Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 37

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 37
hún var náttúrlega í mjög mikilli sterameðferð.“ Þarfnast stöðugrar umönnunar Lovísa þarf aðstoð allan sólar- hringinn og hefur Ingveldur þurft að hætta að vinna til að sinna henni. Hún fær 173 klukkustundir af lið- vörslu á mánuði hjá menntuðum sjúkraliða og segir Ingveldur þau vera afar heppin með liðvörsluna. Lovísa er hins vegar á næring- arplani sem byrjar klukkan 7 og er til miðnættis. „Svo erum við að fara sofa klukkan 1 og þá vaknar hún og er vakandi alla nóttina og er grát- andi,“ segir Ingveldur Kostnaðurinn sem fylgir því að eiga langveikt barn getur verið mik- ill. Fjölskyldan hefur barist fyrir því að fá hjálpartækin úr tryggingum en hluti af lyfjakostnaðinum fellur utan greiðsluþátttöku. Ingveldur segir hann nema hundruðum þúsunda á ári. „Við vorum t.d. að kaupa plástra til að setja bak við eyrað á henni því hún slefar svo mikið og þeir hjálpa við það. Fjórir svoleiðis plástrar voru á 5.500 kr.“ Að fá hjálpartæki fyrir Lovísu hef- ur reynst þrautin þyngri. Fjöl- skyldan sótti um legubekk frá Sjúkratryggingum en fékk höfnun þar sem þau voru þegar með barna- kerru. „Ef hún er með kerru þá má hún ekki fá legubekk því það telst vera í sama flokki. Það þurfti að senda inn svaka greinargerð og taka fram að ég væri slæm í baki og með brjósk- los. Því þetta er bekkur sem hægt að hækka og lækka. Sjúkraþjálfarinn hjálpaði okkur með greinargerðina og við kærðum niðurstöðuna og þá var það samþykkt,“ segir Ingveldur. Vonast eftir rúmi fyrir jólin Fjölskyldan fékk einnig neitun þegar hún sótti um hækkanlegt sjúkrarúm fyrir Lovísu. Rúm sem Ingveldur segir nauðsynlegt fyrir hana vegna þess það er hægt að halla botninum. „Þetta snýr að því að ef hún fær lungnabólgu þá er hægt að halla henni aftur þannig það sé auð- veldara að sjúga, því hún er með svona sogtæki.“ Fór umsókn þeirra fyrir svokallaða vafamálanefnd þar sem henni var hafnað. Eftir að hafa staðið í ströngu og hringt ótal símtöl fékk fjölskyldan þær upplýsingar að rúmið yrði sam- þykkt. Þau þurfa að leggja fram sjúkravottorð, sem taugasérfræðing- urinn hennar Lovísu gerir og fór það í gegn. Allt ferlið við að fá sjúkrarúm fyrir Lovísu hefur nú staðið yfir í sex mánuði og hefur rúmið ekki enn ver- ið afhent en það er væntanlegt fyrir jól. Sárnar fjölskyldunni biðin eftir slíkum tækjum því tíminn með Lovísu er dýrmætur. „Okkur var sagt á spítalanum eftir greiningu að það væru 50% líkur á að hún myndi ná tveggja ára aldri,“ segir Ingveld- ur. Ein aðaláhættan fyrir Lovísu er lungnabólga. Var hún með rosalega slæmt bakflæði sem getur verið afar hættulegt. „Ég bara hellti mér í rannsóknarvinnu þegar við fengum greininguna og lá yfir því í marga mánuði,“ segir Ingveldur sem í kjöl- farið óskaði eftir því að magaopið á Lovísu yrði þrengt til að forðast hættuna á að bakflæðið gæti farið í lungun. „Maður er bara í því að finna allar leiðir til að hjálpa henni,“ segir Ingveldur. Einangruð í Vogunum Ingveldur og Kristinn bjuggu á þriðju hæð þegar þau eignuðust Lovísu en hafa nú flutt sig á jarðhæð til að geta komið hjálpartækjum hennar Lovísu inn og út úr húsi. Þau búa í Vogunum á Suðurnesjunum í húsi sem þau keyptu yfirgefið og nið- urnítt en Kristinn hefur unnið hörð- um höndum við að gera upp. „Ég hef verið að vinna í húsinu. Við keyptum þetta hús til að komast á jarðhæð. Það er ekki hægt að burðast með þessi tæki upp og niður, það er svo mikil þyngd á þessu. Við þurftum að fara hingað því það var ekkert annað hús í boði. Þetta hús hafði verið yf- irgefið fyrir 6 árum og í mikilli nið- urníðslu þannig að ég hef unnið í því myrkranna á milli svo við getum ver- ið hérna inni,“ segir Kristinn. Bíll fjölskyldunnar bræddi úr sér í október og