Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógur Björn Traustason á svæðinu.
„Hamrahlíðin er heilt ævintýraland.
Skógurinn er í fallegu umhverfi og
um hann liggur net göngustíga um
rjóður og í fjallshlíðinni. Mörgum
finnst hreinlega ómissandi að mæta
á þennan stað fyrir hátíðir og velja
sér jólatré,“ segir Björn Traustason,
formaður Skógræktarfélags Mos-
fellsbæjar. Jólaskógur félagsins, sem
er í hlíðum Úlfarsfells við Vestur-
landsveg, var opnaður um síðustu
helgi.
Fjölmenni mætti þá á svæðið og
margt var til gamans gert, eins og
hefð er fyrir á opnunardegi. Jólatrés-
salan í Hamrahlíð er á virkum dögum
í þessari viku opin milli klukkan 12 og
14 og um helgar frá 10 til 16. Í næstu
viku verður svo opið alla daga frá há-
degi og fram til kl. 18.
„Það er nóg af fallegum trjám í
skóginum núna en hjá okkur getur
fólk í næði sótt sér furu og greni.
Margir velja að fara um skóginn og
saga það við rót. Einnig getur fólk
nálgast tré sem við erum búin að
fella og þau eru þá í rjóðrinu neðst í
skóginum. Þá fást hjá okkur lifandi
tré með rót í potti; fura og greni,“
segir Björn og bætir við að trén í ár
séu einkar falleg og vel sprottin. Í
stofur landsmanna séu eftirsóttust
um það bil tíu ára gömul tré sem eru
um tveir metrar á hæð. Mörg slík sé
að finna í Hamrahlíð og þau séu yfir-
leitt vel sprottin og jöfn að lögun.
Vinsælt að heimsækja Hamrahlíðina fyrir jólin
Jólaskógurinn er ævintýraland
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Vefurinn heilsuvera.is ersamstarfsverkefni Heilsu-gæslu höfuðborgarsvæð-
isins og Embættis landlæknis.
Vefnum er ætlað að koma á fram-
færi til almennings áreiðanlegum
upplýsingum um heilsu, þroska og
áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því
að opna aðgengi einstaklinga inn á
eigin sjúkraskrá og gera fólki
mögulegt að vera í sambandi við
heilsugæsluna sína í gegnum net-
ið.
Fróðleikur um
heilsu og sjúkdóma
Vefurinn skiptist í fjóra hluta.
Sá fyrsti er þekkingarvefur, en
strax á forsíðunni má finna efn-
isflokka sem hafa að geyma ýmsan
fróðleik um heilsu og sjúkdóma.
Þarna má meðal annars finna efni
um næringu, hreyfingu, svefn og
hvíld, kynheilbrigði, forvarnir og
bólusetningar ásamt upplýsingum
um áhrifaþætti heilsu, sjúkdóma,
einkenni og frávik í þroska. Fólk
getur fengið hagnýt ráð og leið-
beiningar um að breyta heilsu-
hegðun sinni hvort sem markmiðið
er að draga úr áfengisneyslu,
hætta reykingum, bæta mataræði
eða auka hreyfingu. Verðandi for-
eldrar og foreldrar barna geta
fundið ítarlegt efni um meðgöngu,
fæðingu, þroska barna og uppeldi.
Á þeim hluta sem fjallar um sjúk-
dóma, einkenni og frávik má fá
gagnleg ráð um hvað hægt er að
gera heima og hvenær er ráðlagt
að leita til heilsugæslunnar eða á
bráðamóttöku.
Örugg samskipti
Annar hluti vefsins eru Mínar
síðar. Nauðsynlegt er að hafa raf-
ræn skilríki til að skrá sig þar inn
en þar er öruggt vefsvæði þar sem
hver og einn getur átt samskipti
við starfsfólk heilsugæslunnar.
Þar getur fólk nálgast gögn úr eig-
in sjúkraskrá, pantað tíma hjá
lækni, óskað eftir endurnýjun lyfja
sem tekin eru reglulega, skoðað
bólusetningar og skráð mælingar.
Einnig er hægt að senda heilbrigð-
isstarfsfólki örugg skilaboð. Fólki
eru send sms-skilaboð þegar er-
indinu hefur verið svarað.
Hver heilsugæslustöð fyrir sig
ákveður hvort notendur geta pant-
að tíma eða notað samskiptin á
Mínum síðum. Flestar heilsu-
gæslustöðvar landsins nota lyfja-
endurnýjunina og tímapantanir og
þeim fer hratt fjölgandi sem heim-
ila samskipti á þessum hluta
Heilsuveru.
