Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 68

Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Fyrir fjórtán árum gáfu ljósmynd- ararnir Einar Snorri Einarsson og Eiður Snorri Eysteinsson út ljós- myndabókina Barflies og í voru ljós- myndir af gestum Kaffibarsins. Myndirnar voru allar með sama sniði, svart-hvítar myndir þar sem fyrirsætan horfir upp í 50 mm linsu á Hasselblad-myndavél, oftar en ekki óræð á svip. Myndirnar voru teknar frá árinu 1993 fram til 1994, en stuttu eftir að bókin kom út flutt- ust þeir Einar og Eiður vestur um haf og hafa búið og starfað í Banda- ríkjunum að mestu upp frá því. Fyrir stuttu kom út bókin Barflies Reykjavík 2 sem þeir eru einnig skrifaði fyrir, en nú sem Snorri Bros. Bókin er gefin út í tilefni af 25 ára afmæli Kaffi- barsins og í henni eru myndir sem teknar hafa verið frá því fyrri bókin kom út og einnig nokkrar eldri sem ekki komust í þá bók. Alls eru í bókinni 280 ljósmyndir af fólki. Jón Kaldal skrifar inngang að bókinni og Cchuk Cors eftirmála, en bókin er á ensku eins og heiti hennar ber með sér. Fleiri barflugur Írska skáldkonan Sally Rooney hlaut nýverið helstu bókmennta- verðlaun Írlands fyrir skáldsögu sína Normal People sem fengið hef- ur framúrskarandi dóma í írskum og breskum fjölmiðlum. Hún hlaut einnig bókmenntaverðlaun Wat- erstones-verslunarkeðjunnar sem bók ársins. Normal People var einnig tilnefnd til bresku Booker- verðlaunanna og er tilnefnd til Costa-verðlaunanna sem afhent verða í janúar. Normal People er önnur skáld- saga Rooney, en fyrsta skáldsaga hennar, Con- versations with Friends, sem heitir Okkar á milli í íslenskri útgáfu, var einn- ig tilnefnd til fjölda verðlauna. Meðal bókanna sem slógust um verðlaunin írsku voru Milkman eftir Anna Burns sem hlaut Booker-verðlaunin, og From a Low and Quiet Sea eftir Donal Ryan. Verðlaun til Rooney Sally Rooney Lesendur Morgunblaðsinsþekkja vel til verkaRagnars Axelssonar.Ljósmyndir hans hafa birst hér í blaðinu um áratuga- skeið. Í myndabálkum hans birtust bæði geimar og kimar lands og þjóðar sem ritstjórn birti flenn- istórar á opnum sínum. Fáir prent- miðlar íslenskir hafa sýnt ljós- myndara líka rækt og Mogginn Raxa. Í myndheimi Raxa tókust lengi á maður, land, himinn og haf, stilli- birta og válynd veður. Hann var fundvís á þá staði sem voru utan al- faraleiða, leitaði uppi fólk við ysta haf, sýndi okkur daglega önn horf- inna lífshátta, naut sinnar þægilegu nándar og skóp traust milli miðils og manns sem til þarf að tryggja góða töku. Safn slíkra mynda höf- um við séð á fyrri bókum hans. Þótt landið í ógnandi fegurð sinni hafi löngum sést í ljósmyndum Raxa hefur hann lengst einblínt á manninn í landinu. Á sýningu sinni í Ásmundarsal í liðnum mánuði og nú á nýútkominni myndabók, Jökli, mænir hann á landið: í ellefu þátt- um rýnir hann í jökulinn og ólíkar myndir vatnsins, frá ísbjörgum til leysinga, frá tindum til ósa. Sum efnin hafa áður ratað inn í bækur hans: upphafsþátturinn, Tindar, sýnir bólstrastál á Snæ- fellsjökli sem áður birtist í Andlit- um norðursins (2016, bls. 20-21). Hér er syrpan lengri og maðurinn horfinn. Stálið er líkast reykbólstr- um, magnað af skini sem snertir aðeins tinda í jökulbreiðunni. Við erum á flugi og horfum niður á áferð jöklanna sem fuglinn fljúg- andi. Ný sýn er okkur birt af land- inu. Næst rennir hans sér yfir gjá- beltin í skríðandi hellunni, flekarnir mjakast áfram með djúpum gjám, taumar eftir hlíðum og milli þeirra öskugrá hrunbörð í bland við mjúka flauma í snjónum. Náttúru- sýnin tekur á sig form og verður afstrakt. Myndsmiðurinn teygir sig í átt að myndheimi sem er handan við kunnuglegar náttúrumyndir í átt að hinu óræða, brotnum mynstrum með háttríkri hrynjandi íssins í kaflanum Sprungur. Mikilleiki stærðarinnar magnast enn í þeim kafla sem hann kallar Rúnir: þar takast á tónar gráskala ösku og íss og myndefnið er úr þessum heimi. Teiknarinn sem dró þessar ristur sýnir okkur ógnarvald sitt og skrásetjarinn myndasmið- urinn bregst ekki í að finna styrka myndbyggingu í hverjum ramma. Í Bráðnun mýkjast línurnar, formin verða ávöl í dvínandi birtu, langir skuggar togast yfir gáróttan frerann. Langt niðri sér í örsmáan grip svo skyndilega verða hlutföllin ljós: Flugvél á ferð yfir breiðuna sem er í jaðri myndarinnar skorin sprungubaugum. Ösku-kafli verksins sýnir Eyja- fjallajökul og þá miklu umbreyt- ingu er svarta öskuna leggur yfir hvíta breiðuna svo nú er hún myrk rist hvítum rúnum. Á sama hátt eykst fjölbreytileiki formanna sem ljósmyndirnar sýna í kafla sem helgaður er Hellum jöklanna, þar er áferðin enn fjær fjallasýn okkar og tekur á sig torkennilegar mynd- ir með gljúpum formum óreiðu og upplausnar. Þær myndir eru ekki af þessum heimi. Þá eru ótaldir kaflarnir Sporðar og Lón. Allt verkið er þannig skipulagt frá hinu hæsta til hins lægsta. Bókin er aflöng, hún verður að hvíla á sléttu við skoðun. Papp- írinn er þykkur og tekur í kjöl. Umbrot Einars Geirs er yfirlætis- laust og tekur ekki athygli frá meginefninu, ljósmyndunum. Textar Raxa eru knappir, nákvæm- ar staðsetningar hvers myndflatar eru ekki birtar enda er myndefnið horfið og breytt. Prentun er sem í Andlitum norðursins einstaklega vönduð frá þeim hjá Faenza á Ítal- íu. Útgáfan er styrkt af Vinum Vatnajökuls og skrifa þeir Ólafur Elíasson og Tómas Guðbjartsson formála og eftirmála sem falla al- veg í skuggann af mikilleik þess myndefnis sem hér birtist. Jökull Ragnars Axelssonar er myndlist frekar en listljósmyndun. Hann rífur gat á þanin og þunn skil milli ljósmynda og myndverka. Bókin hans er listaverk frekar en vandað bókverk. Í síðasta textakafla sínum víkur hann að þeirri yfirvofandi stað- reynd að brátt kunna jöklar að hverfa af jörðinni, fyrirboða enn válegri tíðinda flóða og tortímingar strandbyggða okkar daga. Mynd- heimur Jökuls sýnir ægilegan heim sem á fyrri stigum menningar mannsins lagði undir sig stóran hluta álfu okkar. Við vitum ei hvers biðja ber. Verkið er þannig áminn- ing um smæð okkar. Úr lofti séð Ljósmynd/Ragnar Axelsson Jökull Bók Ragnars „er myndlist frekar en listljósmyndun. Hann rífur gat á þanin og þunn skil milli ljósmynda og myndverka. Bókin hans er listaverk frekar en vandað bókverk,“ skrifar rýnir. Ljósmyndir Jökull bbbbb Eftir Ragnar Axelsson. Querndu, 2018. 200 bls. í stóru broti. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.