Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
✝ Vigdís Hauks-dóttir fæddist
í Reykjavík 21.
ágúst 1952. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu 1. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Haukur
Hvannberg, f.
1921, d. 1987, og
Þuríður Skúla-
dóttir Thoraren-
sen, f. 1921, d. 1972. Systkini
hennar eru: Guðrún, f. 1948,
Skúli, f. 1950, Haukur, f. 1956,
og Rúna, 1962.
Vigdís giftist Hilmari
Baldri Baldurssyni, f. 1952,
árið 1973. Þau skildu árið
2005. Börn þeirra eru: Ágúst,
f. 1978, Þuríður, f. 1979,
Arna, f. 1986, og Vilhjálmur,
f. 1986. Ágúst er kvæntur
Ernu Rún Einarsdóttur, f.
1979. Börn þeirra eru Alda, f.
2010, Benedikt, f. 2015, og
Egill, f. 2017. Barn Þuríðar er
Hilmar Andri Lár-
usson, f. 2006.
Arna er gift Guðna
Agnari Kristins-
syni, f. 1978. Börn
þeirra eru Vil-
hjálmur Gísli, f.
2013, og Elín Ósk,
f. 2016. Vilhjálmur
er í sambúð með
Axel Hall, f. 1971.
Eftir að hafa
lokið prófi í
Kvennaskólanum í Reykjavík
vann Vigdís um árabil hjá
Landsbanka Íslands. Þaðan lá
leiðin í flugið þar sem hún
starfaði sem flugfreyja fyrir
Flugfélag Íslands, síðar Flug-
leiðir. Vigdís starfaði einnig
um árabil við skrifstofustörf
hjá Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna. Síðustu 12 árin
starfaði hún í móttöku og við
bókhald hjá Capacent.
Útför Vigdísar fór fram í
kyrrþey hinn 11. desember
2018.
Mín kæra Vigdís Hauksdótt-
ir, Dísa, er látin fyrir aldur
fram. Ég var svo heppin að
eignast hana fyrir tengdamóð-
ur fyrir allnokkrum árum.
Samband okkar þróaðist fljót-
lega í að verða mjög náið, hún
var engin venjuleg tengda-
mamma, eins og hún orðaði
það gjarnan sjálf. Sem var
satt. Hún veitti mér andagift
við svo margt í lífinu.
Hún var allt í senn blíð,
ráðagóð, smart og einstaklega
barngóð. Hún var hrókur alls
fagnaðar en ákveðin þegar
þurfti á að halda og stóð eins
og klettur við hlið okkar á
ýmsum tímamótum í lífi okkar
Ágústs og barnanna.
Dísa var alveg einstaklega
góður kokkur og sælkeri fram
í fingurgóma. Hún kunni að
njóta lífsins lystisemda og hug-
urinn reikar nú títt til gæða-
stundanna sem við áttum sam-
an, að njóta.
Innilegt faðmlag, skilyrðis-
laus stuðningur, hlýr koss á
kinn, dillandi hlátur – aldrei
aftur en minning hennar lifir í
hjarta mínu. Hvíl í friði.
Erna Rún Einarsdóttir.
Elsku Dísa. Ég veit ekki al-
veg hvar ég á að byrja, ætli ég
byrji ekki bara á því þegar ég
var um tveggja ára og fann
mús í eldhússkápnum hjá þér í
Hraunbænum.
Þú trúðir mér ekki þótt sag-
an segi að ég hafi verið ansi
skýrmælt – ekki fyrr en ég var
farin heim með mömmu og þá
hringdir þú. Það var vissulega
mús þar, og þú ekki hress,
kannski var blótað smá.
Sossa og Dísa, þetta órjúf-
anlega tvíeyki. Mér skilst að
Skúli hafi meira að segja nefnt
kindur eftir ykkur. Líf ykkar
mömmu fléttaðist saman þegar
þið voruð ungar á Ægisíðunni.
Þið sögðuð gjarnan að þið
hefðuð alið hvor aðra upp. Á
báðum heimilum var flókið líf
en þið hjálpuðuð hvor annarri
og studduð þegar mest lá við.
Og það gerðuð þið allt lífið.
Við, börnin ykkar, fengum að
njóta nærveru ykkar og sam-
veru með ykkur tveimur,
heimavið, í sumó á Laugar-
vatni, í óteljandi sundferðum.
Þarna var svo djúp og falleg
vinátta. Og gáskafull, það var
aldrei lognmolla þegar þið
tvær komuð saman. Það var
gaman að fylgjast með ykkur
saumaklúbbnum skipuleggja
ferðir og eiga yndislegar
stundir saman og plotta hvað
þið ætluðuð að gera af ykkur
þegar þið væruð komnar á elli-
heimili.
Börnin mín nutu líka góðs
af, fengu yndislegar heima-
saumaðar flíkur. Síðar kynnt-
ust þau líka Dísu vinkonu sem
var svo fyndin og skemmtileg,
ávallt hress og með svo smit-
andi hlátur.
