Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 76

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Í inngangsorðum sínum í bókinni þar sem farið er yfir það sem var efst á baugi á árinu 2018 skrifar Víðir meðal annars um karlalandslið Íslands: Heimir Hallgrímsson ákvað að hætta störfum sem þjálfari lands- liðsins eftir HM í Rússlandi, eftir einstaklega gifturíkan feril með lið- ið. Svíinn Erik Hamrén tók við og fékk hina nýju Þjóðadeild UEFA beint í andlitið. Fjóra leiki gegn tveimur af bestu landsliðum heims, auk vináttuleiks við sjálfa heims- meistarana. Ég efa að nokkur lands- liðsþjálfari hafi fengið brattari byrj- un. Ekki bættu úr skák gríðarleg forföll margra okkar bestu manna á haust- mánuðum og Hamrén hefur fyrir vikið aldrei stillt upp sterk- asta liði Íslands þegar und- ankeppni EM fer af stað síðar í vet- ur. Hann verður ekki dæmdur af verkum sínum strax. Eftir leikina erfiðu í Þjóðadeild- inni og fall íslenska liðsins þaðan hljótum við samt að velta vöngum yfir því hvernig framhaldið verði. Fámennið gerir að verkum að Ís- land er háðara því en flest önnur landslið að geta ávallt stillt upp nán- ast sínu sterkasta liði. Svo er „gull- kynslóðin“ smám saman að komast á aldur, enda þótt kjarni liðsins eigi ekki að þurfa að taka róttækum breytingum á næstu misserum. Margir lykilmannanna eru enn bara 28-30 ára gamlir og eiga talsvert eft- ir. Vörnin getur orðið spurning- armerki en þar eru þrír þeirra sem mest hafa spilað á aldrinum 32-36 ára. Aðalatriðið er að þeir yngri kom- ist að hlið hinna reyndari, spili með þeim og geti smám saman tekið við kyndlinum og vaxandi hlutverkum. Það eru dálítil vonbrigði að ekki skuli fleiri leikmenn fæddir árin 1992 til 1996 en raun ber vitni vera búnir að gera sig gildandi í landslið- inu. Hinsvegar er spennandi að horfa til þeirra stráka sem eru fæddir á árunum 1997 til 1999 og hafa gert góða hluti með yngri landsliðunum, sem og á fyrstu miss- erum atvinnumennskunnar, eins og t.d. Albert Guðmundsson og Skaga- maðurinn kornungi Arnór Sigurðs- son sem sló í gegn í haust, bæði í Meistaradeild Evrópu og rússnesku úrvalsdeildinni. Þá eru margir spennandi leikmenn á leiðinni í yngri landsliðunum og bæði U19 ára og U17 ára landsliðin náðu góðum árangri seinni hluta ársins. Virkilega sterkir karakterar Í bókinni er ennfremur viðtal við Heimi Hallgrímsson sem fer vel yfir það sem gerðist á HM í Rússlandi og hann er síðan spurður: Eftir velgengni undanfarinna ára, hvað þarf að gera til þess að Ísland eigi áfram möguleika á að komast í lokakeppni stórmóta? „Þessi strákar sem eru núna í landsliðinu eru í fyrsta lagi góðir fótboltamenn en ég legg gríðarlega áherslu á að þeir eru virkilega sterkir karakterar. Þú verður að hjálpa til við að skapa karakter. Er- um við að gera það í þjálfun og kennslu á Íslandi? Í dag er auðvelt að fá bestu æfingarnar hjá bestu þjálfurum hjá bestu liðunum. Það er auðvelt að gera það sama og allir hinir. Tæknin í dag leyfir okkur að skoða það besta hjá öllum og eðli- lega fara allir þjálfarar sömu leiðina. En ef við ætlum að gera það sama og Spánverjar, Hollendingar og Englendingar verðum við aldrei annað en léleg eftirlíking af þeim. Þessvegna verðum við að vera með skýra sýn á hvaða eiginleikar eigi að prýða íslenskan landsliðsmann. Hvert á að vera hans einkenni? Við þurfum að þjálfa það strax frá grunni. Ef það er karakter, þá þurf- um við að leggja meiri áherslu á að þjálfa hann upp. Hvert er okkar ein- kenni? Við ætlum að vera góðir í því. Við getum ekki verið bestir á öllum sviðum. Tölfræðin segir okkur að við séum ekki með bestu send- ingamenn í heiminum. Okkar send- ingahlutfall er slakara en hjá flest- um. Við látum það ekki fara í taugarnar á okkur, við spilum ekki þannig fótbolta að sú tölfræði komi í bakið á okkur. Við vitum að við erum ekki með bestu einstaklingana í heimi. Við er- um með afar fáa sem spila í Meist- aradeildinni, á meðan þjóðir eins og Króatía og Argentína eru kannski með tíu leikmenn í byrjunarliðum sem spila í undanúrslitum og úrslit- um í þeirri keppni. Bestu leikmenn- irnir eru í bestu liðunum en við er- um með mjög fáa leikmenn sem spila í hæsta gæðaflokki. Við verð- um þess vegna að vera betri í ein- hverju öðru, og leggja okkar metnað í að vera með góða liðsheild. Þar sem við erum ekki með bestu ein- staklingana getum við ekki spilað maður gegn manni út um allt. Yf- irleitt eru einstaklingarnir í liði and- stæðinganna betri. Það er kannski kjánalegt af þjálfara að segja þetta en þannig er bara staðan.