Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
✝ Guðný AnnaEyjólfsdóttir
fæddist í Múla í
Gufudalssveit 19.
desember 1929.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Boðaþingi hinn 16.
nóvember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur
Magnússon, f. 16.
febrúar 1896, d. 17.
júní 1994, og Ingibjörg Há-
konardóttir, f. 14. nóvember
1894, d. 7. september 1970.
Guðný var yngst sjö systkina, en
þau voru í aldursröð: Brynhild-
ur, Þorvarður Trausti, Arndís,
Guðrún Ingibjörg og Guðný Jó-
hanna, sem dó aðeins eins árs
gömul sama ár og Guðný Anna
fæddist.
Synir Hauks og Guðnýjar eru:
1) Rúnar Gils bókbindari, f. 7.
júlí 1951. 2) Jón Hjálmar hús-
gagnasmiður, f. 29. ágúst 1952,
kvæntur Ike Tloju-
Hauksson, f. 25.
september 1966,
Dóttir þeirra er
Alma Asa, f. 8. sept-
ember 1999. Dóttir
Jóns af fyrra hjóna-
bandi er Guðný
Ragna, f. 30. sept-
ember 1973, í sam-
búð með Árna Frí-
manni Jónssyni, f.
6. ágúst 1955. Dæt-
ur þeirra eru Júlíana Rún, f.
2010, og Ragnheiður Anna, f.
2012. 3) Hannes viðskiptafræð-
ingur, f. 20. ágúst 1958, kvæntur
Hjördísi Gunnarsdóttur, f. 27.
janúar 1958. Dóttir þeirra er
Harpa, f. 8. nóvember 1982, í
sambúð með Heiðari Theódóri
Heiðarssyni, f. 18. nóvember
1983. Dóttir þeirra er Díana
Lind, f. 2015.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elsku amma mín.
Ég er ennþá að reyna að átta
mig á því að ég hitti þig ekki aft-
ur, að ég geti ekki hringt í þig og
að þú eigir ekki eftir að læka
fleiri myndir á Facebook. Þó að
þú hefðir orðið 89 ára í desember,
þá fórstu snöggt og stöndum við
öll eftir í sjokki. En ég veit að nú
ertu laus við verki og vanlíðan og
að nú ertu komin til afa.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
náð að hitta þig deginum áður en
þú kvaddir. En þú kvaddir með
allt fólkið þitt í kringum þig og þú
slepptir ekki takinu fyrr en allir
voru hjá þér.
Amma, þú varst límið í þessari
„stóru“ fjölskyldu okkar og þín
verður sárt saknað.
Takk fyrir allar minningarnar
sem ég eignaðist með þér og þær
mun ég varðveita alla mína ævi.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
Og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
Í sólbjörtum himnanna sal.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Hvíl í friði, elsku amma mín.
PS. „Bless, langaamma, knús,
Díana.
Þín,
Harpa.
Guðný Anna
Eyjólfsdóttir
Amma Beta, eins
og við í fjölskyld-
unni kölluðum hana
gjarnan, hefur fengið hvíld. Hún
lést sex dögum eftir hundrað ára
afmælið sitt. Hún gat ekki notið
þeirra merku tímamóta.
Amma Beta var afburða-
greind en hafði ekki tækifæri til
að stunda nám eftir eins árs setu
í Kvennaskólanum. Hún lék sér
að því að leysa erfiðar kross-
gátur og mátaði hámenntaða
syni sína í skák.
Hún giftist ung Bjarna, sem
hafði verið fljótur að sjá hvað
hún var gott kvonfang. Lífsbar-
áttan varð hörð. Hjónin þurftu
að flytja til ættingja í Landeyj-
um fyrir stríð, því enga vinnu
var að fá á mölinni. Bjarni setti
síðar upp járnsmíðaverkstæði
við Bergstaðastræti. Beta sá um
börn og bú. Hún var myndarleg
húsmóðir og fór vel með. Hún
ræktaði kartöflur og rabarbara
til heimilisins í kálgörðum, sem
voru í Kringlumýri. Snemma fór
hún að prjóna peysur á drengina
sína. Þeir kunnu ekki að meta
fínu handprjónuðu peysurnar.
Þá var eftirsóttara að eignast
peysu úr búð.
Amma Beta prjónaði síðar
óteljandi lopapeysur fyrir Ís-
lenskan heimilisiðnað. Elísabet
Bretadrottning kom í búðina og
dáðist þar að einni peysunni,
sem hún fékk að gjöf. Henni var
sagt að nafna hennar hefði
prjónað hana.
