Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 34
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Um langa hríð hafa verið áform um
uppbyggingu á svonefndum Stjórn-
arráðsreit í Reykjavík. Hann mark-
ast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lind-
argötu og Ingólfsstræti.
Alþingi samþykkti í október 2016
ályktun í tilefni aldarafmælis sjálf-
stæðis og fullveldis Íslands árið 2018
um að fela ríkisstjórn að efna til
samkeppni um skipulag Stjórnar-
ráðsreits.
Samkeppninni er nú lokið og hef-
ur dómnefnd ákveðið hvaða tillögur
hljóti verðlaun. Óskað var eftir hug-
myndum um hvernig öllum ráðu-
neytum, að forsætisráðuneyti frá-
töldu, dómstólum og tilteknum
stofnunum ríkisins verði fyrir komið
á Stjórnarráðsreit. Hæstiréttur er
staðsettur við reitinn og horft er til
þess að Landsréttur og Héraðs-
dómur Reykjavíkur flytji þangað.
Sú tillaga sem hlaut 1. verðlaun
verður nú lögð til grundvallar við
stefnumörkun um framtíðarfyrir-
komulag og uppbyggingu reitsins og
gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið
í samvinnu við Reykjavíkurborg, að
því er Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra upplýsti þegar úrlsitin
voru kunngjörð.
Hagræðing og samnýting
„Með því að koma ráðuneytunum
fyrir á sama stað í vistvænni og hag-
kvæmri byggingu skapast mögu-
leikar á aukinni hagræðingu og sam-
nýtingu rýma. Þá verður sveigjan-
leiki til að stækka og minnka rými
hvers ráðuneytis eftir því hvernig
verkaskiptingu verður háttað. Slík
aukin tengsl ráðuneytanna munu
hafa jákvæð áhrif á samstarf þeirra
og samvinnu, til hagsbóta fyrir okk-
ur öll,“ sagði forsætisráðherra í
ávarpi við verðlunaafhendinguna.
Átta tillögur bárust í samkeppn-
inni. 1. verðlaun hlaut tillaga T.ark
arkitekta ehf. og SP(R)INT Studio.
Hönnunarteymið skipuðu Karl
Kvaran, arkitekt (FAÍ) og skipu-
lagsfræðingur, og arkitektarnir
Ivon Stefán Cilia, Sahar Ghaderi og
Sara Mortazavi. Ráðgjöf veittu arki-
tektarnir Ásgeir Ásgeirsson, Hall-
dór Eiríksson og Ingunn Lilliendahl
svo og Hlín Sverrisdóttir landslags-
arkitekt. Aðstoðarfólk: Sara Rós
Ellertsdóttir arkitektanemi, Krist-
jana M. Einarsdóttir arkitekt og
Sæunn Ágústa Birgisdóttir arkitekt.
Umsögn dómnefndar um tillög-
una: „Meginhugmynd höfunda er að
flétta saman og vinna með fjöl-
breytileika í húsagerðum frá Seðla-
bankanum og Austurhöfninni yfir að
Skuggahverfinu og tengja þannig
markvisst saman ný hús við upp-
brotnar randbyggðir sem fyrir eru.
Byggðin myndar fjóra reiti og fellur
að mælikvarða byggðar sem fyrir er
á svæðinu. Ráðuneyti eru staðsett í
norðvesturhorni Stjórnarráðsreits-
ins og er möguleiki á raunhæfri upp-
byggingu og miklum sveigjanleika.
Inngangur í ráðuneyti er á skjólgóð-
um stað frá Sölvhólsgötu. Byggð er
þéttust nyrst og vestast en fíngerð-
ari til suðurs og austurs. Stofnanir
ríkisins eru mótaðar sem þjónustu-
stofnanir og er ætlað að endur-
spegla látleysi og fágun. Aðaltorg
liggur á gatnamótum á miðju svæð-
isins og náttúruás fléttar saman inn-
garða að torgi. Útsýnisás í fram-
haldi af Skuggasundi hliðrast
þannig að hann er austan við
hreinsistöð og endar í borgarlyftu
og þrepum.“
„Á þessu stigi hafa engar ákvarð-
anir verið teknar um hönnun né
framkvæmdir við einstakar bygg-
ingar á reitnum né hefur verið gerð
tímaáætlun á þessu stigi, enda er
hér horft til uppbyggingar til næstu
áratuga á reitnum, sem verður
áfangaskipt til langs tíma,“ segir
Ágúst Geir Ágússton, skrif-
stofustjóri skrifstofu yfirstjórnar
forsætisráðuneytisins, í svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
Að mestu í eigu ríkisins
Hann segir að einnig verði gert
ráð fyrir þjónustustarfsemi, svo
sem veitingastöðum, einkum á jarð-
hæðum bygginga, og aðgengilegum
útisvæðum fyrir almenning. Reit-
urinn, sem er í hjarta höfuðborg-
arinnar, er að mestu í eigu ríkisins
og er vannýttur. Næsti áfangi verk-
efnisins er að unnið verður að end-
urskoðun á deiliskipulagi Stjórnar-
ráðsreitsins á næsta ári með
Reykjavíkurborg og vinningshafa
samkeppninnar.
Ágúst Geir segir að fyrir liggi í
fimm ára fjármálaætlun fjármögnun
vegna samkeppninnar, kostnaðar
við gerð deiliskipulags á reitnum og
undirbúning fyrsta verkþáttar að
skipulagsvinnu lokinni. Ekki liggi
fyrir ákvarðanir um einstaka fram-
kvæmdir við uppbyggingu á reitn-
um á þessu stigi í ferlinu.
Nokkur ráðuneyti eru nú þegar
með starfsemi í byggingum á reitn-
um og þær byggingar eru samtals
11.022 fermetrar. Heildarstærð
nýrra bygginga á reitnum er áætluð
um 9.900 fermetrar. Bygginga-
magnið mun skiptast annars vegar
milli núverandi bygginga sem
ákvörðun verður tekin um að nýta
fyrir hluta ráðuneytanna og ný-
bygginga hins vegar.
Áætlaður fjöldi starfsmanna
ráðuneyta er rúmlega fimm hundr-
uð. Samkvæmt vinningstillögunni
verður byggt á nokkrum reitum þar
sem í dag eru bílastæði. Gert verður
ráð fyrir bílakjöllurum á hluta reits-
ins.
Tölvumynd/T.ark/SP(R)INT Studio
Stjórnarráðsreiturinn Svona sjá arkitektarnir fyrir sér uppbyggingu á reitnum, séð frá Sæbraut. Lengst til vinstri á myndinni eru fjölbýlishús við Skúlagötu og lengst til hægri er Harpa.
Uppbygging á Stjórnarráðsreit
Ráðuneyti, dómstólar og stofnanir verði á einum reit í hjarta borgarinnar Byggt upp í áföngum
In
g
ó
lf
ss
tr
æ
ti
K
l a
p
p
a
rst í g
u
r
S kú l aga ta
Sö l vhó l sga ta
L indarga ta
Núverandi byggingar
Nýbyggingar
Fyrirhugaðar byggingar á Stjórnarráðsreit
Samkvæmt verðlaunatillögu
Uppbygging Í tillögunni er gert ráð fyrir nokkrum nýjum byggingum á
Stjórnarráðsreit. Sumar þeirra munu tengjast eldri byggingum á reitnum.
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi