myndin var tekin í auglýsingaskyni fyrir vortónleika Kvennakórs Kópavogs árið 2016. Á háum hælum og með rauðan varalit úti á túni  Kvennakór Kópavogs fer óhefðbundnar leiðir í kynningu Heiðra heilbrigðisstéttir Söngleik- urinn Stofujól gerist á læknastofum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.