Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 24

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 24
Þórir Garðarsson, sem er jafnframt stjórnar- formaður Hveravallafélagsins, segir hluthafa telja rétt að nýir aðilar komi að uppbyggingu á Hveravöllum. Hluthafar hafi því ákveðið að selja félagið. Ekkert ásett verð er á félaginu og er óskað tilboða. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti hluthafinn en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. „Helstu ástæðurnar fyrir sölunni eru þær að Húnavatnshreppur, sem hefur verið meðeigandi okkar í þessu verkefni, hefur áhuga á að fara út úr ferðaþjónusturekstri. Eðlilega. Það stóð aldrei til að hreppurinn yrði lengi viðloðandi verkefnið,“ segir Þórir. „Við [hjá Gray Line] er- um jafnframt í öðrum krefjandi verkefnum. Þá bæði varðandi uppbyggingu við Skíðaskálann í Hveradölum og rekstur Gray Line. Við teljum rétt að á Hveravöllum, sem er friðlýst svæði og í hjarta hálendisins og einn af fegurri stöðum á hálendinu, sé heppilegra að uppbyggingin sé í höndum aðila sem geta einbeitt sér að verkefninu á þessum tímapunkti.“ Selja starfsemina á svæðinu Undir Hveravallafélagið heyra allar fast- eignir, tæki, innviðir og lóðaleigusamningar til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum. Þórir rifjar upp að Hveravallafélagið hafi starfað í áratugi. Á síðustu árum hafi félagið varið um 100 milljónum í endurbætur húsa og búnaðar. Þá hafi félagið byggt upp innviði á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila. „Við höfum fjárfest gríðarlega mikið í inn- viðum á undanförnum árum. Reksturinn er orð- inn sjálfbær. Það eru mikil tækifæri til staðar fyrir þá sem vilja koma að þessu verkefni. Síðan er því ekki að leyna að það hafa haft samband við okkur aðilar sem hafa viljað komast í þetta verkefni en við vorum ekkert á því að selja. Nú þegar þessi ákvörðun hefur verið tekin fannst okkur hins vegar rétt að vekja athygli á því.“ Selja Hvera- vallafélagið  Fjárfestar sýna áhuga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveravellir Svæðið er fjölsótt á sumrin. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Fæst í apótekum og almennu verslunum. GUM tannbursti og tannkrem. GUM tannbursti tannkrem og VitaSip sogrör. Góðar gjafir fyrir jólasveininn eða með í jólapakkann VitaSip eru vítamínfyllt sogrör sem krakkarnir elska. Sykurlaus og án gerviefna. – fyrir stráka og stelpur Vörurna eru í tilbúnum pakkningum og eru báðar fyrir tvö aldursbil 2-6 ára og 7 ára og eldri. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð uppbygging baðlóns í Hveradölum á Hellisheiði fór í umhverfismat og vonast fjár- festar til að niðurstaða liggi fyrir í vor. Fram kom í Morgunblaðinu í september að Skipulagsstofnun hefði ákveðið að umræddar framkvæmdir skyldu fara í umhverfismat. Fé- lagið sem fer með uppbygginguna, Hveradalir ehf., ákvað að una þeirri ákvörðun. Hafði félag- ið mánuð til að kæra ákvörðunina til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auð- lindamála. Fyrirhuguð uppbygging er við Skíðaskálann í Hveradölum. Stendur til að gera baðlón í Stóradal, stækka núverandi skíða- skála og reisa hótel og bað- hús við lónið. Hluthafar í Hveradölum eru Grettir Rúnarsson, eigandi Heklubyggðar, og ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Uppbyggingin kostar um 2 milljarða Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf., segir