Síðar kom bréf frá breska
konungsembættinu með þakk-
læti fyrir peysuna, þar sem
drottningin sagðist alltaf minn-
ast Íslandsferðarinnar, þegar
hún færi í hana. Amma Beta og
konurnar í Íslenskum heimilis-
iðnaði voru mjög stoltar. Fjöl-
skyldan naut einnig góðs af
Elísabet
Þorkelsdóttir
✝ Elísabet Þor-kelsdóttir
fæddist 14. nóv-
ember 1918. Hún
lést 20. nóvember
2018.
Útför Elísabetar
fór fram 10. desem-
ber 2018.
myndarskapnum og
fengum við fallegar
peysur frá henni,
sem við kunnum vel
að meta.
Þegar börnin
voru orðin stálpuð
fór hún að vinna í
Kjötbúðinni Borg
og reyndist þar
góður starfskraftur.
Beta og Bjarni
komu sér upp
sumarhúsi á gullfallegum stað í
Grafningi við Þingvallavatn.
Dvöldu þau þar nánast allar
helgar á sumrin og nutu náttúr-
unnar. Húsið, sem var nefnt
Hytta, var ekki stórt, en tekið
var á móti öllum með hjartahlýju
og gestrisni. Við fórum þangað
oft með börnin okkar. Beta lum-
aði alltaf á einhverju góðgæti og
töfraði fram gómsæta kjúklinga
á kolaofninum.
Hún bjó í íbúðinni sinni við
Hrísateig, sem þau hjónin höfðu
komið sér upp, eins lengi og hún
gat. Hún var snillingur í pönnu-
kökubakstri. Öllum, sem komu í
heimsókn, var boðið upp á
pönnsur. Bolludagsbollurnar
með rjómasúkkulaði gleymast
ekki.
Amma Beta tók mér vel þegar
eldri sonur hennar kynnti mig
fyrir henni. Ég var skólastelpa
sem kunni hvorki mikið um hús-
hald né prjónaskap. Hún var
alltaf tilbúin að leiðbeina mér ef
ég lagði í það að byrja að prjóna
peysu eða sauma flík. Reyndar
dró hún mig oft að landi. Hún
sleppti því alveg að setja út á
mig eða það, sem ég tók mér fyr-
ir hendur, og reyndi frekar að
hjálpa til. Lengi hélt hún þeim
sið að bjóða fjölskyldunni í mat á
sunnudögum. Eftir lát Bjarna
sótti Þorkell hana á laugardög-
um. Þá var vaninn að aka niður
Laugaveginn og minnast gam-
alla tíma áður en kvöldmaturinn
var snæddur.
Elsku amma Beta. Ég óska
þér alls góðs á nýjum vegum og
þakka fyrir samfylgdina hér.
Megir þú ávallt vera umvafin
kærleika Guðs.
Ása Kristín.
✝ Gyðríður ElínÓladóttir
fæddist 17. nóv-
ember 1941 í
Reykjavík. Gyða
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 3. desember
2018 eftir skamm-
vinn veikindi. Hún
var yngst fjögurra
barna þeirra hjóna
Óla Péturs Möller,
skólastjóra frá Sauðanesi á
Langanesi, og Helgu Jónu Elías-
dóttur, kennara frá Hörgsdal á
Síðu. Systkini hennar voru þau
Elías Pálmi og Sigríður sem eru
látin en Davíð bróðir hennar
kveður systur sína í dag.
Gyðríður ólst upp á Þórshöfn
á Langanesi til 14 ára aldurs.
Þaðan lá leiðin í Reykholt í
Biskupstungum, þar sem for-
eldrar hennar tóku við skól-
anum. Eftir það fluttist Gyða til
Reykjavíkur og kynntist þar
fyrri sambýlismanni sínum,
Magnúsi Jenssyni, f. 1934, en
hann varð bráðkvaddur 24. júlí
1970.
Gyða kynnist eftirlifandi eig-
inmanni sínum,
Gerðari Óla Þórð-
arsyni skipstjóra, f.
20.4. 1940, árið
1973. Börn Gyðr-
íðar og Gerðars
eru Jónína Ingi-
björg, f. 5.10. 1974,
og Magnús, f. 12.7.
1977. Dóttir Jónínu
Ingibjargar er
Gunnhildur
Snorradóttir, f. 12.
des. 2001. Frá fyrra hjónabandi
átti Gerðar dótturina Gyðu
Hrönn, f. 26.9. 1962, og fóst-
urdótturina Lilju Báru Stein-
þórsdóttur, f. 7.10. 1957.
Gerðar og Gyðríður byrjuðu
búskap sinn í Karfavogi en
fluttu þaðan til Þorlákshafnar.
