Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eftir tíu ára búsetu í Sviss er Ró-
bert Michelsen úrsmiður snúinn
aftur heim til Íslands. Hann lærði
við hinn heimsfræga WOSTEP-
úrsmíðaskóla í Neuchâtel og eftir
stutt stopp á Íslandi eftir námið
kallaði Sviss á hann aftur. Þar fór
hann í framhaldsnám sem úr-
smíðakennari og eftir að hafa í
nokkur ár kennt úrsmíði í hjarta
úraheimsins í Sviss fékk hann
ómótstæðilegt atvinnutilboð sem
hann gat ekki hafnað: Það vantaði
nefnilega bráðflinkan og fjölhæfan
úrsmið hjá fyrirtæki sem stofnað
var 1773 og kennt er við bróður
Jörundar hundadagakonungs.
„Úrin frá Urban Jürgensen þykja
hafa mikla sérstöðu og þeir sem
safna öndvegisúrum þekkja þetta
merki mjög vel þó að almenningur
kannist ekki endilega við nafnið.
Meðal þess sem aðgreinir Urban
Jürgensen frá öðrum framleið-
endum er hve úrsmíðin er sérhæfð
og flókin, og nostrað við hvert úr.
Fyrrverandi eigandi framleiddi t.d.
aðeins um 500 úr á 30 árum og al-
gengt meðalverð á Jürgensen-úrum
í kringum fimm milljónir króna, en
sum jafnvel kostað í kringum kvart-
milljón svissneskra franka, eða lið-
lega 30 milljónir króna,“ útskýrir
Róbert.
Fyrirtækið var stofnað af Jürgen
Jürgensen, föður Jörundar og Ur-
bans. „En Urban var föðurbetr-
ungur og raunar algjör snillingur í
úrsmiði, og setti eigið nafn á rekst-
urinn þegar hann tók við. Urban
vann með og lærði af öllum fremstu
úrsmiðum síns tíma, s.s Abraham-
Louis Breguet í París og John Arn-
old í London. Var það í kringum
1810 sem Urban átti sitt blómaskeið
og lagði grunninn að fyrirtækinu
sem lifir enn þann dag í dag.“
Fyrirtækið endurvakið
Urban Jürgensen hélst lengi inn-
an sömu fjölskyldunnar en snemma
á 9. áratugnum eignaðist svissneski
úrsmiðurinn Peter Baumberger
fyrirtækið og rak af ástríðu og hug-
sjón. Segir Róbert að Baumberger
hafi gert áhugaverða hluti á sviði
úrsmíði og m.a. þróað merkilegt
„detent“-gangverk sem vikið verður
að síðar, en hann var þó ekki mikill
viðskiptamaður svo að ekki tókst að
halda rekstrinum gangandi eftir að
Baumberger féll skyndilega frá árið
2010.
Hópur danskra fjárfesta keypti
síðan Urban Jürgensen árið 2014
og hófst þá vinna við að koma fram-
leiðslunni aftur af stað. Voru góð
ráð dýr enda þurfti úrsmið í algjör-
um sérflokki sem gæti haldið mörg-
um boltum á lofti í einu. Róbert
reyndist vera rétti maðurinn í starf-
ið enda reyndur og vel að sér um
bæði framleiðslu og viðgerðir.
Skemmdi heldur ekki fyrir að Ró-
bert hafði dreymt um að starfa hjá
fyrirtækinu allt frá því hann var
námsmaður.