áætlað að uppbygging baðlónsins kosti um 2 milljarða. „Við reiknum með að umhverfismatinu ljúki á næsta ári og að við getum í kjölfarið farið á fullt í framkvæmdir við baðlónið. Það er ekki komin dagsetning en ef allt gengur upp ættum við að geta opnað baðstað- inn 2021,“ segir Þórir. Hann reiknar með mikilli aðsókn í lónið. „Það er eftirspurn eftir vatnstengdri afþrey- ingu á Íslandi, ekki síst þegar um er að ræða jarðvatn. Lónið verður ekki, eins og menn gætu haldið, eins og hefðbundin sundlaug, eða með hitaveituvatni, heldur er um að ræða jarð- hitavökva sem er fullur af steinefnum sem hafa jákvæð áhrif á húð fólks. Nýsköpunarfyrir- tækið geoSilica hefur þróað fæðubótarefni úr sama jarðhitavökva með góðum árangri. Lónið í Stóradal verður á vissan hátt sam- bærilegt við jarðböðin við Mývatn. Stóridalur er gamall gígur sem skapar mikla skjólsæld og sérstakt andrúmsloft,“ segir Þórir. Hann segir aðspurður að sviptingar í ferða- þjónustu að undanförnu hafi ekki áhrif á lang- tímaáætlanir félagsins Hveradala. Nálægðin við borgina er kostur Rætt er um að vegna styrkingar krónu fari erlendir ferðamenn síður út fyrir suðvestur- hornið. Það hefur bitnað á eftirspurn á lands- byggðinni, m.a. hjá hótelum. „Styrkleiki verkefnisins liggur í því að vera nálægt höfuðborginni þar sem flestir ferða- menn eru. Ég hefði meiri áhyggjur af því að vera lengra í burtu,“ segir Þórir. Varðandi gengi krónunnar bendir hann á að gengið hafi gefið eftir í haust. Vísbendingar séu um að neikvæð áhrif gengisstyrkingarinn- ar á ferðaþjónustuna séu að ganga til baka. Hann segir að í framtíðinni sé fyrirhuguð frekari uppbygging fyrir útivist á svæðinu í kringum Hveradali. Rætt hefur verið um að alls geti uppbyggingin kostað 5-6 milljarða. Uppbygging í Hvera- dölum í umhverfismat  Gera á baðlón fyrir 2 milljarða  Áformað að hefja uppbyggingu 2019 Teikning/Hveradalir ehf. Ferðaþjónusta Hér má sjá drög að baðlóni í Stóradal. Lónið verður skammt frá þjóðveginum. Þórir Garðarsson Hveradalir Hveragerði Þorlákshöfn Fjarlægð frá Reykjavík: 32 km Grunnkort/Loftmyndir ehf. Baðlón í Stóradal í Hveradölum Reykjavík Hveravallafélagið hefur haft áform um uppbyggingu nýs gisti- og þjón- ustuhúss í jaðri friðlandsins á Hveravöllum og utan við það. Samkvæmt þessum áætlunum verða mannvirki í friðlandinu fjarlægð, að frátöldum gamla skála ferðafélagsins við laugina. Gistiskálinn myndi rúma 120 gesti og yrði þriðjungur þeirra með sambærilega aðstöðu og á farfuglaheimili. Áætlað er uppbyggingin kosti um 600 milljónir. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að tafir hafa orðið á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á umsókn um þessar framkvæmdir. „Hugur okkar hefur staðið til þess að byggja upp nýja hálendismiðstöð á Hveravöllum utan við friðlýsta svæðið, eins og gert er ráð fyrir skv. gildandi deiliskipu- lagi og svæðisskipulagi miðhálendisins. Stærð og umfang húsa er heldur meira en í gildandi deiliskipulagi þannig að auglýsa þurfti breytingu á deiliskipulaginu. Skipulagsstofnun vill fara með breytinguna í nýtt um- hverfismat þar sem núverandi mat er eldra en 10 ára. Það mál er nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála,“ segir Þórir. Yrði ný hálendismiðstöð ÁFORM Á HVERAVÖLLUM Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur JÓLASÖFNUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.