Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 100
Fjólublár föstudagur er í fullu fjöri. Hvort semþú ert í stemningu fyrir örlítið meiri sól, já eða barameiri snjó, eigum við WOWfangastað fyrir þig á ótrúlega fjólubláu verði. Tilboðin gilda tilmiðnættis! FLUG FRÁ 4.999kr. BÓKAÐUNÚNA ÁWOWAIR.IS *Aðra leiðmeð sköttum. Valdir áfangastaðir og takmarkað sætaframboð. Skilmálar gilda: wowair.is/smattletur Hljómsveitar- verkið Ólafur Liljurós eftir Jórunni Viðar verður, í tilefni af aldarafmæli Jórunnar, flutt í Hofi á sunnu- daginn kl. 16. Flytjandi er Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Er þetta í fyrsta sinn sem verkið er flutt í upprunagerð fyrir sinfóníuhljómsveit, undir stjórn Hall- fríðar Ólafsdóttur. Jórunn samdi tón- listina við söguna af Ólafi sem ball- ettverk fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 1952 og var verkið þá flutt í smækkaðri mynd. Hljómsveitin flyt- ur einnig Forleik eftir Fanny Mend- elssohn Hensel, Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Eld eftir Jórunni. Ólafur í upprunagerð FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég var heppinn að koma á góðum tíma, í mjög góðan hóp sem hefur ekkert orðið saddur á þessum tíma. Við getum enn unnið tvöfalt í ár og þetta hefur verið frábær tími,“ seg- ir Matthías Vilhjálmsson sem varð á dögunum norskur meistari í knatt- spyrnu fjórða árið í röð og hlakkar mikið til næsta undirbúnings- tímabils. »1 Kom á góðum tíma í mjög góðan hóp ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Dómkórinn í Reykjavík, einsöngv- arar og kammersveit flytja Jóla- óratoríu J.S. Bachs í Hallgríms- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Hanna Dóra Sturlu- dóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Jóhann Kristinsson bassi, konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir og stjórnandi Kári Þor- mar dómorganisti. Jólaóratorían inniheldur sex kant- ötur sem Bach samdi undir árs- lok 1734 og verða fjórar þeirra fluttar á tónleik- unum. Jólaóratoría Bachs í Hallgrímskirkju Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Okkur finnst rosalega gaman að vera aðeins öðruvísi og fara út fyrir kassann,“ segir Sigríður Tryggva- dóttir, formaður Kvennakórs Kópa- vogs, sem undirbýr nú jólatónleika sína. Tónleikarnir verða haldnir í byrjun desember og fer kórinn tölu- vert óvenjulega leið við að auglýsa viðburðinn. Enda eru jólatónleik- arnir með frekar óhefðbundnu sniði. „Kórstjórinn okkar, Keith Reed, setti saman söngleik með söguþræði sem gerist síðustu dagana fyrir jól á tveimur læknastofum. Greta Salóme verður með okkur. Hún bæði syngur og spilar á fiðluna en það kemur í ljós hvaða hlutverki hún gegnir.“ Hvernig kom söngleikurinn til? „Ætli Keith hafi ekki fengið hug- myndina því fimm konur í kórnum eiga von á barni í vetur og ein geng- ur með tvíbura. Ein þeirra missir af tónleikunum því hún á að eiga bara rétt fyrir jólin. Okkur langar með þessu að heiðra starfsfólk heilbrigð- isstéttanna. Það er gaman að segja frá því að ein í kórnum útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur fyrir fjöru- tíu árum í þessum kjól sem ein klæð- ist á myndinni.“ Sigríður segir kórfélaga nokkrum sinnum áður hafa farið í slíkar myndatökur og það sé alltaf mikil spenna í kringum þær. „Við erum alltaf á háum hælum og með rauðan varalit. Það er svona ákveðinn skvísuþáttur sem við leggj- um upp með. Árið 2016 héldum við vortónleika áður en við fórum í tón- leikaferð til Ítalíu og fannst við vera dálítið úti á túni. Þá fannst okkur liggja beinast við að taka myndirnar úti á túni með okkur á háu hæl- unum.“ Söngleikurinn Stofujól verður sýndur í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði 8. desember kl. 15 og 18 en upp- selt er orðið á fyrri tónleikana. Í háum hælum í grasinu Myndin var tekin í auglýsingaskyni fyrir vortónleika Kvennakórs Kópavogs árið 2016. Á háum hælum og með rauðan varalit úti á túni  Kvennakór Kópavogs fer óhefðbundnar leiðir í kynningu Heiðra heilbrigðisstéttir Söngleik- urinn Stofujól gerist á læknastofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.