Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 Ford F-150 Platinum
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra ,375 hestöfl, 470 lb-ft of
torque. Litur: Rauður / svartur að innan (lúkkar meira
brúnn/ dökk rauður)
LOBO edition, Mojave leður sæti, quad-beam LED
hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga,
fjarstart, 20 felgur o. fl.
VERÐ
12.775.000 m.vsk
2019 GMC 3500 Sierra SLT
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ. Litur: Summit white,
svartur að innan. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri,
sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð
og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla
í palli (5th wheel pakki) og fleira. Öll standsetning
innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
10.890.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Lariat
Litur: Hvítur og brúnn / svartur að innan.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of
torque. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður
pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o. fl. Öll standsetn-
ing innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
11.530.000 m.vsk
2018 Ford F-350 King Ranch
Litur: Ruby red, java að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque
Með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera
system og airbag í belti í aftursæti.
Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og
þjónustu.
VERÐ
10.990.000 m.vsk
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Á áttunda hundrað her- og lögreglu-
manna leitaði enn í gærkvöldi að 29
ára gömlum manni sem skaut á fólk
á jólamarkaði í miðborg Strassborg-
ar í Frakklandi í fyrrakvöld. Myrti
hann tvo menn, sá þriðji hefur verið
úrskurðaður heiladauður. Þá særði
hann 13 og skildi hópa fólks, sem
urðu vitni að árásinni, eftir í losti.
Alls hafa 246 manns týnt lífi í til-
ræðum öfgasinnaðra múslima í
Frakklandi frá 2015.
Í skothríðinni hrópaði hinn 29 ára
gamli Cherif Chekatt. „Allahu ak-
bar“ (Guð er mestur). Beitti hann
sjálfvirkri skammbyssu og stakk
einnig fólk með hnífi, að sögn Remy
Heitz, saksóknara í málum hryðju-
verkamanna.
Maðurinn var á lista yfir öfga-
menn sem öryggissveitir hafa fylgst
með frá 2015 en hann hefur hlotið 27
refsidóma fyrir rán og ofbeldisverk í
Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.
Fyrsta dóminn hlaut hann aðeins 10
ára að aldri. Fjórir einstaklingar
sem tengjast Cherif Chekatt voru
handteknir í Strassborg í fyrrinótt.
Maðurinn bjó í Poteries, hverfi í
niðurníðslu í borginni, eigi fjarri
jólamarkaðinum sem dregið hefur
um tvær milljónir manna til sín ár
hvert. „Fjölskylda hans hefur búið
hér um skeið en hann bjó sjálfur út
af fyrir sig skammt frá. Hann lét lít-
ið fyrir sér fara og var ekki þorp-
ari,“ sagði nágranni hans við AFP-
fréttastofuna.
Miðborg Strassborgar var meira
og minna lokuð eftir árásina og var
svo enn í gærkvöldi. Bygging Evr-
ópuþingsins var sömuleiðis girt af í
leitinni að ódæðismanninum. Öllum
viðburðum í borginni í gær var af-
lýst. Jólamarkaðurinn verður áfram
lokaður í dag.
Þýska lögreglan tók einnig þátt í
leitinni að Cherif Chekatt þar sem
ekki var hægt að útiloka að hann
hefði komist undan og úr landi yfir
Rín. Innanríkisráðherrann Chri-
stophe Castaner tjáði þinginu í Par-
ís að árásarmaðurinn hefði særst í
skotbardaga við hermenn sem voru
við öryggisvörslu við jólamarkaðinn.
Komst hann undan í leigubíl yfir í
hverfið Neudorf í suðurhluta Strass-
borgar. Þar sló aftur í brýnu með
honum og lögreglu áður en hann
hvarf úr augsýn.
„Ég heyrði skothvelli og síðan
varð ringulreið og upplausn. Fólk
hljóp í allar áttir,“ sagði sjónarvott-
ur, sem kvaðst heita Fatih, við AFP-
fréttastofuna.
Lögreglan hugðist handtaka
Cherif Chekatt að morgni þriðju-
dagsins vegna rannsóknar á morð-
tilræði, að sögn aðstoðarinnanríkis-
ráðherrans Laurent Nunez. Hann
reyndist að heiman þegar að var
komið en á heimili hans fann lög-
reglan handsprengju, fjóra hnífa og
hlaðna skammbyssu með 0,22 kali-
bera hlaupvídd.
