Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættuog aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Á hreint brilliant verði!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
400mg töflur - 30 stk og 50 stk
SVIÐSLJÓS
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@mbl.is
Innleiðing á nýju atvikaskráningar-
kerfi á landsvísu mun gera stjórn-
endum Embættis landlæknis kleift
að fylgjast með umfangi, tíðni og úr-
vinnslu atvika sem eiga sér stað á
viðkomandi stofnun. Innleiðingin
hófst síðla á þessu ári og áætlað er
að henni ljúki á næstu tveimur ár-
um.
Þetta er meðal þess sem kom
fram við kynningu á áætlun um
gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu
2019-2030 sem Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra og
Alma D. Möller landlæknir kynntu
og undirrituðu í gær.
Frá því að rafræn atvikaskráning
var tekin upp árið 2004 hafa nokkur
rafræn kerfi verið notuð til skrán-
ingar og úrvinnslu atvika og einnig
skráð á sérstök eyðublöð. Með atviki
er átt við þegar eitthvað fer úrskeið-
is í heilbrigðisþjónustunni.
„Langoftast er það eitthvað í ferl-
unum sem bregst og kannski eitt-
hvert samspil við mannlega þætti.
En þá er svo mikilvægt að rýna at-
vikin og greina hvað fór úrskeiðis til
að laga, ef þetta eru ferlar,“ segir
Alma. Kerfið á ekki að einblína á
hlut einstaklingsins heldur hlut
kerfisins.
Skylt að skrá atvik í kerfið
Kerfið var keypt fyrr á þessu ári
frá breska fyrirtækinu Datix. Fjórar
einingar innan heilbrigðiskerfisins
eru með kerfið í prófun en Alma seg-
ir að kerfið verði innleitt að fullu eft-
ir um það bil tvö ár. „Það er gríð-
arlega umfangsmikið verkefni að
innleiða svona kerfi á landsvísu.
Þetta er svo viðamikið og margar
einingar, allt heilbrigðiskerfið.“
Að innleiðingu lokinni verður öll-
um þeim sem veita heilbrigðisþjón-
ustu skylt að skrá atvik sem koma
upp í þetta kerfi.
Svandís segir innleiðingu kerf-
isins mjög mikilvæga til að skapa
heildarsýn í heilbrigðiskerfinu. „Við
sjáum að það kemur ítrekað fram að
við þurfum að bæta skráningu, ut-
anumhald og heildarsýn yfir okkar
heilbrigðiskerfi og þetta er einn angi
af því. Til þess að við getum bætt
heilbrigðisþjónustu þurfum við að
vita hvað fer úrskeiðis og greina það
hvað veldur því að eitthvað fer úr-
skeiðis og fara í saumana á hverju
atviki fyrir sig til þess að við getum
lært af því, breytt okkar áætlunum
og lært af því.“
Áætlun um gæðaþróun er unnin í
samræmi við 11. grein laga um land-
lækni og lýðheilsu og er ætlað að efla
gæði og öryggi heilbrigðisþjónust-
unnar og stuðla að þróun hennar.
Markmið hennar er að notendur
fái heilbrigðisþjónustu sem eykur
líkur á betri heilsu og auknum lífs-
gæðum, er samfelld og samhæfð,
örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð
á jafnræði, notendamiðuð og árang-
ursrík.
Svandís segir áætlunina vera einn
af hornsteinum heilbrigðisþjónust-
unnar, ásamt heilbrigðisstefnu til
ársins 2030, sem er nú í umsagn-
arferli. Alma segir að mikilvægt sé
að leggja áherslu á eflingu gæða, ör-
yggis og umbótastarfs í heilbrigðis-
þjónustu. „Það er ekki einungis sið-
ferðilega rétt heldur sýna
rannsóknir að slíkt er beinlínis fjár-
hagslega hagkvæmt.“
Í áætluninni má finna leiðbein-
ingar um verklag við veitingu heil-
brigðisþjónustu. Þar kemur einnig
fram hvernig heilbrigðisstofnanir
geta stöðugt fylgst með gæðum og
öryggi þjónustunnar og brugðist við
með umbótastarfi þegar þess gerist
þörf.
