Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 31

Morgunblaðið - 12.01.2019, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Viðhorf okkar ræður því hvernig við lítum á heiminn. Þegar við velj- um að finnast rigning leiðinleg upplifum við slæman dag þegar það rignir. Sumir sjá alltaf sólina í gegnum skýin á meðan aðrir sjá dökku hliðarnar á þessu eina skýi á himninum. Flest- ir eru kannski einhvers staðar mitt á milli. Hér fyrir neðan eru þrjár leiðir sem geta gagnast við að þróa með sér jákvæðara viðhorf: Hættu að bera þig saman við aðra Við höfum mörg tilhneigingu til að bera okkur saman við aðra. Slíkur fé- lagslegur samanburður hefur oft þær afleiðingar að við verðum pirruð eða of upptekin af okkur sjálfum. Þetta á sérstaklega við þegar samanburð- urinn er neikvæður þ.e.a.s. þegar við berum hæfileika annarra saman við eigin veikleika eða þegar við berum glansmynd af lífi annarra á Facebook saman við hversdaginn hjá okkur sjálfum. Þessi ójafni samanburður hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina og líðan okkar. Við græðum ekkert á því að bera okkur saman við aðra á þáttum sem við eigum sjálf erfitt með en sem þeir skara fram úr í. Mundu að enginn er fullkominn og að það skiptast á skin og skúrir hjá flest- um. Verum sátt með okkar. Samfagnaðu vel- gengni annarra Stundum fyllumst við öfund þegar einhver annar nær árangri. Þá er eins og okkur finnist afrek viðkomandi standa í vegi fyrir að við getum sjálf náð að af- reka. Öfund hefur neikvæð áhrif á eigin heilsu, sjálfsvirðingu og ham- ingju. Hér eru nokkur góð ráð til að beita næst þegar öfund gerir vart við sig:  Veittu því athygli sem viðkom- andi lagði á sig til að ná árangri. Af- rek gerast ekki af sjálfu sér, maður þarf að leggja eitthvað á sig til að af- reka.  Minntu þig á að árangur ein- hvers annars tengist ekki þínum ár- angri og dregur ekki úr líkum þess að þú njótir velgengni.  Finndu fyrir stolti, aðdáun og hamingju fyrir hönd viðkomandi. Óskaðu honum/hennar einlæglega til hamingju. Að samgleðjast öðrum er frelsandi tilfinning. Þú munt fyllast innblæstri til að ná árangri sjálf(ur). Breyttu vanþakklátum hugsunum Öll upplifum við vanþakklæti ann- að slagið. Slíkar hugsanir færa okkur tækifæri til að þróa með okkur þakk- látt viðhorf. Taktu eftir því næst þeg- ar vanþakklæti gerir vart við sig og skrifaðu hugsunina niður í smáat- riðum þannig að þú náir kjarna henn- ar. Snúðu síðan hugsuninni við og veltu fyrir þér hvað þú getur verið þakklát(ur) fyrir í staðinn fyrir hvað þú gætir verið að kvarta yfir. Skrif- aðu þakklætishugsunina niður einnig. Ef maki þinn gleymdi t.d. að gera eitthvað sem þú baðst hann um og skiptir þig verulegu máli, hugsaðu þá um hversu þakklát(ur) þú getur verið að vera í góðu og heilbrigðu sam- bandi. Þessi æfing afsakar ekki né af- neitar því sem kom þér í uppnám heldur virkar sem nokkurs konar jafnvægisafl gegn vanþakklætinu. Þakklætið er undirstaða sáttar og vellíðanar. Þrjár leiðir að jákvæðara viðhorfi Eftir Ingrid Kuhlman » Viðhorf okkar ræður því hvernig við lítum á heiminn. Þegar við veljum að finnast rign- ing leiðinleg upplifum við slæman dag þegar það rignir. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. ingrid@thekkingarmidlun.is Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og barst mikill fjöldi lausna. Rétt lausn er: „Kuldatíð og klausturblaður settu svip sinn á aldarafmæli fullveldis. Framundan eru erfiðar viðræður vinnumarkaðarins.“ Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Fyrstu verðlaun, bókina Jöklar eftir Ragnar Axelsson, hlýtur Ása Ragnarsdóttir Bröttugötu 6 101 Reykjavík. Önnur verðlaun, bókina Flóra Íslands, hlýtur Gerður Pálsdóttir Lækjarási 13 110 Reykjavík Þriðju verðlaun, Ísland - Allt sem er, eftir Max Milligan hlýtur Stefán Smári Jónsson Borgarhlíð 3a 603 Akureyri Vinningshafar geta vitjað bók- anna í móttöku Morgunblaðsins í Hádegismóum 2 eða hringt í 569- 1100 og fengið þær sendar heim. Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar vinningshöf- unum til hamingju. Lausn jólamyndagátu „Framlög til vega- gerðar of lág“. Þetta eru orð samgöngu- ráðherra á Facebook- síðu sinni 30. desem- ber sl. og eru orð að sönnu. Þar kemur fram að undanfarin ár hafa um 70% af tekjum ríkisins af umferðinni farið til vegagerðar og því um 30% af tekjunum farið til velferð- armála. Því er eðlilegt að bifreiðaeig- endur spyrji hvort réttlátt sé að þeir séu skattlagðir sérstaklega umfram aðra til að fjármagna velferðarkerfið. Áætlaðar tekjur af umferðinni árið 2019 eru um 49 milljarðar króna, en á sama tíma er áætlað að 31,3 millj- arðar fari til vegagerðar á ári að meðaltali næstu fimm árin. Sam- kvæmt þessu eru bifreiðaeigendur skattlagðir sérstaklega umfram aðra skattgreiðendur sem nemur tæpum 18 milljörðum króna á ári. Í ljósi þessara staðreynda er eðli- legt að bifreiðaeigendur séu ekki sáttir við fyrirhugaða vegtolla sem á að innheimta aðallega á þremur helstu vegtengingum höfuðborg- arinnar, þ.e. á Reykjanesbraut, Vest- urlandsvegi og Suðurlandsvegi. Ein- mitt á þessum vegum hefur undanfarin ár myndast meirihluti tekna ríkisins af um- ferðinni og hafa þær tekjur verið notaðar til vegaframkvæmda um allt land og því ósann- gjarnt að skattleggja þessa umferð sér- staklega til samgöngu- bóta þessara vegkafla. Og ef vegtollar koma til má spyrja hvort þeir greiði mest sem græða mest á samgöngubótunum. Þeir sem keyra daglega í vinnuna þegar umferðin er ekki þung borga oftast vegtollinn og hafa lítinn ávinn- ing af betri vegum. Og hverjir borga sjaldan vegtoll- inn og hafa mesta ávinninginn af betri vegum? Það er helgarumferðin yfir sumarið og er þar um að ræða fá- ar ferðir hjá hinum almenna bifreiða- eiganda miðað við daglega ferð hins vinnandi manns. Samkvæmt þessu eru þeir að borga minnst í vegtolla sem hagnast mest á betri sam- göngum. Fyrirhugaðir vegtollar leysa þar fyrir utan ekki aðalúrlausnarverk- efnið varðandi gjaldtöku af umferð- inni núna þegar rafbílavæðingin er í gangi. Rafbílar eru nú um 6% af bílaflot- anum og er áætlað að þeim fjölgi um ca. 2% á ári. Þessir bílar eru ekki að greiða fyrir afnot af vegunum og gengur það ekki til lengdar. Hér er því mælt með því að breyta innheimtunni á akstursgjöldum þannig að greitt verði eftir aksturs- lengd hvers bíls á ári og eftir þyngd hans og væru þá öll gjöld nema kol- efnisgjald tekin út úr lítraverði á bensíni og díselolíu. Með því að auka framlög til vega- gerðar samanber ábendingu sam- gönguráðherra, t.d. þannig að 80% af tekjum umferðarinnar fari til vega- gerðar og með því að hefja innheimtu akstursgjalda á rafbílum fást auknar tekjur af umferðinni þannig að ráða- menn ættu að geta gleymt fyrirhug- uðum vegtollum en haldið sig við að hefja átak í bættum vegum á öllu landinu. „Framlög til vegagerðar of lág“ Eftir Bjarna Gunnarsson » Því er eðlilegt að bif- reiðaeigendur spyrji hvort réttlátt sé að þeir séu skattlagðir sér- staklega umfram aðra til að fjármagna velferðarkerfið. Bjarni Gunnarsson Höfundur er umferðarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.