Sterk, töffari, húmoristi,
matgæðingur, hannyrðakona,
fagurkeri, traustur vinur, alt-
umvefjandi mamma og amma;
þetta eru bara nokkur af þeim
orðum sem koma upp í hugann
þegar við hugsum um þig.
En svo komu hæðir og lægð-
ir í lífinu og alltaf stóðuð þið
saman, þú og mamma. Tveir
máttarstólpar á víxl. Ég veit
ekki hvað við fjölskyldan hefð-
um gert án þín, elsku Dísa, ef
þín hefði ekki notið við í veik-
indum mömmu. Ég var með
samviskubit yfir natni þinni og
umhyggjusemi og tryggð,
fannst við vera að stela þér of
mikið frá fjölskyldu þinni. En
þannig var samband ykkar
mömmu, sterk flétta í gegnum
allt lífið með sínum öldugangi.
Þú varst svo ótrúlega sterk
og traust og við gátum talað
um allt, þú og ég, sem var mér
svo mikilvægt og mikils virði.
Það var líka svo gaman að
heyra af því hvað börnin þín
voru að fást við, ferðalögum
ykkar og samverustundum og
hversu stolt þú varst af þeim
og barnabörnunum þínum.
Elsku Aggú, Þurí, Arna og
Villi, makar og börn. Þúsund
kossar og faðmlög. Takk fyrir
að hafa deilt mömmu ykkar
með okkur.
Ragnheiður Kristinsdóttir.
Hún Dísa er látin! Dísa vin-
kona til margra ára er látin.
Anna Möller, ein af vinkonum
til margra ára, hringdi til að
segja mér þessar sorgar- og
óvæntu og sláandi fréttir.
Vigdís Hauksdóttir og eig-
inkona mín, Soffía Magnús-
dóttir, höfðu verið vinkonur og
hálfgerðar „samlokur“ síðan
þær voru ungar stúlkur um níu
ára aldur á Ægisíðunni, ná-
grannar, og urðu nánustu vin-
konur til æviloka. Hlupu milli
sinna heimila og voru ævinlega
velkomnar á báðum heimilum.
Mín kynni af Dísu voru
gegnum Sossu frá því við vor-
um sautján ára gömul og allar
götur síðan. Þetta er langur
tími þegar horft er til baka en
flýgur gegnum hugann þegar
fréttir af andláti Dísu berast.
Gegnum þunnt og þykkt
kom aldrei skuggi á vináttu og
samband hennar og okkar. Öll
göngum við gegnum lífið á mis-
munandi hátt og Dísa fór ekki
varhluta af því.
Alltaf stóðu þær saman og
sigruðust á ýmsu sem á gekk
með gönguferðum og samveru-
stundum og nærveru hvor ann-
arrar.
Saumaklúbburinn með Dísu,
Siggu, Önnu, Sossu, Björgu og
Krissu var stundum okkur eig-
inmönnunum öfundsverður
félagsskapur. Þær hittust
reglulega frá táningsaldri og
fram á þennan dag. Trygglyndi
og samheldni einkenndi þenn-
an félagsskap og þar gaf Dísa
ekkert eftir. Þetta er orðið
sem ég set efst á listann yfir
lýsingu á Dísu, trygglyndi.
Dísa var afskaplega heillynd
manneskja. Hún elskaði fjöl-
skylduna og heimilið og sum-
arbústaðurinn var hennar skjól
og yndi. Í bústaðnum undi hún
sér sérlega vel og náttúrunni í
kringum hann. Hún var fag-
urkeri og naut þess að hafa fal-
lega hluti kringum sig en einn-
ig var hún lagin við fallega
handavinnu og saum.
Dísa var frábær kokkur og
naut þess að bjóða í mat og
leggja allt til. Hún naut þess
einnig að ferðast og fræðast og
njóta. Hún var góður hlust-
andi; það er að leggja sig fram
um að vita hvað vinirnir eru að
segja og gefa síðan góð ráð.
Ég veit að betri vin er vart
hægt að finna.
Með sorg í hjarta og miklu
þakklæti kveð ég Dísu fyrir
hönd okkar Sossu og votta
börnum hennar, Aggú, Þurí,
Villa, Örnu, og fjölskyldum
þeirra, einnig systkinum Dísu
og fjölskyldum, mína dýpstu
samúð.
Kristinn (Kiddi).
Við sátum saman vinkonurn-
ar, Dísa, Anna, Björg, Sigga og
Krissa, kvöldstund í byrjun að-
ventunnar. Nutum samvista yf-
ir góðum mat og ómetanlegum
minningum samofnum úr 50-60
ára vináttu. Sossu var sárlega
saknað en engri okkar kom í
hug að þetta væri kveðjustund,
að Dísa væri að yfirgefa okkur
líka.
Okkur er það mjög erfitt að
tala um Dísu í þátíð, hún er
svo ljóslifandi með okkur.