“ Ungir leikmenn banka hressilega á dyrnar Hallbera Guðný Gísladóttir, ein af reyndustu landsliðskonum Íslands, er í viðtali um frammistöðu kvenna- landsliðsins og segir þar meðal ann- ars þegar horft er fram á veginn: „Núna verða einhverjar breyt- ingar með nýjum þjálfara og það verða viðbrigði að fara á æfingar hjá nýju teymi eftir að hafa aðeins verið með tvo þjálfara allan landsliðsfer- ilinn, Frey og Sigurð Ragnar. En það verður spennandi að sjá hvernig Jón Þór og Jeffs gera þetta, það er gott að hrista upp í hlutunum þegar maður er orðinn of vanafastur. Það eru margir ungir leikmenn að banka hressilega á dyrnar hjá landsliðinu, Agla María Albertsdóttir, Alex- andra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríks- dóttir eru allar kornungar ennþá og eru framtíðarleikmenn og það eru margar fleiri á leiðinni. Maður hefur helst áhyggjur af markmannsstöð- unni, allir markverðir landsliðsins eru á svipuðum aldri og eins og er virðist langt bil í þá næstu. Það mun síðan eflaust gera okkar yngri leikmönnum gott að komast út í atvinnumennsku, þó það henti ekki endilega öllum. Mín reynsla var sú að það gerði mig að miklu betri leik- manni. Kröfurnar verða meiri, þú spilar með leikmönnum sem sætta sig ekki við meðalmennsku og þú þarft stundum að vera með breitt bak. Ég held að ég hafi þroskast talsvert sem leikmaður og mann- eskja á því að fara út og að því leyti ætti það að vera hagur landsliðsins að sem flestir af leikmönnum þess kynnist því að spila erlendis. Endalaus vonbrigði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki og markadrottning Pepsi-deildar kvenna, segir m.a. frá erfiðleikum sem hún gekk í gegnum á fyrstu mánuðum ársins 2018 vegna deilna við ítalska félagið Ve- rona, þar sem hún lék framan af vetrinum: „Frá áramótum og fram í mars voru þetta endalaus vonbrigði. Um- boðsmaðurinn var alltaf að fara að græja hlutina en eftir að Freyr landsliðsþjálfari hafði sagt mér að hann gæti ekki valið mig í landsliðið fyrir Algarve-mótið þar sem ég væri hvergi að æfa höfðum við samband við Kristin Björgúlfsson hjá Leik- mannasamtökum Íslands. Hann leysti málið með einum tölvupósti, samtökin á Ítalíu lokuðu málinu á einum degi og ég gat byrjað að æfa. Berglind sagði að þessi erfiða reynsla hefði þegar upp var staðið reynst lán í óláni og komið sér til góða. „Þar sem ég mátti ekki æfa með félagsliði fór ég í Toppþjálfun hjá Guðjóni Erni Ingólfssyni og hann tók mig í gegn, auk þess sem ég æfði sjálf ein með bolta í Fífunni. Líklega hjálpaði það mér mikið að hugsa um fleira en fótboltann sjálfan. Ég var í styrktarþjálfun með áherslu á kraft og snerpu, tók mataræðið í gegn og las mikið um andlega heilsu. Und- irbúningstímabilið á Íslandi er svo langt að maður getur alveg fengið nóg svo það getur greinilega verið gott að brjóta það upp. Það er eig- inlega fyndið að þurfa að lenda í áfalli til að finna út hvað maður gæti gert betur. Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent íþessum vandræðum því það skilaði sér þeg- ar upp var staðið.“ Viðbrigðin ekki eins mikil og ég óttaðist Birkir Már Sævarsson var í þeirri einstöku stöðu að leika með lands- liðinu á HM í Rússlandi og spila jafnframt með Val eftir níu ár í at- vinnumennsku, þar sem hann varð Íslandsmeistari. Hér er gripið niður í viðtal við hann: Voru mikil viðbrigði að spila í ís- lensku deildinni eftir að hafa verið í Svíþjóð og Noregi um árabil? „Hvað Valsmenn varðar og gæðin á æfingum var munurinn nánast enginn. Valsliðið var það gott, með marga fyrrverandi atvinnumenn, hraða og gæði á æfingum að það var alveg á pari við það sem ég hafði vanist. Hvað deildina varðar þá eru bestu liðin á Íslandi svipuð og miðl- ungslið í efstu deildum í Skandinav- íu en það er meiri munur á botnlið- unum hér og þar. Þrjú bestu liðin á Íslandi ættu ekki að þurfa að lenda í fallbaráttu í Svíþjóð eða Noregi og viðbrigðin voru því ekki eins mikil og ég óttaðist fyrst. Frá því ég lék síðast á Íslandi árið 2008 er deildin orðin betri og fleiri lið en áður orðin virkilega góð. Botnliðin eru líka skipulagðari og betri og erfiðara að spila við þau, sérstaklega á útivöllum. Valsliðið 2018 er betra en meistaraliðið 2007, með meiri gæði í heildina og stærri hóp þar sem fleiri leikmenn gátu komið inn án þess að veikja liðið. Íslensk knattspyrna 2018 Íslensk knattspyrna 2018 rekur allt það helsta sem bar á góma í knattspyrnuheiminum árið 2018, sagt frá sigrum og ósigrum, Íslandsmeisturum og HM-förum. Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður tekur bókina saman og Tindur gefur hana út. Morgunblaðið//Skapti Hallgrímsson 1:1 Fyrsti leikur Íslands í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu var gegn Argentínu og varð sögulegur. Hannes Þór Halldórsson var frábær í leiknum og ver hér víti frá Leo Messi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.