Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 34
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Um langa hríð hafa verið áform um uppbyggingu á svonefndum Stjórn- arráðsreit í Reykjavík. Hann mark- ast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lind- argötu og Ingólfsstræti. Alþingi samþykkti í október 2016 ályktun í tilefni aldarafmælis sjálf- stæðis og fullveldis Íslands árið 2018 um að fela ríkisstjórn að efna til samkeppni um skipulag Stjórnar- ráðsreits. Samkeppninni er nú lokið og hef- ur dómnefnd ákveðið hvaða tillögur hljóti verðlaun. Óskað var eftir hug- myndum um hvernig öllum ráðu- neytum, að forsætisráðuneyti frá- töldu, dómstólum og tilteknum stofnunum ríkisins verði fyrir komið á Stjórnarráðsreit. Hæstiréttur er staðsettur við reitinn og horft er til þess að Landsréttur og Héraðs- dómur Reykjavíkur flytji þangað. Sú tillaga sem hlaut 1. verðlaun verður nú lögð til grundvallar við stefnumörkun um framtíðarfyrir- komulag og uppbyggingu reitsins og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við Reykjavíkurborg, að því er Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra upplýsti þegar úrlsitin voru kunngjörð. Hagræðing og samnýting „Með því að koma ráðuneytunum fyrir á sama stað í vistvænni og hag- kvæmri byggingu skapast mögu- leikar á aukinni hagræðingu og sam- nýtingu rýma. Þá verður sveigjan- leiki til að stækka og minnka rými hvers ráðuneytis eftir því hvernig verkaskiptingu verður háttað. Slík aukin tengsl ráðuneytanna munu hafa jákvæð áhrif á samstarf þeirra og samvinnu, til hagsbóta fyrir okk- ur öll,“ sagði forsætisráðherra í ávarpi við verðlunaafhendinguna. Átta tillögur bárust í samkeppn- inni. 1. verðlaun hlaut tillaga T.ark arkitekta ehf. og SP(R)INT Studio. Hönnunarteymið skipuðu Karl Kvaran, arkitekt (FAÍ) og skipu- lagsfræðingur, og arkitektarnir Ivon Stefán Cilia, Sahar Ghaderi og Sara Mortazavi. Ráðgjöf veittu arki- tektarnir Ásgeir Ásgeirsson, Hall- dór Eiríksson og Ingunn Lilliendahl svo og Hlín Sverrisdóttir landslags- arkitekt. Aðstoðarfólk: Sara Rós Ellertsdóttir arkitektanemi, Krist- jana M. Einarsdóttir arkitekt og Sæunn Ágústa Birgisdóttir arkitekt. Umsögn dómnefndar um tillög- una: „Meginhugmynd höfunda er að flétta saman og vinna með fjöl- breytileika í húsagerðum frá Seðla- bankanum og Austurhöfninni yfir að Skuggahverfinu og tengja þannig markvisst saman ný hús við upp- brotnar randbyggðir sem fyrir eru. Byggðin myndar fjóra reiti og fellur að mælikvarða byggðar sem fyrir er á svæðinu. Ráðuneyti eru staðsett í norðvesturhorni Stjórnarráðsreits- ins og er möguleiki á raunhæfri upp- byggingu og miklum sveigjanleika. Inngangur í ráðuneyti er á skjólgóð- um stað frá Sölvhólsgötu. Byggð er þéttust nyrst og vestast en fíngerð- ari til suðurs og austurs. Stofnanir ríkisins eru mótaðar sem þjónustu- stofnanir og er ætlað að endur- spegla látleysi og fágun. Aðaltorg liggur á gatnamótum á miðju svæð- isins og náttúruás fléttar saman inn- garða að torgi. Útsýnisás í fram- haldi af Skuggasundi hliðrast þannig að hann er austan við hreinsistöð og endar í borgarlyftu og þrepum.“ „Á þessu stigi hafa engar ákvarð- anir verið teknar um hönnun né framkvæmdir við einstakar bygg- ingar á reitnum né hefur verið gerð tímaáætlun á þessu stigi, enda er hér horft til uppbyggingar til næstu áratuga á reitnum, sem verður áfangaskipt til langs tíma,“ segir Ágúst Geir Ágússton, skrif- stofustjóri skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Að mestu í eigu ríkisins Hann segir að einnig verði gert ráð fyrir þjónustustarfsemi, svo sem veitingastöðum, einkum á jarð- hæðum bygginga, og aðgengilegum útisvæðum fyrir almenning. Reit- urinn, sem er í hjarta höfuðborg- arinnar, er að mestu í eigu ríkisins og er vannýttur. Næsti áfangi verk- efnisins er að unnið verður að end- urskoðun á deiliskipulagi Stjórnar- ráðsreitsins á næsta ári með Reykjavíkurborg og vinningshafa samkeppninnar. Ágúst Geir segir að fyrir liggi í fimm ára fjármálaætlun fjármögnun vegna samkeppninnar, kostnaðar við gerð deiliskipulags á reitnum og undirbúning fyrsta verkþáttar að skipulagsvinnu lokinni. Ekki liggi fyrir ákvarðanir um einstaka fram- kvæmdir við uppbyggingu á reitn- um á þessu stigi í ferlinu. Nokkur ráðuneyti eru nú þegar með starfsemi í byggingum á reitn- um og þær byggingar eru samtals 11.022 fermetrar. Heildarstærð nýrra bygginga á reitnum er áætluð um 9.900 fermetrar. Bygginga- magnið mun skiptast annars vegar milli núverandi bygginga sem ákvörðun verður tekin um að nýta fyrir hluta ráðuneytanna og ný- bygginga hins vegar. Áætlaður fjöldi starfsmanna ráðuneyta er rúmlega fimm hundr- uð. Samkvæmt vinningstillögunni verður byggt á nokkrum reitum þar sem í dag eru bílastæði. Gert verður ráð fyrir bílakjöllurum á hluta reits- ins. Tölvumynd/T.ark/SP(R)INT Studio Stjórnarráðsreiturinn Svona sjá arkitektarnir fyrir sér uppbyggingu á reitnum, séð frá Sæbraut. Lengst til vinstri á myndinni eru fjölbýlishús við Skúlagötu og lengst til hægri er Harpa. Uppbygging á Stjórnarráðsreit  Ráðuneyti, dómstólar og stofnanir verði á einum reit í hjarta borgarinnar  Byggt upp í áföngum In g ó lf ss tr æ ti K l a p p a rst í g u r S kú l aga ta Sö l vhó l sga ta L indarga ta Núverandi byggingar Nýbyggingar Fyrirhugaðar byggingar á Stjórnarráðsreit Samkvæmt verðlaunatillögu Uppbygging Í tillögunni er gert ráð fyrir nokkrum nýjum byggingum á Stjórnarráðsreit. Sumar þeirra munu tengjast eldri byggingum á reitnum. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.