Röddin hennar í símanum að fá
nýjustu fréttir af högum okk-
ar. Kankvís með glettnar at-
hugasemdir um líðandi stund
og dillandi hlátur eftir hnyttin
tilsvör.
Hún var nýkomin heim úr
skemmtilegri aðventuferð til
Kaupmannahafnar, einni af
hennar uppáhalds.
Víðförull heimsborgari er
rétta lýsingin á Dísu. Hún með
sinn fágaða smekk og kraum-
andi áhuga á skemmtilegu
borgarlífi, góðum mat og fal-
legum listmunum. Ófáar ferðir
höfum við vinkonurnar farið
saman, þar sem Dísa af sinni
alkunnu snilld skipulagði
ferðalögin frá upphafi til enda.
Fann dásamlega gististaði,
pantaði kvöldverð á gourmet-
veitingastöðum eða leiðsögn á
listasöfnin og hafði þá einmitt
fundið svo skemmtilegan há-
degisverðarstað sem passaði
fyrir leiðina sem við vorum á.
Við hinar nutum áhyggjulausar
lystisemdanna í botn og verð-
um henni ævinlega þakklátar
fyrir upplifunina.
Auk skipulagsgáfunnar var
vandvirkni annar ríkulegur
þáttur í fari Dísu. Allt sem hún
snerti við bar þess vott. Heim-
ilið hennar þar sem vandað var
valið á hverjum hlut og þar
sem glæsilegur smekkur henn-
ar fékk að njóta sín. Börnin
hennar, stoltið og væntum-
þykjan þegar börnin og barna-
börn voru annars vegar fór
ekki fram hjá neinum og voru
þau henni alltaf efst í huga.
Sumarbústaðurinn, þar sem
hún undi sér svo vel, ber vand-
virkni hennar gott vitni.
Sérstakt áhugamál hennar
voru hannyrðir og hvort sem
það var útsaumur, prjón eða
hekl, allt varð að listmunum í
höndum hennar. Matinn, kök-
urnar og eftirréttina ómissandi
sem áttu að vera „til að breyta
bragði“ töfraði Dísa fram, allt
eins og framreitt væri af verð-
launakokkum. Og síðast en
ekki síst vandaði hún til vinátt-
unnar. Traust vinkona sem
alltaf var fyrst til að bjóða
fram aðstoð og rétta fram
hjálparhönd. Betri vin er ekki
hægt að eiga.
Lífið hjá Dísu okkar var
ekki alltaf auðvelt, en hvernig
hún höndlaði aðstæður hverju
sinni var aðeins á færi hæfustu
manna. Að lokum kom hún
alltaf niður standandi, keik og
hreif okkur hin með í því að
njóta þess sem lífið bauð upp á
í lystisemdum og gleði. Ærleg í
tali um menn og málefni,
brandarar látnir fjúka, en svo,
kankvís yppti hún bara öxlum,
blikkaði til okkar auga og veg-
ferðinni haldið áfram.
Elsku Aggú, Þurý, Villi,
Arna og fjölskyldur. Við vin-
konurnar sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anna R. Möller, Björg
Ellingsen, Kristbjörg
Ólafsdóttir, Sigríður
Svana Pétursdóttir.
Vigdís Hauksdóttir
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN INGIMAR MAGNÚSSON,
Höfðagrund 15, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi fimmtudaginn 6. desember.
Útför fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
18. desember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi.
Ásthildur Theodórsdóttir
Ágúst G. Ingimarsson Guðríður Sigurjónsdóttir
Brynjar Ingimarsson Unnur Eygló Bjarnadóttir
Guðún Ingimarsdóttir Einar P. Bjargmundsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
NANNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Túngötu 23, Tálknafirði,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
8. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember klukkan 11.
Jarðsett verður á Bíldudal.
Birna Friðriksdóttir Bárður Árnason
Bjarney Friðriksdóttir Pétur Sveinsson
Ingvi Friðriksson Elín Ellertsdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Kristján Friðriksson Lára Wathne
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir minn og mágur,
sambýlismaður, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR GUNNARSSON,
fyrrverandi flugmaður,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn
30. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Elínborg Gunnarsdóttir Walters, Gene Walters
Ingunn Ólafía Jónsdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Jón Ólafsson Hildur Vala Einarsdóttir
Steingrímur Sævarr Ólafss. Kristjana Sif Bjarnadóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Höfðabraut 5, Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Hvammstanga þriðjudaginn 4. desember.
Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju
mánudaginn 17. desember, klukkan 14.
Þórhallur Jónsson Hólmfríður Ó. Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir Þorbjörn Gíslason
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangömmubörn
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
lést föstudaginn 30. nóvember á
Sunnuhlíð Kópavogi.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Ásdís Vignisdóttir
Ársæll Vignisson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HULDA HEIÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
bókasafnsfræðingur,
lést á heimili sínu 10. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 21. desember klukkan 15.
Ágústa Lyons Flosadóttir John Lyons
Sigurður Flosason Vilborg Anna Björnsdóttir
og barnabörn