Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 54
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Sigvaldi Ástríðarson sem starfar innan samtakanna fékk hug-
myndina í fyrra og það var ákveðið að fylgja því eftir til gamans
og búa til vegan jólasveina, segir Valgerður Árnadóttir hjá Sam-
tökum grænkera. „Jólasveinarnir eru náttúrlega rosa mikið að
sjúga ærnar og krækja í bjúgu og svona og við erum að ala upp
börn sem eru grænkerar og þau skildu ekki alveg af hverju jóla-
sveinarnir væru að borða vini þeirra,“ segir Valgerður. Hún segir
Samtök grænkera sameinuð samtök Vegansamtakanna og Græn-
metisæta á Íslandi, en í sameinuðu félagi segir hún nokkur hundr-
uð manns.
Einn jólasveinanna verður „hán“
Það sem ýtti við þeim hjá samtökunum við að láta jólasveina-
grínið verða að veruleika var grínið hjá einum jólasveininum í
fyrra sem sagði Grýlu bara borða vegan börn, útskýrir Valgerður.
„Það fannst börnunum okkar hins vegar ekki fyndið og því
ákváðum við að grínast á móti.“ Ljúfur er uppáhald Valgerðar, því
hann tamdi jólaköttinn segir hún. Í viðtali í síðdegisþætti K100
upplýsti hún um leið að fjölbreytnin væri höfð að leiðarljósi og að
ein jólaveran yrði hvorugskyns. Á facebooksíðu samtakanna
hvetja þau alla til að taka þátt í að búa til vísur um jólaverurnar,
en þar má einnig sjá fallegar myndir eftir Árna Jón Gunnarsson,
teiknara jólaveranna.
Vegan-jólaverur komnar til byggða
Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur og allir hinir
jólasveinarnir hafa gengið í endurnýjun líf-
daga hjá félögum í Samtökum grænkera á
Íslandi. Nú er það Lambafrelsir, sem kom
fyrstur til byggða, Hænuhvísla sem kom í
bæinn í morgun og á aðfangadagsmorgun
er Smjörlíkir væntanlegur til byggða.
Þó að samtökin setji þetta fram á skemmtilegan máta má
merkja á Valgerði að þau vilji koma á framfæri lífsháttum veg-
anismans, þar sem leitast er við að útiloka og forðast hagnýtingu
og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað,
skemmtun eða aðra neyslu.
„Þessi hátíð felur í sér mikið dýradráp og okkur finnst svolítið
leiðinlegt að kalla þetta hátíð ljóss og friðar,“ útskýrir Valgerður.
Nýju jólaverurnar eru vænar og grænar og hvers manns hug-
ljúfi. Sagt er að þau læðist inn í fjárhúsin og frelsi þar fé, hvísli
að hænunum og klappi jólakettinum, sem er steinhættur að éta
börn og malar nú sáttur upp við ofn.
Lambafrelsir 11. desember
Hænuhvísla 12. desember
Ljúfur 13. desember
Þarasmjatta 14. desember
Hafraþamba 15. desember
Berjatína 16. desember
Tófúpressir 17. desember
Hummusgerður 18. desember
Vökvareykir 19. desember
E-efnagægir 20. desember
Raknakrefur 21. desember
Plöntuklókur 22. desember
Smjörlíkir 23. desember
Jólaverurnar 13
Teiknari Jóla-
veranna er Árni
Jón Gunnarsson,
en hér má sjá
Lambafrelsi sem
kom fyrstur til
byggða.
Hænuhvísla
kom til byggða
í morgun hjá
vegan-fólki
sem bjó til nýj-
ar jólaverur.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
VATN, HÚSASKJÓL
OG BETRI HEILSA
MEÐ ÞINNI HJÁLP!
•Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur
•Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur
•Framlag að eigin vali á framlag.is
• Söfnunarreikningur 0334-26-50886
kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR
Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together
Í vikunni var sagt frá því að fjöl-
margar líkamsræktarstöðvar hefðu
ákveðið að sameinast um að grípa
til aðgerða til að útrýma ólöglegum
sterum úr stöðvum sínum og úthýsa
fólki sem notar efnin. Jón Axel,
Kristín Sif og Ásgeir Páll heyrðu í
konu sem virtist auðveldlega geta
útvegað þeim ávanabindandi efni.
Á konunni mátti skilja að það
væri mikið að gera í sölunni á þess-
um árstíma og eftirspurnin gríð-
armikil. Framleiðslan er langt kom-
in og í raun að verða búin og gæti
því reynst erfitt að verða sér úti um
skammta af þessari vöru sem er
gríðarvinsæl. Konan, sem starfar
sem milliliður í viðskiptunum, sagði
við þáttarstjórnendur að hún gæti
þó liðsinnt þeim í að nálgast vöruna
ef vilji væri fyrir hendi. Aðspurð
hvort auðvelt væri að nálgast efni
til framleiðslunnar sagði konan að
fyrst og fremst þyrfti góða kunn-
áttu til þess og aðilinn sem hún
starfar fyrir hefði mikla reynslu og
þekkingu í því að búa efnin til.
Í viðtalinu við umrædda konu,
sem kom ekki fram undir nafni,
kom fram að framleiðslan færi oft á
tíðum fram í heimahúsum hér á
landi og ferlið tæki í raun ekki lang-
an tíma. Þannig tæki um klukku-
tíma að búa til 100 stykki af efninu.
Hún tók sérstaklega fram að mikil
neysla hefði þau áhrif að fólk
stækkaði mikið og auk þess væri
erfitt að hætta að nota vöruna þar
sem þetta væri gríðarlega ávana-
bindandi.
Undir lok viðtalsins benti hún á
að aðalmaðurinn í framleiðslunni
væri drengur á grunnskólaaldri og
nyti aðstoðar móður sinnar. Það
mátti heyra saumnál detta í hljóð-
verinu en þegar Jón Axel gat loks
stunið upp spurningu og spurt hver
söluvaran væri sagði konan að hún
væri að tala um sörur sem ganga
kaupum og sölum nú fyrir jólin. Þó
að hlustendum hafi létt við þessar
fréttir sagði Kristín Sif eftir þáttinn
að ekki yrði leitað til sömu heimild-
armanna við undirbúning viðtala í
framtíðinni.
islandvaknar@k100.is
Íslensk framleiðsla
Í kjölfar umræðu um ólöglega stera ákváðu stjórn-
endur þáttarins Ísland vaknar að reyna að komast í
samband við sölumann til að kanna hversu auðvelt
það væri að nálgast stera.
Ísland vaknar reyndi að kaupa ólöglega stera