Roland Ries, borgarstjóri í
Strassborg, sagði flest fórnarlamba
árásarmannsins hafa verið karl-
menn. Annar hinna látnu hafi verið
taílenskur ferðamaður í brúðkaups-
ferð. Eitt fórnarlambanna hefur ver-
ið úrskurðað heiladautt, að sögn
Heitz saksóknara. „Sumir fengu
byssukúlu í höfuðið,“ sagði Ries við
BFM-sjónvarpið. Ítalskur blaða-
maður sem skrifar frá Evrópuþing-
inu særðist hættulega. Einnig var
pólskur borgari meðal hinna særðu.
Alls munu sex hinna særðu vera í
lífshættu.
Skotárásin á sér stað á sama tíma
og franski forsetinn Emmanuel
Macron glímir við sína erfiðustu
kreppu í kjölfar mikilla mótmæla
gegn stjórnarstefnu hans. Verulega
mæddi þar á öryggissveitum vegna
átaka og ofbeldisverka, en fimm
biðu bana í mótmælunum og um
1.400 slösuðust.
Frakkland skotmark frá 2015
Strax eftir árásina í Strassborg
var æðsta öryggisstigi lýst í Frakk-
landi og landamæravarsla stórauk-
in. Einnig öryggisvarsla við aðra
jólamarkaði um land allt.
Frakkland hefur verið skotmark
hryðjuverkamanna úr röðum músl-
ima frá 2015 og löngum hefur jóla-
markaðurinn í Strassborg verið tal-
inn skotmark þeirra. Leyniþjón-
ustusamtökin SITE sem fylgjast
með jihadistum vöruðu í nýliðnum
nóvember við því að árás kynni að
vera yfirvofandi í Strassborg af
hálfu samtaka sem tengdust ríki ísl-
ams.
AFP
Öryggissveitir Á áttunda hundrað lögreglumanna voru kvaddir út í Strass-
borg í gær og fyrrakvöld í leitinni að ódæðismanninum sem myrti þrjá .
Ákallaði „Allahu
akbar“ í skothríðinni
Beitti sjálfvirkri skammbyssu og stakk f́ólk með hnífi
Michael Choen,
fyrrverandi lög-
fræðingur Don-
alds Trumps
Bandaríkja-
forseta, var
dæmdur í þriggja
ára fangelsi í
gær.
Fyrir dóms-
uppkvaðninguna
játaði hann þá
glæpi sem á hann voru bornir og
sagði að þar á meðal væru glæpir sem
Trump hefði verið bendlaður við.
„Það var skylda mín að hylma yfir
hans sóðalegu ódæði,“ sagði Cohen.
Lögmenn hans vildu að hann slyppi
við fangelsisdóm eftir að hann játaði
m.a. skattabrot, brot á lögum um
fjármögnun kosningabaráttu og að
hafa logið að Bandaríkjaþingi.
Cohen var meðal annars ákærður
fyrir að greiða tveimur konum sem
hótuðu því í aðdraganda forsetakosn-
inganna árið 2016 að segja opin-
berlega frá ástarsamböndum sínum
við Trump. agas@mbl.is
Cohen í
fangelsi
Michael Cohen
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, stóð í gærkvöldi af sér
vantraust í eigin flokki sem stefnt
var henni til höfuðs. Greiddu 117
þingmenn atkvæði með vantrausti en
200 á móti.
Uppreisnarmenn í þingliði Íhalds-
flokksins knúðu atkvæðagreiðsluna
fram vegna andstöðu við samninginn
um brottför Bretlands úr Evrópu-
sambandinu (ESB) sem May hefur
barist fyrir með oddi og egg að fá
samþykktan í þinginu.
May þurfti 160 atkvæði til að halda
velli sem flokksleiðtogi. Hún mun
hafa sagt þingmönnum í gær, að hún
myndi ekki sækjast eftir því að leiða
flokkinn í næstu þingkosningum.
Varnarmálaráðherrann Tobias
Ellwood sagði í gærkvöldi að May
stæði sterkar að kjöri loknu. Líkti
hann hópnum sem knúði atkvæða-
greiðsluna fram við hægrihreyf-
inguna Tea Party í Bandaríkjunum.
Þeir ætluðu að ræna Brexit-ferlinu
en voru gómaðir. „Hópurinn endur-
speglar ekki afstöðu flokksins sem
ég gekk til liðs við,“ sagði Ellwood.
Hópurinn sem stofnaði til at-
kvæðagreiðslunnar þykir standa
verr nú en áður. Eftir atkvæða-
greiðsluna létu nokkrir þingmenn í
ljós vonir um að reynt yrði að sætta
fylkingar og ljúka þingmeðferð
Brexit-samningsins.
agas@mbl.is
Theresa May hélt velli
AFP
Pressan Bresku blöðin slógu upp baráttu May til að halda velli.
Atvinna