Lengst af voru þau í Keflavík
eða allt þar til þau fluttu 2004 á
Grænlandsleið í Reykjavík.
Gyða vann ýmis störf um æv-
ina, meðal annars í Kútógler,
efnalaug og frystihúsi, en fyrst
og fremst var hún húsmóðir,
móðir og amma.
Útför Gyðu fer fram frá Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti í dag,
13. desember 2018, klukkan 13.
Ég minnist móður minnar
sem sterkrar konu frá upphafi
til enda. Fyrstu minningar mín-
ar eru þegar við bjuggum á
Framnesvegi, þar sem móðir
mín var kasólétt að Magnúsi
bróður. Ég var mikill flökkupési
á þessum tíma og hafði tekið
upp á því að príla upp á þvotta-
vél og opna þannig útidyr og
hlaupa út.
Það var ósjaldan sem mamma
kom út hlaupandi á eftir mér í
blárósóttum kjól eða skyrtu með
gulum blómum og með viska-
stykki á öxlinni þegar ég laum-
aði mér niður Hafnargötuna í
Keflavík með risastóra Línu
langsokks-dúkku í eftirdragi.
Margar minningar á ég um
rútuferðir okkar til Reykjavík-
ur, þegar pabbi var úti á sjó og
mamma fór með okkur krakk-
ana í heimsókn til Helgu ömmu.
Einnig mátti þessi kona þola frá
okkur krökkunum ýmis uppá-
tæki, meðal annars að við tækj-
um stofustólana, snerum þeim á
hvolf og rifum út úr fataskápum
lök og sængurver því við þótt-
umst vera að búa til hús úr
þeim.
Þegar ég var orðin fullorðnari
var mamma mín mjög dugleg að
koma með á rúntinn og lyfta sér
upp. Mamma var mikil stoð og
stytta og okkar besti leikfélagi
og vinur. Hún var vinur vina
sinna.
Mamma var með mörg lífs-
mottó, sem ég ætla bara að
halda fyrir mig en hún hafði
ávallt að leiðarljósi orðin: Listin
að lifa er fólgin í því að útiloka
það sem skiptir ekki máli.
Einnig reyndi hún að inn-
prenta okkur krökkunum ýmsa
góða lífsspeki, alúð, samkennd,
heiðarleika og góðmennsku, sem
ég vona að muni skila sér.
Minning um Gyðríði móður
mína verður ávallt borin í hjarta
mínu. Hvíl í friði elsku mamma.
Þín dóttir,
Jónína Ingibjörg
Gerðarsdóttir.
Nú er hún Gyða mín farin yfir
í sumarlandið. Okkar fyrstu
kynni, þegar ég var 11 ára göm-
ul, og fjölmargar samverustund-
ir eftir það leita á hugann við
þessi tímamót. Ellefu ára Gyða
Hrönn var á varðbergi gagnvart
hugsanlegum kærustum, að ekki
sé minnst á möguleikanum á
nýrri konu, fyrir hann pabba
minn. Það gladdi mitt litla
barnshjarta að ekki fylgdu
henni önnur börn. Þegar hún
varð ófrísk skömmu eftir að þau
kynntust var þetta jú systkini
mitt sem var á leiðinni. Svo var
nú ekkert verra að hún væri
kölluð Gyða. Já, það örlar
snemma á eigingirninni.
Gyða, eða Gyðríður Elín, tók
mér afsaklega vel frá byrjun og
það voru ófá spilin sem við spil-
uðum saman, rommý, ólsen ól-
sen og rakki svo eitthvað sé
nefnt. Ég minnist þess sérstak-
lega í Karfavoginum þar sem
hún og pabbi hófu hjúskap sinn
að það var alltaf tekið í spil.
Þetta var eitthvað fyrir mig
enda vön spilamennsku við eldri
systur mína hana Lilju Báru,
svo ég tali nú ekki um öll spilin
við hann afa heitinn Þórð.
Atvik á giftingardegi pabba
og Gyðu, sem var gamlársdagur,
er sérstaklega minnisstætt. Eft-
ir vígsluna voru þau svo utan við
sig að það gleymdist að taka
litlu systur mína með út í bíl eft-
ir giftinguna sem fór fram í
heimahúsi hjá prestinum, séra
Árelíusi, ég stóð í þeirri mein-
ingu að það væri mér að þakka
að Jónína systir var ekki skilin
eftir. Það vantaði ekki hug-
myndaflugið.
Ég kynntist líka móður Gyðu,
Helgu Elíasdóttur, sem var af-
skaplega ljúf og góð kona og
kom strax fram við mig eins og
besta amma. Ég fór í margar
heimsóknir til Helgu heitinnar
sem hélt heimili á Laufásvegi 18
og þar var ég ávallt velkomin.