Í ljósi sögunnar verður að þykja
nokkuð vel til fundið að fá Íslending
til að hjálpa við að endurreisa sviss-
neskan úraframleiðanda með rætur
sem liggja til Íslands. Róbert segir
að hjá Urban Jürgensen þekki
menn söguna af Jörundi hunda-
dagakonungi, þó að hún sé ekki
mikið rædd. „Það virðist sem Jör-
undur hafi verið svarti sauðurinn í
fjölskyldunni og í þeim bókum sem
ég hef lesið um ævi Urbans Jürgen-
sen er varla minnst á uppátæki
bróður hans.“
Aðspurður hvernig það gæti ver-
ið að fyrirtæki, sem selur úr sem
kosta á við góðan bíl og er með
kaupendur á biðlista, skuli hafa lent
í rekstarörðugleikum segir Róbert
að úrsmíðin sé mjög kostnaðarsöm
og hafi Baumberger lagt hér um bil
allt undir við þróun nýja gangverks-
ins. Það reyndist svo einmitt vera
þetta gangverk sem bjargaði fyr-
irtækinu. „Bæði sáu fjárfestarnir
virðið í vörumerkinu, og hvernig
mætti hefja það upp til fyrri dýrðar,
en detent-gangverkið sem fylgdi
með í kaupunum er hugvitsamlega
hannnað og mjög nákvæmt.“
Opna verslun á Hafnartorgi
Eftir þrjú góð ár hjá Urban Jür-
gensen í Sviss var orðið tímabært
að halda aftur til Íslands og segir
Róbert að það hafi ekki síst verið
fjölskyldunnar vegna. „Ég og konan
mín rákum okkur á það hvað sviss-
neskt samfélag getur verið íhalds-
samt þegar kemur að barneignum.
Með tvö ung börn á heimilinu stóð
hún frammi fyrir töluverðri ein-
angrun og fáum góðum valkostum.
Þá var ljóst að uppi á Íslandi beið
mín það krefjandi verkefni að
hjálpa við að flytja verslun Michel-
sen úrsmiða, sem verið hefur á
Laugavegi um áratuga skeið, niður
á Hafnartorg í hjarta miðborg-
arinnar.“
Eins og flestir lesendur ættu að
þekkja kemur Róbert af langri ætt
úrsmiða og var það langafi hans
sem upphaflega stofnaði úrsmiða-
fyrirtæki Michelsen árið 1909. Í dag
eru verslanir Michelsen úrsmiða
tvær: á Laugaveginum og í Kringl-
unni en þegar opnað verður á Hafn-
artorgi mun búðinni á Laugavegi
verða lokað. Unnendur vandaðra
úra bíða spenntir því ýmsar
áherslubreytingar munu verða á
nýja staðnum. „Rolex verður með
sitt eigið svæði innan verslunar-
innar – að kalla má búð í búð – og
eingöngu í félagsskap annarra lúx-
usmerkja, s.s. Longines, TAG Heu-
er og annarra lúxusmerkja sem við
erum í viðræðum við. Tískuúrin, s.s.
frá Armani, Michael Kors og Hugo
Boss verða aftur á móti höfð til sölu
í versluninni í Kringlunni,“ útskýrir
Róbert.
Er síðan aldrei að vita nema að í
nýju búðinni birtist eins og eitt Ur-
ban Jürgensen-úr steinsnar frá
þeim slóðum þar sem Jörundur
reyndi að ná völdum á litla Íslandi.
„Veit ég ekki hvort hægt er að
finna kaupendur en okkur stendur
til boða að selja þetta merki og get-
um verið milliliðir ef íslenskir úra-
safnarar vilja eignast forláta grip
frá Urban Jürgensen.“
Á úrsmíðavinnustofu bróður
Jörundar hundadagakonungs
Urban Jürgensen var einstaklega snjall í sínu fagi og lagði grunninn að merkilegu fyrirtæki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Metnaður Gamall draumur Róberts Michelsen rættist þegar hann var ráðinn til Urban Jürgensen í Sviss. Í dag
vinnur hann að því að flytja fjölskyldufyrirtækið, Michelsen úrsmiði, í nýtt húsnæði á Hafnartorgi.
Bróðirinn Urban Jürgensen lærði
úrsmíði af meisturum síns tíma.
Djásn Þegar Róbert kvaddi fyrir-
tækið smíðaði hann sér þetta úr.