Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 64

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Heilsuleikskólinn Árbær auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Sérkennslustjóri Heilsuleikskólinn Árbær auglýsir eftir sérkennslustjóra í 100% starfshlutfall frá og með 1. janúar 2019. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi. Meginverkefni: • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar. • Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans. • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu. • Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og ráðgjöf. • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki. Menntun og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum • Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja. • Góð færni í mannlegum samskiptum. • Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum. • Góðir skipulagshæfileikar • Færni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð íslenskukunnátta Leikskólakennarar Um er að ræða 100% stöður frá og með 1. janúar 2019. Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara er að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Menntun og færnikröfur: • Leikskólakennararéttindi • Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji • Færni í mannlegum samskiptum • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum • Góðir skipulagshæfileikar • Færni í að tjá sig í ræðu og riti Frekari upplýsingar veitir Kristín Eiríksdóttir, sími 480 3250 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið arbaer@arborg. is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2018. Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR HUGBÚNAÐARHÖNNUÐUR ÓSKAST Í UPPLÝSINGATEYMI VARÐAR Brennur þú fyrir þróun hugbúnaðarlausna og innleiðingu á hinum ýmsu kerfum? Áttu gott með að vinna í árangurs- og verkefnadrifnum hópum? Býrð þú að framsýni, sjálfstæði og átt auðvelt með að finna úrræði og lausnir? Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi sérfræðinga sem vinna að upplýsingatæknimálum. Helstu verkefni hópsins eru þróun á fjárhags- og tryggingakerfi félagsins í Microsoft Dynamics NAV 2016 sem og öðrum kerfum, innleiðing á aðkeyptum kerfum, notendaprófanir og aðstoð við notendaþjónustu. Teymið sinnir einnig vefsíðum Varðar og þróunarverkefnum með öflugum samstarfsaðilum félagsins á sviði trygginga- og fjártækni. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um en viðkomandi einstaklingur þarf að hafa menntun og reynslu á sviði hugbúnaðarþróunar, helst á sviði Microsoft Dynamics NAV. Mikill kostur er ef viðkomandi hefur þekkingu á NAV 2016 og nýrri útgáfum sem og þekkingu á þróun á vefþjónustum. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 9. DESEMBER 2018 Veistu hvað þú vilt? Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvef félagsins inni á vordur.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður upplýsingatækni, í netfanginu sverrir@vordur.is eða Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, í netfanginu harpa@vordur.is Vörður er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu þar sem unnið er í anda jafnréttis. Vinnuumhverfi félagsins er nútímalegt, jákvætt og árangursmiðað. Hefur þú áhuga á að koma að kennslu í litlum samreknum leik- og grunnskóla úti á landi? Við erum staðsett um klukku- stund frá höfuðborgarsvæðinu og það er hálftíma keyrsla á Selfoss. Nemendur í skólanum eru 75 á leik- og grunnskóla- stigi. Það eru áhugaverðar stöður í boði og ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur línu eða hafðu samband símleiðis. • Deildarstjóri í leikskóladeild 100% staða • Leikskólakennari 100% staða • Stuðningsfulltrúi grunnskóladeild 50-100% Hér í skólanum er starfið í stöðugri þróun og hefur skólinn markað sér sérstöðu í útikennslu. Þar sem skólinn er sam- rekinn leik- og grunnskóli hefur samfellan á milli skólastiga verið góð og markviss. Stuðst er við fjölbreytta kennsluhætti og lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám. Skólinn er græn- fánaskóli og leggur áherslu á umhverfismennt. Kennarar og starfsfólk vinnur í teymum á báðum skólastigum og leggjum við ríka áherslu á góða samvinnu allra sem að skólasamfélaginu koma. Störfin henta jafnt körlum sem konum. Lausar stöður við Bláskógaskóla Laugarvatni Ef ekki fæst kennari með kennsluréttindi á viðkomandi skólastigi verður litið til reynslu og meðmæla úr fyrri starfi/störfum. Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma 480-3030 eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2018. Hæfniskröfur: • Kennsluréttindi á leikskólastigi • Færni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og áhugi fyrir margbreytilegu starfi • Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Gleði og samstarfsvilji skipta miklu máli Smáauglýsingar Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.