hafa þau verið að leita sér að sérútbúnum bíl fyrir hjólastólinn hennar Lovísu. „Við sóttum um styrk hjá TR og hann er upp á 1.440 þúsund. Ég er búin að hafa samband við öll bílaumboð á landinu og það er ekkert hægt að fá fyrir þennan pen- ing. Útlagður kostnaður yrði yfirleitt tvær milljónir og við eigum ekkert pening fyrir því. Við þurftum að skuldsetja okkur í botn til að kaupa hús og þetta er ekkert ódýrt,“ segir Ingveldur. Spurð hvort þau séu ekki með ferðaþjónustu fatlaðra þá segja þau að það sé enn verið að vinna í því. Liðvarslan hennar Lovísu sækir hana og fer með hana í Rjóður, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæf- ingarheimili fyrir langveik og lang- veik fötluð börn, en að öðru leyti upplifir fjölskyldan sig afar einangr- aða í Vogunum. „Það er hægt að sækja um stærri bílastyrk en það tekur marga mánuði að fá hann í gegn. Það eru að koma jól og maður þarf að snúast. Svo átt- um við ekki von á því að svona bílar væru svona dýrir. Notuðu bílarnir hjá Toyota voru um fimm og hálf milljón,“ segir Ingveldur. Kristinn bætir við að það sé varla hægt að kaupa bíl fyrir fatlað barn á 1,4 millj- ónir eins og markaðurinn er í dag. „Maður kaupir ekki mikið fyrir þennan pening,“ segir Kristinn og spyr sig hversu langt sé síðan þessi bílastyrkur hækkaði síðast hjá tryggingafélögunum. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Lovísa Lind Kristinsdóttir er með litningagalla í geni sem kallast SCN2A og er hún eina barnið á Íslandi með slíkan galla. Litningagallinn getur m.a. valdið flogaköst- um. Að sögn Alþjóðasamtaka gegn flogaveiki skilja vís- indamenn og læknar ekki ennþá fyllilega litningagallann í SCN2A-geninu. Flog af völdum litningagallans virðast geta haft mjög víðtæk áhrif. Flogaveiki er sjúkdómsástand sem ein- kennist af endurteknum truflunum í rafkerfi heilans. Truflanirnar raska tímabundið eðlilegri heilastarfsemi og koma fram sem stutt köst eða flog. Þessar raf- magnstruflanir eru af nokkrum tegundum og eru flogin því mismunandi eftir því hvar og hve útbreidd truflunin er. Samkvæmt vef Einhverfusamtakanna er kippafloga- veiki ungbarna önnur tveggja tegunda flogaveiki sem virðast hafa orsakatengsl við einhverfu og einhverfulík einkenni. Tegundirnar eru kippaflogaveiki ungbarna (e. infantile spasms eða West syndrome) og svonefnt áunn- ið flogamálstol (e. aquired epileptiform aphasia eða Landau-Kleffnaer syndrome). Kippaflogaveiki ungbarna kemur fram á fyrstu mán- uðum ævinnar og einkennist af sérstakri tegund floga og mjög sérkennilegum háspenntum rafmagnstrufl- unum í heilanum, sem hverfa ekki milli kastanna. Oft verður stöðnun eða afturför í þroska barnanna um það leyti sem köstin hefjast. Þessi þroskatruflun virðist oft ganga til baka ef tekst að halda köstum niðri og stöðva rafmagnstruflanirnar, en mörg þessara barna ná sér ekki fyllilega og eru þroskaskert. Áunnið floga- málstol er sjaldgæft. Það byrjar venjulega á 2-10 ára aldursbilinu og kemur eingöngu fyrir hjá börnum. Þá segir einnig á vef Einhverfusamtakanna að hvorki floga- veiki né einhverfa séu sjúkdómar í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs . Réttara er að líta á þessa kvilla sem ein- kenni um röskun, annarsvegar í rafkerfi heilans og hinsvegar í þroska ákveðinna þátta æðri heilastarfsemi. Afar sjaldgæfur litningagalli SCN2A-GENIÐ Morgunblaðið/Eggert Einstök Fjölskyldan undirbýr sig fyrir jólin um þessar mundir. RAYMOND WEIL söluaðilar: Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12, s: 551-4007 Meba, Kringlunni, s: 553-1199 Meba, Smáralind, s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10, s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49, s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s: 462-2509 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.