Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 28

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MEATER + ÞRÁÐLAUS KJÖTHITAMÆLIR Stórsniðugur þráðlaus hitamælir sem vinnur með WiFi og Bluetooth. Fylgst er með hitastigi og stillingum í appi í snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu. VERÐ: 19.995KR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landnemum fjölgar með hverju árinu í lífríki hafsins og má nefna ýmsar tegundir svo sem krabba, möttuldýr og hveljur. Langt er í frá að allar þessar framandi tegundir séu velkomnar og sumar eru flokkaðar sem ágengar í lífríkinu. Sindri Gíslason, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suð- vesturlands, segir að því miður hafi takmarkaðar rannsóknir verið stund- aðar á stofnum krabba við Ísland. Með landnámi grjótkrabbans sem fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006 hafi þekking á kröbbum á grunnsævi stóraukist. „Samhliða rannsóknum á grjót- krabbanum höfum við nefnilega aflað mikilla upplýsinga um algengustu innlendu krabbategundir á grunn- sævi, bæði bogkrabba og trjónu- krabba. Rannsóknir okkar á grjót- krabba hér við land eru einstakar því sjaldgæft er að fylgja landnámsteg- und svo vel eftir frá upphafi,“ segir Sindri. Mikill þéttleiki grjótkrabba Grjótkrabbinn hefur breiðst hratt út með strandlengjunni og finnst hann nú frá Faxaflóa norður með landinu og allt austur á Borgarfjörð eystri, að sögn Sindra. Annars staðar á Austfjörðum og við suðurströndina hefur hann enn ekki frétt af honum. „Við höfum gert þéttleikamat á grjótkrabbanum hér suðvestanlands. Á kjörbúsvæði krabbans sem er mjúkur botn finnst hann í hvað mest- um þéttleika sem þekktur er fyrir tegundina í heiminum, það er krabbi á hverja tvo fermetra. Krabbinn er orðinn algengur og ekki er óalgengt að sjá hann í köfun eða við snorkl víða um land,“ segir Sindri. Sem dæmi nefnir hann að við snorkl í Eyjafirði síðasta sumar hafi hann séð þó- nokkra grjótkrabba. Veiðin á grjótkrabba síðustu fimm ár er um 28 tonn, en að mestu hefur verið um tilraunaveiðar að ræða. Á síðasta fiskveiðiári veiddust tæp sex tonn, en aflinn hefur dregist saman og er rúmlega 1,3 tonn af þremur bátum á þessu fiskveiðiári sam- kvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. „Ég geri fastlega ráð fyrir að snjó- krabbi komi hingað innan fimm ára,“ segir Sindri. „Þessa tegund er víða að finna í Vestur-Atlantshafi og í Kyrra- hafi þar sem krabbinn er mikið veiddur. Nú hefur snjókrabbi numið land norður við Svalbarða og menn eru hræddir um þau áhrif sem hann kann að hafa á lífríkið á þeim slóðum. Stórir krabbar sem þurfa mikið Snjókrabbinn er mikið lostæti og verðmæt tegund fyrir krabbaveiði- menn. Sömu sögu er að segja um kóngakrabba sem breiddist hratt út við Noreg og er mikið veiddur þar. Þessir krabbar eru stórir og þurfa mikið og þeir sem veiða aðrar teg- undir eru uggandi vegna þeirra. Ég vona að kóngakrabbinn komi ekki hingað.“ Af fyrrnefndum tegundum er kóngakrabbinn langstærstur, síðan kemur snjókrabbi, en grjótkrabbi er minnstur þeirra þriggja. Þess má geta að kóngakrabbi kom í humar- troll í Breiðamerkurdýpi í maí 2014 og er það eina þekkta dæmið um kóngakrabba á Íslandsmiðum. Lík- legast er talið að honum hafi verið hent útbyrðis af skipi. Þá berast af og til fréttir af því að nornakrabbi hafi veiðst eða fundist og hefur þeim fréttum farið fjölgandi. Innrás hefur áhrif Innrás nýrra tegunda hefur áhrif á aðrar og þannig gæti vaxandi styrkur grjótkrabba haft áhrif á tegundir sem fyrir eru. „Einhverra hluta vegna virðist bogkrabba og trjónu- krabba vera að fækka og færri eintök hafa komið í gildrur. Stofn trjónu- krabba virðist vera í lægð suðvestan- lands og það er talsvert annað en var fyrir um 30 árum þegar sjómenn sögðust varla geta lagt út net án þess að þau fylltust af trjónukrabba. Þetta er ekki staðan í dag og greinilega ein- hverjar sviptingar í gangi,“ segir Sindri. Glærmöttull og griphvelja eru landnemar frá árunum 2007 og 2008 og hefur Náttúrustofa Suðvestur- lands yfirumsjón með rannsóknum á báðum þessum tegundum við landið. Griphvelja hefur að öllum líkindum borist til landsins með kjölfestuvatni og er enn sem komið er sjaldgæf hér við land en líklegt er að hún geti orðið ágeng. Glærmöttull hefur að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Í Kanada og Suður-Afríku er glær- möttull talinn ágeng tegund þar sem áhrif hans á skelfiskrækt eru nei- kvæð. Glærmöttullinn er í samkeppni við skelina um pláss og fæðu, hann er ásæta bæði á skel og ræktunarútbún- aði og hefur valdið miklu fjárhags- legu tjóni, sérstaklega í kræklinga- rækt, að því er fram kemur á heima- síðu Náttúrustofunnar. „Þéttleiki glærmöttuls er orðinn talsvert mikill suðvestanlands og hann gæti með tímanum orðið ógn við bæði kræklingarækt og fiskeldi á landsvísu,“ segir Sindri Fleiri tegundir komnar? Hann segir að því miður sé lítið gert hérlendis til að hamla gegn því að tegundir sem þessar flytjist til landsins, eins og með kjölfestuvatni og á skipsskrokkum. „Á þennan hátt gætu margir teg- undahópar borist til landsins og orðið skæðir,“ segir Sindri. „Við höfum rökstuddan grun um að fleiri skyldar tegundir séu komnar hingað. Við er- um að vinna úr sýnum sem við tókum í sumar á hafnarsvæðum á Suð- vesturlandi og bendir allt til þess að við getum bætt við nokkrum nýjum þekktum ágengum tegundum við nú- verandi lista. Griphvelja er enn sem komið er eina framandi tegundin hér við land sem er eitruð, en upphaflega kemur hún úr Kyrrahafinu þar sem eru nokkrir stofnar. Fyrstu niðurstöður erfðarannsóknar benda til þess að stofninn sem hingað er kominn sé frá Japan og hann er sá sem er langeitr- aðastur. Fólk í sjósundi ætti því einna helst að hafa augun hjá sér en ég reikna ekki með að griphveljan komi til með að hafa teljandi áhrif á lífríkið hér við land,“ segir Sindri. Snjókrabbi gæti verið á leiðinni  Landnemar í hafi  Fleiri krabbategundir  Glærmöttull gæti orðið ágengur  Eitruð griphvelja Á hverju ári veiðast eða berast til Hafrannsóknastofnunar nokkur eintök af sjaldgæfum kröbbum, samkvæmt upplýsingum Jónasar P. Jónassonar fiskifræðings. Hann segir að sumar tegundir séu greinilega að festa sig í sessi og séu orðnar algengar eins og grjótkrabbi á grunnslóð. Nornakrabbi er einnig dæmi um tegund sem er orðin nokkuð algeng en hann fannst fyrst árið 2002. Á síðustu árum hafa stofn- uninni borist eða veiðst í leið- öngrum yfir tíu nornakrabbar einstök ár. Hann hefur fengist allt frá 50 metrum niður á næstum 500 metra dýpi. Af öðrum sjald- gæfum krabbategundum má nefna að örfáir tröllakrabbar hafa borist og nokkrir tann- og tinda- krabbar á allra síðustu árum. Flestar af sjaldgæfustu krabbategundunum hér við land veiðast helst við landgrunns- brúnina eða enn dýpra, oftast suður af landinu. Þeir fást eink- um í allra dýpstu togunum í stofnmælingaleiðöngrum eða öðrum könnunum eða sérverk- efnum, samkvæmt upplýsingum Jónasar. Nokkur ein- tök árlega SJALDGÆFIR KRABBAR Nornakrabbi Nokkuð algengur. Vísindi Sindri Gíslason við mælingar á grjótkröbbum í árlegri vöktun í Hvalfirði, en tegundin hefur breiðst hratt út. Ljósmynd/Sindri Gíslason Landnemi Griphvelja er eina framandi tegundin hér við land sem er eitruð, en hún er ættuð úr Kyrrahafinu. Ljósmynd/Sindri Gíslason Ágengur Glærmöttull gæti haft neikvæð áhrif á kræk- lingarækt og fiskeldi, en þéttleiki hans hefur aukist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.