Síðar var ég oft hjá pabba og
Gyðu í Þorlákshöfn sem ung-
lingur og þá þurfti að taka vin-
konurnar með.
Það var ýmislegt brallað á
Eyjahrauni í Þorlákshöfn en
hún nafna mín tók öllum uppá-
tækjum hjá mér og vinkonum
mínum með jafnaðargeði og
leyfði mér að komast upp með
flest sem ég vildi gera. Seinna
fluttu þau til Keflavíkur og þar
kom svo Magnús bróðir í heim-
inn. Eftir að ég stofnaði sjálf
heimili í Keflavík var samgang-
urinn sérstaklega mikill, ég var
eins og grár köttur hjá þeim og
þau voru tíðir gestir hjá mér þar
og reyndar alltaf síðan. Seinna
bættist svo Gunný okkar í hóp-
inn og sást þá vel hvað ömmu-
hlutverið fór Gyðu vel.
Það er margs að minnast eftir
að hafa verið samferða góðri
konu og vinkonu í svo mörg ár
en það sem stendur upp úr er að
Gyða var góð kona, mikil hús-
móðir, móðir, amma og síðast en
ekki síst góð eiginkona og vinur
og ferðafélagi hans pabba míns.
Takk, elsku nafna, fyrir árin
okkar saman – minning þín mun
lifa með mér og okkur öllum.
Gyða Hrönn Gerðarsdóttir.
Þá er hún farin, blessunin!
Þessar fréttir komu ekki alveg á
óvart eftir erfið veikindi.
Gyða ólst upp í foreldrahús-
um, Sólvöllum á Þórshöfn. Barn-
margt var í hverju húsi á þeim
tíma og vinskapur varð til milli
þeirra sem næst bjuggu. Þar
léku sér saman jafnöldrur neðar
í þorpinu ofan við sandinn, en
stelpurnar uppi á holti voru í
öðrum hópi og samgangur ekki
svo mikill nema í skólanum.
Síðar fluttist Gyða suður
ásamt foreldrum sínum og
bjuggu þau sér heimili í Karfa-
vogi í Reykjavík. Þar bjó hún
ung og glæsileg kona. Gott var
að koma í Karfavog, þar sem
alltaf var nóg pláss fyrir gesti.
Hin síðari ár var gaman þeg-
ar dyrabjallan hringdi á kvöldin
og hjónin litu inn. Fyrst var far-
ið yfir óstjórn í landsmálum. Svo
voru þættir að norðan í sjón-
varpinu. Þá voru rifjaðar upp
minningar af svæðinu og fólkinu
sem kom fram. Gyða fylgdist
alla tíð vel með því sem gerðist á
Þórshöfn. Þetta voru góðar
stundir.
Blessuð sé minning þín. Þín
mágkona,
Elsa.
Gyðríður Elín
Óladóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EBBA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Höfðagrund 21,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi laugardaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
17. desember klukkan 13.
Lilja Björk Högnadóttir Haraldur Friðriksson
Magnús Högnason Hrund Valgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur og afi,
ÁSGEIR PÁLL SIGTRYGGSSON,
Þórsbergi 2, Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur föstudaginn
7. desember. Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 17. desember klukkan 13.
Heiða Theodórs Kristjánsdóttir
Bjarney Sigrún Ásgeirsdóttir Darri Mikaelsson
Berglind Sigríður Ásgeirsd. Helgi Dagur Þórhallsson
Valgerður Sif Ásgeirsdóttir
Bryndís Lilja Ásgeirsdóttir
Snædís María Ásgeirsdóttir
Brynjar Sigtryggsson Anna Margrét Guðmundsd.
Sigurveig K. Sigtryggsdóttir Pétur Steingrímsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VALTÝR BJÖRGVIN GRÍMSSON,
Blómvangi 14, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 19. desember klukkan 13.
Auður Þórhallsdóttir
Helga Valtýsdóttir Sigurður S. Antonsson
Hugrún Valtýsdóttir Jón Ingi Björnsson
Guðmunda Björk Hjaltested
og barnabörn
Ástkær faðir okkar,
KONRÁÐ ANTONSSON,
Vesturgötu 11,
Ólafsfirði,
andaðist sunnudaginn 9. desember,
á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.
Útför hans verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 14.
desember klukkan 14.
Dagbjört S. Guðmundsdóttir Axel Axelsson
Guðmundur Konráðsson Rósa Ruth Jóhannsdóttir
Viðar Konráðsson Díana B. Hólmsteinsdóttir
Anton Konráðsson Greta K. Ólafsdóttir