Áætlunin byggist á fjórum lykil-
þáttum um verklag: Umbótaferli og
stjórnskipulagi, gæðavísum, skrán-
ingu og úrvinnslu atvika auk þjón-
ustukannana. Þá skila veitendur
heilbrigðisþjónustu árlega gæða-
uppgjöri til Embættis landlæknis og
Sjúkratrygginga Íslands eftir atvik-
um, sem byggist á lykilþáttunum og
er ætlað að sýna árangur hvað
snertir gæði og öryggi þjónust-
unnar.
Tvenns konar gæðavísar
Í áætluninni eru tvenns konar
gæðavísar notaðir, annars vegar
landsgæðavísir, sem ákvarðaður er
fyrir allt landið af Embætti land-
læknis og gefur kost á samanburði
milli sams konar heilbrigðisstofnana
og heilbrigðisþjónustu, og hins veg-
ar valgæðavísar, sem taka mið af
þeirri þjónustu sem þeir veita og eru
mælikvarði á gæði þjónustunnar frá
sjónarhóli notenda, heilbrigðis-
starfsmanna og stjórnenda.
Árlegar þjónustukannanir
Þá telur Embætti landlæknis
mikilvægt að veitendur heilbrigð-
isþjónustu afli með reglubundnum
hætti upplýsinga frá notendum
þjónustunnar um upplifun þeirra á
veittri þjónustu. Í áætluninni er ætl-
ast til að veitendur heilbrigðisþjón-
ustu geri þjónustukannanir ekki
sjaldnar en einu sinni á ári og nýti
niðurstöðurnar í umbótastarfi.
Morgunblaðið/Eggert
Nýtt kerfi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir í gær þegar nýtt atvikaskrán-
ingarkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir var kynnt. Kerfið er breskt og fjórar heilbrigðisstofnanir hafa prófað það.
Auðveldara að fylgjast með atvikum
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu var kynnt í gær Nýtt kerfi innleitt að fullu eftir tvö ár
Öllum í heilbrigðisþjónustu skylt að nota sama kerfi Einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar
Næstu tvær helgar eru einhverjar
mestu verslunarhelgar ársins. Það
er prýðilegt hljóð í verslunarmönn-
um fyrir hátíðirnar en ófá íslensk
fyrirtæki reiða sig mjög á desember.
„Fólk gerir betur við sig núna og
það sækir í dýrari vöru,“ sagði Andr-
és Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu, í
samtali við mbl.is.
Hann sagði aðstæður góðar í ís-
lenskri verslun fyrir jólin en þó ger-
breyttar á vissan hátt. Breytingar
hafa orðið á neysluháttum fólks á
allra síðustu árum og hluti jólaversl-
unarinnar hefur dreifst yfir á hina
nýju alþjóðlegu verslunardaga í nóv-
ember, eins og svarta föstudaginn.
Breytingin felst ekki síður í stór-
aukinni netverslun. Andrés segir
það vera áhyggjuefni hversu stór
hluti netverslunarinnar er við erlend
fyrirtæki. „Það er hlutfallslega meiri
aukning í netverslun við fyrirtæki í
öðrum löndum en íslensk.“
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, brýnir fyrir fólki
að staldra við í jólainnkaupunum og
hugsa hvað skiptir í raun og veru
máli. „Þar þurfa hlutir ekki endilega
að vera fyrst á listanum,“ sagði hann
í samtali við mbl.is, „heldur kannski
frekar samvera við vini og fjöl-
skyldu.“ Þá minnti Breki á skilarétt-
inn, sem á að gilda um flestar vörur
með skilamiða. Athyglisvert í því
samhengi, segir hann, er að neyt-
enda- og skilaréttur er ríkari þegar
hlutir eru keyptir á netinu en þegar
þeir eru keyptir úti í búð.
snorrim@mbl.is
Sótt í dýrari vöru um jólin
Hluti jólaverslunar fer nú fram á svarta föstudeginum og
netmánudeginum Skilaréttur ríkari á netinu en í búðum
Morgunblaðið/Hari
Fyrir jólin Aðstæður í íslenskri jóla-
verslun eru sagðar góðar.