Þriðji hluti vefsins er Þjón-
ustuvefsjá, þar sem er yfirlit um
allar heilsugæslustöðvar landsins.
Þar má finna lýsingu á þjónustu á
hverjum stað, hvernig má nálgast
hana og hvað hún kostar. Einnig
er að finna hvaða þjónusta er í
boði utan dagvinnutíma á hverjum
stað. Finna má þá heilsugæslustöð
sem næst er hverju sinni ef þörf er
á. Á þjónustuvefsjánni er einnig að
finna yfirlit yfir bráðamóttökur.
Einnig skal bent á að vaktsími fyr-
ir allt landið er 1700 og svarað er í
þann síma allan sólarhringinn.
Opið netspjall
Fjórði og síðasti meginhluti
vefsins er Netspjall. Hjúkr-
unarfræðingur er að jafnaði með
opið netspjall á vinnutíma. Þar
getur fólk fengið almenn ráð um
heilsu, sjúkdóma og leiðbeiningar
um hvað best sé að gera í hverju
tilviki.
Veittar eru ráðleggingar um
notkunina á Mínum síðum ef þörf
er á slíku ásamt leiðbeiningum um
heilbrigðiskerfið. Landsmenn hafa
tekið netspjallinu fagnandi og
nota það mikið þegar það er opið
og íslenskumælandi fólk hér og
þar um heiminn hefur einnig tekið
þessari nýjung fagnandi. Borist
hafa netspjöll úr öllum heims-
álfum, öllum Evrópulöndum og
stórum hluta annarra landa í
heiminum.
En sjón er sögu ríkari. Best er
að fara inn á heilsuvera.is og
skoða sig þar um. Þú finnur
örugglega eitthvað þar sem vekur
áhuga þinn. Skógarmítill, akstur á
efri árum, krydd í kynlífið, leiðir
til að draga úr líkum á að smitast
af kvefpestum, tengsl foreldra og
ungbarna eða bara eitthvað allt
annað og allar góðar ábendingar
eru þegnar með þökkum.
Unnið í samstarfi við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Thinkstock/Getty Images
Kvef Í skammdeginu hellast allskonar umgangspestir og flensuskítur yfir
landsmenn og þá er ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks einkar mikilvæg.
Skógarmítill, kvef og kynlíf
Heilsuráð
Margrét Héðinsdóttir og
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
hjúkrunarfræðingar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilsugæsla Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, til vinstri, framkvæmdarstjóri
hjúkrunar, og Margrét Héðinsdóttir, vefstjóri heilsuveru.is
Hestafólkið í Brokkkórnum er mik-
ið gleðifólk og félagslynt með ein-
dæmum. Þetta er fólk sem kann að
láta öðrum líða vel og ætla þau að
bjóða til aðventukvölds í Selja-
kirkju í Breiðholti í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 20. Ætlunin er að
eiga notalega kvöldstund þar sem
kórinn flytur jólalög undir stjórn
hins geðþekka og gamalreynda
Magnúsar Kjartanssonar. Einsöngv-
ari að þessu sinni er María Gyða
Pétursdóttir. Að loknum tónleikum
verður rétt eins og fyrri ár boðið
upp á heitt súkkulaði og nýbakaðar
ilmandi vöfflur með tilheyrandi og
allt saman innifalið í miðaverði.
Hestafólkið í Brokkkórnum hlakkar
til að sjá gesti og njóta með þeim
hlýlegrar stundar. Húsið er opnað
hálftíma áður en tónleikar hefjast,
klukkan 19:30. Miðasala verður við
innganginn og vert að taka fram að
ókeypis er fyrir 12 ára og yngri,
svo það er um að gera að bjóða
börnunum með.
Jólastemning Hluti kórmeðlima í sparifötunum ásamt Magnúsi stjórnanda.
Söngur, heitt súkkulaði, ilmandi
vöfflur og notaleg samvera
Brokkkórinn syngur inn jólin í kvöld
Lagt í’ann Brokkkórsmeðlimir ríða oft
út saman. Þóra Þórisdóttir galvösk hér.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
www.volkswagen.is
Fjórhjóladrifna fjölskyldan.
Touareg Offroad.
3.0 TDI V6.
Verð 9.290.000 kr.
T- Roc.
Fjórhjóladrifinn
og sjálfskiptur.
Verð 4.590.00 kr.
Tiguan Allspace.
7 manna og rúmgóður.
Verð 7.635.000 kr.
Tilboðsverð 6.990.000 kr.
Tiguan Offroad.
Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur.
Verð 5.790.000 kr.
Tilboðsverð 4.990.000 kr.